Morgunblaðið - 14.11.2019, Side 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2019
Skeifunni 8 | Kringlunni | Glerártorgi | Sími 588 0640 | casa.is
Skreytum fyrir jólin
KAY BOJESEN
Jólasveinn og sveinka
Verð 11.990,- stk.
KAY BOJESEN
Api mini verð 9.990,-
Jólahúfa
Verð 2.690,-
KAY BOJESEN
Söngfugl MIDNIGHT
(special edition)
Verð 10.990,-
ROSENDAHL
KAREN BLIXEN aðventukrans
Silfur 9.990,- Gull 13.990,-
JUST RIGHT STOFF
Kertastjaki
Verð frá 5.750,- stk.
HOLMEGAARD
Jólahjarta
Verð 1.990,- stk.
ROSENDAHL
KAREN BLIXEN jólaóróar
Verð frá 2.190,-
SPECKTRUM
THE SHADOW
Kertastjaki
Verð 7.290,- stk.
ROSENDAHL
KAREN BLIXEN
Rósarhjarta & slaufa
Verð 4.590,-
KÄHLER
URBANIA Long Church
10cm
Verð 2.990,-
HOLMEGAARD
Skál 13 cm 3.990,-
Kertaglös 2. stk. 4.990,- HOLMEGAARD
Kertalukt
Verð frá 9.990,-
KÄHLER HAMMERSHOI
INDIGO 20cm vasi
Verð 7.690,-
BAKSVIÐ
Guðrún Hálfdánardóttir
guna@mbl.is
Flestir foreldrar á Norðurlöndunum
telja að best væri að fæðingarorlofi
væri skipt jafnt á milli foreldra.
Hvergi á Norðurlöndunum er orlofið
jafn stutt og á Íslandi og eru íslenskir
foreldrar þeir sem helst vilja að fæð-
ingarorlofið verði lengt. Þetta er með-
al þess sem kemur fram í nýrri nor-
rænni skýrslu um feðraorlof þar sem
byggt er á upplýsingum frá um 7.500
norrænum foreldrum og viðhorfi
þeirra til fæðingarorlofsins.
Til stendur að lengja fæðingarorlof
foreldra á Íslandi og mun Ásmundur
Einar Daðason, félags- og barna-
málaráðherra, leggja fram frumvarp
til laga um breytingu á lögum um fæð-
ingar- og foreldraorlof á haustþingi
þar sem lögð verður til lenging á sam-
anlögðum rétti foreldra til fæðing-
arorlofs úr níu mánuðum í tólf mánuði.
Í frumvarpinu verður gert ráð fyrir
að lengingin komi til framkvæmda í
tveimur áföngum á árunum 2020 og
2021. Kostnaður við lenginguna er
áætlaður um fjórir milljarðar króna á
ári.
Tekið er fram í skýrslunni að þrátt
fyrir að talað sé um feður og mæður
þá skipti kyn ekki máli og nauðsynlegt
að hafa í huga að börn sem búa á
heimili þar sem foreldrar eru gagn-
kynhneigðir eða hinsegin eru jafn lík-
leg til þess að alast upp við góðar að-
stæður. Það sem skipti máli eru
umhyggjusamir foreldrar, ekki af
hvaða kyni sem þeir eru.
Helstu niðurstöður rannsókn-
arinnar eru að mikill meirihluti for-
eldra er sammála um að fæðing-
arorlofið eigi að skiptast jafnt á milli
foreldranna og að báðir foreldrar eigi
að setja það í forgang að fara í fæðing-
arorlof til þess að hafa möguleika á að
tengjast nýfæddu barni sínu. Feður
telja að þeir geti annast börn sín jafnt
á við mæður og þeir eru, líkt og mæð-
ur, yfirleitt sáttir við sinn hlut í
umönnun barna. Aftur á móti er mun-
ur á milli kynjanna þegar kemur að
mati á eigin ábyrgð á heimilishaldi.
65% feðra telja að umönnun barna sé
skipt jafnt á milli foreldranna á meðan
45% mæðra eru á sama máli. 53%
mæðra segja að umönnun barna sé að
mestu leyti í þeirra höndum.
Lengd fæðingarorlofs virðist einnig
hafa áhrif á hlutdeild foreldra í barna-
umönnun því feður sem fara í stutt or-
lof eða jafnvel ekkert segja að maki
þeirra hafi annast barnið að mestu.
En þeir feður sem taka þrjá mánuði
eða lengur segja að jafnræði ríki á
heimilinu þegar kemur að börnum.
Jafnrétti skilar aukinni ánægju
Bæði feður og mæður eru ánægðari
í sambandi ef jafnræði ríkir þegar
kemur að umönnun barna á öllu svið-
um. Þegar ábyrgðin er að mestu í
höndum annars foreldrisins hefur það
greinileg áhrif á líðan í sambandi.
Ekki bara á samband foreldra heldur
einnig upplifun foreldra á sambandið
við börn sín og stöðu sína sem for-
eldri. Feður sem deila ábyrgðinni
jafnt á við mæður hafa einnig meiri
trú á hæfni sinni sem foreldri. Þær
mæður sem hafa mesta trú á hæfni
sinni í foreldrahlutverkinu eru þær
sem annast börn sín að mestu. Þegar
hitt foreldrið tekur mesta ábyrgð eru
mæður oft óöruggar um hæfni sína
sem foreldri en um leið ánægðari með
stöðu sína á vinnumarkaði. Eins eru
þeir feður sem fara í stutt fæðing-
arorlof eða taka það ekki líklegri til
þess að trúa á gamaldags hugmyndir
um ímynd karlmennskunnar.
Ein ástæða þess að karlar fara síð-
ur í langt foreldraorlof og jafnvel taka
ekkert orlof er sú að þeir óttast um
starfsframa sinn og samband við
vinnufélaga ef þeir fara í orlof. Því
lengra orlof sem feður taka því meiri
líkur eru á að þeir vilji gera breyt-
ingar á vinnutilhögun sinni til þess að
annast börn sín betur.
Óttast um áhrif á starfsframa
Íslenskir foreldrar eru óánægðastir með lengd fæðingarorlofs samkvæmt nýrri norrænni skýrslu
um fæðingarorlof feðra Mismunandi túlkun foreldra á eigin ábyrgð þegar kemur að umönnun barna
Fæðingarorlof þýðir að viðkomandi
er með barni sínu nánast allan sólar-
hringinn og verður vitni að stórum
viðburðum í lífi barns, svo sem fyrsta
brosinu og þegar það fer að skríða. Á
sama tíma er þetta erfið og mikil
vinna og sumir upplifa einangrun og
þeim leiðist, að því er fram kemur í
nýrri skýrslu um stöðu feðra á Norð-
urlöndum.
Mæður hafa lengi tjáð sig um þetta
en feður síður og það er fyrst á síð-
ustu árum sem þeir greina frá tilfinn-
ingum sínum opinberlega. Hvaða
áhrif fæðingarorlofið hefur á sam-
bönd. Ekki bara við barnið og maka
heldur vini og vinnufélaga. Þrátt fyrir
að feður fari í auknum mæli í fæðing-
arorlof eru þeir enn líklegri til þess að
missa af stórum atburðum í lífi barns-
ins á fyrstu misserum í lífi þess og sí-
fellt algengara verður að feður sem
ekki fóru í fæðingarorlof tjái sig um
hvað þeir fóru á mis við.
Fæðingarorlofið er ekki bara tæki-
færi fyrir feður að mynda náið sam-
band við afkvæmi sín heldur einnig
tækifæri til að auka færni þeirra og
sjálfstraust þegar kemur að umönn-
un barna, segir í skýrslunni sem unn-
in er á vegum norrænu ráðherra-
nefndarinnar.
Morgunblaðið/Eggert
Erfitt en gefandi
Feður fá tækifæri til að mynda tengsl
Fæðingarorlof Tengsl
feðra við börn og
maka í fæðingarorlofi
hafa oft áhrif á önnur
samskipti þeirra. Til
að mynda við vini og
vinnufélaga.
Í skýrslunni Staða norræna
feðra kemur fram að Norð-
urlöndin séu framarlega þegar
kemur að réttindum feðra til
fæðingarorlofs. Svíar riðu á
vaðið árið 1974 og á þeim tíma
var talað um „flauelsfeður“ og
var þar vísað til samfestinga
kvenna úr flaueli sem voru vin-
sælir á þessum tíma.
Þrátt fyrir að í dag þyki flest-
um sjálfsagt og eðlilegt að feð-
ur fari í fæðingarorlof varaði
hópur sálfræðinga snemma á
áttunda áratugnum foreldra við
hættu sem fylgdi því að feður
tækju fæðingarorlof. Töldu sál-
fræðingarnir að börn þyrftu á
móður og föður að halda, ekki
tveimur mæðrum.
Nefndir
flauelsfeður
SÁLFRÆÐINGAR VÖRUÐU
VIÐ FEÐRAORLOFI
Lengd fæðingarorlofs á Norðurlöndunum
0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70% 80% 90% 100%
0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70% 80% 90% 100%
Heimild Staða norrænna feðra, Norræna ráðherranefndin
Fæðingarorlof feðra
Fæðingarorlof mæðra
Svíþjóð
Noregur
Ísland
Finnland
Danmörk
Svíþjóð
Noregur
Ísland
Finnland
Danmörk
Minna en 7 mánuðir 7-12 mánuðir 13-18 mánuðir Meira en 18 mánuðir
Ekkert fæðingarorlof 2 vikur 2 vikur - 1 mán. 2-3 mán. Meira en 3 mán.
Verkaskipting foreldra á Norðurlöndunum
Að sögn feðra sinna þeir þörfum barnanna með þessum hætti:
Að sögn mæðra er skiptingin þessi:
0% 20% 40% 60% 80% 100%
0% 20% 40% 60% 80% 100%
Líkamlegar þarfir
Tilfinningalegar
þarfir
Daglegt skipulag
Líkamlegar þarfir
Tilfinningalegar
þarfir
Daglegt skipulag
Alltaf eða oftast ég
Við skiptum verkum jafnt með okkur
Aldrei eða yfirleitt ekki ég
Heimild Staða
norrænna
feðra, Norræna
ráðherranefndin