Morgunblaðið - 13.11.2019, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.11.2019, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 2019 Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl.9-12.30, allir velkomnir - Hreyfisalurinn er opinn kl.9.30-11.30, líkamsræktartæki, lóð og teygjur - Yoga með Grétu 60+ kl.12.15 & 13.30 - Söngstund með Helgu kl.13.45 - Kaffi kl.14.30-15. - Bókaspjall með Hrafni kl.15. gestur hans er Pétur Gunnarsson rithöfundur, skáld og þýðandi - Allir velkomnir - Nánari upplýsingar í síma 411-2702 Árskógar Opin handavinnustofa kl. 9 -12. Opin smíðastofa kl. 9-15. Stóladans með Þórey kl.10. Spænskukennsla kl. 10.45-11.30. Bridge kl. 12. Bónusbíllinn, fer frá Árskógum 6-8 kl. 12.55. Innipútt kl.13 -15. Opið hús, t.d. vist og bridge eða bíó. kl. 13-16. Hádegismatur kl. 11.40- 12.50. Kaffisala kl. 14:45-15.30. Heitt á könnunni, Allir velkomnir. s: 535-2700. Áskirkja Okkar árlega jólahlaðborð verður þann 28. nóvember kl. 19. Mæting 18.30. Matur frá Grillvagninum. Síldartvenna.Hangikjöt, hambhryggur og lambalæri ásamt meðlæti. Ís og ávextir. Söngur og gleði. Happadrætti á sínum stað Verð 6.500 kr. Skráning hjá Petreu í síma 891-8165 fyrir 26. nóvember Allir velkomnir Safnaðarfélag Áskirkju Boðinn Miðvikudagur: Handavinnustofa opin frá 9-15. Harmonikkus- pil og söngur kl. 13.30. Vatnsleikfimi kl. 14.30. Bólstaðarhlíð 43 Morgunleikfimi með Rás 1 kl. 9.45. Námskeið í tálgun kl. 9.30-12. Opin handverksstofa kl. 9-16. Morgunkaffi kl. 10- 10.30. Boccia kl. 10.40-11.20. Spiladagur, frjáls spilamennska kl. 12.30- 15.50. Opið kaffihús kl. 14.30-15.15. Bústaðakirkja Félagsstarfið verður sínum stað frá kl 13-16 á miðvikudaginn, spil, spjall og föndur. Við ætlum að spila bingó frá kl 14-14.50. Prestur eða djákni verður með hugleiðingu og bæn, kaffið góða kl. 15. og keramik málunin heldur áfram. Hlökkum til að sjá ykkur. Starfsfólk Bústaðakirkju. Dalbraut 18-20 Handavinnusamvera kl.9. Dalbraut 27 Boccia kl. 14. í parketsal Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Við hringborðið kl. 8.50. Jóga kl. 9. Upplestrarhópur kl. 10-12. Línudans kl. 10-11. Hádegismatur kl. 11.30. Salatbar kl. 11.30-12.15. Zumba kl. 13. Tálgun kl. 13.30. Kraft- ganga kl. 14. Síðdegiskaffi kl. 14.30. Skráning á Jólamarkaðinn stendur yfir örfáir básar eftir. Skráningu lýkur föstudaginn 15. nóv. Al- lir velkomnir óháð aldri. Nánari upplýsingar í síma 411-2790. Félagsmiðstöðin Vitatorgi Bókband kl. 9. Postulínsmálun kl. 9. Mi- nigolf kl. 10. Tölvu- og snjallsímaaðstoð kl. 10.30. Bókband kl. 13. Myndlist kl. 13.30. Dans með Vitatorgsbandinu kl. 14. Frjáls spila- mennska kl. 13-16.30. Heitt á könnunni fyrir hádegi. Verið öll hjartanlega velkomin. Nánari upplýsingar í síma 411-9450. Garðabæ Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Bridge í Jónshúsi kl. 13. Vatnsleikf. kl.7.10/7.50/15.15. Kvennaleikf Ásg. kl.9.30. Kvennaleikf Sjál. kl. 10.30. Stólajóga í Jónshúsi kl. 11. Leir Smiðja Kirkjuh kl. 13. Zumba salur Ísafold. kl. 16.15. Gerðuberg 3-5 Miðvikudagur Opin Handavinnustofan kl. 8.30-16. Útskurðurm/leiðbeinanda kl. 9-16. Qigong 10-11. Leikfimi Helgu Ben kl. 11.-11.30. Útskurður / Pappamódel m/leiðb. kl 13-16. Félagsvist kl. 13-16. Döff Félag heyrnalausra 12.30-15. Allir velkomnir. Gjábakki kl. 9. Handavinna, kl. 9. Boccia - opinn tími, kl. 13. Félagvist FEBK, kl. 13. Postulínsmálun. Guðríðarkirkja Félagstarf eldriborgara miðvikudaginn 13.nóvember kl: 13.10 Helgistund í kirkjunni og söngur. Reynir Traustason blaðamaður og fararstjóri kemur í heimsókn og fræðir okkur um eitt- hvað mjög áhugavert og skemmtilegt. Kaffiveitingar kr. 700.- sr. Karl og sr. Leifur. Gullsmára Miðvikudagur: Myndlist kl. 9. Boccia kl. 9.30. Gönguhópur kl. 10.30. Postulínsmálun, Kvennabridge og Silfursmíði kl. 13. Línudans fyrir lengra komna kl. 16. og 17. Hraunbæ 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9. Útskurður og tálgun með leiðbeinanda frá kl. 9-12, 500 kr dagurinn og allir velkomnir. Boccia kl.10 – 11. Hádegismatur kl. 11.30 – 12.30. Hraunsel Ganga í Kaplakrika kl 9.-12. Bókmenntaklúbbur kl 10. aðrahverja viku Línudans kl 11. Bingó kl 13. Handverk kl 13. Gafla- rakórinn kl 16. Pútt í Hraunkoti kl10.-11.30 Korpúlfar Glerlistanámskeið kl. 9. í Borgum, ganga kl. 10. frá Borgum og í Egilshöll. Korpúlfabingó á vegum skemmtinefndar kl. 13. í Borgum og Qigong með Þóru kl. 16.30 í Borgum. Minnum á men- ningaferðina á morgun fimmtudaginn 14. nóv. í Perluna lagt af stað kl. 12.30 frá Borgum, greiðsla á að hafa farið fram, innifalið, rúta, inn- gangur á söfnin, kaffi og kaka hjá Kaffitár í Perlunni. Allir velkomnir. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl.8.30, trésmiðja kl.9-12, opin listasmiðja, morgunleikfimi kl.9.45, viðtalstími hjúkrunarfræðings kl.10.30-12, upplestur kl.11, félagsvist kl.13.30, heimildarmyndasýning kl.16. Uppl í s 4112760. Selfoss Miðvikudaga: Kl.9: Leirlist, Kl.10. Öndvegisbókmenntir, Kl.11.10 Stólajóga, Kl.13. Myndlist, Kl.16. Hörpukórinn Seltjarnarnes Gler og bræðsla á neðri hæð félagsheimilisins kl. 9. og 13. Leir Skólabraut kl. 10. Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12. Timburmenn Valhúsaskóla kl.13. Handavinna með leiðbeinanda í salnum á Skólabraut kl. 13. Vatnsleik- fimi í sundlauginni kl. 18.30. Ath. Þeir sem skráðir eru í leikhúsið á morgun þá verður farið frá Skólabraut kl. 18.30. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10 –16. Heitt á könnunni frá kl. 10 –11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30 –12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Handavinnuhópur hittist kl. 13. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30 – 15.30. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er: 568-2586. Stangarhylur 4 Göngu-hrólfar ganga frá Ásgarði Stangarhyl 4, kl. 10. kaffi og rúnstykki eftir göngu. Enska-námskeið kl. 12.30 og 14.30 leiðbeinandi Margrét Sölvadóttir. Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Húsviðhald Hreinsa þakrennur fyrir veturinn og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com mbl.is alltaf - allstaðar ✝ Erna Stef-ánsdóttir fæddist 18. júlí 1932 í Framtíð, Hásteinsvegi 11 í Vestmannaeyjum. Hún lést 3. nóv- ember 2019 á Víf- ilsstöðum eftir langvarandi veik- indi. Foreldrar henn- ar voru Stefán Finnbogason útgerðarmaður og málari, f. 7. júlí 1889, d. 2. júní 1968, frá Norðurgarði í Vestmannaeyjum og Rósa Árnadóttir húsmóðir, f. 17. júní 1894, d. 12. febrúar 1972, frá Hnaukum í Álftafirði. Erna var yngst systkina sinna. Systkini hennar voru: Rósa Kristín, f. 1. desember 1915, d.12. janúar 1976, synir hennar og Brynjólfs Gunnars Guð- laugssonar, f. 30. júlí 1921, d. 26. desember 1949, eru Stefán, f. 6. október 1942, og Guð- laugur Valur, f. 1. maí 1945; Garðar, f. 5. febrúar 1917, d. 30. desember 1945; Sigríður, f. 18. september 1918, d. 24. maí 1985; Björn Ragnar, f. 19. júní 1921, d. 6. apríl 1984; Laufey, f. 15. febrúar 1924, d. 30. des- ember 1995, sonur hennar og Péturs Jónssonar, f. 20. júlí 1927, var Garðar, f. 20. októ- ber 1948, d. 26. maí 2016. Eig- inmaður Laufeyjar var Ingi- mundur Þorsteinsson, f. 24. september 1924, d. 25. júlí 1997. Börn þeirra eru Ómar Örn, f. 29. september 1958, Unnur, f. 24. október 1960, og Agnes, f. 17. maí 1965, d. 20. júlí 2006; Ásta, f. 15. desember 1925, d. 24. júní 1999, dóttir hennar og Þorláks Magnús- sonar Ásgeirssonar, f. 1. sept- ember 1935, d. 21. janúar 1973, er Ingibjörg, f. 22. desember 1954; Stefanía Gógó, f. 31. des- ember 1927, d. 8. september 2002, dóttir hennar og Jóns Jó- hanns Haraldssonar, f. 21. apr- íl 1929, d. 3. maí 2009, var Rósa Lillý, f. 8. júlí 1948, d. 9. sept- ember 1981. Sam- feðra bróðir og þeirra elstur var Finnbogi Kristján, f. 12. júlí 1913, d. 8. júní 1951, börn hans og Oktavíu Ólafsdóttur Thorarensen, f. 1. febrúar 1914, d. 25. febrúar 1992, voru Gunnar Kristján, f. 10. apríl 1935, d. 5. júlí 2015, Albert, f. 27. janúar 1940, d. 18. september 2015, og Sigrún, f. 25. október 1941, d. 5. apríl 1982. Barn Ernu og Steinþórs Jakobssonar, f. 7. nóvember 1931, d. 19. maí 1996, er Arn- ar, f. 19. júní 1963. Dætur hans eru Sunna, f. 12. maí 1984, og Tinna Björg, f. 24. desember 1997. Börn Ernu og Jóhannesar Óskars Guðmunds- sonar, f. 14. júní 1924, d. 14. júlí 1991, eru Stefán Brynjar, f. 18. september 1967, d. 6. mars 2010, og Rósa Hlín, f. 29. júlí 1972. Börn Rósu og Guð- jóns Egilssonar, f. 18. sept- ember 1969, eru Ísold Egla, f. 13. október 2000, Kolbrá Hekla, f. 11. júní 2002, Goði Gnýr, f. 12. janúar 2004, og Rökkvi Þeyr, f. 29. apríl 2007. Erna fluttist ung að árum til Reykjavíkur og sinnti þar verslunarstörfum. Í kjölfar sambúðarslita við sambýlis- mann sinn Óskar sinnti hún ræstingum og síðar um ævina barnagæslu á gæsluvelli í Hólahverfi í Reykjavík. Sam- býlismaður Ernu um nokkurra ára skeið var Eyjólfur Gunn- laugsson, f. 23. apríl 1936, d. 15. maí 1997. Erna bjó á Boða- granda í Reykjavík fram að andláti. Útför Ernu fer fram frá Neskirkju í dag, 13. nóvember 2019, klukkan 15. Elskulega amma mín, glæsi- legi sterki dugnaðarforkurinn með fallegu lökkuðu neglurnar, Erna Stefánsdóttir úr Framtíð í Vestmannaeyjum, hefur kvatt þessa jarðvist. Við fjölskyldan minnumst hennar með mikilli hlýju, rík af minningum sem munu ylja okkur um ókomna tíð. Heimsóknir mínar í Suðurhól- ana í barnæsku eru sveipaðar ljúfleika og hlýju. Það var alltaf svo gott að koma til ömmu og Rósu frænku, sem þá var ung- lingur og jafnframt helsta átrúnaðargoð litlu frænku sinna. Amma bar mig, fyrsta barna- barnið, á höndum sér líkt og ég væri konungborin. Af einstakri natni bjó hún til dúkkuhús úr pappakössum sem hún málaði og saumaði í gardínur og föndr- aði húsgögn. Hún bakaði fyrir mig uppáhaldið mitt, möndlu- köku með bleikum glassúr og randalínu, bjó til himneskt rækjusalat (með slatta af tóm- atsósu) og rúllupylsu. Oft fékk ég að laumast í nammiskápinn í stofunni og næla mér í einn og einn kóngabrjóstsykur sem ég maulaði og sneri öfugt í gráa leðursófasettinu, ömmu til mik- illar kátínu. Þar horfði ég á „Gervabæli“ eins og ég kaus að kalla það, eða gömul áramóta- skaup í forláta silfurlitaða víd- eótækinu hennar ömmu. Amma kenndi mér að sauma út og prjóna, oftast með þægilega gamla íslenska dægurtónlist hljómandi í bakgrunni. Amma var alger listakona, skipti þar engu hvort um ræðir prjóna- skap, hekl, föndur, saumaskap, eldamennsku eða bakstur. Allt lék í höndunum á henni. Lífið hefði þó alveg mátt fara um ömmu mína mýkri höndum. Hún fékk berkla sem unglingur og lá í níu mánuði á Vífilsstöð- um. Veikindin höfðu áhrif á framtíðaráætlanir hennar um nám í háriðn. Hún flutti ung til Reykjavíkur úr Eyjum (þar sem hjarta hennar sló þó alla tíð) og sinnti verslunarstörfum fyrri hluta starfsævi sinnar, en síðar gætti hún barna á gæsluvöllum Reykjavíkurborgar. Amma var ótrúlega seig og sinnti megnið af starfsævinni tveimur störfum. Að loknum hefðbundnum vinnu- degi gerði kjarnakonan sér lítið fyrir og skúraði ýmsar stofnanir og fyrirtæki möglunarlaust til að eiga í sig og á. Amma ól börnin sín þrjú mestan part upp ein. Þau Arnar faðir minn, Stefán Brynjar og Rósa Hlín voru augasteinar móður sinnar sem hún unni und- irheitt. Í seinni tíð stundum svo mjög að makar þeirra áttu fullt í fangi með að hljóta viðurkenn- ingu tengdamóður sinnar sem verðugir samfylgdarmenn barnanna hennar - sem henni þótti svo að lokum ósköp vænt um. Amma kunni að meta litlu hlutina í lífinu, sem eru þegar öllu er á botninn hvolft oftast þeir mikilvægustu. Amma var húmoristi sem knúsaði þétt og sýndi ást sína í verki. Systur- dætur hennar, Unnur og Inga, voru henni mikil stoð og stytta þegar börnin hennar höfðu bæði flutt til útlanda og út á land, og er ég þeim ævinlega þakklát fyrir alla ræktarsemina sem þær sýndu henni. Það er erfitt að búa í útlönd- um þegar fólkið manns, lífsfest- an, kveður þennan heim. Elsku, elsku amma mín, takk fyrir allt og allt. Þú varst mér yndisleg amma og stúlkunum mínum dásamleg langamma. Við sökn- um þín sárt. Hvíl í friði. Sunna og fjölskylda. Erna Stefánsdóttir Kveðja frá félag- inu Íslensk grafík Með þökk fyrir framlag sitt til grafíklistar á Ís- landi viljum við minnast heiðurs- félaga okkar, Ríkharðs Valtingoj- er grafíklistamanns, sem fallinn er frá 84 ára að aldri. Rikki var einn af fremstu og virtustu graf- íklistamönnum þjóðarinnar og starfaði hann við listsköpun sína óslitið til æviloka. Allt sem frá honum kom bar sterk höfundar- einkenni og myndheimur hans var bæði heillandi og sterkur. Rikki starfaði áralangt með hléum í stjórn Íslenskrar grafík- ur en félagið var stofnað 1969 og er því 50 ára á þessu ári. Árið 2010 var Rikki gerður að heið- ursfélaga Íslenskrar grafíkur, en hann hélt margar einkasýningar og tók þátt í fjölda samsýninga bæði hér heima og erlendis. Rikki var heiðraður víða fyrir verk sín og hlaut margar viður- kenningar. Það var mikill styrkur fyrir félagið að hafa listamann eins og Rikka í félaginu, hann var ekki bara góður listamaður held- ur var hann einstaklega glað- lyndur og skemmtilegur kennari og hafði mikla reynslu og verk- kunnáttu sem skilaði sér vel til ungra grafíklistamanna sem litu upp til hans. Frá árinu 1974 kenndi Ríkharður í grafíkdeild Myndlista- og handíðaskóla Ís- lands og varð síðan deildarstjóri í grafík í Listaháskólanum til árs- ins 2003. Sem félagsmaður í fé- laginu Íslensk grafík lá hann ekki á liði sínu, hann var félaginu mik- ill styrkur, hann sótti viðburði og fundi er hann átti þess kost. Það er sannarlega sjónarsviptir fyrir Íslenska grafík að hafa þennan frábæra mann ekki lengur í okk- ar röðum. Verk hans munu þó halda merki hans á lofti um ókomna tíð svo og drjúgur þáttur hans í kennslu margra samtíma- listamanna í grafíklistum. Sam- ferðamönnum sínum var hann mikill styrkur, en fyrst og fremst söknum við manneskjunnar Rík- harðs Valtingojer, skarð hans er vandfyllt. Við hjá félaginu Íslensk grafík viljum þakka Rikka fyrir góða samveru og sendum fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hans. Félagið Íslensk grafík, Elísabet Stefánsdóttir formaður. Að haustlagi seint á sjötta ára- tugnum á síðustu öld réðst ég á Ríkharður Valtingojer ✝ RíkharðurValtingojer fæddist 2. ágúst 1935. Hann lést 24. október 2019. Útför Ríkharðs fór fram 2. nóv- ember 2019. togarann Jón Þor- láksson undir stjórn hins mæta skip- stjóra Sigurðar Kristjánssonar. Þegar ég kom upp í brú á stíminu út á miðin kynnti skip- stjórinn mig fyrir hásetanum sem stóð við stýrið. Það var silfursmiðurinn og listamaðurinn frá Austurríki, Richard Valtin- gojer. Úr því varð ævarandi vin- átta og margar ánægjustundir. Í landlegu eitt sinn bauð Rikki mér til sín upp í þakherbergi sitt og vildi bjóða mér kartöflusúpu, austurrískan rétt. Hún varð að endingu svo þykk að hann náði sleifinni ekki úr og varð að henda pottinum. Löngu síðar vildi vildi ég sýna mína matreiðslusnilld og bjóða honum fiskibollur. Setti ég lögg af viskí í deigið svo rétturinn kall- aðist viskíbollur Við hjónin kynntumst síðar fyrri konu hans Sigrid er hún fylgdi honum til landsins og fylgdumst með þegar þau voru að að koma undir sig fótunum og þróa list sína. Minnumst við ætíð kveðjustundar í húsinu þeirra, Byrgi, sem Rikki byggði af mikl- um hagleik á Rjúpnahæð, áður en við héldum vestur um haf til náms. Við endurkomu okkar frá Vesturheimi höfðu Rikki og Sig- rid slitið samvistum en við kynnt- ust einnig seinni konu hans, Sól- rúnu. Þau fluttu síðar á Stöðvar- fjörð, æskustöðvar Sólrúnar. Gagnkvæmum heimsóknum varð við komið og við hjónin fylgdumst með dugnaði þeirra og barna þeirra, stofnun gallerís og áfram- haldandi listsköpun. Rikki fór öðru hvoru túr á togara. Við Rikki vorum þó alltaf í hjarta okkar „sjóarar“, stoltir fyrrverandi síðutogarasjómenn þegar við hittumst. Rifjuðum upp veiðar á Halamiðum, aðstöðuna um borð í togaranum með 6-10 manna kojum í lúkarnum. Klæðnaðinn, þ.e. sjóstakk, sjó- hatt og klofstígvél. Vinnuna á dekkinu sem t.d. forhleramaður, pokamaður, spilmaður, netamað- ur o.fl. Einnig vinnuna í lestinni við að jafna úr og ísa aflann. Kompásrósina urðum við að þekkja til að stýra milli miða eða til hafnar skv. fyrirmælum skip- stjóra. Aðrir dæma betur um frábær- an listferil Rikka en ég get fullyrt að silfursmiðurinn frá Austurríki var afbragðs síðutogarasjómað- ur. Meira hrós get ég varla gefið nokkrum manni. Við hjónin sendum konu hans, börnum og barnabörnum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Auf Wiedersehen, Rikki. Birgir Guðjónsson. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein- ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.