Morgunblaðið - 14.11.2019, Side 46

Morgunblaðið - 14.11.2019, Side 46
Garðyrkjufræðingar óskast til starfa Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar auglýsir eftir garðyrkju- fræðingum til starfa. Við leitum að kraftmiklum einstaklingum til að vinna að umhirðu og fegrun grænna svæða í borginni. Garðyrkjufræðingar hafa yfirumsjón með garðyrkju og umhirðu á skilgreindum svæðum í borgarlandinu. Á næstu vikum mun ný hverfaþjónustustöð opna á Fiskslóð. Henni er ætlað að verða öflugur vinnustaður þar sem unnið er þvert á fagsvið þeirra sem starfa að umhirðu og fegrun borgarlandsins. Þar skapast ný og spennandi tækifæri til samvinnu við að gera borgina fallega, vistvæna og örugga. Um sviðið Umhverfis- og skipulagssvið (USK) gegnir fjölþættu hlutverki í umhverfis-, skipulags- og samgöngumálum í Reykjavík. Þar er framkvæmdum og viðhaldi stýrt og almennum rekstri í borgarlandinu sinnt, eins og grasslætti og snjómokstri. Undir sviðið tilheyra lögbundin verkefni byggingarfulltrúa, skipulagsfulltrúa, Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og Bílastæðasjóðs. Sviðið er stór og framsækinn vinnustaður þar sem framúrskarandi fagfólk starfar að fjölbreyttum verkefnum. Starfsfólk hefur tækifæri til símenntunar og virkrar þátttöku í stefnumótun málaflokksins. Vinnugildi sviðsins eru vinsemd, kraftur, samvinna og hófsemd. Menntunar- og hæfniskröfur • Garðyrkjufræðingur úr Land- búnaðarháskóla Íslands eða sambærileg menntun • Reynsla af störfum í garðyrkju er æskileg • Nákvæm og sjálfstæð vinnubrögð • Lipurð í samskiptum og hæfni til að vinna í teymi • Almenn ökuréttindi • Reglusemi og stundvísi • Líkamleg hreysti Um er að ræða fullt starf og æskilegt er að starfsmaður geti hafið störf sem fyrst. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og hlutaðeigandi stéttarfélags. UMHVERFIS- OG SKIPULAGSSVIÐ Borgartún 12–14 • S. 411 11 11 • usk@reykjavik.is Umsóknarfrestur er til og með 25. nóvember og sækja skal um starfið á heimasíðu Reykjavíkurborgar, reykjavik.is, undir Laus störf – Garðyrkjufræðingar. Nánari upplýsingar veitir Hafsteinn Viktorsson í síma 411 1111 eða á Hafsteinn.Viktorsson@reykjavik.is. Öllum umsækjendum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Viltu mála BORGINA OKKAR græna?        atvinna@mbl.is • Sölufulltrúi • Richard Richardsson, richard@mbl.is, 569 1391 Við erum alltaf með bókara á skrá hagvangur.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.