Morgunblaðið - 14.11.2019, Side 40

Morgunblaðið - 14.11.2019, Side 40
40 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2019 aðilar eða fyrirtæki verði ráðandi. Afleiðingar geta orðið kerfislægar þegar um stærstu atvinnugreinar landsmanna er að ræða. Rík- isvaldið getur þannig lent í þeirri stöðu að það megi sig hvergi hræra gagnvart þessum um- svifamiklu aðilum. Nauðsynlegt er að löggjaf- arvaldið tryggi framkvæmdavald- inu skýrt og afmarkað umhverfi til að hafa eftirlit með einstökum lagaákvæðum er lúta að þessum þætti. Ljóður á okkar annars ágætu stjórnsýslu er að við gerð og meðferð frumvarpa sé ekki nægjanlega hugsað til fram- kvæmdaþáttarins, varðandi laga- ákvæðin sem til verða. Hér er rétt að benda á að slíkur kerfislægur vandi sem af þessu getur stafað er ekki eingöngu bundinn við útgerðina og Fiski- stofu. Rétt er að minnast á að slíkt kom heldur betur upp í bankaráninu fyrir rúmum áratug um eignaraðild í bönkunum, þar sem Fjármálaeftirlitið var eft- irlitsaðilinn: „Fjármálaeftirlitið leyfði meira að segja Landsbank- anum að flokka tvo helstu eig- endur bankans sem „óskylda“. Samt höfðu þeir keypt bankann saman. Auk þess sem þeir voru feðgar.“ (Í víglínu íslenskra fjár- mála, Svein Harald Øygard bls. 74.) Samþjöppun í útgerð hefur ver- ið gríðarleg á undanförnum árum. Ef það er vilji stjórnvalda að hægja eigi á samþjöppun er einn liður í því að taka viðkomandi lagaákvæði til endurskoðunar. Kveða skýrt á um hver tengslin megi vera. Við slíka endurskoðun ættu aðilar að íhuga hvort ekki eigi að taka fleiri tegundir inn, ég nefni hér makríl, kolmunna, norsk-íslenska síld, keilu, löngu og steinbít. Á aðalfundi Lands- sambands smábátaeig- enda 17. október sl. vakti undirritaður at- hygli á getuleysi fram- kvæmdavaldsins við að hafa eftirlit með að skyldir aðilar fari ekki upp fyrir kvótaþakið. Þrátt fyrir að ítarlega sé fjallað um ákvæði um takmarkanir eign- araðildar á aflahlutdeild í lögum um stjórn fiskveiða, 13. og 14. gr., virðist það ekki duga til. Fiskistofu hefur ekki tekist að sýna fram á að tengsl séu milli hjóna né að þegar sami aðili gegn- ir stjórnarformennsku eins fyrir- tækis og forstjóri annars að það leiði til að ákvæði um hámarks- hlutdeild hafi verið brotin, þrátt fyrir að í 13. gr. laganna segi „má samanlögð aflahlutdeild fiskiskipa í eigu einstakra aðila, einstaklinga eða lögaðila, eða í eigu tengdra aðila, aldrei nema hærra hlutfalli af heildaraflahlutdeild eftirtalinna tegunda“. Ríkisendurskoðun vakti athygli á þessum þætti í skýrslu til Alþingis í desember 2018: „Eftirlit Fiskistofu“. LS fjallaði um skýrsluna og sagði hana meðal annars flytja þau skilaboð að Fiskistofa hefði ekki og gæti ekki sinnt þeim skyldum sem henni væri ætl- að í lögum um stjórn fiskveiða um eftirlit með samþjöppun aflaheimilda. Bein tilvitnun úr skýrslunni: „Athugun Ríkisendurskoðunar leiddi í ljós að Fiskistofa kannar ekki yfirráð tengdra aðila yfir aflaheimildum með reglubundnum eða markvissum hætti út frá öllum skilyrðum 13. gr. laga um stjórn fiskveiða. Í einstaka tilfellum ræðst stofnunin í sérstakar athug- anir á fyrirtækjum úr hópi 100 stærstu útgerða landsins, t.d. í tengslum við viðskipti með útgerð- arfélög sem rata í fjölmiðla, þegar grunur leikur á að tengdir aðilar hafi farið yfir leyfileg mörk. Ljóst er að árin 2013-17 hafði Fiskistofa ekki greinargóða yfirsýn yfir tengsl aðila í sjávarútvegi.“ Af viðbrögðum stjórnvalda mátti greina að þau teldu þetta vera með öllu ólíðandi. Enn hefur ekkert frumvarp eða tillögur um betrumbætur litið dagsins ljós. Þar sem almenningur og fjölmiðlar eru nú ekki alltaf með puttana á þessum púlsi tel ég það hlutverk mitt sem fulltrúa LS að vekja athygli á þessu. Rætt er um samþjöppun og að koma verði í veg fyrir að einstaka Eftir Örn Pálsson » Afleiðingar geta orð- ið kerfislægar ... Ríkisvaldið getur þann- ig lent í þeirri stöðu að það megi sig hvergi hræra gagnvart þessum umsvifamiklu aðilum. Örn Pálsson Höfundur er framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. orn@smabatar.is Aflahlutdeild stærstu útgerðarfélaganna* 4 stærstu Brim 22,6% 10,4% Aflahlutdeild, samtals þorskígildi og eftir tegundum Hámarks- aflahlutdeild5 stærstu útgerðarfélögin alls Aflahlutdeild einstakra útgerðarfélaga Þorskígildi 33% Brim 10,4% 12% Þorskur 30% Samherji 7,8% 12% Ýsa 29% Brim 6,9% 20% Ufsi 43% Brim 17,5% 20% Gullkarfi 59% Brim 24,1% 35% Djúpkarfi 69% Brim 24,2% 35% Grálúða 59% Útgerðarfélag Reykjav. 20,0% 20% Langa 50% Vísir 17.7% Blálanga 63% Vísir 28,0% Keila 77% Vísir 46,6% Síld 71% Skinney 19,0% 20% Loðna 74% Ísfélagið 20,0% 20% Kolmunni 82% Síldarvinnslan 25,2% Makríll 63% Vinnslustöðin 15,6% Norsk-ísl. síld 74% Ísfélagið 20,2% 33%66% Hámarksaflahlutdeild 12% 5 stærstu útgerðarfélögin allsAðrir *Byggt á lista sem Fiskistofa gaf út í upphafi yfirstandandi fiskveiðiárs Þorskígildi Kvótaþakið – eftirlitsskylda í molum SÍGILT UM JÓLIN FRAMÚRSKARANDI MATARGERÐOGMYNDLIST. ERT ÞÚ BÚIN/N AÐ PANTA ÞÉR BORÐ FYRIR JÓLIN Á HÓTEL HOLTI? OPIÐ Í HÁDEGINU OG Á KVÖLDIN FRAM AÐ JÓLUM. Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.