Morgunblaðið - 14.11.2019, Page 38

Morgunblaðið - 14.11.2019, Page 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ígær hófustloks tilraunirdemókrata fyrir opnum tjöld- um til að brúka stjórnarskrána til að bola réttkjörnum forseta frá völdum. Þetta er í þriðja sinn sem slík tilraun er gerð á síðari tímum. Sú fyrsta sneri að Richard Nixon og þótt sú för næði ekki á enda- punkt þá náðist tilgangurinn með afsögn forsetans. Demókratar trúðu því að Watergate-hörmungar Nix- ons og repúblikana myndu halda þeim flokki frá völdum um langa hríð. En sú von brást. Gerald Ford tók við forsetaembættinu. Honum urðu á of mörg mistök í kosn- ingabaráttunni haustið 1976. Og eins má telja sennilegt að það hafi skaðað Ford að náða Nixon og binda þannig enda á ofsóknir og eltingaleik við forseta sem hrakinn hafði verið frá embætti. En sú ákvörðun sýndi óneitanlega bæði hugrekki og drengskap. En þrátt fyrir framangreind mistök og náðunina gerði Jimmy Carter ekki mikið betur en að rétt hafa Ford. Aðeins fjórum árum síðar lagði svo Ronald Reagan Carter og vann seinna kjör- tímabilið sitt eftir önnur 4 ár með óvenjulegum glæsibrag. Reagan sigraði þá í 49 ríkjum af 50 og munaði fáeinum at- kvæðum að forsetinn ynni einnig Minnesota, heimaríki Mondale, frambjóðanda demókrata. Næst vann George Bush eldri svo sínar kosningar eft- ir 4 ár, svo að eftir pólitíska aftöku Nixons sátu forsetar repúblikana í 15 ár af 19 í Hvíta húsinu. Þá náði Bill Clinton loks að fella Bush en það tókst vegna þess að millj- arðamæringur úr röðum repúblikana, Ross Perot, tókst að verða óháður fram- bjóðandi og taka nægjanlega mörg atkvæði frá Bush eldri til að tryggja kjör Clintons, sem var auðvitað ekki mark- miðið. Clinton var fjarri því að fá hreinan meirihluta at- kvæða en fékk góðan meiri- hluta kjörmanna, en frú hans taldi haustið 2016 að það væri ómark að fá meirihluta kjörmanna fengju menn ekki líka meirihluta atkvæða. Repúblikanar lögðu svo í „impeach“-leiðangur gegn Clinton, og voru óumdeilan- lega með efnislegar for- sendur eins og var í dæmi Nixons. En málareksturinn snerist í höndum repúblikana og varð til þess að demókrat- ar komu vel frá kosningum til þingsins í það sinn. Fyrir utan þær ásakanir sem lagðar voru til grundvallar í þessum tveimur málum þá var aðalröksemdin sú að for- setarnir tveir væru á sínu seinna kjörtímabili og kjós- endur hefðu því ekki tæki- færi til að refsa þeim fyrir „glæpsamlega“ framgöngu í embætti. Það kæmi því í hlut þingsins. Afsagnaraðförin gegn Trump forseta getur ekki stuðst við þá afsökun, því að nú er tæpt ár í forsetakosn- ingar. Demókratar hafa nú í þrjú ár látið eins og það mætti bóka að þegar lyki hinni miklu rannsókn sérstaks sak- sóknara á samsæri Trumps og Rússa yrði það forms- atriðið eitt að koma honum frá. En þeim og fjölmiðlunum sem ráku trippin til skelf- ingar og umheiminum sem trúði fréttum af galdrafárinu til undrunar, þá reyndist ekkert loft í rússablöðrunni. En þá var ferðaplaninu breytt í hendingskasti og ákveðið að leita fyrir sér á næsta bæ, Úkraínu. Og þótt magurt væri á því beini þá var ákveðið að símtal á milli forseta Bandaríkjanna og Úkraínu yrði að duga. Því var treyst að Hvíta húsið myndi aldrei birta samtöl forseta við starfssystkin sín um víða veröld. Enda yrðu slík símtöl gagnslítil eftir það. En Trump fer lítt að forskriftum og lét skrifa upp samtalið og senda þingheimi. Demókrat- ar höfðu ætlað sér að leka innihaldsbútum, sem sagðir væru úr samtalinu, til fjöl- miðla sem segðust hafa áreið- anlegar heimildir. Slíkt er al- þekkt. Ekki verður sagt að fyrsta sjónvarpsútsending frá rétt- arhöldum um brottrekstur hafi slegið í gegn þótt hún hafi varla verið eins mis- heppnuð og yfirheyrslan yfir Robert Mueller. En finni demókratar ekki feitari kan- ínur til að toga upp úr sínum hatti þá er hætt við að þessi sjónvarpssería endi ekki bet- ur en serían um „borgar- stjórann“ á Stöð 2. Það meistarastykki hafði engar afleiðingar nema kannski fjárhagslegar, en færi allt á versta veg í þess- ari seríu gæti hún endað sem ókeypis auglýsing fyrir Trump og uppskrift að sigri hans. Rannsóknarleikrit þingsins fór ekki vel af stað} Ferðalag hefst á floppi É g vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta þegar ég hlustaði á Bjarna Benediktsson, fjár- málaráðherra og formann Sjálf- stæðisflokksins, tjá sig í fyrsta sinn um uppljóstrun Wikileaks, Kveiks og Stundarinnar á meintu framferði útgerðarrisans Samherja í Afríkuríkinu Namibíu. Formaður Sjálfstæðisflokksins hafði þetta að segja: „Það er nú kannski líka það sem er slá- andi og svo sem lengi vitað að spillingin í þessum löndum – auðvitað er rót vandans í þessu til- tekna máli veikt og spillt stjórnkerfi í landinu. Það virðist vera einhvers konar rót alls þess sem við erum að sjá flett ofan af.“ Með öðrum orðum er fjármálaráðherra að segja að mögulegt mútubrot, peningaþvætti, skattalagabrot og fleira sem fyrirsvarsmenn Samherja eru nú grunaðir um að hafa ástundað í einu fá- tækasta ríki heims, megi rekja til spillts stjórnkerfis þar í landi. Að þetta sé, svo vísað sé til orða ráðherrans, ekki á nokkurn hátt afrakstur þeirrar sjávarútvegsstefnu sem rekin hefur verið hér á landi, aðallega í boði Sjálfstæðis- flokksins. Ekki heldur vegna þess hvernig stórútgerðinni hefur verið gert kleift að sölsa undir sig allar fiskveiðiheim- ildir landsins árum saman, heldur af því að stjórnmálamenn suður í Afríku séu bara svona spilltir. Skoðum þetta aðeins. Miðað við þær upplýsingar sem lesa má í Stundinni og komu fram í Kveik fór Samherji í víking suður til Afríkuríkisins Namibíu, beint í kjölfar þess að Íslendingar höfðu veitt þessu sama ríki þró- unaraðstoð um árabil. Íslensk stjórnvöld að- stoðuðu þessa fátæku þjóð við að byggja upp fiskveiðistjórnunarkerfi, kenndu henni hvernig best væri að nýta þessa auðlind namibísku þjóð- arinnar svo hún sjálf gæti í framhaldinu, án ut- anaðkomandi aðstoðar vestrænna ríkja, betur séð sér farborða. Þetta verk stunduðu íslenskir fræðimenn og aðrir um nokkurra ára skeið en héldu svo á aðrar slóðir við þróunarsamvinnu. Þá kom Samherji. Frá þeim tíma virðist, ef marka má uppljóstr- unina, sem þetta stærsta sjávarútvegsfyrirtæki Íslands hafi með peningum, sem fyrirtækið öðl- ast fyrir að veiða sameiginlegar auðlindir Ís- lendinga, fengið namibíska stjórnmálamenn en ekki þarlenda eigendur sjávarauðlindar við Namibíu til að afhenda sér á silfurfati veiði- heimildir í namibískri lögsögu. Hið rammíslenska fyrirtæki ber að mati fjármálaráðherra enga ábyrgð á því að koma svona fram við eitt fátækasta ríki veraldar. Hið ramm- íslenska stjórnkerfi sem leyfir sjávarútvegsfyrirtækjum að sækja sjávarauðlindir íslensks almennings í kringum Ísland á óeðlilega lágu verði ber heldur enga ábyrgð. Það skulu vera stjórnmálamenn í Afríkuríkinu Namibíu sem skella á skuldinni á. Þar er spillingin, að mati fjármálaráðherra. Má ætla að fjármálaráðherra þurfi á smá sjálfsskoðun að halda? helgavala@althingi.is Helga Vala Helgadóttir Pistill Er spillingin þar, Bjarni? Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Ágrundvelli vísbendingaum væntanlegan útreikn-ing veiðigjalda á næstafiskveiðiári er reiknað með 2,1 milljarðs króna lækkun á veiðigjöldum, m.a. vegna aukinnar fjárfestingar og hærri afskrifta í sjávarútvegi. Nú er áætlað að inn- heimtan skili fimm milljörðum kr. á næsta ári en í ár gætu veiðigjöld orð- ið um sjö milljarðar og fram til loka september höfðu um fimm millj- arðar verið lagðir á í veiðigjöld. Í nefndaráliti meirihluta fjár- laganefndar fyrir 2. umræðu um frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2020. segir að álagning veiðigjalda miðist við rekstrarafkomu útgerðarfyrir- tækja árið 2018 og „þá var afkoman ekki góð í sögulegu samhengi, hagn- aður sá minnsti síðan árið 2010. Það skýrist að hluta til af því að auknar fjárfestingar í sjávarútvegi leiddu til hærri afskrifta árið 2018. Þess má geta að ef veiðigjaldakerfið hefði byggst á eldri lögum hefði heildar- innheimta gjaldsins ekki numið hærri fjárhæð en 2 milljörðum kr.,“ segir í nefndarálitinu. Ný lög samþykkt í desember Talsverðar umræður urðu um veiðigjöld í fyrrahaust en í desember var samþykkt á Alþingi frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra, til nýrra laga um veiðigjald. Með nýj- um lögum voru veiðigjöld gerð af- komutengdari en áður með því að byggt er á ársgömlum gögnum í stað tveggja ára eins og áður. Veiðigjald á þannig að endurspegla betur raun- verulega afkomu í sjávarútvegi hverju sinni og er næmara fyrir raunverulegri afkomu fiskveiða, eins og það var orðað. Nýr reiknistofn veiðigjalds er byggður á afkomu skips við veiðar hvers nytjastofns og var veiðigjald ákveðið 33% af reiknistofni. Reikni- stofn er skilgreindur sem aflaverð- mæti að frádreginni hlutdeild í breytilegum og föstum kostnaði skipsins. Meðal fasts kostnaðar telj- ast skattalegar fyrningar skipa og skipsbúnaðar og áætluð vaxtagjöld sem nema skulu sömu fjárhæð og fyrningarnar. Reiknistofninn jafn- gildir þannig EBITDA af veiðum, að frádregnum skattalegum fyrningum og áætluðum vaxtagjöldum. Frítekjumark lækkað Veiðigjald er nú ákveðið fyrir almanaksár, en ekki fiskveiðiár. Frí- tekjumark var hækkað í nýju lög- unum, sem gagnast mest litlum og meðalstórum útgerðum. Þá var veiðigjaldsnefnd lögð niður og úr- vinnsla gagna og álagning færð til ríkisskattstjóra. Jónas Gestur Jónasson, löggilt- ur endurskoðandi og meðeigandi hjá Deloitte ehf., segir að nú sé horft á útgerðarþáttinn, en ekki vinnsluna við álagninguna og þannig fái frysti- togarar 10% lækkun. Hins vegar er lagt 10% álag á uppsjávartegundir. Fram kom hjá Jónasi á sjávar- útvegsdeginum í haust að árið 2018 hefðu framlegðarhlutföll verið lág í sögulegu samhengi þar sem EBITDA framlegð greinarinnar var sú næstlægsta frá árinu 2005. Auknar fjárfestingar hafa áhrif á veiðigjöld Heiðrún Lind Marteinsdóttir, fram- kvæmdastjóri SFS, fjallaði um veiðigjöld í pistli 1. október undir fyrirsögninni „Skattahækkun á mannamáli“. Þar segir hún að bor- ið hafi á því að staðhæft sé að veiðigjald í sjávarútvegi hafi verið lækkað með breytingum sem gerð- ar voru á lögum um veiðigjald í lok síðasta árs án þess að rök hafi fylgt þeirri staðhæfingu. Fjárhæð gjaldsins fari eftir afkomu fisk- veiða hverju sinni; ef afkoman sé léleg lækki gjaldið en ef afkoman sé góð hækki það. „Veiðigjald var hækkað með breyttum lögum síðastliðinn vetur. Tvær ástæður skýra það að mestu. Í fyrsta lagi er veiðigjaldið sjálft ekki lengur frádráttarbært frá gjaldstofni. Þar sem veiðigjaldið hefur verið 33% af hagnaði fyrir skatt hækkar þessi breyting gjald- stofninn til muna. Þannig verður veiðigjaldið mun hærra hlutfall af afkomu en verið hefur, þrátt fyrir að prósentan sé óbreytt. Skatt- stofninn er sem sagt stækkaður. Í öðru lagi er bætt 10% álagi ofan á tekjur af uppsjávarveiðum. Kostn- aðarliðir haldast óbreyttir. Þetta leiðir til þess að sú staða gæti jafnvel komið upp að greiða þyrfti veiðigjald af uppsjávarveiðum þó að þær væru reknar með tapi, eins fráleitt og það er. Veiðigjaldið var hækkað með breyttum lögum síðasta vetur HEIÐRÚN LIND MARTEINSDÓTTIR, FRAMKVÆMDASTJÓRI SFS Álögð veiðigjöld 2011-2020* Milljarðar króna 12 10 8 6 4 2 0 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 Heimild: Gagnagrunnur Deloitte *Áætlun fyrir 2019 og 2020 3,7 9,8 9,7 8,1 7,5 6,4 6,8 11,3 7,0 5,0 Á Æ TL U N Á Æ TL U N

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.