Morgunblaðið - 13.11.2019, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.11.2019, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 2019 Vönduð viðarleikföng Bæjarlind 2, Kópavogur, sími 866 4493. Opnunartími eftir samkomulagi Regnboginn verslun Regnboginn_verslun Falleg og vönduð viðarleikföng, einnig leikföng úr opnum efnivið. Sjáið úrvalið í netverslun okkar www.regnboginnverslun.is Ný sending af fatnaði Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Rösklega hefur verið tekið til hendi í Haukadalsskógi í Biskupstungum að undanförnu en grisjun í skógar- lundum þar mun skila allt að 800 rúmmetrum af timbri sem að stærstum hluta verður selt sem eldi- viður í ofna járnblendiverksmiðju Elkem á Grundartanga. „Skógarnir eru auðlind sem skila okkur sífellt meiri afurðum. Nú er líka svo komið að af þessu fást nokkrar tekjur sem munu bara aukast á komandi tím- um,“ segir Trausti Jóhannsson, skógarvörður á Suðurlandi, í samtali við Morgunblaðið. Fellt í hálfrar aldar lundum Trén sem felld eru í Haukdals- skógi núna eru að mestu lökustu trén í reitunum, rauðgreni, stafafura og sitkagreni, gjarnan 8-12 metra há og þvermálið gjarnan um 15 cm. Flest koma þau úr lundum sem var gróðursett í fyrir um hálfri öld eða svo. Nú er skógurinn þar yfirleitt orðinn þéttur og því er grisjun nauðsynleg. Verktakafyrirtækið 7-9- 13 ehf á Fljótsdalshéraði annast fell- ingu trjánna og notar til þess stór- virkar vinnuvélar sem Óskar Grön- holm, eini menntaði Íslendingurinn í skógarhöggi með vél, stýrir. Starfsmenn Skógræktarinnar eru til halds og trausts og kvista upp tré ef þörf er á. Trjábolunum er raðað upp í myndarlegar stæður og verða á næstunni sóttar, settar á flutningavagn og ekið með þær í verksmiðjuna í Hvalfirðinum. „Vissulega fara ekki allir trjábolirn- ir í iðnvið og í ofnana á Grundar- tanga. Talsvert nýtist til dæmis í fiskihjalla og girðingarstaura og eitthvað er smíðaviður. Almennt talað þá er mjög ánægjulegt að sjá núna hvaða verðmæti skógurinn skapar og þó erum við aðeins á fyrstu metrunum þar,“ segir Trausti. Víða reitir sem þarf að grisja Áður hefur verið tekinn góður skurkur við grisjun í Haukadals- skógi, rétt eins og var gert í Norð- tunguskógi í Borgarfirði á síðasta ári. „Skógræktin á líka talsvert inni til dæmis í skógunum í Þjórsárdal, á Tumastöðum í Fljótshlíð og víðar. Þar eru reitir sem þarf að grisja rækilega á næstu árum. Sama er uppi á teningnum í bændaskógum víða um land, þar eru víða reitir sem var gróðursett í fyrir aldar- fjórðungi og því er þar kominn grisjunarviður sem skilar verð- mætum, rétt eins og til var sáð,“ segir Trausti Jóhannsson að síð- ustu. Ljósmyndir/Hreinn Óskarsson Skógarmenn Í Haukadalsskógi í Biskupstungum fyrr í vikunni. Frá vinstri talið: Níels Magnússon og Einar Ósk- arsson skógarhöggsmenn og lengst t.h. Trausti Jóhannsson sem er skógarvörður Skógræktarinnar á Suðurlandi. Grisja fyrir Grundartanga  Fella tré í Haukadalsskógi  1.000 rúmmetrar af greni og furu  Iðnviður fer í ofnana  Auðlindin skilar sínu Ljósmyndir/Hreinn Óskarsson Stæður Trén sem felld hafa verið eru mörg 8-12 metra há. Þeim hefur nú verið raðað upp í stæður sem sótt verður í og timbrið flutt á brott. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Skuttogarar hafa verið áberandi í veiðum á aflamarki Byggðastofnun- ar síðustu ár. Nokkuð hefur verið um að sterk útgerðarfyrirtæki veiði þennan kvóta, samkvæmt samning- um við fyrirtæki í minni sjávar- plássum til að halda uppi vinnslu þar allan ársins hring og auka hag- kvæmni. Byggðastofnun fylgist með að úthlutað aflamark skili sér til vinnslu og að útgerð sem fengið hef- ur úthlutun leigi kvótann ekki frá sér, en dæmi munu vera um að samningum hafi verið sagt upp vegna brota á þessu. Hluti af byggðaaðgerðum Samkvæmt lögum um stjórn fisk- veiða eru 5,3% af heildarafla í hverri fisktegund dregin af leyfilegum heildarafla og varið til ýmissa ráð- stafana, m.a. til þess að auka byggðafestu. Nefna má aflamark Byggðastofnunar, strandveiðar, byggðakvóta, línuívilnun, rækju- og skelbætur og frístundaveiðar. Afla- mark Byggðastofnunar fiskveiðiárið 2018/2019 nam alls 4.880 þorskígild- istonnum og á þessu fiskveiðiári eru heimildirnar 5.150 þorskígildistonn. Við val á byggðarlögum sem koma til álita við úthlutun á aflamarki Byggðastofnunar skal m.a. byggja á því að byggðarlagið sé í alvarlegum og bráðum vanda vegna samdráttar í sjávarútvegi. Íbúar byggðarlags séu færri en 400 og hafi fækkað síðast- liðin 10 ár. Við úthlutun eru gerðir samningar um nýtingu við fiskiskip og vinnslu. Á síðustu árum hafa sem dæmi togarar Hraðfrystihússins-Gunnvar- ar á Hnífsdal veitt mikið af aflamarki Byggðastofnunar, sem Íslandssaga á Suðureyri fékk úthlutað. Sömu sögu er að segja um veiðar Bergs VE í Vestmannaeyjum fyrir Íslenskt sjávarfang á Þingeyri. Þá má nefna að Ljósafell SU á Fáskrúðsfirði hef- ur verið í samstarfi við Búlandstind á Djúpavogi og Sirrý ÍS á Bolungarvík í samstarfi við fiskvinnslu á Flateyri. Samningum hefur fjölgað Sigurður Árnason, sérfræðingur á Byggðastofnun, segir að slíkum samningum milli fyrirtækja um veið- ar hafi heldur fjölgað á síðustu árum. Það megi m.a. skýra með því að öfl- ugri skip geti stundað veiðar allt ár- ið, í aflamarki Byggðastofnunar séu tegundir sem mögulega henti ekki vinnslu í minni fyrirtækjum og hafi ekki verið veiddar af viðkomandi út- gerð. Í slíkum tilvikum sé aflamark Byggðastofnunar oft fært yfir á skip í stóra kerfinu samkvæmt sérstök- um vistunarsamningum og síðan séu heimildir færðar til baka í þeim teg- undum sem henta viðkomandi vinnslu. „Vinnsluskylda er á þessum byggðakvóta og okkar er að tryggja að samkvæmt samningum komi til- greint magn í þorskígildum til vinnslu, ekki endilega hvaða tegund er um að ræða. Einnig fylgjumst við með því að fyrirtækin séu með jafn marga starfsmenn og lagt var upp með,“ segir Sigurður. Stærri útgerðir hafa hlaupið undir bagga  5.000 tonn í aflamark Byggðastofnunar Morgunblaðið/Golli Sjávarpláss Íslandssaga hf. rekur fiskverkun á Suðureyri. Í svari Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra við fyrirspurn frá Ingu Sæland á Alþingi um ráðstöfun Byggðastofnunar á aflaheimildum kemur fram að eftir að aflamark hefur verið flutt á skip sé það ekki sund- urliðað eftir uppruna. „Ekki er því hægt að greina hvort um er að ræða eigin heimild viðkom- andi útgerðar, aflamark Byggðastofnunar, almennan byggðakvóta, línu- ívilnun o.s.frv. Engin leið er því að svara því eftir tegundum hversu miklu magni hefur verið landað af aflamarki Byggðastofnunar á einstaka staði.“ Fyrirspurnin er í nokkrum liðum, en ekki var spurt um lönd- unarsamninga. Ekki sundurliðað eftir uppruna FYRIRSPURN Á ALÞINGI UM RÁÐSTÖFUN BYGGÐASTOFNUNAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.