Morgunblaðið - 13.11.2019, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 2019
varla að ég sé að skrifa minning-
argrein um þig, yndislega mann-
eskju í blóma lífsins!
Elsku fallega frænka mín, við
mamma þín vorum að tala við þig
á símanum á face time kvöldinu
áður þar sem við sáum þig svo fal-
lega í dúnúlpu með trefil í göngu-
túr og varst að biðja mömmu þína
um veski í jólagjöf, hver hefði trú-
að því að þetta væri í síðasta
skiptið sem við sæjum þig. Þú
varst ein af fáum sem þorðu að
sýna ást hlýju og faðmlög og það
af einlægni og þurftir alveg á
knúsi að halda sjálf enda elskuðu
þig allir og það var gott að knúsa
þig. Þú varst hjartahlý af ein-
lægni og varst aldrei að sýnast,
varst þú sjálf og komst vel fram
við aðra og vonandi skilur þú eftir
góð skilaboð til okkar sem eftir
sitjum í sárum að taka þig til fyr-
irmyndar í ást og kærleika. Ég
man svo vel eftir því þegar þú og
mamma þín komuð í Latabæ í
einni heimsókninni þinni til Ís-
lands. Við sátum í sófanum með
sæng og tölvu og þú varst að
kenna mér að syngja lagið Í
bljúgri bæn, lag sem þú elskaðir
og söngst eins og engill. Þú flutt-
ist til Noregs fyrir 10 árum, klár-
aðir sjúkraliðann, stúdentinn og
áttir eitt próf eftir í hjúkrunar-
fræði sem átti að vera í síðustu
viku þú varst svo spennt að út-
skrifast. Þú varst á starfsamningi
með skólanum og allir elskuðu
þig, þú varst engill hjá öllum. En í
dag ertu fallegur engill á himnum
hjá ömmu, afa, Sæju frænku og
Birnu frænku, þau munu öll
faðma þig og passa, ég veit að þú
ert í góðum höndum. Elsku Björg,
Gunni og fjölskylda, ykkar missir
er mikill og við vottum ykkur okk-
ar dýpstu samúð á þessum erfiðu
tímum. Megi guð varðveita ykkur
og veita ykkur styrk.
Far þú í friði
friður guðs þig blessi
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Guð þér nú fylgi
hans dýrðar hnoss þú njótar skalt.
(Valdimar Briem)
Elsku Guðrún, hvíldu í friði,
elsku fallega blóm.
Sigrún og Jónas.
Elsku Guðrún María var gull af
manneskju, hún er uppáhalds-
frænka mín og hjálpaði mér í
gegnum margt í lífinu. Hún var
eins og stóra systir mín, skamm-
aði mig þegar ég gerði eitthvað
rangt og hrósaði mér þegar ég
gerði eitthvað rétt. Þegar mamma
mín dó þá man ég að Guðrún stóð
við hlið mér sem klettur og hjálp-
aði mér í gegnum sorgina. Hún
talaði alltaf svo vel um mömmu
mína og sagði mér margoft hvað
hún elskaði hana og mig mikið.
Ég hef alltaf litið upp til hennar,
hvað hún var sterk, dugleg og
yndisleg manneskja. Fyrir nokkr-
um árum flutti hún til Noregs en
við höfðum alltaf gott samband.
Elsku Guðrún María mín, nú
ertu komin í frið og ró og ég vona
að þú hafir það gott í faðmi
mömmu minnar og ömmu okkar.
Elsku fjölskylda, ég votta ykkur
mína dýpstu samúð á þessum erf-
iðu tímum, megi guð vera með
ykkur.
Thelma Dögg
Guðbjörnsdóttir.
Ég gleymi ekki kvöldinu sem
litla systir mín, sem var stödd í
Búdapest, hringdi til mín. Þetta
kvöld höfðum við hjónin farið
mjög snemma upp í rúm og ætl-
uðum að taka þetta kvöld mjög ró-
lega en það breyttist í hreina mar-
tröð þegar hún tilkynnti mér að
Guðrún María væri dáin. Það er
enginn búinn undir svona símtal.
Ég man eftir Guðrúnu Maríu
sem krakka, hún var ljóshærð
með krullur og hljóp um allar
trissur. Það var alls staðar eitt-
hvað að gerast þar sem hún var.
Guðrún María var með yndis-
lega söngrödd og ég gleymi því
ekki þegar hún söng lagið Í
bljúgri bæn í jarðarför ömmu
sinnar.
Í bljúgri bæn og þökk til þín,
sem þekkir mig og verkin mín.
Ég leita þín, Guð, leiddu mig
og lýstu mér um ævistig.
(Pétur Þórarinsson)
Elsku fjölskylda, við vottum
ykkur okkar dýpstu samúð á
þessum erfiðu tímum. Megi guð
gefa ykkur styrk og vera með
ykkur.
Kveðja,
Guðný, Karl (Kalli)
frændi og fjölskylda.
Besta og hlýjasta mannveran.
Alltaf sé ég fallega brosið þitt
þegar ég hugsa til þín. Þú varst
ekki nema um 5 vikna þegar ég
passaði þig fyrst og það heila
helgi, varst svo góð eins og þú
varst í gegnum þitt alltof stutta
líf.
Hversu glöð þú varst þegar ég
prjónaði á þig lopapeysuna – hvað
þér fundust snörurnar mínar góð-
ar, alltaf svo þakklát. Hvað það
var frábært að fylgjast með
hversu vel þér gekk í skólanum –
snillingur.
Áttum svo skemmtilegan dag
saman þegar við mamma þín fór-
um með þig og kærastan þinn,
Christian, á rúntinn austur að
skoða Seljalandsfoss og Skóga-
foss, þegar þið voruð hér á landi
um síðustu jól – þetta var frábær
dagur.
Núna ertu komin í Sumarland-
ið og ég er alveg vissum að Ragna
amma þín var sú fyrsta til að taka
á móti þér. Takk fyrir að fá að
þekkja þig og að vera mamma
númer tvö eða hin mamman,
elsku blíða, góða og hjarthlýja
stelpan mín.
Þegar þú ert sorgmæddur skoðaðu þá
hug þinn og þú munt sjá að þú grætur
vegna þess sem var gleði þín.
(Kahlil Gibran)
Elsku elsku Tobba mín, mínar
dýpstu samúðarkveðjur til þín og
þinnar fjölskyldu, þið hafið misst
mikið.
Valgerður (Valla).
Elsku Guðrún María okkar, nú
ertu farin. Þetta er svo óraun-
verulegt, sérstaklega þar sem þú
hefur verið í Noregi og minna
samband en hafði verið.
Þú varst svo falleg og góð, vin-
mörg og barngóð ung kona, það
er sárt að vita til þess að börnin
okkar fá ekki að kynnast þér. Þú
skilur eftir stórt spor í hjarta okk-
ar og allar minningarnar eru vel
varðveittar þar.
Elskum þig og söknum þín
Gugga flass.
Leiddu mína litlu hendi,
ljúfi Jesús, þér ég sendi
bæn frá mínu brjósti, sjáðu,
blíði Jesús, að mér gáðu.
Hafðu gát á hjarta mínu
halt mér fast í spori þínu,
að ég fari aldrei frá þér,
alltaf, Jesús, vertu hjá mér.
Um þig alltaf sál mín syngi
sérhvern dag, þó eitthvað þyngi.
Gef ég verði góða barnið,
geisli þinn á kalda hjarnið.
(Ásmundur Eiríksson)
Þínar vinkonur,
Tanja og Hjördís.
Elsku besta vinkona mín, sorg-
in er yfirþyrmandi.
Þú varst svo falleg og klár. Þú
varst búin að vinna bug á ótrúleg-
ustu hlutum og sýna og sanna að
þú gast það sem þú ætlaðir þér.
Þú varst fyrirmyndin mín á svo
mörgum sviðum og ert enn! Þú
skildir spor eftir í hjarta allra sem
kynntust þér, annað var ekki
hægt.
Þú varst svo mikil fjölskyldu-
kona, þú elskaðir fjölskylduna
þína meira en allt annað. Ég hélt
alltaf að þú yrðir fyrst af okkur
stelpunum til að stofna fjöl-
skyldu. Meiri barnagælu hef ég
aldrei kynnst, það sem þér þótti
vænt um frændsystkini þín og
hvernig þú talaðir um alla fjöl-
skylduna var svo fallegt. Þú átt
líka svo góða að. Þau elska þig
eins og þú þau. Það er dýrmætt.
Eins varstu við son minn; elskaðir
hann eins og hann væri litli
frændi þinn. Fyrir það er ég óend-
anlega þakklát og að hann skyldi
fá að hitta þig er það allra besta,
ég mun tala um þig við hann og
segja honum sögur af ævintýrum
okkar. Ferðin okkar vestur situr
mér ofarlega í huga, roadtrippin
okkar og tíminn í sveitinni.
Mér finnst ótrúlega erfitt að
geta ekki bara hringt í þig og tek-
ið smá spjall á facetime en það
huggar mig að vita af þér í góðum
höndum. Þú ert heppin að hafa
alla þessa fallegu engla í kringum
þig, ömmu þína, móðursystur,
Ragga okkar, Kristínu Hafdísi og
alla hina. Það huggar mig að ég
veit að þér líður vel. Við vorum
tengdar á svo einstakan hátt og
fyrir það er ég ævinlega þakklát.
Ég er ævinlega þakklát fyrir að
hafa fengið að eiga vinkonu eins
og þig. Það er ekki sjálfgefið, þú
varst einstök.
Þótt þú hafir verið árinu yngri
en ég varstu svo miklu þroskaðri
og kenndir mér svo margt. Þú
fórst aldrei í manngreinarálit,
enda áttirðu vini á öllum stigum
þjóðfélagsins. Þú sást manneskj-
una, það sem bjó innra með fólki,
og það segir svo mikið um þig. Þú
varst einstök, þú varst og verður
alltaf besta vinkona mín! Ég
sakna þín.
Mínar innilegustu samúðar-
kveðjur til fjölskyldunnar og
þeirra sem voru svo heppnir að fá
að kynnast Guðrúnu Maríu.
Ég hlakka til að hitta þig aftur
elsku besta, þangað til vertu sæl
og góða ferð elsku engill.
Læt smá part úr einu af uppá-
haldslögunum okkar fylgja, því ég
veit að þú ert umvafin englum:
Það má svo sem vera
að vonin ein
hálf veikburða sofni í dá.
Finnst vera eitthvað
sem íþyngir mér
en svo erfitt í fjarlægð að sjá.
Það gilda má einu
hvort ég áleiðis fer
eða staldra hér ögn við og bíð.
Þótt tómið og treginn
mig teymi út á veginn
ég veit ég hef alla tíð ...
verið umvafin englum
sem að vaka hjá
meðan mannshjörtun hrærast
þá er huggun þar að fá.
Þó að vitskert sé veröld
þá um veginn geng ég bein
því ég er umvafin englum
aldrei ein – aldrei ein.
Þín vinkona,
Martha Sif.
Kæra Guðrún.
Ég er svo þakklát fyrir að hafa
þekkt þig, frá þeim degi sem ég
kynntist þér hef ég fengið að upp-
lifa hversu gott mannkynið getur
verið.
Þú lýstir upp öll herbergi með
manngæsku, húmor og kærleika.
Saman deildum við skilningi
um fortíð sem var erfitt að bera
ein síns liðs á leið til baka inn í
samfélagið. Það hætti að vera
skömm, þú fékkst mig til að finna
fyrir stolti yfir því að hafa þessa
reynslu í lífinu, með þér.
Löngu samtölin, þar sem við
hlógum, töluðum um allt milli
himins og jarðar. Við áttum sam-
an drauma og settum okkur
markmið, aldrei hef ég áður hitt
jafn viljasterka stelpu og þig.
Þegar þú talaðir um börn
systkina þinna þá skein væntum-
þykjan úr augunum þínum, þú
varst svo ótrúlega stolt af þeim.
Það þurfti ekki orð til að skilja
hversu mikla þýðingu þau höfðu
fyrir þig. Ást þín til dýra var
endalaus og var kötturinn þinn
mjög heppinn að hafa fengið þig
fyrir matmóður. Þú sýndir þeim
sem þurftu mest á því að halda
gríðarlega umhyggju og ást.
Ég mun alltaf sakna innilegu
samtalanna okkar. Þú hefur og
munt alltaf vera með mér, Guð-
rún, því þú fékkst stað í hjarta
mínu. Dauðinn er ekki endirinn,
þú verður að eilífu með mér. Því
minningarnar sem við eigum
saman lifa áfram í hjarta mínu og
þar munu þær alltaf vera. Takk
fyrir tímann sem við fengum
saman og allan kærleikann sem
þú gafst. Þín vinkona,
Line.
Það er þyngra en tárum taki að
sitja hér og skrifa minningar-
grein um Guðrúnu Maríu. Þessi
yndislega stúlka kom eins og
draumur inn í líf foreldra sinna
eftir langa bið. Hún var gullfalleg,
agnarsmá og með ásjónu engils.
Var hún kannski engill? Þegar
hún komst á legg kom í ljós að
hún mátti ekkert aumt sjá og
varði oft önnur börn með klóm og
kjafti ef þau voru lögð í einelti og
uppskar þá oft virðingu allra. Á
unglingsárunum langaði hana til
að leggja sitt af mörkum og vann
með skólanum á hjúkrunarheim-
ili. Tobba móðir hennar var stolt
af sinni og sýndi mér stundum
þakkarbréfin sem hún fékk frá
aðstandendum gamla fólksins.
Stundum fékk ég Guðrúnu lán-
aða, hún var draumadóttirin, sem
ég, sem átti bara stráka, átti aldr-
ei. Við elduðum saman, fórum
upp að Kaldárseli, tíndum ber og
skoðuðum búin, sem stelpurnar
sem þar höfðu verið, höfðu búið
sér í hrauninu. Við vorum báðar
glysgjarnar og misstum okkur af
kæti yfir glingri sem við fengum
frá Kína. Leiðir Guðrúnar lágu til
Noregs þar sem hún stundaði
nám í hjúkrunarfræði og briller-
aði að sjálfsögðu og var í þann
mund að útskrifast með láði þeg-
ar kallið kom. Elsku Guðrún
María, ég sakna þín. Þín,
Bergljót (Begga).
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
Sálm. 86.11
biblian.is
Vísa mér veg þinn,
Drottinn, að ég
gangi í sannleika
þínum, gef mér
heilt hjarta, að ég
tigni nafn þitt.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
BERA ÞORSTEINSDÓTTIR
frá Laufási í Vestmannaeyjum,
lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum
þriðjudaginn 5. nóvember.
Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn
14. nóvember klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlega
afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á
Alzheimersamtökin.
Þorsteinn Ingólfsson Kristrún Gísladóttir
Gylfi Ingólfsson Anna Jenný Rafnsdóttir
Ingólfur Ingólfsson Júlíanna Theodórsdóttir
barnabörn, makar þeirra og langömmubörn
Innilegar þakkir fyrir samúðarkveðjur og
ómetanlegan vinarhug vegna andláts okkar
ástkæra
EGILS MÁS GUÐMUNDSSONAR
arkitekts.
Vigdís Magnúsdóttir
Tanja Vigdisdottir
Arnar Óskar Egilsson Bianca Tiantian Zhang
Hjartans þakkir fyrir samúð og hlýhug
vegna andláts og útfarar elskulegrar móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
ERNU KRISTJÁNSDÓTTUR
frá Hnjúki í Skíðadal.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
Dalbæjar á Dalvík fyrir alúð og góða umönnun.
Margrét B. Kristinsdóttir Haukur S. Valdimarsson
Snorri R. Kristinsson Rannveig Guðnadóttir
Ingibjörg R. Kristinsdóttir Jón Þórarinsson
Kristjana S. Kristinsdóttir Jón Þ. Baldvinsson
ömmu- og langömmubörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
JÓN BJÖRNSSON
fisksali,
andaðist á Landspítalanum 1. nóvember.
Útför verður gerð frá Fossvogskirkju
fimmtudaginn 14. nóvember klukkan 15.
Svana Ragnheiður Júlíusdóttir
börn, tengdabörn og barnabörn
Okkar heittelskaða eiginkona, mamma
og ammí,
RAGNHEIÐUR KRISTÍN JÓNASDÓTTIR
Bergstaðastræti 67,
lést laugardaginn 9. nóvember.
Athöfn fer fram í Dómkirkjunni
15. nóvember klukkan 15.
Bert Hanson
Ragnheiður Hanson
Ragnheiður Rakel Dawn Hanson
Rebekka Berta Hanson
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
BÁRA SIGFÚSDÓTTIR,
Austurvegi 10,
Þórshöfn,
lést 8. nóvember. Útförin fer fram frá
Þórshafnarkirkju laugardaginn 16. nóvember klukkan 14.
Erla, Sigríður, Sigfús, Helgi,
Oddur, Ellý, Kristín
og fjölskyldur