Morgunblaðið - 14.11.2019, Síða 26

Morgunblaðið - 14.11.2019, Síða 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2019 Leikarinn Júlí Heiðar Hall- dórsson leikur Melcior í söng- leiknum Vorið vaknar sem Leikfélag Akur- eyrar setur upp í janúar nk. Júlí Heiðar út- skrifaðist sem leikari frá Listaháskóla Íslands árið 2018. Hann lék m.a. í kvikmyndinni Webcam, hefur tekið þátt í upp- færslum Borgar- og Þjóðleikhúss- ins og sér auk þess um fræðslu- þættina KLINK sem sýndir eru á RÚV Núll og fjalla um fjármál fyr- ir ungt fólk Söngleikurinn Vorið vaknar fjallar um afturhaldssamt og þröngsýnt samfélag 19. aldar, seg- ir í tilkynningu frá LA. Uppfærsla söngleiksins á Broadway árið 2006 hlaut átta Tony verðlaun og þar á meðal sem besti nýi söngleikurinn. Uppsetningin vann þar að auki fjölda annarra verðlauna og til- nefninga og hefur farið sigurför um heiminn. Er verkið nú sett upp í íslensku atvinnuleikhúsi í fyrsta sinn. Júlí er Melcior  Ráðinn til LA Júlí Heiðar Halldórsson unarvarnir og um öryggismál. Enn fremur geri starfshópurinn úttekt á lagaumhverfinu og skil- greini reglur þar um. „Þeir sem þjónusta skemmti- ferðaskip hafa kallað eftir reglu- verki og stefnumótun varðandi komur þeirra til Íslands. Enn sem komið er hefur engin heildstæð opinber stefna verið mótuð um móttöku slíkra skipa á Íslandi,“ segir m.a. í greinargerðinni. Starfshópurinn á að skila skýrslu með tillögum til ráðherra eigi síðar en 1. september 2020. Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ellefu þingmenn úr fjórum flokk- um á Alþingi hafa flutt þingsálykt- unartillögu um gerð stefnu um móttöku skemmtiferðaskipa á Ís- landi. Fyrsti flutningsmaður er Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Fram kemur í greinargerð með tillögunni að ör vöxtur hafi orðið í íslenskri ferðaþjónustu undanfarin ár en einna hraðastur hafi hann verið í umferð skemmtiferðaskipa og þjónustu við þau. Rekstur skemmtiferðaskipa sé margbrot- inn. Alls taka 22 hafnir víðs vegar á Íslandi á móti skemmti- ferðaskipum. Langstærstar eru Sundahöfn, Akureyrarhöfn og Ísa- fjarðarhöfn. Á vefsíðunni Mælaborð ferða- þjónustunnar, sem Stjórnstöð ferðamála heldur úti, komi fram að undanfarin ár hafi komum skemmtiferðaskipa til landsins fjölgað mikið því að skipakomur voru 284 árið 2014 en 725 árið 2018. Það sem af er árinu 2019 hafa 864 skipakomur verið skráð- ar. Í tillögunni er lagt til að Alþingi feli ferðamála-, iðnaðar- og ný- sköpunarráðherra að skipa starfs- hóp til að móta stefnu um móttöku skemmtiferðaskipa á Íslandi í samráði við aðra ráðherra. Við skipan í starfshópinn verði tryggt að helstu hagsmunaaðilar eigi sæti í hópnum. Starfshópurinn móti stefnu um móttöku skemmtiferðaskipa á Ís- landi þar sem tekið verði á fjár- hagslegum, samfélagslegum og umhverfislegum áhrifum skipanna. Jafnframt fjalli starfshópurinn sérstaklega um þætti eins og land- töku utan hafna, kröfur um meng- Morgunblaðið/Ómar Sundahöfn Mörg skip hafa nú þegar boðað komu sína hingað sumarið 2020. Skemmtiferðaskip hafa komið til 22 hafna víða um land Öll stærstu skemmtiferðaskipin og flest þau minni koma til Reykjavíkur á hverju sumri. Þeim hefur fjölgað með hverju árinu. Nú þegar hafa rúmlega 80 skip tilkynnt komu sína til Reykjavíkur sumarið 2020. Skipakomur eru skráðar 195 og fjöldi farþega og áhafna er tæplega 300 þúsund. Vænt- anlega munu fleiri skip tilkynna komu sína þegar nær dregur sumri. Mörg skip hafa pantað SUMARIÐ 2020  Stefna verði mótuð um móttöku Alþjóðlegi sykursýkisdagurinn er í dag. Af því tilefni standa Lionsmenn fyrir blóðsykursmælingum í apótek- um og heilsugæslustöðvum víða um land. Einnig standa Samtök sykur- sjúkra, í samráði við fyrirtækið Ret- inaRisk, fyrir málþingi á Bryggjunni Brugghúsi á Granda kl. 17 í dag. Á málþinginu verður einblínt á sjálfs- eflingu einstaklingsins, sem talin er skipta sköpum fyrir þá sem eru með sykursýki. Á málþinginu mun Guðni Ágústs- son, fyrrverandi ráðherra, fjalla um hvernig honum tókst með mikilli elju og breyttum lífsstíl að koma í veg fyrir að fá sykursýki 2 eftir að hafa verið greindur með forstigseinkenni sykursýki. Þá mun Ólafur Magnús- son frumkvöðull, sem er með sykur- sýki 1, deila sinni sögu og gefa góð ráð varðandi góða sjálfsumönnun. Talið er að það séu um 430 millj- ónir einstaklinga með sykursýki í heiminum í dag en búist er við að fjöldinn verði kominn í 600 milljónir árið 2045. Lionsmenn munu einnig kynna smáforritið RetinaRisk, sem gerir fólki kleift að meta einstaklings- bundna áhættu sína á að fá sjón- skerðandi augnsjúkdóma. Forritið var þróað með íslenskum læknum og vísindamönnum. Morgunblaðið/Ómar Óskarsson Mælingar Lionsmenn bjóða upp á mælingar á blóðsykri í dag. Dagur sykur- sjúkra  Lions með blóð- sykursmælingar S V I # H I N N S A E NNN I ÞÚ FINNUR GJAFIR FRÁ HINUM SANNA SVEINKA INNI Í OG UTAN Á DAGATALINU Kringlan 4-12 | s. 577-7040 | www.loccitane.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.