Morgunblaðið - 13.11.2019, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.11.2019, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 2019 SÍÐAN 1969 FLOTTUSTU BÚNINGARNIR ÞÍNAR SÉR ÓSKIR UM FJÖLBREYTTA FRAMLEIÐSLU EÐAMERKINGAR 846 BLS BÆKLINGUR Á HEIMASÍÐUNNI HENSON.IS TIL MERKINGA EÐA EKKI SENNILEGA FJÖLHÆFASTI FATAFRAMLEIÐSLUFYRIRTÆKI ÍSLANDS ÞÓVÍÐARVÆRI LEITAÐ! Brautarholti 24 · 105 Reykjavík · S.: 562 6464 · henson@henson.is PON Pétur O. Nikulásson ehf. Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður | Sími: 580 0110 | pon.is skotbómulyftara AG línan frá Manitou býður meðal annars upp á nýtt ökumannshús með góðu aðgengi og útsýni. HANNAÐUR TIL AÐ VINNA VERKIN NÝ KYNSLÓÐ • DSB stjórntakkar • JSM stýripinni í fjaðrandi armi • Stýrð stjórnun og hraði á öllum glussahreyfingum • Virk dempun á bómu Tíðni manndrápa á Íslandi er sú sama og í Slóveníu, í Þýskalandi og á Írlandi samkvæmt nýjum tölum sem Hagstofa Evrópusambandsins, Eurostat, hefur tekið saman. Töl- urnar eru fyrir árið 2017 og er miðað við fjölda skráðra manndrápa á hverja skráða 100 þúsund íbúa. Alls voru manndráp 0,9 á hverja 100 þúsund íbúa hér árið 2017. Þau voru litlu fleiri í Danmörku og Sví- þjóð, 1,1, en í Finnlandi voru þau 1,3. Hlutfallið var hæst í Evrópu í Lett- landi þar sem 5,6 manndráp voru framin á hverja 100 þúsund íbúa. Lægst var hlutfallið í Lúxemborg, 0,3. Fjögur manndráp voru á Íslandi árið 2017. Thomas Möller Olsen varð valdur að dauða Birnu Brjánsdóttur og var dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir manndráp og fíkniefnainnflutning. Í júní það ár lést Arnar Jónsson Aspar eftir árás í Mosfellsdal. Sveinn Gestur Tryggvason var ákærður fyrir stórfellda líkamsárás og hlaut í kjölfarið sex ára dóm. Khaled Cairo varð valdur að dauða Sanitu Brauna í íbúð í Vesturbæ Reykjavíkur. Hlaut hann 16 ára dóm fyrir. Dagur Hoe Sigurjónsson fékk 17 ára fangelsi fyrir að hafa stungið tvo albanska karlmenn á Austurvelli. Annar maðurinn, Klevis Sula, lést af sárum sínum. hdm@mbl.is Tíðni manndrápa sú sama og í Þýskalandi Manndráp í Evrópu Fjöldi skráðra manndrápa á hverja 100.000 íbúa árið 2017 Lettland Litháen Eistland Malta Belgía Ungverjaland Rúmenía Slóvakía Frakkland Búlgaría Finnland Norður-Írland Engl. og Wales Danmörk Króatía Skotland Svíþjóð Írland Ísland Slóvenía Þýskaland Kýpur Austurríki Grikkland Portúgal Pólland Spánn Ítalía Tékkland Noregur Sviss Lúxemborg 5,6 4,0 2,2 2,0 1,7 1,6 1,5 1,5 1,4 1,3 1,3 1,3 1,2 1,1 1,1 1,1 1,1 0,9 0,9 0,9 0,9 0,8 0,7 0,7 0,7 0,7 0,7 0,6 0,6 0,5 0,5 0,3 H ei m ild : E ur os ta t  Fjögur manndráp hér á landi 2017 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Endurræsingu kerskála þrjú í ál- verinu í Straumsvík er lokið. Slökkt var á kerskálanum í lok júlí eftir að ljósbogi myndað- ist í lokuðu keri. Sambærilegt at- vik hafði þá ekki gerst áður í ál- verinu sem var gangsett fyrir rúmri hálfri öld, eða 1. júlí 1969. Jafnframt voru 18 ker í kerskál- um eitt og tvö tekin úr notkun eftir óhappið. Alls eru 160 ker í hverjum kerskála í álverinu, eða samtals 480. Endurræsing kerskála þrjú hófst í september. Kom þá fram í Morgun- blaðinu að framleiðslan yrði aukin hægt og bítandi. Nokkur ker yrðu gangsett á hverjum degi og því gæti ferlið tekið nokkra mánuði. Gekk hraðar en áætlað var Bjarni Már Gylfason, upplýsinga- fulltrúi Rio Tinto á Íslandi, segir endurræsingu álversins í Straums- vík hafa gengið vonum framar. „Endurræsingunni er lokið. Hún var nokkuð á undan okkar áætlunum og gekk mjög vel og hraðar en við áætluðum. Þetta gekk atvikalaust og eins vel og hugsast gat en öryggis- mál eru í algerum forgangi í þessu ferli. Okkar fólk stóð sig með mikilli prýði,“ sagði Bjarni Már. Fram kom í ársuppgjöri Rio Tinto að vegna óhappsins myndi fram- leiðslan í Straumsvík dragast saman um 21 þúsund tonn í ár. Til saman- burðar var framleiðslugetan áætluð 213 þúsund tonn í ár. Það samsvarar um 10% samdrætti. Hafa afgreitt allar pantanir Bjarni Már segir álverið hafa af- greitt allar pantanir síðan óhappið kom upp. „Viðskiptavinir okkar hafa ekki fundið fyrir þessu og við höfum getað staðið við allar skuldbindingar gagnvart þeim,“ segir Bjarni Már. Fram kemur í nýjum efnahagsleg- um skammtímatölum Hagstofu Ís- lands að virðisaukaskattsskyld velta málmframleiðslu dróst saman um 13,4% í júlí og ágúst frá fyrra ári. Þær upplýsingar fengust frá Hag- stofunni að lykilstærðir, á borð við heimsmarkaðsverð á áli og heims- framleiðsluna, hefðu hér áhrif. Mikl- ar sveiflur gætu orðið í áliðnaði. Fram kom í samtali Morgunblaðs- ins við Rannveigu Rist, forstjóra Rio Tinto á Íslandi, í tilefni af 50 ára af- mæli álversins, að um 400 manns starfi nú í álverinu. Þá megi áætla að afleidd störf vegna starfseminnar í Straumsvík gætu verið um 1.500, miðað við áætlanir Samáls um heild- arfjölda afleiddra starfa í greininni. Af því leiðir að röskun á framleiðslu í álverinu getur haft víðtæk áhrif. Bilunin í álverinu í júlí er meðal þátta sem hafa dregið úr framleiðslu í hagkerfinu í ár. Nokkrir þeirra helstu eru hér sýndir á grafi. Í nýlegri þjóðhagsspá Hagstof- unnar var spáð 0,2% samdrætti í ár. Gangsett vel á undan áætlun  Starfsmenn álversins í Straumsvík hafa endurræst þriðja kerskálann  Var lokað í júlí eftir óhapp  Þrátt fyrir samdrátt í framleiðslu hefur álverinu tekist að afgreiða allar pantanir til viðskiptavina Morgunblaðið/Ómar Í hálfa öld Álverið var gangsett 1. júlí 1969. Um 400 manns starfa nú hjá ál- verinu. Þá skapar framleiðslan fjölda afleiddra starfa í íslensku hagkerfi. Sviptingar í efnahagsmálum árið 2019 Dæmi um áföll og áhrifaþætti FEBRÚAR Hafró hefur ekki gefið út upphafskvóta á loðnu, stefnir í að engar loðnuveiðar verði heimilaðar MARS Verkföll hjá Eflingu hafa áhrif í ferða- þjónustu 12. MARS Icelandair kyrrsetur Boeing Max-þotur eftir hörmuleg flugslys – setur áætlanir félagsins úr skorðum 3. APRÍL Lífskjarasamn- ingar undirritaðir – langvarandi óvissu á vinnu- markaði lýkur 28. MARS WOW air hættir starfsemi – um þúsund missa vinnuna 22. JÚLÍ Þriðja kerskálanum í álverinu Straumsvík lokað eftir óhapp OKTÓBER Að óbreyttu er ekki útlit fyrir loðnuvertíð í vetur Bjarni Már Gylfason Ingólfur Bender, aðalhagfræð- ingur Samtaka iðnaðarins, segir aðspurður að endurræsing þriðja kerskálans sé góðar fréttir. Með henni verði meiri fram- leiðsla í hagkerf- inu síðustu vikur ársins en ella. Það birtist í hagvexti. Við þetta bætist síðan áform flugfélagsins Play um að hefja flug til Evrópu. Hvort tveggja þýði meiri gjaldeyristekjur „sem séu að vissu leyti lífæð þjóðarbúsins“. Með því aukist fjárfestingar og innlend eftirspurn í hagkerfinu. Fram kom í Morgunblaðinu í síð- ustu viku að aðflutningur erlendra ríkisborgara til landsins á þriðja fjórðungi í ár hefði verið kröftugur og jafnvel umfram spár. Spurður um efnahagsleg áhrif þessa segir Ingólfur aðflutninginn vera afleiðingu, fremur en orsök, stöðunnar í efnahagsmálum. „Aðfluttir erlendir ríkisborgarar hafi á þessu ári verið talsvert færri en á síðasta ári sem endurspeglar samdrátt í hagkerfinu. Atvinnu- leysi hefur verið að aukast og dregið úr eftirspurn eftir vinnuafli. Launþegum hefur fækkað. Það er því mjög jákvætt ef hægt verður að vinda ofan af því atvinnuleysi sem orðið er,“ segir Ingólfur um stöðuna í hagkerfinu. Góðar fréttir fyrir hagkerfið ÁHRIF ÁLSINS OG FLUGSINS Í ÁRSLOK Ingólfur Bender

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.