Morgunblaðið - 14.11.2019, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 14.11.2019, Qupperneq 39
39 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2019 Birta og skuggi Sólin er lágt á lofti þessi dægrin og varpaði í gær geislum sínum á skóg byggingarkrana sem gnæfa yfir Hlíðahverfið í Reykjavík. Hari Enginn efast um mikilvægi þess að skólakerfið sé almennt á ábyrgð og framfæri hins opinbera. Hins vegar má segja að ákveðin snerpa og ný- sköpun finni gjarnan farveg innan sjálfstætt starfandi skóla. Sjálf- stætt starfandi skólar eiga sér langa sögu í okkar samfélagi og innan þeirra raða má finna margs konar ólíkar mennta- stofnanir sem eiga það sameiginlegt að til þeirra var stofnað af frum- kvæði, bjartsýni og löngun til að láta gott af sér leiða. Má þar nefna tvo ný- lega skóla, annars vegar Arnarskóla fyrir nemendur með þroskafrávik og Nú, unglingaskóla sem byggir á hug- myndafræði íþrótta. Í þessu sam- hengi má einnig horfa til þess að á bak við fyrstu tónlistarskóla landsins voru framsýnir listelskir einstakling- ar sem lögðu á sig mikla vinnu og frumkvöðlastarf. Sömu sögu er að segja um aðra listaskóla eins og t.d. Myndlistaskólann í Reykjavík. Mikil- vægt er að samfélag okkar sé opið og ýti undir þá frumsköpun sem felst í til- urð margs konar menntunartækifæra sem njóta má innan sjálfstætt starf- andi skóla. Sem dæmi um hvernig sjálfstætt starfandi skólar hafa brugðist við þörf samfélagsins má nefna nýja alþjóðlega deild sem stofnuð var fyrir nokkrum árum innan Landakotsskóla. Námið kemur til móts við þarfir barna sem eiga foreldra sem starfa hjá alþjóð- legum fyrirtækjum sem og við börn erlendra fræðimanna sem koma til rannsókna á Íslandi og íslenskra for- eldra sem þurfa starfa sinna vegna að vera á faraldsfæti en kalla eftir sam- hengi í námi barna sinna. Alþjóðlegt nám er nauðsynlegt í nútímasamfélagi og eitt það allra fyrsta sem foreldrar skoða þegar þeir velta fyrir sér að sækja um starf hjá framsæknum al- þjóðlegum fyrirtækjum. Í samanburði við hinar Norður- landaþjóðirnar er hlutfall nemenda í sjálfstætt starfandi grunnskólum hvergi lægra en hér eða 2,4% árið 2018, samkvæmt upplýsingum Hag- stofu Íslands. Í Danmörku er hlutfallið hæst en þar hafa samtök sjálfstætt starfandi skóla miðað við að heppilegt sé að hlutfallið verði ekki hærra en 20%. Til að fjölga og efla sjálfstætt starf- andi skóla þarf að styrkja rekstur þeirra. Nú fá þessir skólar 75% af meðaltalsframlagi hvers nemanda á landsvísu þegar nemendur eru færri en 200. Þegar nemendur eru fleiri er framlagið 70%. Í frumvarpi sem nú liggur fyrir Alþingi er lagt til að framlagið verði hækkað upp í 90% fyrir 200 nemendur eða færri en 85% fyrir þá nemendur sem eru um- fram 200. Sjálfstætt starfandi skólar þurfa að sjálfsögðu að upp- fylla allar skyldur sem lagðar eru á almenna grunnskóla. Og foreldr- ar þeirra barna sem velja að senda börn sín í sjálfstætt starfandi skóla borga jafnháa skatta og aðrir foreldrar, þar er enginn afsláttur þótt þeir þurfi að styðja rekstur sjálfsætt starfandi skóla með því að greiða skólagjöld. Fyrir finnska þinginu liggur nú frum- varp um að hækka framlög til sjálf- stætt starfandi skóla úr 98% í 100%. Nauðsynlegt er að rétta hlut sjálf- stætt starfandi skóla og ýta þar með undir nýsköpun og fjölbreytileika ís- lensks menntakerfis. Í lagakerfi okk- ar er loku skotið fyrir að einkaaðilar greiði arð af skólastarfi líkt og þekk- ist t.d. í Svíþjóð. Í stjórnum flestra sjálfstætt starfandi skóla eru fyrrver- andi og núverandi foreldrar ásamt fagfólki og áhugafólki um öflugt skólastarf. Foreldrasamfélag skól- anna er fjölbreytt og er raunin hreint ekki sú að í skólana safnist börn vel stæðra foreldra líkt og stundum heyrist fleygt. Innan sjálfstætt starf- andi skóla hafa nemendur blómstrað sem ekki hafa fundið fjölina sína inn- an almenna skólakerfisins. Sjálfstætt starfandi skólar eru margir eftirsóttir enda hafa þeir sýnt fram á afbragðs námsárgangur. Landakotsskóli var til dæmis hæstur allra skóla á Íslandi í nýafstöðnu sam- ræmdu prófi í stærðfræði í 7. bekk. Fjölbreytileiki í íslensku skóla- starfi er mikilvægur. Með fjölbreyttu skólakerfi verður réttur foreldra til þess að velja um ólíka kosti raunveru- legur og um leið yrði samræða um skólastarf öflugri. Við þurfum að leita allra leiða til að efla íslenskt skóla- starf. Ég vil hvetja þá sem láta sig ís- lenskt skólastarf varða til að kynna sér málið og þingmenn til að veita frumvarpinu sem nú liggur fyrir Al- þingi brautargengi. Eftir Ingibjörgu Jóhannsdóttur »Nauðsynlegt er að rétta hlut sjálfstætt starfandi skóla og ýta þar með undir nýsköpun og fjölbreytileika ís- lensks menntakerfis. Ingibjörg Jóhannsdóttir Höfundur er skólastjóri Landakotsskóla. Öflugt og fram- sækið skólastarf Land er að verða gulli dýrmætara í ver- öldinni og landi fylgja auðlindir og marg- vísleg réttindi. Með EES-samningunum fengu 480 milljónir manna sama rétt og við til að kaupa hér land, engar undan- þágur var samið um. Alþingi setti hins veg- ar svokölluð „girðingarlög“, sem áttu að torvelda kaup útlendinga en urðu lítil fyrirstaða - og nú að engu orðin - og sumu í þeirri lagasetn- ingu hafnaði ESB. Ég minnist þess í aðdraganda EES að Steingrímur Hermannsson, þá fyrrverandi forsætisráðherra, var einhverju sinni í sjónvarps- viðtali þar sem hann sat við fallega lækjarsprænu í grænni lautu og tuggði strá. Hann sagði að við Ís- lendingar yrðum að verja okkar land og eiga landið sjálf. Svo fór hann mörgum orðum um fegurðina, laxveiðiárnar og að um land yrði barist í framtíðinni. Nú er EES-samningurinn lofaður og gæði hans eru takmarkalaus hjá mörgum fræðimönnum og stjórn- málamönnum. Gallar samningsins eru sjaldan ræddir en eru þó alltaf að koma betur og betur í ljós. Upphaflega snerist samningurinn um fisk og viðskipti inni í Evrópu, jú og að sjálfsögðu um fjórfrelsið, frjálsa för peninga, sem hér um bil gerði Ísland gjaldþrota. EES- samningurinn hefur snúist marga hringi og yfirtekið fleira og fleira, löggjöfin heimabökuð í Brussel nú komin með arma og klær; yfirtekur fleiri og fleiri svið. Við fáum löggjöf og reglugerðir sendar í pósti frá Brussel í þúsundavís og allt rennur þetta í gegnum Alþingi eins og lækjarspræna, stimplað og afgreitt án þess að Alþingi hafi nokkur áhrif á efni reglnanna sem það innleiðir. Embættismenn ráðuneytanna mata þingið og hræra grautinn og hann er súr. Landbúnaðurinn, sem ekki átti að fjalla um í EES, geldur stórra fórna þar og í tollasamn- ingum. Lífsafkoma bændanna er að bresta í stórum héruðum, jarðir falla úr ábúð eða ríkir menn koma og bjóða gull og græna skóga, auð- menn sem sjá jarðirnar í nýju ljósi, innlendir eða þá erlendir menn frá Evrópu eða Kína. Norðmenn verja sínar sveitir Norðmenn í EES búa við annað hugarfar, brenndir af styrjöldum, minnugir þess að þeir eiga að byggja landið allt. Þeir gera ekki kröfu um stórbúskap en vilja hafa fólk sem lifir og starfar á bændabýlunum. Þeir eiga sér óðalslöggjöf og vilja sína þjóð ráð- andi í landinu. Þeir eiga grunnauðlindalög- gjöf um auðlindir og landsbyggð sína. Sá er þetta ritar var landbúnaðarráðherra um langa hríð á mikl- um uppgangstímum í sveitunum. Þá var svo komið að tvær hindranir í jarða- kaupum voru ekki taldar standast lengur; annars vegar forkaups- réttur sveitarfélaga, hann var talinn stangast á við stjórnarskrá og mannréttindi. Hitt var krafa um að eigandi jarðar yrði að byggja jörð sína sjálfur eða hafa leiguliða. Hvort tveggja var fellt út úr lög- gjöfinni. Það er full ástæða til að harma bæði eigið gáleysi á þessum tíma og alltof lausbeislaða löggjöf um búsetu og jarðalög sem Alþingi setti þá. En fáir virtust þá hafa áhyggjur af erlendri eða innlendri auðsöfnun í jarðakaupum, sem segir að bæði greinarhöfundur, þingmenn og ráðherrar þess tíma voru bláeyg- ir. Eru Kínverjar að koma inn um bakdyrnar? Jarðir eru nú keyptar í kippum og auðlindir í leiðinni; og spyrja má hvort laxinn sé fyrirslátt- ur og að annar fiskur liggi undir steini. Þar er átt við kaup á landi og yfirtöku fleiri auðlinda. Það á eftir að koma í ljós. Jim Ratcliffe hefur þegar keypt Grímsstaði á Fjöllum sem Núbó, kínverskur auðmaður, ætlaði sér en menn utan EES máttu ekki kaupa land hér nema með undanþágu. Ög- mundur Jónasson neitaði honum um þá undanþágu. Hvað með Finna- fjörð og Kínverja? Hvers vegna minnir allt hjá Ratcliffe á víkingana í útrásinni, flóknir kóngulóarvefir og hlutafélög? Er tryggt að stór- tækir jarðakaupendur gangi ekki fram sem leppar fyrir stórfyrirtæki með annarlega hagsmuni eða erlend ríki? Kínverja munar ekkert um að byggja íslenskar bújarðir með kín- verskum bændum sem búa með sauðfé og flytja afurðir sínar um Finnafjörð til Kína. Svo langt geng- ur þessi einn ríkasti maður heims að hann heggur í hlaðvarpann á Gunnarsstöðum þar sem vinstri- maðurinn og forseti Alþingis fædd- ist. Steingrímur J. Sigfússon, það er nærri þér og þinni fjölskyldu höggvið. Nú reynir á stjórnvisku sitjandi Alþingis undir þinni stjórn. Eina örugga svarið sem við eig- um er að byggja landið allt og nú ber að gera það vegna nýrra ógna og ekki síst tækifæra sem landbún- aðurinn hér í norðri á og ferðaþjón- ustan skapar. Nýtt landhelgisstríð er hafið, lífbeltin eru tvö sem við þurfum að verja til að vera frjáls þjóð; hafið og landið sjálft. „Botninn er suður í Borgarfirði,“ sögðu Bakkabræður en hvar botninn er til að stöðva leka tunnuna í jarðamál- um er flókið mál. Eru til úrræði sem ESB fellst á í gegnum EES til að stöðva yfirtöku alþjóðlegs pen- ingavalds og útlendinga á bújörð- um? Er hægt að taka EES-samn- inginn upp og fá undanþágu? Er ekki full ástæða til að rannsaka landakaupamálið á norðausturhorn- inu, stórtækt og galið á sinn hátt; hver er sannleikurinn og hvert er markmiðið? „Enginn má undan líta.“ Kannski verða örlögin þau að þegar við vöknum upp af þessum vonda draumi er aðeins eitt ráð; að segja EES-samningnum upp og taka allt land í eigu þessara auðmanna eign- arnámi. Eða þá hitt að við töpum landinu og þar með dýrmætum auð- lindum og frelsi þjóðarinnar. „Eng- inn má undan líta,“ landið er að tap- ast og Kveikur RÚV sýndi okkur það, en kannski var það bara ísjak- inn sem sást. Hvað vill þjóðin gera? Hvað vill Alþingi gera? Hér þarf snör handtök. Málið er dauðans al- vara. Enginn þarf að ímynda sér að Íslendingar hafi sérstakan áhuga á því að enda sem landlaus þjóð í eig- in landi. Engum þarf að detta í hug þegar næsta kynslóð horfir yfir far- inn veg eftir fimmtíu ár að hún dá- ist að virðingarleysi okkar og skammsýni; Snorrabúð stekkur og auðvald heimsins með eignarhald á jörðum forfeðranna. Þyrlur og einkaþotur verði farartæki þeirra og gullkeðjur í hliðunum við bænda- býlin smáu. Og þar standi á rauðu skilti: „No trespassing.“ Kjörnum fulltrúum þjóðarinnar leyfist ekki að líta undan og framhjá því sem nú er að gerast í sveitum þessa lands: Bújarðir og þar með auðlindir veiðiánna, vatnsins og ork- unnar auk víðernanna – allt komið á alþjóðlega útsölu. Eftir Guðna Ágústsson »Er ekki full ástæða til að rannsaka landakaupamálið á norðausturhorninu, stórtækt og galið á sinn hátt; hver er sannleik- urinn og hvert er mark- miðið? Guðni Ágústsson Höfundur er fv. alþingismaður og ráðherra. Er eignarhaldið á Íslandi að tapast í hendur útlendinga?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.