Morgunblaðið - 13.11.2019, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.11.2019, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 2019 ✝ Guðrún MaríaGunnarsdóttir fæddist í Reykjavík 17. maí 1992. Hún lést í Noregi 29. október 2019. Dóttir Þorbjarg- ar Ólafsdóttur, f. í Reykjavík, og Gunnars Viðar Jónssonar, f. í Bandaríkjunum. Þorbjörg er dóttir Rögnu Klöru Björnsdóttur, f. í Vestmannaeyjum, og Ólafs Jóns Guðbjörnssonar, f. í Reykjavík. Ragna Klara og Ólafur eru látin. Gunnar Viðar er sonur Margrétar Viðar, f, í Reykjavík, og Jóns Hann- essonar, f. í Stykkishólmi. Margrét Viðar og Jón eru lát- in. Yngra barn Þorbjargar og Gunnars Viðar er Jón Gunnar Gunnarsson, unnusta hanser Karen Sif Sigurðardóttir. Áð- ur átti Þorbjörg: a) Rögnu Klöru Magnúsdóttur, eigin- maður hennar er Jón Baldur Gíslason. Þau eiga börnin: Alex Darra, Birki Ara og Ými Bald- ur. b) Kristinn Már Viðarsson, unnasta hans er Ingibjörg Jón- asdóttir og þeirra dætur eru: Katrín Zíta og Rebekka Rán. Börn Gunn- ars Viðar eru: Róbert Mikael Gunnarsson og Hanne Lie. Guðrún María fór tveggja ára gömul með móður sinni og föður til Noregs og ólst þar upp til ársins 2001. Þá fluttu þau í Kópavog. Átján ára að aldri flutti Guðrún María aftur til Noregs og bjó þar til ævi- loka. Sambýlismaður hennar var Christian Folland. Síðast bjuggu þau í Þrándheimi, þar sem Guðrún María stundaði nám í hjúkrun við háskólann þar. Útförin fer fram frá Digra- neskirkju í dag, 13. nóvember 2019, klukkan 13. Elsku hjartans barnið mitt. Það er þyngra enn tárum tekur að sitja hér og skrifa mnningargrein um þig. Það er mér svo margt í huga, fyrstu orðin, fyrstu sporin. Þú elskaðir alla og máttir ekkert aumt sjá, enda valdir þú rétta starfið, að vinna með fötluðum. Það verður stórt gat í mínu hjarta það sem eftir er. Þú varst alltaf svo glöð og þó að þér liði illa léstu engan sjá það. Það var yndislegt að sjá þig með litlu frændsystk- inum þínum sem þú elskaðir svo mikið. Þú varst svo dugleg í skólanum og hringdir í mig eftir hvert próf, alltaf jafn hissa og sagðir: mamma, ég fékk 9 í prófinu og ég sagði: ég vissi það og svo hlógum við. Elsku hjartað mitt, þú munt alltaf vera í hjarta mínu, ég mun hugsa til þín alla daga, ég veit að Ragna amma Sæja og Birna hafa tekið á móti þér, elskan mín. Þetta var svo hræðilegt slys sem aldrei hefði átt að vera. Nú ertu falleg- asti engillinn sem er á himni. Elsku barnið mitt, hvíl í friði. Mamma. Það er með miklum trega að ég skrifa þessi fáu og fátæklegu orð til þín. Minningarnar hafa komið endalaust. Allt frá að þú varst svo lítil, fram á þennan dag. Ég gerði aldrei ráð fyrir að missa þig. Ég þekkti svo vel þegar þú lýstir fyrir mér líðan þinni á góð- um og slæmum stundum því það var svo margt sem ég þekkti frá eigin reynslu. Lífshlaup okkar var stundum svipað, þó varst þú mér miklu fremri. Það er með sárum söknuði að ég verð að kveðja þig. Við viljum öll trúa því að við hittumst aftur, ég vona svo sannarlega að svo verði. Það var svo margt ógert og ósagt. Elsku hjartans Guðrún mín, hvíldu í friði. Þú verður í huga mér og í hjarta mínu, svo lengi sem ég lifi. Takk fyrir óteljandi og yndislegar stundir. Þú varst ynd- isleg dóttir og ert yndisleg mann- eskja. Það eru svo ótal margir sem syrgja þig og sakna þín. Ég á engin orð sem eru nógu góð til að lýsa ást minni og sökn- uði mínum eftir þér. En þú verður í hjarta mér og huga mínum alltaf. Pabbi. Elsku hjartans Guðrún mín, það er ansi óraunverulegt að sitja hér og skrifa þessi orð til þín, ég á enn erfitt með að trúa því að þú sért ekki lengur á lífi og að fram- tíðarplönin þín og okkar saman séu ekki möguleg. Við ætluðum nefnilega að gera svo ótrúlega margt saman og eftir helgina sem við áttum í Þrándheimi í sumar vorum við ákveðnar í því að hitt- ast í Álasundi á næsta ári sem þú sagðir vera heimsins fallegasta bæ. Við vorum líka ákveðnar í því að fara saman á Lady Gaga-tón- leika um leið og tækifæri gæfist því þú elskaðir hana og við gátum ekki hætt að hlusta á hana í sum- ar. Nú er allt breytt og ég og við sem eftir stöndum þurfum að lifa án þín, en ég lofa þér Guðrún að ég mun lifa eins vel og ég get og ég mun halda minningu þinni á lofti hvar sem ég fer og ég mun berjast fyrir þig gegn þessum öm- urlega sjúkdómi sem því miður sigraði þig að lokum. Þú varst stórkostleg manneskja, hjartahlý, fordómalaus, umhyggjusöm, blíð og falleg að utan sem innan. Ég hugsaði svo oft að ég vildi óska þess að þú hefðir séð sjálfa þig með mínum augum. Þú varst svo ótrúlega sterk og dugleg, þú gerð- ir allt sem þú ætlaðir þér, skipu- lagðir þig og settir þér markmið og gerðir þitt besta til að ná þeim. Það sem þú afrekaðir var ótrú- legt. Þú stóðst þig alltaf svo vel í skólanum og komst sjálfri þér á óvart aftur og aftur. Og það var yndislegt að fá símtölin frá þér þegar þú varst að segja mér að þú hefðir náð hæstu einkunn í próf- inu, eða a.m.k. miklu hærra en þú hélst að þú myndir fá. Þú elskaðir strákana mína svo mikið og varst þeim svo góð og við vorum alltaf að hringjast á bara til þess að þú fengir að sjá Ými og hann þig, hann ljómaði alltaf þeg- ar hann sá frænku sína á skján- um. Elsku Guðrún mín, ég er svo þakklát fyrir að þú hafir verið hluti af mínu lífi, að þú hafir verið litla systir mín, að ég hafi fengið að passa þig og elska þig, en þú passaðir líka mig. Enginn hélt jafn fast í höndina á mér og þú, enginn sagði mér hlutina eins hreinskilnislega og þú og enginn hlustaði jafn vel og þú. Ég vildi að ég hefði getað passað þig betur en ég veit líka að nú er þjáningum þínum lokið og það er gott að hugsa til þess að þú sért laus við kvíðann og áhyggjurnar og press- una og ég vona að amma hafi tekið á móti þér og knúsað þig og knúsi þig enn, þar til við hittumst á ný, elskan mín. Þín stóra systir, Ragna Klara Magnúsdóttir. Elsku fallega systir mín. Ég trúi ekki að þú sért farin frá okkur en ég finn það svo sterkt í hjarta mínu að þú ert komin til ömmu í frið og ró. Ég er svo ótrúlega stoltur af að hafa fengið að vera partur af þínu lífi og stoltur af því sem þú afrek- aðir. Það sem þú tókst þér fyrir hendur og hvert sem þú fórst þá náðirðu alltaf að skapa þér fallegt líf og umkringdir þig af svo góðu fólki og traustum vinum. Þú varst næstum því búin með hjúkrunarliðann og fékkst 9 og 10 í öllum prófum sem þú fórst í. Þú gerðir allt 100 prósent sem þú tókst þér fyrir hendur. Þegar ég heimsótti þig í Ála- sundi áttum við svo góðar stundir þar og góðan tíma, það var gaman að fara í þetta ferðalag með þér og minningarnar eiga stóran stað í hjarta mínu. Þegar þú tókst á móti mér þar fannst þér skemmtilegt að sýna litla bróður þínum staðinn sem þú bjóst á og fara með mér í gegnum bæinn. Við höfum alltaf verið að passa upp á hvort annað og þú mig að- eins meira heldur en ég þig. Ég hef alltaf litið upp til þín og þú hefur verið fyrirmynd fyrir mig og fullt af öðru fólki. Það veitti mér huggun að fara í heimabæ þinn í Þrándheimi og fá að hitta allt fólkið sem þótti svo vænt um þig og sjá hvernig líf þitt var síðustu ár. Ég mun varðveita allar þessar dýrmætu minningar og lifa lífinu fyrir okkur bæði núna, elsku Guð- rún María mín, og þín verður sárt saknað þangað til við hittumst næst. Þinn bróðir, Jón Gunnar Gunnarsson. Elsku litla systir mín, orð fá ekki lýst sársaukanum innra með mér að missa þig og sorgin er óbærileg. Ég trúi ekki að þú sért farin frá mér, að ég geti ekki hringt í þig aftur eða fengið að halda utan um þig, knúsa þig og segja þér að ég muni passa upp á þig og elski þig. Að sama skapi verð ég ævinlega þakklátur fyrir að hafa haft þig í mínu lífi, þótt stutt hafi verið, og þú verið til staðar fyrir mig þegar ég átti um sárt að binda og ég fyrir þig. Þú varst alltaf litla uppáhaldið mitt og það sem ég var stoltur af því hvað þú varst búin að standa þig vel, sérstaklega í náminu. Ég man hvað þú leist alltaf upp til mín og ég gerði allt sem ég gat til að vera besti stóri bróðir fyrir þig, enda áttirðu ekkert minna skilið. Líf mitt er svo tómt án þin, ég og þú höfum alltaf átt sterkt og gott samband. Ég vildi óska þess að ég hefði getað verið hjá þér til þess að passa upp á þig. Ég sagði við sjálfan mig að ég myndi aldrei leyfa neinu að koma fyrir þig en samt ertu farin frá mér. Hjartað mitt er eins brotið og það getur verið. Vona að þú sért komin á betri stað, og þú verður alltaf í hjarta mínu, elsku litla systir mín. Ég elska þig. Þinn stóri bró, Kristinn Már. Elsku Guðrún mín, mikið er sárt, ósanngjarnt og mikill missir að þú sért farin frá okkur. Ég er svo þakklát fyrir þær stundir og minningar sem við bjuggum til saman, þó að ég vildi óska að þær hefðu orðið fleiri. Skemmtilegt er að segja frá því að við erum búin að þekkjast það lengi að þegar við kynntumst þá varstu á sama aldri, eða aðeins yngri en Katrín mín er núna. Við urðum strax vinkonur, enda ekki annað hægt en að líka vel við þig þar sem þú varst alltaf svo opin, góð og skemmtileg. Þeg- ar ég og bróðir þinn áttum svo von á barni og Katrin Zíta kom í heim- inn varstu svo yfir þig spennt að verða frænka og ekki hægt að segja neitt annað en að þú hafir staðið þig vel í því hlutverki. Katr- ín elskaði frænku sína svo mikið, þú varst líka alltaf svo góð við hana. Þú hefðir gefið henni heim- inn ef þú hefðir getað það. Ég man sérstaklega eftir einu atviki þar sem þú varst búin að vera í háskólanum, búandi ein í Noregi og ekki með mikið á milli hand- anna að þá samt sendirðu litlu frænku þinni umslag með jóla- og afmælisgjöf sem innihélt 500 norskar. Þú passaðir alltaf svo vel upp á alla aðra, það vantaði ekki og dugleg varstu. Ég var svo stolt af þér hvað þú náðir miklum árangri eftir allt sem þú hafðir reynt. Þú varst búin að vinna svo mikið í sjálfri þér, dugleg að hreyfa þig og leist svo vel út, kláraðir stúdentinn og í kjölfarið fórstu í háskólanám þar sem þú varst á síðustu metrunum að klára. Þú varst einstaklega ljúf, dugleg og flott stelpa. Núna eru það bara minningarnar sem sitja eftir sem hægt er að rifja upp og ylja sér við. Eins og til dæmis þegar þú komst út til okkar fjöl- skyldunnar til Danmerkur að passa Rebekku Rán þegar við vorum að fara á árshátíð og hún bara nýfædd. Ekki bara einu sinni heldur tvisvar komstu til að passa fyrir okkur og eyða tíma með okk- ur. Við áttum líka svo góð jól sam- an úti í Danmörku þegar ég var ólétt að henni og mamma og pabbi voru líka, einnig Jón Gunnar og Karen. Fórum í jólatívolí, jólabíó og ekki má gleyma Sephora. Þú varst ekki róleg fyrr en þú varst búin að komast þangað inn og Katrín litla frænka þín að sjálf- sögðu með að skoða allt snyrtidót- ið með frænku. Eftir að þú kvadd- ir okkur núna þá fékk litla frænka þín allt makeup-ið þitt og úlpuna þína. Hún fer ekki úr úlpunni. Það sem hún er búin að dást að því sem hún fékk frá þér. Það er búið að þvo alla förðunarburstana og raða þeim upp og sýna öllum vin- konunum og auðvitað prófa allt saman. Þetta er eitt af þeim áhugamálum sem þið frænkurnar deilduð, þið áttuð svo fallegt sam- band. Ég vildi óska að Rebekka fengi að kynnast þér betur og við fengjum fleiri minningar með þér en við verðum dugleg að segja henni sögur. Ég kveð þig með söknuð í hjarta, elsku dúllan mín, vona að þú sért komin á betri stað, finnir ró í sálinni og hvílir þar í friði. Þín mágkona, Ingibjörg. Elsku fallega yndislega og góða Guðrún María mín, ég trúi Guðrún María Gunnarsdóttir Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR AXELSSON, fv. forstjóri Löggildingarstofu ríkisins, lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, 29. október. Útför hans fer fram frá Vídalínskirkju fimmtudaginn 14. nóvember klukkan 15. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Alzheimersamtökin. Hrafnhildur Kristinsdóttir Stefanía Kristín Sigurðard. Reynir Þórðarson Laufey Margrét Jóhannesd. barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir til ykkar allra sem sýnduð okkur hlýhug og samúð við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, KRISTJÁNS JÓHANNS ÁSGEIRSSONAR, Miðvangi 31, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Sólvangs og Drafnarhúss, dagþjálfun fyrir elskulega umönnun og hlýju. Anna Guðbjörg Erlendsdóttir Anna Karen Kristjánsdóttir Björn H. Arnar Kristína V. Kristjánsdóttir Ríkharður Arnar Hildur Arnar Kristjánsdóttir Kristján B. Arnar Júlía Tan Kimsdóttir og barnabörn Útför HJALTA KRISTJÁNSSONAR bónda, Hjaltastöðum, Kaldakinn, Þingeyjarsveit, sem lést á Skógarbrekku, dvalarheimili aldraðra, Húsavík, miðvikudaginn 6. nóvember, verður frá Þorgeirskirkju, Ljósavatni, föstudaginn 15. nóvember klukkan 14. Sigurlaug Hermannsdóttir Kristinn Hjaltason Ásta Sveinsdóttir Jónína Hallfríður Hjaltadóttir Þórir Sveinsson Jón Hermann Hjaltason Helen Anne Tagg Einar Hjaltason Heiðdís Björk Baldursdóttir Halldór Kristján Hjaltason Kristín Margrét Jónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN SVEINFRÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR sjúkraliði, Núpalind 6, Kópavogi, lést á Landakotsspítala mánudaginn 4. nóvember. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð. Hörður Gígja Kristjana Gígja Kjartan Guðbjartsson Davíð H. Gígja Elínborg Ragnarsdóttir Geir Gígja Susan Perez Friðrik Gígja Jenný Elfa Árnadóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, bróðir og mágur, ÞORSTEINN ÓLAFUR ÞORSTEINSSON viðskiptafræðingur, Lækjargötu 20, Hafnarfirði, lést á heimili sínu föstudaginn 8. nóvember. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 22. nóvember klukkan 13. Svana Berglind Karlsdóttir Bríet Mjöll Þorsteinsdóttir Elísabet Sóldís Þorsteinsd. Alexandra Í. Alexandersd. Viktor Smári Sigurjónsson Sigrún Guðmundsdóttir Friðrik Jónsson Pétur Þorsteinsson Kristín Ármannsdóttir Jóna Þorsteinsdóttir Sveinn Jóhannsson Heiðdís Þorsteinsdóttir Pálmi Egilsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.