Morgunblaðið - 13.11.2019, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 13.11.2019, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 2019 laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is Pappelina gólfmotta, 70 x 100 cm Verð 13.500 kr. Stílæfingar franska höfund-arins Raymonds Queneaus(1903-1976) er býsnaóvenjulegt en jafnframt áhugavert og skemmtilegt bók- menntaverk. Þetta eru 99 tilbrigði við litla og einfalda sögu. Sagt er frá ungum manni sem er í strætis- vagni og fer þar að rífast við annan farþega. Síðar sama dag sést til unga mannsins við brautarstöð í París, þar sem hann ræðir við vin sinn. Que- neau segir þessa stuttu sögu á furðulega fjöl- breytilega vegu; í ólíkum tíðum, frá ýmsum sjónar- hornum og með ótal stílbrigðum, í leikritsformi og bundnum sem óbundnum ljóðum, í ýmiskonar orða- og stafaleikjum og á mál- lýskum. Það er með hreinum ólík- indum hvað hægt er að segja sög- una stuttu á fjölbreytilegan hátt; frá fullkomlega raunsæislegum frá- sagnarhætti í nútíð eða þátíð yfir í „Upphrópanir“, með „Hliðrun“, „Ítölskuskotið“, „Kæruleysislega“, „Út frá snertingu“, með „Stagli“ eða í „Yfirheyrslu“ – en kaflaheitin greina frá aðferðinni sem höfundur beitir í hvert sinn. Queneau var þekktur og virtur rithöfundur og bókmenntaritstjóri í Frakklandi og var í Oulipo- bókmenntahópnum, en meðlimir hans vildu „nútímavæða og auka fjölbreytni tungumála sinna“, sam- kvæmt eftirmála þýðanda. Meðal meðlima voru höfundarnir kunnu Georges Perec og Italo Calvino. Queneau skrifaði fyrstu stílæfing- arnar á tímum heimsstyrjaldarinar síðari og komu um fimmtíu þeirra þá út í tímaritum. Verkið kom síðan út á bók árið 1947 en Queneau end- urskoðaði það nokkrum sinnum, þar til það kom á prent í endanlegri útgáfu 1973. Í Stílæfingum reynir Queneau með afar frumlegum hætti á þanþol og möguleika frönsku tungunnar. Það getur ekki verið hlaupið að því að þýða slíkt verk á annað tungu- mál en óhætt er að segja að Rut Ingólfsdóttir hafi leyst verkið lista- vel, og reynt um leið með vel lukk- uðum hætti og frumlega á mögu- leika íslenskunnar. Það er mikill leikur í þessum texta og í frum- útgáfunni til að mynda vísað í ýms- ar áttir. Rut gerir vel að halda ákveðnum texta- og söguvísunum inni en í öðrum tilvikum vísar hún á skemmtilegan hátt í íslenskan veru- leika, eins og til Ólafs Ketilssonar rútubílstjóra á Laugarvatni á einum stað eða í „hjöll“, langar ræður Hjörleifs Guttormssonar á Alþingi. Einn kaflinn á að gerast árið 1783 og leitaði Rut þar í smiðju Jóns eld- klerks Steingrímssonar að hug- myndum um málfar hans og staf- setningu. Rut skrifar þarfan og upplýsandi eftirmála þar sem segir af höfund- inum, verkum hans en þó einkum Stílæfingunum og hinum ýmsu að- ferðum sem beitt er í þeim og er til að mynda forvitnilegt að fá skýr- ingar á þeim köflum þar sem beitt er alls kyns orða- og stafarugli, orðaleikjum og dulmáli. Þá skýrir hún jafnframt hvaða leiðir hún hafi farið í þýðingarvinnunni. Er það góð og upplýsandi viðbót eftir að hafa skemmt sér konunglega við lesturinn og dáðst að uppfinninga- seminni og öllum möguleikunum við að segja þessa litlu og í raun nauða- ómerkilegu sögu. En svona getur galdur bókmenntanna verið. Nær endalausir möguleikar Sögur Stílæfingar bbbbm Eftir Raymond Queneau. Rut Ingólfsdóttir íslenskaði og ritaði eftirmála. Ugla, 2019. Kilja, 176 bls. EINAR FALUR INGÓLFSSON BÆKUR Þýðandinn Rut Ingólfsdóttir. Skáldið Raymond Queneau. Una Margrét Jónsdóttir flytur erindi á rannsóknarkvöldi Félags íslenskra fræða sem fram fer í Nes- kirkju í kvöld, miðvikudag, kl. 20. Erindið er byggt á bók hennar Gull- öld revíunnar sem nýverið kom út. „Revía er gamanleikur sem gerir gys að samtíma sínum, oft með söngvum. Á Íslandi eru það einkum tvö tímabil sem hafa verið kölluð „gullöld revíunnar“: 1923-1930 og 1938-1952. Á þessum árum komu fram geysivinsælar revíur svo sem Spanskar nætur, Hver maður sinn skammt, Nú er það svart, maður og Allt í lagi, lagsi. Revíur segja mikla sögu um stjórnmál og tíðaranda, og revíusöngvar eins og „Ég hef elsk- að þig frá okkar fyrstu kynnum“ og „Það er draumur að vera með dáta“ hafa verið vinsælir fram á þennan dag. Í fyrirlestrinum verður sagt frá nokkrum helstu revíum gull- aldarinnar og fluttar verða hljóð- ritanir af gömlum revíusöngvum,“ segir í tilkynningu. Fornar dyggðir Úr revíu fyrri tíma. Una Margrét fjallar um revíur í kvöld Dr. John Gillis, forvörður við bókasafn Trinity College í Dyfl- inni, heldur Árna Magnússonar- fyrirlestur í Nor- ræna húsinu í dag kl. 17. „Gillis hefur kennt forvörslu bóka í rúm 20 ár á Ítalíu. Hann hefur einnig haldið fyrirlestra víða um heim og eftir hann hafa birst greinar í fjölmörgum tímaritum og bókum. Helsta viðfangsefni hans til þessa er forvarsla Faddan More-saltarans á Þjóðminjasafni Írlands, sem tók hátt í fimm ár. Fyrir þá vinnu hlaut hann verðlaun Menningararfsráðs Írlands 2010. Nýlega varði hann doktors- ritgerð sem fjallaði um Faddan More-saltarann frá handrita- fræðilegu og sagnfræðilegu sjón- armiði,“ segir í tilkynningu, en fyr- irlestur hans fjallar um þá vinnu. Forvarsla Faddan More-saltarans Dr. John Gillis Í gegnum glerið er yfirskrift dag- skrár með Mar- gréti Kristínu Sigurðardóttur, betur þekkt sem Fabúla, sem fram fer á Sagnakaffi á Borgarbókasafn- inu í Gerðubergi í kvöld kl. 20. „Fabúla hefur starfað sem laga- og textahöfundur frá árinu 1996. Sérkenni hennar eru textar ríkir að myndmáli og draumkennd og leik- ræn tónlist. Margrét Kristín hefur gefið út fjórar sólóplötur og hefur tvívegis verið tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna. Á Sagna- kaffi mun Margrét Kristín segja frá tilurð ýmissa laga sinna, gefa inn- sýn í textaheiminn, persónulega reynslu og flytja nokkur laga sinna ein við flygilinn,“ segir í tilkynn- ingu. Aðgangur er ókeypis. Í gegnum glerið með Fabúlu í kvöld Margrét Kristín Sigurðardóttir Hin unga sænska baráttukona Greta Thunberg hefur verið í sviðljósinu undanfarna mánuði og er nú farin að horfa alvarleg á svip niður á íbúa og gesti San Fran- cisco-borgar. Listamaðurinn Andrés Petreselli, sem kall- ar sig Cobre, hannaði flennistóra veggmyndina og hefur verið að mála hana ásamt aðstoðarfólki sínu. Myndin þekur fimm hæðir á átta hæða húsi nærri Union Square í hjarta borgarinnar og samkvæmt fréttum greiða bar- áttusamtök fyrir lausn loftslagsvandans fyrir gerð vegg- myndarinnar. Í samtali við The Art Newspaper kvaðst Cobre hafa tekið verkefnið að sér þar sem það sé „skylda okkar að gæta umhverfisins“ og bætti við að hann tæki engin laun fyrir verkið. Hann sagðist vona að verkið fengi að standa um langa hríð, þar sem samtökin One Atmosphere hafi fengið tilskilin leyfi fyrir verkinu, auk þess að greiða all- an framkvæmda- og efniskostnað. Fjöldi manna hefur mótmælt veggmyndinni á þeim forsendum að við gerð hennar séu notaðir úðabrúsar sem séu skaðlegir loftslaginu. Cobre bar þær sakir af sér og kvaðst aðeins nota umhverfisvæna liti. Thunberg hefur ekki viljað tjá sig um veggmyndina en Cobre sagðist telja að henni væri sama þótt ásjóna henn- ar væri blásin upp með þessum hætti. Hann hefur áður skapað stórar veggmyndir af Robin Williams í San Francisco og Frank Sinatra í Brooklyn í New York. AFP Thunberg horfir niður á San Francisco Skynlistasafn Exxistenz hefur verið vígt á Bergstaðastræti 25B með breyttum inn- viðum og samsýningu á listaverkum sem fjalla um framtíðarverundina. Johanne Christensen og Serena Swanson sýning- arstýra sýningunni og listamenn sem eiga verk á henni eru Claire Paugam, Fritz Hendrik IV, Grzegorz Łoznikow, Hildur Ása Henrysdóttir, Kathy Clark, Páll Haukur Björnsson, Steingrímur Eyfjörð, Steinunn Gunnlaugsdóttir, Sigurður Ámundason, Soa Penn og Þór Sigurþórsson. „Rými Skynlistasafnsins er skipt upp í þrjá mismunandi geima; sýningargeim, samkomugeim og hugleiðslugeim. Tilrauna- kenndra viðburða má vænta á næstunni, sýningarstýrðra samsýninga sem og bæði efnisvana og áþreifanlegrar listfengrar hversdagsþjónustu sem verður í boði eftir pöntun,“ segir í tilkynningu frá sýningarstaðnum. Þar kemur einnig fram að Skynlistasafnið sé ný tilraunavinnustofa í Þingholtunum, en starfsemin tekur við af Ekkisens, sýningarrými sem starfrækt var í sama húsnæði 2014-2015. Safnstjóri Skynlistasafnsins er Freyja Eilíf. Skynlistasafn hefur tekið til starfa Framtíðarverund Meðal þess sem ber fyrir augu hjá Skyn- listasafni Exxistenz.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.