Morgunblaðið - 13.11.2019, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.11.2019, Blaðsíða 22
22 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 2019 70 ára Kristinn ólst upp í Kópavogi og býr þar. Hann er bifvéla- virkjameistari að mennt og vinnur við bifreiðaskoðun hjá Frumherja. Hann starf- aði áður í 30 ár sem sýningarstjóri í kvikmyndahúsum, bæði í Reykjavík og á Keflavíkurflugvelli. Maki: Ragnhildur Magnúsdóttir, f. 1947, fv. bankastarfsmaður. Börn: Gunnar, f. 1967, Björg, f. 1969, Emil, f. 1974, og Heiðar, f. 1977. Börn Ragnhildar eru Dagbjört Erla, f. 1967, El- ín Halla, f. 1976, Lilja Dögg, f. 1979, og Arnheiður Sif, f. 1983. Barnabörnin eru samtals átján og eitt barnabarnabarn. Foreldrar: Eymundur Austmann Frið- laugsson, f. 1907, d. 1988, verkstjóri, og Margrét Jóhannsdóttir, f. 1905, d. 1988, húsmóðir í Kópavogi. Kristinn Eymundsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það er óþarfi fyrir þig að vera með nefið ofan í hvers manns koppi. Vertu á varðbergi gagnvart fagurgala. 20. apríl - 20. maí  Naut Ekkert er sjálfsagt í henni veröld. Listi yfir fjandmenn þína er stuttur en best væri að hann væri ekki til. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Hafðu ekki áhyggjur þótt ferða- áætlanir líti ekki nógu vel út, allt reddast að lokum. Það er engin ástæða til þess að liggja á skoðunum sínum. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Enda þótt þú sért einfari í eðli þínu kanntu samt vel að meta félagsskap ann- arra í hófi. Láttu það eftir þér að rækta þig þótt þú hafir í mörgu að snúast þessa dagana. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það er gott að eiga fund með góðum vinum. Allt á sér sinn stað og sína stund. Þér verður boðið í veislu. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Leyndarmálið á bak við velgengni þína er að þú gerir alltaf þitt besta og býst við hinu besta líka. Þú laðar að þér gott fólk. 23. sept. - 22. okt.  Vog Láttu ekki draga þig inn í deilur ann- arra. Þú fréttir af fjölgun í fjölskyldunni. Láttu þér í léttu rúmi liggja þótt einhver sé sein/n. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Að treysta einhverjum sem maður þekkir varla er hluti af ævintýrinu sem lífið er. Umburðarlyndi þitt á sér eng- in takmörk. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Allir hafa nokkrar lífsreglur sem þeir fylgja. Þér verður boðið í dans og það á eftir að draga dilk á eftir sér. 22. des. - 19. janúar Steingeit Vertu ekki að eltast við að hjálpa þeim sem ekki vilja fá aðstoð. Dragðu djúpt andann og taktu eitt skref í einu, þannig kemst þú í mark. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú sérð stundum ekki skóginn fyrir trjánum. Reyndu að slaka meira á og fara oftar út úr bænum. Þú þarft að þrengja sultarólina um tíma. 19. feb. - 20. mars Fiskar Viljirðu búa við áframhaldandi vel- gengni máttu í engu slaka á. Gættu þess að ofmetnast ekki né gleyma þætti þinna nánustu í velgengni þinni. Eddu Vilhjálmsdóttur og Vilhelm Ágústssyni.“ Þau eru þar frá byrjun október og þar til í byrjun maí, en koma yfir jólahátíðina í byrjun des- ember og fara út um miðjan janúar, en þau dvelja á Venture-golfsvæðinu. við hjónin vorum farin að vera stóran hluta ársins í Bandaríkjunum. Síðastliðin 13 ár hef ég búið yfir vetrarmánuðina ásamt Huldu eigin- konu minni í Orlando í Flórída þar sem við eigum hús með hjónunum Þ órarinn Blómkvist Jóns- son fæddist 13. nóv- ember 1944 í Keflavík en þegar hann var tveggja ára fluttist hann með fjölskyldu sinni til Akureyrar. „Ég ólst upp í Brekkugötu 3 og átti heima í miðbænum þar til ég byggði ein- býlishús í Stekkjargerði 14 og flutti þar inn 21 árs. Síðan byggði ég annað hús í Jörvabyggð 8 en þegar við hjón- in nenntum ekki að sjá um garðinn lengur fluttum við í Grenilund 6.“ Þórarinn er gagnfræðingur frá Gagnfræðaskóla Akureyrar og var eitt ár í Phillipsburg í New Jersey í Bandaríkjunum sem skiptinemi þjóð- kirkjunnar og gekk þar í skóla vet- urinn 1962-1963, en Þórarinn var í Æskulýðsfélagi Akureyrarkirkju. „Strax á unglingsárum fór ég að spila brids og golf, fór til rjúpna á vetrum og var mikið á skíðum og seinna á skautum. Ég var í laxveiði sem ég stunda lítillega enn, fór fyrst aðallega í Laxá í Þingeyjarsýslu og Blöndu en var svo leigutaki í Skjálf- andafljóti í 13 ár og er ennþá að veiða þar.“ Þórarinn fór 19 ára gamall að vinna hjá Almennum tryggingum. Hann var þar í eitt ár, hóf síðan vinnu í Sjó- váumboði Kristjáns P Guðmunds- sonar á Akureyri, vann hjá honum í tæp 20 ár. Þá tók hann við Sjóváum- boðinu á Norðurlandi og var útibús- stjóri Sjóvár, Sjóvár-Almennra og síðan Sjóvár samtals í tæp 20 ár. „Við vorum tíu manns að vinna hjá Sjóvá á Akureyri og það var lengi stærsta útibú Sjóvár á landsbyggðinni. Þetta var krefjandi starf en skemmtilegt, en ég var á umboðslaunum lengst af. Maður var því að búa til tekjur fyrir sjálfan sig, en síðan voru útibús- stjórar settir á föst laun.“ Þórarinn var konsúll Finna fyrir Norðurland í 13 ár. Þórarinn var bæjarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins á Akureyri 1994- 2006, hann var formaður íþrótta- og tómstundaráðs og var yfir launa- málum bæjarins. „Það var á þeim tíma sem við vorum að rétta hag kvenna og koma launamálum þeirra í ásættanlegt form. Ég ákvað að segja mig alveg úr bæjarmálunum þegar „Það eru yfir hundrað Íslendingar sem eiga eignir á þessu svæði. Það er dásamlegt að geta tekið dimmuna burt og vakna í sól og sumaryl alla daga. Við spilum golf þrisvar í viku á Flórída, látum það nægja núna. Við erum líka í golfi á Íslandi á sumrin en samt minna eftir að við fórum að vera úti, en við erum mikið í sumarbústað sem við eigum við Vaglaskóg.“ Fjölskylda Eiginkona Þórarins er Hulda Vil- hjálmsdóttir, f. 20.12. 1943, húsfreyja. Foreldrar hennar voru hjónin Vil- hjálmur Hallgrímsson frá Hólum í Laxárdal, S-Þing., f. 3.4. 1917, d. 3.9. 1980, húsasmíðameistari og einn stofnenda innréttingafyrirtækisins Borgarinnar á Sauðárkróki, og Heið- björt Óskarsdóttir frá Klömbrum í Aðaldal, S-Þing., f. 4.2. 1919, d. 5.8. 1992, húsfreyja á Sauðárkróki. Þórarinn og Hulda gengu í hjóna- band 13.11. 1965. Dætur þeirra eru: 1) Heiðbjört Elva, f. 7.12. 1964, starfsmaður Landsbankans á Akur- eyri. Hennar maður er Stefán Þór Ingvason skipstjóri. Börn þeirra eru Þórarinn B. Jónsson, fyrrverandi útibússtjóri Sjóvár og bæjarfulltrúi – 75 ára Hjónin Hulda og Þórarinn stödd á heimili sínu í Orlando þar sem þau dvelja yfir vetrarmánuðina. Vaknar í sól og sumaryl Morgunblaðið/Skapti Hallgríms Útibússtjórinn Þórarinn á skrifstofu sinni ásamt eftirmanni sínum, Jóni Birgi Guðmundssyni, þegar Þórarinn lét af störfum árið 2005. Hjónin Jóna Anna Stefánsdóttir frá Steiná í Svartárdal og Ólafur Blómkvist Jónsson frá Keflavík, eiga 60 ára brúð- kaupsafmæli í dag. 13. nóvember 2019. Ólafur á einnig 85 ára afmæli í dag. Hjónin eru búsett á Blönduósi. Börn þeirra eru Óskar Eyvindur, Eydís, Stefán Þórarinn og Ragnheiður Rósa. Barna- börnin eru 13 og barnabarnabörnin 11. Árnað heilla Demantsbrúðkaup 50 ára Regína er fædd og uppalin á Djúpavogi en býr í Hafnarfirði. Hún er löggiltur endurskoð- andi að mennt og er fjármálastjóri Reykja- nesbæjar. Regína situr í stjórn Sparisjóðs Austurlands og er for- maður endurskoðunar- og áhættu- nefndar sparisjóðsins. Maki: Guðmundur Sveinbjörnsson, f. 1967, framkvstj. flugfélagsins Geirfugls. Börn: Þórdís Karen Þórðardóttir, f. 1994. Börn Guðmundar eru Ólöf Dagmar, f. 1999, Steinar Logi, f. 2000, og Andrea Guðrún, f. 2001. Foreldrar: Guðmundur Illugason, f. 1940, d. 1989, skipstjóri og útgerðar- maður, og Sigurbjörg Kristinsdóttir, f. 1942, vann hjá Hafnarfjarðarbæ. Hún er búsett í Hafnarfirði. Regína Fanný Guðmundsdóttir Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.