Morgunblaðið - 14.11.2019, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.11.2019, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2019 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Frumgerð stórs dróna sem er smíðaður á Íslandi til að smala hreindýrum í Grænlandi er nú flughæf. Að verkefninu standa Stefán Hrafn Magnússon, hrein- dýrabóndi í Isortoq í Grænlandi, Jón H. Arnarson, verkfræðingur og sérfræðingur um ómönnuð flug- för, og Ingvar Garðarsson fram- kvæmdastjóri. Ingvar er meðeig- andi Stefáns að hreindýrabúinu í Isortoq ásamt Grænlendingnum Ole Kristiansen. Ingvar sagði að samstarf þeirra Stefáns hefði byrj- að árið 2011 og þá var Stefán bú- inn að nota þyrlur við hrein- dýrasmölun frá árunum 1993-1994. Dróninn er íslensk hönnun og sögðu þeir félagarnir blaðamanni og ljósmyndara Morgunblaðsins frá verkefninu sem hefur tekið um 18 mánuði. Prófuðu margar lausnir „Við erum að búa smalann til, þetta er að þokast í rétta átt,“ sagði Stefán hreindýrabóndi. Hann hefur fengist við hreindýrabúskap í Suður-Grænlandi frá árinu 1988. Hreindýrastöðin er með afnotarétt á um 1.500 ferkílómetra beit- arlandi. „Ég var áður með svaka- lega dýran þyrlurekstur við að smala dýrunum. Síðan höfum við prufað alls konar önnur flygildi eins og gírókopta og paramótora (vélknúinn svifvæng). Þeir virkuðu ekki eins vel og þyrlan. Hún getur verið kyrr í í loftinu og beðið eftir dýrunum eða lent ef þarf að bíða. Dróninn getur líka beðið í loftinu meðan dýrin fara t.d. yfir vatnsfall eða grófa urð. Hægt er að lenda honum nær hvar sem er.“ Stefán sagði að hefðbundnir verksmiðjusmíðaðir drónar, líkt og íslenskir sauðfjárbændur hafa not- að við smölun, henti ekki við hrein- dýrasmölun í Grænlandi. Miklar vegalengdir krefjast meira flugþols en hefðbundnir drónar hafa. Oft er kalt á hreindýraslóðum og það hef- ur áhrif á þol rafhlaðnanna og dregur úr flugþolinu. „Ingvar fór að leita að dróna og fann loksins vél sem gengur fyrir bensíni. Við byrjuðum að vinna með Tækniháskólanum í Offenburg í Þýskalandi,“ sagði Stefán. Honum fannst verkefnið ganga of hægt, ekki síst vegna mikillar skrif- finnsku. Gerðar voru tvær tilraunir með litlar fjarstýrðar þyrlur í sam- vinnu við tækniháskólann, fyrst í Grænlandi sumarið 2017. Þá komu upp ákveðin vandræði tengd GPS- búnaðinum. Aftur var gerð tilraun með tækið á Lónsöræfum vorið 2018 og GPS-tækin virkuðu ekki sem skyldi. Ingvar sagði að þá hefði þeim verið bent á Jón H. Arnarson verkfræðing. Vélknúinn hreindýrasmali  Íslenskur dróni með mikið flugþol kemur í stað þyrlu við hreindýrasmölun í Grænlandi  Þróun- arvinnan hefur staðið í um 18 mánuði  Bensínknúin ljósavél hleður rafhlöður sem knýja spaðana Ljósmynd/IG Isortoq Ingvar Garðarsson við drónann í hreindýrastöðinni í Isortoq á Suður-Grænlandi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Drónaverkefnið F.v.: Stefán Hrafn Magnússon, Jón H. Arnarson og Ingvar Garðarsson við drónann sem þeir hafa þróað og prófað og er nú er orðinn flughæfur og tilbúinn til notkunar. Hreindýrasmölun á Grænlandi með dróna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.