Morgunblaðið - 14.11.2019, Page 12

Morgunblaðið - 14.11.2019, Page 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2019 350 kr.kg Folaldahakk Folaldakjöt af nýslátruðu 1999 kr.kg Folaldagúllas 2199 kr.kg Folalda Piparsteik innralæri ... hjá ok ku r í d a g H já b ó nd a í gær ... Afgreiðslutímar á www.kronan.is Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl. Það fer enginn út að gangabara til að ganga, sagðifrændi minn eitt sinn. Vissulega var það þannig hér áður fyrr að líkamleg hreyfing var svo mikil og almenn að mikilvægara þótti að hvíla sig en að hreyfa sig „án tilgangs“. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá og kyrr- seta almennings orðin áhyggjuefni í þjóðfélaginu vegna slæmra áhrifa hennar á heilsu. Enda vísa rann- sóknir til þess að takmörkun kyrr- setu og að stunda reglubundna hreyfingu hafi ótvíræða kosti fyrir almenna heilsu og vellíðan. Aukið úthald við leik og störf Mikilvægi hreyfingar nær ekki aðeins til barna og unglinga held- ur fólks á öllum aldri. Með hækk- andi aldri dregur smám saman úr líkamlegri og andlegri getu og færni minnkar. Með reglulegri hreyfingu hægist á einkennum öldrunar. Andlegur og líkamlegur styrkur eykst sem og þol, liðleiki og jafnvægi. Aukið úthald verður við leik og störf og fólk getur búið lengur heima. Góðu fréttirnar eru þær að það er aldrei of seint að byrja að hreyfa sig þótt aldur og færni sé misjöfn. Samkvæmt ráðleggingum Landlæknis er eldra fólki ráðlagt að stunda miðlungserfiða hreyf- ingu að meðaltali 30 mínútur á dag, óháð aldri, færni og heilsu. Heildartímanum má skipta í nokk- ur styttri tímabil yfir daginn, til dæmis 10-15 mínútur í senn. Það væri til dæmis hægt að nýta sér morgunleikfimina á Rás 1 kl. 9:45 virka morgna. Við miðlungserfiða hreyfingu verða hjartsláttur og öndun held- ur hraðari en venjulega, sem er gott til að auka þol. Dæmi um slíka hreyfingu er þegar gengið er rösklega, hjólað, synt, gólf skúrað, hengdur upp þvottur, garðvinna, dansað og fleira. Æfa jafnvægið og minnka kyrrsetu Til viðbótar við reglulega hreyf- ingu er sérstaklega gagnlegt fyrir eldra fólk að stunda styrktar- þjálfun þar sem hægfara vöðva- rýrnun á sér stað með hækkandi aldri. Styrktarþjálfun viðheldur hreyfifærni, stuðlar að auknu gönguöryggi og minnkar fall- hættu. Til að minnka fallhættu þarf aukinn vöðvastyrk og sam- hæfingu, æfa jafnvægið og minnka kyrrsetu. Hægt er að skoða myndbönd af einföldum styrktaræfingum sem gera má heima á Heilsuvera.is eða fara í tækjasal. Með því að hreyfa sig lengur eða af meiri ákefð er mögulegt að bæta heils- una enn frekar. Til viðbótar er því æskilegt að eldra fólk stundi erfiða hreyfingu að minnsta kosti tvisvar í viku (20-30 mínútur í senn). Þeir sem ekki hafa stundað hreyfingu lengi eða eiga erfitt með hana einhverra hluta vegna ættu að kynna sér möguleika hreyfiseðilsins sem fá má hjá heimilislækni eða leita ráðlegg- inga hjá öðru fagfólki. Almennt er mikilvægt að fara rólega af stað og auka síðan smám saman við álagið eftir því sem getan eykst. Í mörgum bæjarfélögum er boð- ið upp á leikfimi fyrir eldra fólk og víða eru gönguhópar og sund- tímar sérstaklega miðaðir fyrir þennan aldurshóp auk þess sem mörg íþróttahús eru opin til að ganga í. Það er um að gera að kynna sér hvað er í boði í þínu nærumhverfi og koma sér í hóp- inn. Ekki er verra að vera í góð- um félagsskap og hlúa þannig einnig að félagslegri virkni og vel- líðan. Rétt er að minna á að við vetraraðstæður geta hálkan og snjórinn orðið varhugaverð og því mikilvægt að huga að hálkuvörn- um og réttum skóbúnaði. Reglubundin hreyfing hefur ótvíræða kosti Morgunblaðið/Ómar Gönguferð Ekki er verra að vera í góðum félagsskap og hlúa þannig einnig að félagslegri virkni og vellíðan, segir Sigrún m.a. hér í greininni. Heilsuráð Sigrún K. Barkardóttir, hjúkrunarfræðingur og svæðisstjóri heimahjúkrunar Heilsugæslu höfuðborg- arsvæðsins í Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi Unnið í samstarfi við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Bryddað verður upp á mörgu skemmtilegu á hátíðardagskrá sem efnt verður til í Gamla bíói í Reykja- vík á degi íslenskrar tungu, sem er næstkomandi laugardag, 16. nóv- ember. Áhrifavald íslenskunnar er yf- irskrift samkomunnar þar sem fram koma meðal annars listamenn og áhrifavaldar sem beina athyglinni að tungumálinu hver á sinn hátt. Þeir eru Þuríður Blær Jóhannsdóttir, Jak- ob Birgisson, Hundur í óskilum, Vil- helm Netó, GDRN, Auður og fulltrúi Radda, lesari úr Stóru upplestr- arkeppninni. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, afhendir Verðlaun Jónasar Hall- grímssonar og Viðurkenningu dags íslenskrar tungu. Húsið verður opn- að kl. 15.00, dagskrá hefst 15.30 og lýkur um kl. 16.30. Mósaík og sjaldgæf orð Frumsýnt verður myndbandsverkið Mósaík íslenskunnar, þar sem 80 mælendur bera fram sjaldgæf ís- lensk orð, og í anddyri Gamla bíós verða gagnvirka sýningin Óravíddir orðaforðans og Eldfjallasjá Veð- urstofu Íslands sem varpar ljósi á framlag náttúruskáldsins Jónasar Hallgrímssonar til vísindanna. Söng- hópur frá Listaháskóla Íslands stýrir fjöldasöng og veggir verða skreyttir túlkun grunnskólabarna á skemmti- legum íslenskum orðum. Kl. 17.00 birtist síðan í myrkrinu glóandi orða- listaverk á glerhjúpi Hörpu í tilefni dagsins. Samkoma í Borgarbókasafni Í Borgarbókasafninu í Grófinni í Reykjavík verður íslenskan svo í brennidepli í dag, fimmtudag, kl. 17 á Café Lingua. Hvernig eru fyrstu kynni af íslensku tungunni? Er málið ástkært og ylhýrt eða kalt og erfitt? Er íslenskunám stormasamt sam- band við mál? Getur maður hætt með tungumáli? Í tilefni af degi ís- lenskrar tungu fær fólk að kynnast tilfinningum sem tungan vekur hjá þeim sem hafa hana ekki að móð- urmáli. Rithöfundarnir Elena Ilkova frá Makedóníu, Ewa Marcinek frá Pól- landi og Frakkinn Mazen Marouf, sem öll eru búsett á Íslandi, lesa úr eigin verkum. Rýmið verður skreytt tilfinningatengdum orðum sem gjörningalistakonan Juliette Louste frá Frakklandi leikur sér með. Aust- urríska listakonan Sonja Kovaceviæ flytur verk um mátt málsins og áhrif þess á sjálfsmynd. Margt í boði á degi íslenskrar tungu Listamenn, áhrifavaldar og óra- víddir orðaforða tungumálsins Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Dúett Félagarnir í Hundi í óskilum hafa auðgað íslenskuna á ýmsa lund. Jakob Birgisson GDRN Nýverið var undirritaður samstarfs- samningur milli skíðadeildar Tinda- stóls í Skagafirði og bílaleigunnar AVIS. Samkvæmt samningnum fær skíðadeildin til umráða bíl frá AVIS, fjármuni og hugsanlega fleira. „Við leggjum til peninga, bíl, merkingar, auglýsingar og fleira sem skíðadeild- in getur nýtt sér. Við erum mjög stolt og spennt fyrir þessu. Þetta er fyrsta svæðið þar sem AVIS kemur að og er ekki íþróttahöll eða fótbolta- leikvangur,“ segir Axel en algengt er að íþróttaleikvangar séu nefndir eftir þeim er starf styrkja. Axel segir þetta verkefni í samræmi við stefnu AVIS á heimsvísu að styðja við samfélagsleg verkefni svo sem íþróttastarf. „Þetta er algerlega frábært fyrir skíðadeildina og kannski fyrst og síð- ast viðurkenning á því sem við höfum verið að gera í gegnum þessi 20 ár sem við erum búin að vera með þetta svæði hér,“ segir Viggó Jónsson, staðarhaldari í Tindastóli, en svo heitir fjallið þar sem skíðasvæði Skagafirðinga er skammt fyrir norð- an Sauðárkrók. Stuðningur Skíðamenn og fulltrúar Avis handsala samninginn góða. Bílaleiga styrkir skíðastarf í Skagafirði Avis nemur land í Tindastóli

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.