Morgunblaðið - 13.11.2019, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.11.2019, Blaðsíða 17
MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 2019 ✝ HrafnhildurÁgústsdóttir fæddist á Bíldudal 27. mars 1934. Hún lést á Hjúkrunar- heimilinu Hömrum Mosfellsbæ 4. nóv- ember 2019. Foreldrar henn- ar voru Ágúst Sig- urðsson, kaupmað- ur á Bíldudal, og Jakobína Sigríður Pálsdóttir húsmóðir, sem fórust í Þormóðssjóslysinu 18. febrúar 1943. Hrafnhildur var yngst systkina sinna, sem voru Sigríð- ur, Unnur, Arndís, Hjálmar, Páll, Jakob og fóstursystir Ingi- 2009 og Kolbrúnu Helgu, f. 2011; Helga Lára, f. 1980, gift Níelsi Einari Reynissyni og eiga þau Elísu Ósk, f. 2001, Önnu, f. 2004, Emmu Sóleyju, f. 2012; Sóley Dögg, f. 1990, sambýlis- maður hennar er Arnar Bjarna- son; Benjie Rose, f. 1990, gift Yanick Juin; Bæring Patrek, f. 1998 og Jóhanna Kristín, f. 2002. 3) Ágúst Jakob, f. 14. maí 1962, kvæntur Nönnu Leifs- dóttur, börn þeirra eru Ólafur Kristinn, f. 1984 og sambýlis- kona hans er Caroline Wahlgren Þórisdóttir og eiga þau Tristan Ágúst, f. 2012; Guðmundur Bær- ing, f. 1987 og sambýliskona hans er Díana Þorvaldsdóttir og eiga þau Baltasar Breka, f. 2016; Jakob Hrafn, f. 1993, unn- usta hans er Jenný Drífa Kristjánsdóttir. Útför Hrafnhildar fer fram í Garðakirkju í dag, 13. nóvember 2019, kl. 15. björg Ormsdóttir. Hrafnhildur gift- ist Ólafi Kristni Bæringssyni verk- taka, f. 2. maí 1927, d. 12. júlí 1988 og eignuðust þau þrjá syni: 1) Gísli, f. 3. október 1954, kvæntur Aronica Karuri, dóttir hans er Sunna Sigurósk. f. 1986, gift Gylfa G. Geirssyni. 2) Bæring. f. 22. nóvember 1955, kvæntur Rose Olafsson, börn hans eru Hildur Björg. f. 1976. gift Grétari Páli Jónssyni og eiga þau Daníel Bæring. f. 2006, Jón Gauta, f. Elsku mamma mín Hrafnhild- ur Ágústsdóttir er látin. Það er mikill missir fyrir okkur öll sem stóðum henni næst. Minningarn- ar streyma að á svona stundum og allar eru þær ljúfar um hana mömmu sem var einstaklega hjartahlý og góð manneskja, vel liðin og elskuð af þeim sem henni kynntust á lífsleiðinni. Mamma fæddist á Bíldudal 27. mars 1934 í Valhöll, ein af 7 börn- um afa og ömmu, Ágústs Sig- urðssonar og Jakobínu Pálsdótt- ur. Mamma kynntist sorginni ung þegar hún missti báða for- eldra sína í Þormóðsslysinu, einu hræðilegasta sjóslysi síðari tíma á Íslandi. Margir áttu um sárt að binda á Bíldudal þá, sem misst höfðu ástvini sína. Mamma gat aldrei talað um þetta slys ógrátandi, svo fékk til- hugsunin á hana. Ég held að þetta hafi átt við um þau systk- inin öll raunar, en fólk beit á jaxl- inn og grét í koddann sinn. Svona var þetta í þá daga, enga áfalla- hjálp að fá, fólk hafði hvað annað og svo koddann sinn. Áfallið var mömmu þvílíkt að hún mundi lengst af ekkert af sinni æsku fyrir 9 ára aldurinn, það bara þurrkaðist út. Þó sorglegt sé að segja frá þá var lengi vel eina minningin sem hún átti blá stíg- vél sem afi hafði gefið henni er hann kom úr einni Reykjavíkur- ferðinni. Mamma var hávaxin og mynd- arleg kona. Mikil íþróttakona, skaraði fram úr í ýmsum grein- um og tók þátt í mörgum héraðs- mótum í frjálsum og átti hún Ís- landsmet í hástökki um tíma. Mamma kynntist pabba ung og fluttist til Patreksfjarðar 1954 með mig mánaðar gamlan og kom með strandferðaskipi. Þegar mamma fluttist til Pat- reksfjarðar bjuggu þau pabbi sér fallegt heimili á Bjarkargötunni. Þar stjórnaði mamma öllu af myndarskap og minningar eru ljúfar þaðan. Þar var gestkvæmt mjög og það féll mömmu vel, sér- staklega þegar ættingjar og vinir komu. Hún tók á móti öllum af ljúfmennsku og örlæti. Þau pabbi ráku í sameiningu Vinnuvélar ehf. um árabil og var fyrirtækið nokkuð myndarlegt flest árin, en þó fór að halla und- an fæti síðustu árin áður enn pabbi dó. Mamma sá um bókhald og fjármál fyrirtækisins alla tíð og þau voru ávallt mjög samstiga þar um. Pabbi féll óvænt frá langt fyrir aldur fram og var það mömmu mikið áfall. Ég minnist þess ekki að nokkurn tíman hafi fallið skuggi á samvistir foreldra minna og er það einstakt að ég tel. Mikil ástúð á heimilinu alla tíð, það er mikil gæfa að alast upp á þannig heimili. Um 1990 gerðist mamma for- stöðumaður sundlaugarinnar á Patreksfirði. Það fór henni vel úr hendi og ég held ég ýki ekkert þó ég segi að fólkið sem kom þar hafi dáðst að henni og hvernig hún hélt á málum. Mamma fluttist í Kópavoginn eftir aldamótin síðustu og bjó þar við gott yfirlæti fram undir það síðasta. Þar bjó hún sér hreiður fyrir sig og sína. Barnabörnin nutu góðs af henni þar, enda elskaði hún að eiga samneyti við þau. Sunna mín var mjög náin ömmu sinni og verður henni seint fullþakkað allt sem hún gerði fyrir hana Sunnu mína. Ég naut þeirra forréttinda að hafa átt samvistir við hana mömmu mína í heil 65 ár. Það er langur tími. Guð blessi þig og varðveiti, mamma mín. Gísli Ólafsson. Elsku mamma er nú dáin og komin til Guðs og er nú með pabba og öllum sínum ættingjum og vinum sem þar eru. Mamma var alveg einstök manneskja í alla staði. Hún elsk- aði allt og alla og það voru aldrei nein vandamál hjá henni og hún talaði aldrei illa um neina mann- eskju. Hún var alveg frábær mamma, amma og langamma og elskaði fjölskyldu sína og studdi og hvatti til dáða í einu og öllu. Hún var sú þolinmóðasta mann- eskja sem ég hef þekkt og alveg sama hvað á dundi þá hélt hún alltaf sinni ró og sagði alltaf að allt væri í lagi eða að allt myndi fara vel og hafði tröllatrú á okkur öllum í fjölskyldunni. Hún hvatti mig til dáða frá unga aldri og sagði að ég gæti gert allt sem ég vildi ef ég bara hefði trú á sjálfum mér. Hún tók öllum mínum börnum með opn- um armi og hugsaði um þau sem sín eigin börn og elskaði þau, dáði og hvatti þau til verka og velgengni. Mamma var svo hlý og góð við alla, hún hafði alltaf í fyrirrúmi ást, heiðarleika, traust og óbil- andi trú á fjölskyldunni og var svo stolt af okkur öllum. Ég hef oft hugsað um það og óskað mér að ég væri eins góð manneskja og hún, en það hefur mér ekki tekist hingað til og mun senni- lega aldrei takast. Hún er mín fyrirmynd og hefur kennt mér svo margt í lífinu. Ég kveð hana elsku mömmu núna og veit að hún er á góðum stað hjá Guði í himnaríki með pabba og öllum sínum ættingjum og vinum og hún mun fylgjast með okkur öllum og gefa okkur merki og skilaboð þegar þörf er á. Megi Guð blessa og varðveita hana mömmu mína um ókomna tíð. Bæring Ólafsson. Elsku amma mín. Ég á svo margar góðar minningar um þig og fyrir það er ég mjög þakklát. Eftirminnilegasti tíminn í lífi mínu hingað til var þegar ég, mamma, pabbi og Anna bjuggum hjá þér í Kórsölunum á meðan við gerðum upp húsið okkar. Það var svo æðislega gaman og gott að hafa þig alltaf til staðar, á morgnana, þegar ég kom heim úr skólanum og á kvöldin. Og aldrei vantaði upp á góðgætið hjá þér. Ég veit ekki hversu oft þú varst með marmaraköku á borð- inu fyrir mig þegar ég kom heim úr skólanum, það var best. Þú fórst líka oft með okkur systurn- ar niður götuna í vídeóleiguna að leigja mynd og fannst okkur það alltaf jafn spennandi. Þú hefur alltaf verið svo já- kvæð og umhyggjusöm og hafðir svo góð áhrif á fólk í kringum þig og ætla ég að taka þig til fyr- irmyndar í því í mínu lífi. Elsku amma mín, ég mun sakna þess að fá ekki strjúka hendurnar þínar, mér fannst það svo róandi. En ég veit að þú ert komin á betri stað núna. Takk fyrir allt sem þú hefur gert, ég mun ávallt varðveita minningu þína og elska þig. Elísa Ósk. Amma Abba var okkur mikil fyrirmynd, það hefur engin manneskja kennt okkur jafn mikið um góðmennsku og kær- leik, hún var sannkallaður gim- steinn í mannsmynd. Amma fór í gegnum lífið án þess að láta eitt aukatekið ljótt orð falla um aðra manneskju, það var bara ekki í eðli hennar. Þegar við vorum litlar vorum við svo heppnar að fá að fara til ömmu á Patró og vera hjá henni í lengri og styttri tíma. Okkur þótti ekkert skemmtilegra en að vera hjá ömmu á Patró. Það var einhvern veginn alltaf allt svo gott hjá henni. Hún gaf sér tíma til að elda og baka með okkur. Hún kenndi okkur að baka pönnukökur, hveitikökur, vínar- brauð og mömmukökur og leyfði okkur alltaf að vera með. Við skulum nú ekki gleyma sykrin- um! Það var að sjálfsögðu sykur á allt, á stöppuðu kartöflurnar, rabarbarann, pönnukökurnar, á kornflexið eða seríósið og svo mætti lengi telja, þess vegna er- um við svo sætar! Það skemmtilegasta sem amma gerði var að fara í berja- mó. Hún tók okkur með og kenndi okkur að þekkja aðalblá- berin frá þessum venjulegu og krækiberjum. Við fengum að vera með henni í vinnunni, hvort sem það var að keyra út um allar trissur með nammið og kókið eða í sundlauginni þar sem hún veitti fyrsta flokks þjónustu og við- hald. Hún kenndi okkur heldur betur dugnað og vinnusemi, við fengum alltaf eitthvert hlutverk og hún sýndi okkur hvernig mað- ur ætti að hafa ánægju af vinnunni. Í seinni tíð vorum við svo heppnar að hafa elsku ömmu í bænum. Heimilið hennar var eins konar félagsmiðstöð fjölskyld- unnar og bjuggum við allar hjá henni í lengri eða skemmri tíma. Ömmu þótti nú ekki leiðinlegt að hafa okkur hjá sér en henni leið alltaf best með mikið af fólki og börnum í kringum sig. Hún var alltaf hamingjusöm og tilbúin til að líta á björtu hliðarnar, við gát- um leitað til hennar með hvað sem var og það var enginn betri í að hlusta og veita skilning en hún amma Abba. Erfiðu hlutirnir í líf- inu urðu einhvern veginn ögn auðveldari þegar þeir höfðu farið inn um hennar eyru. Þín verður sárt saknað, elsku amma, lífsgildi þín og kærleik höfum við ætíð haft að leiðarljósi og vitum við ekki betri leið til að heiðra minningu þína en að halda þeirri vegferð áfram. Við elskum þig svo heitt. Hildur Björg, Helga Lára og Sóley Dögg. Abba amma var mikilvægasta manneskjan í lífi mínu, besta vin- kona og trúnaðarmaður. Hún var alltaf til staðar fyrir mig og ég átti mitt annað heimili hjá henni. Hún var alltaf jákvæð og mjög góður hlustari. Var vinamörg og líkaði vel við alla. Húmorinn var aldrei langt undan og hún hló mikið enda fannst henni skemmtilegast að hlæja. Minningarnar um stundir mínar með ömmu eru ótalmargar en þær sem mér þykir vænst um eru þegar við horfðum saman á Sound of Music, aftur og aftur. Þetta er enn þá uppáhaldsmynd- in mín og stríða frændsystkini mín mér oft á því. Amma var mikil búkona. Við krakkarnir fórum með henni í berjamó og hjálpuðum henni svo að búa til sultu. Gerðum með henni slátur og bökuðum oft rúg- brauðið hans Nonna frænda. Eft- ir að ég flutti í bæinn 1996 eyddi ég öllum sumrum hjá henni á Patró. Fór þangað daginn sem skólanum var slitið og kom aftur suður á skólasetninguna. Amma var þá að vinna í sundlauginni á Patró og elskuð af öllum þar. Ég bjó nánast í lauginni. Fór með ömmu til að opna um morguninn, var þar allan daginn, hjálpaði til við að færa fólki kaffibolla í pott- ana og ef ég var þreytt svaf ég á dýnu undir borðinu í eftirlitsklef- anum. Þegar við Bæring frændi vorum saman hjá henni kepptum við oft í því hvort gæti kafað fleiri ferðir og þá var oft að einhver spurði ömmu hvort að það ætti ekki að athuga með okkur, þá svaraði amma alltaf og hló, „nei nei, þetta eru krakkarnir mínir, þau hafa verið synd frá því þau voru smábörn“. Amma fann upp á því að færa gestum kaffi í pott- ana og passaði líka upp á að eiga HiC fyrir börnin. Hún hafði tíma fyrir alla og var aldrei að flýta sér. Þegar ég fór í framhaldsskóla var amma flutt í Kópavog, þar bjó ég hjá henni í sjö ár. Við vor- um bestu vinkonur og gerðum nánast allt saman. Þegar ég vann í sundlauginni í Kópavogi kom hún oft þegar ég var búin að vinna og við fórum saman í laug- ina, tókum sundsprett og slök- uðum á í pottunum. Amma var mjög góður sundmaður og fékk ég oft að heyra það frá fólki sem sá hana synda. Við horfðum alltaf saman á Neighbours í hádeginu, það klikkaði ekki og leigðum okkur oft vídeóspólur. Uppáhalds- myndirnar hennar voru Die Hard og álíka spennumyndir. Amma bakaði bestu vínar- brauð í heimi. Þegar hún var bú- in að baka var hringt heim til Gústa frænda og áður en brauðin komust út úr ofninum voru allir komnir í heimsókn. Hún átti líka alltaf til karamellukex og slóg- umst við Bæring um það. Þegar ég kynnist Gylfa manninum mín- um var hún fyrsta manneskjan sem ég kynnti hann fyrir og kom þeim strax vel saman. Við bjugg- um hjá henni í eitt ár og áttum góðar stundir saman. Þegar ég flutti frá henni fór ég að vinna vaktavinnu og þegar ég var í fríi fór ég oft til hennar um morg- uninn þegar Gylfi fór í vinnu, skreið upp í til hennar og var hjá henni allan daginn. Þessum stundum fækkaði því miður eftir að hún flutti á Hamra. Elsku amma, ég elska þig og sakna þín svo mikið, takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig. Nú ertu hjá Óla afa sem þú ert búin að sakna svo lengi. Hvíldu í friði. Þín Sunna. Elskuleg vinkona mín og fyrr- verandi tengdamóðir, Hrafnhild- ur Ágústsdóttir, er látin. Hún andaðist í svefni aðfaranótt 4. nóvember sl. Abba amma hennar Sunnu minnar var yndisleg, skemmtileg, dugleg og góð kona og ég hefði ekki getað fengið betri tengdamóður. Hún var mín besta vinkona þegar ég bjó á Patró og hún var besta amma í heimi fyrir Sunnu mína. Abba hjálpaði okkur Gísla ótrúlega mikið við uppeldið á Sunnu og hjá Öbbu átti stelpan það besta skjól sem hún gat fengið. Aldrei sagði Abba nei ef við báðum um pössun enda fannst henni ósköp notalegt að hafa stelpuna hjá sér eftir að hún varð ein. Ég get aldrei þakkað Öbbu nóg alla hjálpina en hún vissi hvað mér þótti vænt um hana og hún elsk- aði Sunnu afskaplega mikið. Ég kynntist Öbbu í lok árs 1981 þeg- ar ég ósköp feimin og uppburð- arlítil kom í fyrsta sinn heim til þeirra hjóna með Gísla og var kynnt fyrir þeim. Abba var ekki lengi að hrista af mér feimnina, gaf mér rosalega flottan útsaum- aðan kínverskan náttslopp sem hún hafði keypt á Kanarí og eyrnalokka með Mallorca-perl- um, ég á hvort tveggja ennþá. Við urðum strax miklar vinkonur og héldum þeim vinskap alla tíð þótt við Gísli slitum samvistum. Það var óskaplega sorglegt þeg- ar Óli Bærings, eiginmaður hennar, féll snögglega frá langt um aldur fram árið 1988 og Abba sem var aðeins 54 ára syrgði hann sárt alla tíð. Þau voru mjög samhent hjón, einstaklega glæsi- leg og báru mikla virðingu hvort fyrir öðru. Abba elskaði strákana sína út af lífinu og var óskaplega þolinmóð við þá þótt þeir hafi nú verið ansi fyrirferðarmiklir, sér- staklega þessir tveir eldri. Hún elskaði barnabörnin sín líka meira en lífið sjálft og var mikil vinkona þeirra allra. Við tengda- dæturnar, fyrrverandi og núver- andi vorum dekraðar og aldrei gerði hún upp á milli okkar, hún átti svo mikla ást að gefa. Elsku Abba mín, þú varst búin að vera lasin undanfarið og minnið farið að gefa sig. En gömlu dagana mundirðu og það var alltaf gam- an að koma til þín upp á Hamra með Sunnu og spjalla um þá. Farðu í friði, Abba mín, ég elska þig. Kæru bræður, Sunna mín og aðrir ættingjar, mínar innileg- ustu samúðarkveðjur til ykkar allra. Guð gefi ykkur styrk til að takast á við sorgina. Kristín Gísladóttir. Hrafnhildur Ágústsdóttir ✝ Magnús Guð-bjartson fædd- ist 24. maí 1950 í Reykjavík. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 1. nóvember 2019. Hann var sonur hjónanna Önnu Jónínu Sveins- dóttur, f. 20.3. 1919, d. 17.7. 1995, frá Viðfirði og Guðbjarts Gísla Guðmunds- sonar, f. 18.6. 1918, d. 26.8. 1996, frá Króki í Holtum. Tví- burasystur Magnúsar eru Guð- rún og Ólöf K. Guðbjartsdætur, f. 1954. Þann 1. desember 1973 inmaður Önnu er Ólafur M. Tryggvason og eiga þau synina Jóel Darra, f. 1997 og Janus Breka, f. 1999. 2. Guðbjartur Magnússon, f. 1977, sambýlis- kona hans er Þórdís Halldórs- dóttir og eiga þau soninn Hall- dór Magnús, f. 2010. 3. Hulda Magnúsdóttir, f. 1987, sambýlis- maður hennar er Pétur Magnús Birgisson og eiga þau dótturina Önnu Kolfinnu, f. 2017. Magnús lærði húsgagnasmíði hjá Hafsteini Filippussyni en vann alla tíð sem húsasmiður. Hann átti og rak eigið fyrirtæki frá árinu 1983 ásamt vini sínum Vilbergi Þór Jónssyni og unnu þeir fjölmörg og margvísleg verkefni víðsvegar um landið, þ. á m. í Dölunum, Reykhólum, á Suðurlandi og víðar. Flest verkefni þeirra voru þó á höfuðborgarsvæðinu. Útför hans fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 13. nóvember 2019, kl. 13. kvæntist Magnús eftirlifandi eig- inkonu sinni, Sig- urborgu Róberts- dóttur, f. 19. sept. 1953. Foreldrar hennar voru hjónin Þórlaug Guðmundsdóttir, f. 22.11. 1922, d. 22.6. 1993, frá Stóra- Nýjabæ í Krýsuvík, og Róbert Bjarna- son, f. 5.1. 1917 í Reykjavík, d. 30.6. 2000, börn Magnúsar og Sigurborgar eru: 1. Anna Magnúsdóttir, f. 1972, barns- faðir hennar er Júlíus K. Egg- ertsson og eiga þau soninn Kristófer Inga, f. 1991. Eig- Kær vinur til margra ára verður borinn til grafar í dag. Margs er að minnast enda hef ég þekkt Magga í hjartnær þrjátíu ár en kynni okkar hófust þegar ég réð mig til sumarstarfa hjá Virki vorið 1991. Með okkur myndaðist fljótt traustur og góð- ur vinskapur sem efldist stöðugt ár frá ári. Maggi var ætíð hörkudugleg- ur og ósérhlífinn við vinnu, svo mjög að maður gat ekki annað en dáðst að. Þá var hann góður og sanngjarn verkstjóri. Hann var einnig einstaklega hjálpsam- ur og úrræðagóður þegar leitað var til hans. Þess fengum við hjónin margsinnis að njóta við byggingu sumarbústaðar okkar. Þar átti hann mörg handtökin og ekki síður ráðleggingar til handa okkur þegar ég leitaði til hans. Ég sagði honum á góðum stund- um að við hjónin litum á hann sem „guðföður hússins“ og ég veit að hann hafði gaman af því og þótti vænt um. Maggi var mjög hirðusamur með verkfæri sín og bílakost. Það leið varla sú helgi sem ekki var tekið til í vinnubílnum, verk- færum raðað og bíllinn þrifinn bæði að innan og utan enda var bíllinn alltaf nýbónaður og auð- þekkjanlegur á götu fyrir vikið. Þessi verk voru yfirleitt unnin á laugardagmorgnum og því var tilvalið að skreppa til hans upp á verkstæði þá morgna. Þá var hellt upp á kaffi og spjallað um allt og ekkert. Þær stundir voru okkur báðum dýrmætar og gjöf- ular. Kæra Ditta, Baddi, Anna og Hulda. Missir ykkar og fjöl- skyldna ykkar er mikill en minn- ingar um góðan eiginmann, föð- ur og afa lifir áfram og mun hugga ykkur í sorginni. Við hjónin minnumst kærs vinar með söknuði og þakklæti fyrir allt og allt. Steinarr Þór. Magnús Guðbjartsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.