Morgunblaðið - 14.11.2019, Síða 44

Morgunblaðið - 14.11.2019, Síða 44
44 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2019 GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA Ertu klár fyrir veturinn? Við hreinsum úlpur, dúnúlpur, kápur og frakka 20% afsláttur til 23. nóv. Allar yfirhafnir, frakkar, kápur, dúnúlpur og úlpur o.fl. Iðulega er tvenns konar röksemdum teflt fram í umræðu um samfélag og um- hverfi. Í fyrsta lagi að kapítalismi sé heppi- legasta samfélagsgerð sem völ sé á og að hann falli fullkomlega að svokölluðu „mann- legu eðli“. Og það sem meira er, önnur samfélagsform stríði hreinlega gegn „mannlegu eðli“ og séu því fyrir bragðið dauðadæmd. Í öðru lagi, að markaðshagkerfið sé með öllu ótengt þeim mikla vanda sem mannkynið stendur frammi fyrir – og reyndar lífríkið allt; vanda sem ógnar jafnt mann- legu samfélagi og umhverfi okkar – og hér er röskun á loftslagi vissu- lega alvarlegasta ógnin en alls ekki sú eina. Orsakir vandans er sagt að megi rekja til okkar allra á einn eða annan hátt. Þessar staðhæfingar birtast í margvíslegu formi: manneskjan sé í sínu innsta eðli gráðug og ágjörn og reiðubúin að ganga á umhverfi sitt; það sé manninum nánast áskapað að trúa á vöxt án endimarka; vandinn sé sá að við kaupum rangar vörur (ef við aðeins keyptum „græna“ framleiðslu væri allt í himnalagi); vandinn sé fólksfjöld- inn; fátækt geti hinir fátæku sjálfum sér um kennt. Ef þeir hefðu aflað sér betri mennt- unar, látið vera að eignast börn, verið vinnusamari, hefði líf þeirra tekið aðra stefnu og orðið þeim gæfuríkara. Samkvæmt þessum útbreiddu viðhorfum, þá séu vandamálin vissulega til staðar og til að horfast í augu við, en þau séu að öllu leyti óháð því hvernig markaðshagkerfið vinnur, hverjir séu innbyggðir drif- kraftar þess og hvatar. Og þar sem við sem einstaklingar (ekki þetta kerfi) berum ábyrgð á því hvernig komið er þá sé nú um það að ræða að breyta hegðunar- og neyslu- mynstri okkar, eignast færri börn og þar fram eftir götunum. En jafnvel þótt við gerum þetta, þá heyrast þær raddir að vegna framangreindra þátta í eðli okkar, græðgi og eigingirni þá geti svo farið að við séum ófær um að ráða við þann vanda sem við stöndum frammi fyrir. Að mínu mati gengur það engan veginn upp að hvítþvo frjálsmark- aðskerfið af því að bera ábyrgð á þeirri kreppu sem þegar er farin að hrjá okkur bæði félagslega og í lífríkinu. Ástæðurnar eru þessar: a. Gangverk kapítalismans bygg- ist á því sem meginmarkmiði að skapa arð, framleiða vörur og selja á markaði með það fyrir augum að enda með meira í vasanum en lagt var upp með; b. Svo kerfið virki þarf sam- keppni og stöðugan vöxt (í heimi sem þó getur ekki óendanlega gefið af sér), enda skellur jafnan á kreppa þegar hægir á hagvexti eða hann stöðvast; c. Kapítalisminn þekkir ekki það hugtak að komið sé nógur auður hvað þá ef sagt er að hann sé orð- inn of mikill; d. Samkeppni og hagnaðarvon knýja kerfið áfram, en hætt er við að hvort tveggja spilli ein- staklingum og valdi auk þess spill- ingu í viðskiptalífi; e. Engir innbyggðir öryggis- ventlar eða hemlar eru til staðar sem stöðva kerfið þegar það veldur félagslegri kreppu eða umhverfisvá. Af hálfu hagfræðinga er iðulega vísað í slíkar afleiðingar sem âut- anaðkomandi þátta“; f. Reynslan kennir að fylgifiskur kapítalismans sé gríðarlegur ójöfn- uður í skiptingu auðs og valda; g. Þegar reynt er að kveða niður eða forðast fyrrnefnda „ut- anaðkomandi þætti“ af umhverfis- og félagslegum toga, þá er því mætt af alefli af hálfu hags- munaafla til að stöðva allar aðgerð- ir sem gætu truflað gangverk kerf- isins. Niðurstaðan er einfaldlega sú að kerfi sem byggist á samkeppni og fjármagni, kapítalisminn, hefur inn- byggða hvata sem valda umhverf- isspjöllum og félagslegum vanda- málum. Vissulega eru margir þeirrar skoðunar að kerfið megi lappa upp á og laga. Ég tel hins vegar að þær umbætur sem þörf er á snúist um grandvallaratriði sem hreinlega stríði gegn þeirri hugsun sem kerf- ið hvílir á. Og ef við á annað borð gætum lagfært kerfið, hví ekki að ganga enn lengra og skapa nýtt kerfi sem raunverulega tekur á þeim vanda sem við vitum að við komumst ekki hjá að horfast í augu við; kerfi sem hefur það að mark- miði að framleiða til að fullnægja frumþörfum okkar, þar með talið að tryggja heilbrigt lífríki með sín- um eðlilegu sveiflum af völdum náttúrunnar sjálfrar. En er það raunsætt að tala fyrir öðru kerfi? Okkar tegund er um það bil 300.000 ára gömul. Og framan af eða fram á akuryrkju- tímann stunduðu menn veiði- mennsku án fastrar búsetu sem síðan breytist fyrir um 10.000 ár- um. Búsetuform og byggðir manna tóku á sig ýmsar myndir. Með öðr- um orðum, 99% af líftíma okkar tegundar höfum við búið í sam- félögum sem voru skipulögð með allt öðrum hætti en við gerum nú, og það sem meira er, þau hvíldu á siðvenjum og verðmætamati sem reyndi að framkalla gerólíka eðlis- kosti manneskjunnar en við gerum nú. Mörg fyrri samfélagsform byggðu á því að fólk gæti unnið saman, lynt saman, deilt með sér og að jafnræði væri með kynj- unum. Þetta eru talin hafa verið ein- kenni á mörgum samfélögum í ár- daga. Með öðrum orðum, þá bjugg- um við í samfélögum sem hvöttu til og verðlaunuðu annars konar hegð- unarmynstur en kapítalisminn ger- ir. Þetta þýðir þá líka að ekkert er það í svokölluðu „mannlegu eðli“ sem stendur í vegi þess að við bú- um í samfélagi þar sem ríkir jöfn- uður og lífríkið er verndað; sam- félagi þar sem framleiðslan fullnægir grundvallarþörfum hvers og eins með aðferðum sem í raun og sann eru sjálfbærar fyrir móður jörð. Vísindamenn telja að við stönd- um frammi fyrir þeirri hættu að jarðarbúar gætu verið að fyrirfara sér. Ríkisstjórnir lýsa yfir neyðar- ástandi. Ef þetta er svo, þarf þá ekki að grípa til ráðstafana sem duga? Eftir Fred Magdoff Fred Magdoff » Það gengur engan veginn upp að hvítþvo frjálsmarkaðs- kerfið af því að bera ábyrgð á þeirri kreppu sem þegar er farin að hrjá okkur bæði fé- lagslega og í lífríkinu. Höfundur er sérfræðingur í plöntu- og jarðvegsfræðum við háskólann í Vermont í Bandaríkjunum. Hann kemur fram á opnum fundi í Safna- húsinu við Hverfisgötu klukkan 12 í hádeginu á laugardag, 16. nóvember. Umhverfi og kapítalismi – verður ótemjan tamin? Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.