Morgunblaðið - 14.11.2019, Side 1
F I M M T U D A G U R 1 4. N Ó V E M B E R 2 0 1 9
Stofnað 1913 268. tölublað 107. árgangur
Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500
Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504
Wizar
HÆGINDASTÓLL
Fyrir lífsins ljúfu stundir.
Verð frá 199.900
Litir:
Efni: Leður/tau
360° snúningur | Innbyggður fótaskemill
Hallanlegt bak | Stillanlegur höfuðpúði
KRÖFTUG
OG ÁHRIFA-
MIKIL LJÓÐ
SÖGUR AF
ÓTRÚLEGUM
ÆVINTÝRUM
ATVINNUBLAÐ
MORGUN-
BLAÐSINS
EINAR KÁRA OG FRIÐRIK ÞÓR 18 FINNA VINNU BÓKARDÓMUR 71
Flestir foreldrar á Norðurlöndunum
telja að best væri að fæðingarorlofi
væri skipt jafnt á milli foreldra. Fæð-
ingarorlofið er styst á Íslandi af lönd-
unum á Norðurlöndunum og eru ís-
lenskir foreldrar þeir sem helst vilja
að fæðingarorlofið verði lengt. Þetta
er meðal þess sem kemur fram í nýrri
norrænni skýrslu um fæðingar-
orlofstöku feðra þar sem byggt er á
upplýsingum frá um 7.500 norrænum
foreldrum og viðhorfi þeirra til fæð-
ingarorlofsins.
Skýrsluhöfundar segja að ástæð-
urnar fyrir því að feður ættu að fara í
fæðingarorlof séu margar. Þar megi
nefna styrkingu sambands föður og
barns, auðvelda móður að snúa aftur
til vinnu og að barn tengist fleirum en
einu foreldri. Þetta eykur líkur á jafn-
ræði í samböndum. Meirihluti feðra
sem taka þrjá eða fleiri mánuði í fæð-
ingarorlof segir að jafnræði ríki á
heimilinu og aðeins 15% þeirra segjast
reiða sig á að maki þeirra annist
umönnun barna að mestu. Þessu er öf-
ugt farið með þá feður sem ekki fara í
fæðingarorlof.
Fæðingarorlofið er því ekki bara
tækifæri fyrir feður að mynda náið
samband við afkvæmi sín heldur einn-
ig að auka færni þeirra og sjálfstraust
þegar kemur að umönnun barna, segir
í nýrri skýrslu norrænu ráðherra-
nefndarinnar um stöðu norrænna
feðra sem kemur út í dag. »20
Eykur færni og sjálfstraust
Félagarnir Stefán Hrafn Magnússon (t.v.), hreindýrabóndi á
Grænlandi, Ingvar Garðarsson (t.h.), framkvæmdastjóri og
meðeigandi Stefáns að hreindýrabúinu, og Jón H. Arnarson
(fremst), verkfræðingur og sérfræðingur um ómönnuð flug-
för, hafa unnið að því undanfarið að þróa og hanna flygildi
sem hægt er að nota við hreindýrasmölun á Grænlandi.
Tækið er nú orðið flughæft. Það er búið bensínknúinni
ljósavél sem hleður rafgeyma sem aftur knýja loftskrúfurnar.
Dróninn er fjarstýrður og búinn fullkominni myndavél. »22
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sérhannað flygildi til að fylgjast með og smala hreindýrum
Katrín Jakobsdóttir forsætisráð-
herra telur nauðsynlegt að mál Sam-
herja í Namibíu verði rannsakað.
„Nú þarf málið bara að hafa sinn
gang með viðeigandi hætti og það
þarf að ráðast í vandaða rannsókn
þar sem þetta mál er skoðað ofan í
kjölinn,“ sagði Katrín.
Kristján Þór Júlíusson sjávarút-
vegsráðherra segir mikilvægt að
málið verði rannsakað ofan í kjölinn,
það sé nauðsynlegt fyrir alla aðila
málsins. Þá er það einnig „mjög
skýrt“ í huga ráðherrans að fyrir-
tæki beri ábyrgð á þeim starfsmönn-
um sem hjá þeim starfi.
Oddný G. Harðardóttir, þing-
flokksformaður Samfylkingarinnar,
kallaði eftir því á Alþingi í gær að
málið yrði rætt á þingfundi í dag.
Fleiri þingmenn tóku undir með
Oddnýju og var óskað eftir því að
Kristján Þór Júlíusson sjávarút-
vegsráðherra yrði til svara í dag.
Hann bað um orðið og sagði sjálfsagt
að verða við þeirri ósk.
Ólafur Þór Hauksson héraðssak-
sóknari segir að efni sem kom fram í
þættinum Kveik í fyrrakvöld bætist
við önnur gögn sem embættið hefur
aflað sér.
Héraðssaksóknari rannsakar nú
viðskipti Samherja í Namibíu og
vinnur að rannsókninni í samstarfi
við yfirvöld í Afríkuríkinu. Hann
segist litlar upplýsingar geta veitt
um rannsóknina að öðru leyti og gat
til dæmis ekki svarað því hve lengi
rannsóknin hefði staðið yfir. Emb-
ættið hefur þó þegar hafið aðgerðir.
Málið verði rannsakað
Samherjamálið verður væntanlega rætt á þingfundi í dag
MMikið áhyggjuefni… »2