Morgunblaðið - 13.11.2019, Side 12
12 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 2019
ER BROTIÐ Á ÞÉR?
Slys valda heilsutjóni og þjáningum. En það er ekki síður sárt þegar starfsorkan
skerðist og áætlanir um framtíðina bregðast. Því fylgir óvissa og áhyggjur.
Ef þú hefur orðið fyrir slysi þá skaltu hafa samband við Bótarétt sem fyrst.
Það kostar ekkert að kanna málið. Við metum stöðu þína og skoðum síðan málin
ofan í kjölinn. Þú getur látið þér batna á meðan við sækjum rétt þinn.
HRINGDU Í BÓTARÉTT Í SÍMA 520 5100 OG ÞÚ FÆRÐ ÞITT.
botarettur.is
Tókýó. AFP. | Japanska geimfarið
Hayabusa-2 átti að fara af braut um
fjarlægt smástirni í nótt og leggja af
stað til jarðar með sýni sem geta
varpað ljósi á upphaf sólkerfisins,
eftir leiðangur sem á sér engin for-
dæmi.
Ferðin til jarðar átti að hefjast
klukkan 1.05 í nótt og gert er ráð
fyrir að geimfarið komi með sýnin til
jarðar seint á næsta ári, að sögn
Geimrannsóknastofnunar Japans,
JAXA. Leiðangursstjóri stofnunar-
innar, Yuichi Tsuda, segir að geim-
farið komi með „kolefni og lífræn
efni“ sem verði notuð til að rannsaka
„hvernig efnið dreifist um sólkerfið,
hvers vegna það er á smástirninu og
hvernig það tengist jörðinni“.
Fór 300 milljónir kílómetra
Geimfarið er á stærð við ísskáp og
það fór um 300 milljónir kílómetra
frá jörðinni til að rannsaka smástirni
sem fékk japanska nafnið Ryugu,
eða „Drekahöll“, með skírskotun til
kastala á hafsbotni í fornri japanskri
þjóðsögu.
Hayabusa-2 skaut koparhylki til
að búa til gíg á yfirborði smástirnis-
ins og þyrla upp efnum til að hægt
yrði að rannsaka þau. Geimfarið
lenti síðan á yfirborði smástirnisins
til að safna sýnum sem vísindamenn
vona að veiti vísbendingar um
hvernig sólkerfið var þegar það varð
til fyrir um 4,6 milljörðum ára.
Gert er ráð fyrir að geimfarið
losni úr þyngdarafli Ryugu á mánu-
daginn kemur og aðalaflvélar þess
verða ræstar í næsta mánuði á leið
til jarðar.
Gekk framar vonum
Áætlað er að leiðangurinn kosti
um 30 milljarða jena, jafnvirði tæpra
35 milljarða króna. Tsuda sagði að
rannsóknarferðin hefði gengið fram-
ar vonum en viðurkenndi að leysa
hefði þurft fjölmörg tæknileg vanda-
mál. Ferðin að smástirninu tók um
þrjú og hálft ár en ferðin til jarðar
tekur skemmri tíma vegna þess að
Ryugu er núna miklu nær jörðinni
en þegar geimfarið kom að smá-
stirninu.
Gert er ráð fyrir að Hayabusa-2
varpi sýnunum niður á eyðimörk í
sunnanverðri Ástralíu og japanska
geimrannsóknastofnunin er að
semja við stjórn landsins um hvern-
ig staðið verði að því.
Verður áfram í geimnum
Áður hafði geimrannsóknastofn-
unin sent geimfarið Hayabusa, sem
þýðir fálki á japönsku, að minna
smástirni. Farið kom aftur í lofthjúp
jarðar árið 2010 með sýni úr smá-
stirninu eftir sjö ára ferð sem var
álitin vísindalegur sigur þrátt fyrir
ýmis vandamál sem komu upp.
Fyrra geimfarið brann upp í loft-
hjúpnum eftir að hafa sent sýnin til
jarðar í hylki. Gert er hins vegar ráð
fyrir að Hayabusa-2 haldi áfram ferð
um geiminn eftir að hafa sent hylkið
til jarðar og hugsanlegt er geimfarið
kanni annað smástirni síðar, að sögn
talsmanns JAXA, Keiichi Mura-
kami. Tsuda sagði þó að ekki hefði
verið tekin endanleg ákvörðun um
hvernig Hayabusa-2 yrði nýtt í
geimnum.
Gert er ráð fyrir því að japanska geimfarið Hayabusa-2 komi aftur til jarðar
seint á næsta ári eftir að hafa lent á 900 metra löngu smástirni, Ryugu.
Smástirni rannsakað
Heimild: Jaxa
Burj
Khalifa
Dubai
SAF
830m
Ryugu
Var 300millj. km frá
jörðuþegar
Hayabusa-2 lenti,
en núna um250millj. km
Eiffel-
turninn
París
Frakklandi
324m
Himna-
tré
Tókýó
Japan
634m
Taipei
101
Taípei
Taívan
508m
Á leið til jarðar
frá smástirni
Upphaf sólkerfisins rannsakað
Palestínsku hryðjuverkasamtökin
Íslamskt jíhad skutu rúmlega 150
flugskeytum á Ísrael í gær eftir að
hátt settur foringi í samtökunum,
Baha Abu al-Ata, beið bana í loftárás
Ísraelshers á hús hans í Gaza-borg.
Ísraelar svöruðu flugskeytaárás-
unum með fleiri loftárásum. Heil-
brigðisyfirvöld á Gaza-svæðinu
sögðu að fimm Palestínumenn hefðu
beðið bana og 30 særst í árásunum.
Ísraelsher sagði að þær hefðu beinst
að þjálfunarbúðum og vopnasmiðj-
um Íslamsks jíhads.
39 Ísraelar fengu læknisaðhlynn-
ingu vegna flugskeytaárása ísl-
ömsku samtakanna, að því er frétta-
veitan AFP hafði eftir læknum. Á
meðal þeirra sem voru fluttir á
sjúkrahús er átta ára stúlka sem
hneig niður þegar hún hljóp með
fjölskyldu sinni að loftvarnabyrgi í
borginni Holon, sunnan við Tel Aviv.
Ástand hennar var alvarlegt.
Íslamskt jíhad er á meðal öflug-
ustu samtaka Palestínumanna á
Gaza-svæðinu og hefur það að mark-
miði að tortíma Ísraelsríki. Benjam-
in Netanyahu, forsætisráðherra Ísr-
aels, sagði að liðsmenn Ata hefðu
skotið hundruðum flugskeyta á
byggðir í Ísrael síðustu mánuði og
hann hefði undirbúið fleiri árásir á
landið. Forseti herráðs Ísraels, Aviv
Kochavi, sagði að Ata hefði grafið
undan tilraunum til að koma á
vopnahléi milli Ísraelshers og
Hamas-samtakanna sem eru við völd
á Gaza-svæðinu. Fréttaskýrandi
breska ríkisútvarpsins, Tom Bate-
man, sagði að Ata hefði farið fyrir
vopnuðum liðsmönnum Íslamsks jí-
hads í norður- og austurhluta Gaza-
svæðisins og fyrirskipað flugskeyta-
árásir, að því er virðist án samþykkis
leiðtoga Hamas-samtakanna.
AFP
Ófriðarbál Slökkviliðsmenn slökkva eld sem kviknaði í verksmiðju í bænum Sderot í Ísrael þegar hún varð fyrir
flugskeyti í gær. Annað flugskeyti lenti á húsi og litlu munaði að það þriðja lenti á bílum á þjóðvegi í Ísrael.
Fjölda flugskeyta
skotið á Ísrael
Foringi hryðjuverkasamtaka beið bana í árás Ísraelshers
ÍSRAEL
5 km
Gaza-
borg
Ashkelon
Deir
al-Balah
Khan
Yunis
Tel Aviv
E
G
Y
P
T
A
LA
N
D
JÓ
R
D
A
N
ÍA
ÍSRAEL
Jerúsalem
LÍB .50 km
Rafah
Vestur-
bakkinn
Gólan-
hæðir
Miðjarðarhaf
Gaza-
svæðið
Kiryat
Gat