Morgunblaðið - 14.11.2019, Síða 52

Morgunblaðið - 14.11.2019, Síða 52
52 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2019 Kynni okkar Gunnars Karlsson- ar náðu því miður ekki að verða löng. Við Guðni bróðir hans, fyrrver- andi forstöðumaður Bifreiðaeft- irlits ríkisins, vorum góðir vinir og ég vissi því hver Gunnar var, en hafði lítið kynnst hon- um. Breyting varð hins vegar þar á árið 2014, þegar ég hóf endurhæfingu eftir hjartaað- gerð í þeirri stórmerku „stofn- un“ HL-stöðinni, þar sem starfsfólk keppist við að hjálpa okkur, hjarta- og lungnasjúk- lingum og fleirum sem þar leita aðstoðar, við að öðlast aukinn styrk og færni. Í hópnum mín- um þar eru og hafa verið miklir sómamenn og Gunnar sannar- lega einn þeirra. Við urðum klefafélagar og hófum fljótt að ræða mál. Ég oftast þiggjandi í þeim viðræðum, þar sem Gunn- ar var eins og margir vita upp- spretta fróðleiks í öllu því er lýtur að sögu lands og þjóðar. Ég var búinn að sitja við í nokkur ár að skrifa það sem ég kalla drög að Umferðarsögu Ís- lands og leitaði oft upplýsinga hjá Gunnari og ávallt brást hann ljúfmannlega við. Það var svo í tengslum við þessi skrif mín og umræður okkar þar að lútandi sem Gunnar sendi mér kafla í ritsmíðina um sam- göngutækni miðalda og þarf ekki að orðlengja hve mikils- vert þetta var fyrir mig og verkefni mitt. Lýsandi var það um hógværð sendandans, að þegar ég þakkaði honum fyrir og spurði hvernig skrá skyldi heimildina kom svarið „Gunnar Karlsson, úr óbirtu handriti að Gunnar Karlsson ✝ Gunnar Karls-son fæddist 26. september 1939. Hann lést 28. októ- ber 2019. Útför Gunnars fór fram 4. nóv- ember 2019. handbók í íslenskri miðaldasögu“. Doktorstitli, sem ég hafði í drögum sett fyrir framan nafn hans, bað hann mig að sleppa. Dæmigert fyrir þennan öð- ling, sem heimilaði mér góðfúslega að nota þetta hugverk sitt ef af útgáfu yrði. Að leiðarlokum er ég viss um að ég mæli fyrir hönd okkar allra, sem vorum samferða hon- um í HL-stöðinni, þegar ég þakka ljúfa samferð og segi við Silju og fjölskyldu þeirra alla að við söknum góðs drengs. Blessuð sé minning Tungna- mannsins Gunnars Karlssonar. Óli H. Þórðarson. Í ritröð Sagnfræðistofnunar, sem nefnist Sagnfræðirann- sóknir, var kandidatsritgerð Gunnars Karlssonar fyrsta verkið sem gefið var út, nefnist Frá endurskoðun til valtýsku (1972). Það sýnir álitið sem Gunnar naut, ungur maður. Hann skar sig úr fyrir margt, þegar hann réðst í ný verkefni af stærri gerðinni samdi hann áætlun og vann svo eftir henni. Síðan skilaði hann fyrirmynd- arverki á tilsettum tíma. Þetta tókst honum af því að hann var raunsær í áætlunargerð, vinnu- samur með afbrigðum og glöggskyggn. Gunnar var verksígjarn mað- ur, teldi hann að eitthvert mik- ilvægt efni væri vanrækt gekk hann í verkið. Hann varð há- skólakennari 1976 og í hlut hans kom forysta um að end- urskipuleggja háskólanám í sagnfræði og hann miðaði lík- lega ekki síst við að bæta úr því sem honum þótti skorta þegar hann var í sagnfræði- námi sjálfur. Aðferðarfræði og heimildafræði skyldu hafa miklu meira vægi, Íslandssagan skyldi tengd Norðurlandasögu og ritgerðasmíð skyldi stunduð af kappi. Gunnar var í forystu um aðferðarfræði, söguspeki, heimildafræði og miðlun í sagn- fræðikennslu og kynnti sér kennslufræði sérstaklega. Að sjálfsögðu rak háskóla- kennslan Gunnar til að takast á við ríkjandi söguskoðun frá tímum sjálfstæðisbaráttunnar; hún reyndist frekar pólitísk en fræðileg. Hann kynnti sér rækilega erlendar rannsóknir á pólitískri þjóðernishyggju og áhrifum hennar á söguskoðanir þjóða. Sem áhugamaður um kennslu og miðlun gekk Gunn- ar í að semja nýjar námsbækur fyrir mismunandi skólastig. Því mun líka hafa valdið að náms- bækur í sögu töldust úreltar, þegar hinni gömlu söguskoðun hafði verið hafnað. Ekki höfðu allir nemendur á BA-stigi jafnmikinn áhuga á heimildavanda og fræðilegum álitamálum. Margir voru komn- ir til að hlýða á vekjandi fyr- irlestra um spennandi atriði í sögunni. Gunnar brást við þessu eins og góður kennari, fylgdi eftir áhugamálum ungra stúdenta og valdi spennandi viðfangsefni. Af nógu var að taka. Bók hans Ástarsaga Ís- lendinga að fornu (2013) er ávöxtur slíkrar viðleitni, fjallar m.a. um kynlíf, homma, hjóna- band, stöðu kvenna, frillulífi og óskilgetin börn. Ekki var vikist undan strangri heimildarýni og að setja viðfangsefnin í sam- hengi við rannsóknarsögu. Gunnar gaf út bókina Goða- menning (2004) og þar kemur fram hvað hann taldi einna mikilvægast í sagnfræði um miðaldir; það er yfirlit yfir rannsóknarsögu, að setja um- deild atriði í stórt samhengi, vega og meta skrif fræðimanna og setja loks fram rökstudda skoðun á því hvað væri senni- legast. Hér nutu sín rökvísi hans, glöggskyggni og nákvæmni. Flestir munu taka undir að Gunnar sé sanngjarn í mati sínu. Gunnar gaf út til viðbótar þrjár bækur í sama stíl, síðast um landnámið (2016). Þótt fræðimenn fallist kannski ekki allir á niðurstöður Gunnars mun samdóma álit þeirra að bækurnar þrjár og Goðamenn- ingin séu geysigagnlegar fræði- mönnum og upplýsandi fyrir aðra. Gunnar var bæði einarður og sanngjarn. Hann brást við fyndist honum ranglega að fræðum sínum vegið og af óná- kvæmni en var um leið fús að fallast á rökstudda gagnrýni. Í tímaritinu Sögu, hausthefti 2019, á hann tvær greinar, önn- ur er viðbrögð við gagnrýni og hin dómur um bók. Gunnar var verðmætur fyrir íslenska sagn- fræði og það er huggun við frá- fall hans að hann skyldi svo lengi vera virkur í fræðum, allt til áttræðs, í ríflega hálfa öld. Helgi Þorláksson. Ég kynntist Gunnari Karls- syni fyrst þegar ég settist á skólabekk í sagnfræði við Há- skóla Íslands í byrjun árs 1977. Gunnar var þá nýlega kominn til starfa við Háskólann eftir tveggja ára dvöl sem kennari við University College í Lond- on, en áður hafði hann kennt sem stundakennari við Háskóla Íslands í nokkur ár. Fyrsta námskeiðið sem ég tók undir hans leiðsögn var inngangs- fræði sagnfræðinnar, og reynd- ist það afar gagnleg blanda af praktískum aðferðum við rann- sóknir og meðferð heimilda, sem og pælingum í söguspeki. Byggði Gunnar þar á fjöl- breyttri þekkingu sinni, sem hann hafði m.a. aflað sér í náms- og rannsóknarmisserum í Noregi og Danmörku, og reynslu sinni við að skrifa sagnfræðirit byggð á viðamikl- um skjala- og handritarann- sóknum. Sannaðist síðar hið fornkveðna að lengi býr að fyrstu gerð, því að margt af því sem ég nam í þessu fyrsta nám- skeiði mínu í sagnfræði hefur nýst mér ákaflega vel alla tíð síðan – ekki síst það praktíska. Mikil gerjun var í sagnfræð- inni í Háskólanum á þessum ár- um, því að námið og náms- skipulagið tók miklum stakkaskiptum upp úr miðjum áttunda áratug síðustu aldar. Allt frá stofnun Háskólans hafði sagnfræðin myndað eitt svið innan náms í íslenskum eða norrænum fræðum, en var varla til sem sérstök fræði- grein. Nú varð hún aftur á móti sjálfstæð námsgrein, kennd á sínum eigin forsendum og án sérstakrar tengingar við nám í íslensku. Á sama tíma komu til starfa við greinina nýir kennarar með ferskar hugmyndir um sögu- rannsóknir og kennslu, og var Gunnar þar á meðal. Ég á því hlýjar minningar frá námsárun- um við Háskóla Íslands, ekki síst frá árunum í meistaranám- inu – eða kandídatsnáminu eins og það hét þá. Er mér þar sér- lega minnisstætt námskeið sem ég tók á lokamisserinu hjá Gunnari og Gísla Gunnarssyni, sem þá hafði nýlokið doktors- prófi frá Svíþjóð, um þjóðarbú- skap Íslendinga á 18. öld. Var Gunnarshluti námskeiðsins kenndur inni á skrifstofu hans í Árnagarði, eins og ætlast hafði verið til við hönnun hússins, og fólst það í uppbyggilegum sam- ræðum hans og lítils hóps áhugasamra nemenda. Fékk ég þar gott veganesti fyrir dokt- orsnámið í Bandaríkjunum. Haustið 1991 endurnýjaði ég kynnin við Gunnar, þegar ég fékk lektorsstarf í sagnfræði við Háskóla Íslands. Unnum við saman við deildina það sem eftir var af starfsferli hans, og reyndar nokkru lengur því að hann ritstýrði mér, og öðrum höfundum, við ritun aldarsögu Háskóla Íslands sem kom út árið 2011. Var samstarf okkar þá sem endranær hið ánægju- legasta. Við vorum vissulega ekki alltaf sammála um framvindu Íslandssögunnar og hef ég grun um að honum hafi þótt ég nokkuð galgopalegur á stund- um í kenningum mínum um sögu sjálfstæðisbaráttunnar. Það var þó lengst af þegjandi samkomulag okkar á milli að vera sammála um að vera ósammála, enda vorum við báð- ir fastir á okkar skoðunum. Missir íslenskra sagnfræð- inga er mikill af fráfalli Gunn- ars Karlssonar, en auðvitað er missir fjölskyldunnar mestur. Við Þórunn sendum Silju og fjölskyldunni allri hugheilustu samúðarkveðjur. Guðmundur Hálfdanarson. Margt maklegt var skrifað um Gunnar Karlsson í minning- argreinum af vinum, samherj- um og samverkamönnum. Hér er svipmynd úr svolítið ólíkri átt og sýnir hversu vænlega hann gat verkað á glögga ókunnuga. Þorleifur Hauksson minntist á Mímisferð sem farin var vest- ur í Dali vorið 1966. Eftir að hafa heimsótt höfuðbólið Skarð datt mér í hug að sýna þeim hina bráðlifandi þjóðsagnaper- sónu Steinólf í Fagradal. Þá voru ekki farsímar til að gera boð á undan sér svo rútan stað- næmdist við túngarðinn og hópurinn rölti heimreiðina. Steinólfur kom út á hlað, leist greinilega vel á hópinn og heimtaði að fá alla inn í export- soð, en það var hans heiti á kaffi. Fólk tregðaðist við, þóttist ekki vilja veita bændum ágang. Þá breiddi Steinólfur út sína stóru hramma og rak lýðinn eins og lömb á undan sér inn í eldhúsið á neðri hæð. Meðan Hrefna lagaði export- soðið var margt spjallað við borðið bæði spaklegt og gáska- fullt. Eitt sinn hallaði Steinólfur sér að mér, kinkaði kolli í átt að Gunnari og sagði í hálfum hljóðum: „Hann er nokkuð greindur þessi.“ Árni Björnsson. Elsku pabbi! Ekki finnst mér réttlátt að þurfa að kveðja þig svona fljótt, ekki strax. Þinn tími var einfaldlega ekki kominn, langt í frá. Það er stórt skarðið í fjöl- skyldunni sem þú skilur eftir þig sem verður aldrei fyllt. Enginn pabbi til að hringja í og spyrja ráða um allt og ekkert. Alltaf tilbúinn fyrir alla, alltaf, í hvað sem var. Spjall, bíltúr eða bara eitthvað að vesenast. Allt- af var endalaus vilji hjá þér til að vera til staðar fyrir okkur. Aldrei get ég þakkað nóg fyrir þann tíma sem við áttum saman, bæði í vinnu og utan. Þú kenndir mér svo margt sem ég mun búa að alla ævi. Allt frá því ég var polli þvældist ég með þér um byggingarsvæðin, hvort sem var úti á landi eða í bænum, alltaf var ég með þér. Ég hef stundum sagt að ég hafi verið alinn upp í vinnuskúr. Þú hafði mikið gaman af því að ferðast og keyra um landið. Ófáar ferðirnar um landið með fjölskyldunni í breyttum Bronco eru minnisstæðar. Tjaldað bara einhvers staðar og haft gaman. Hún er minnisstæð Magnús Guðbjartsson ✝ Magnús Guð-bjartsson fædd- ist 24. maí 1950. Hann lést 1. nóv- ember 2019. Útför hans fór fram 13. nóvember 2019. ferðin sem við fór- um í Þórsmörk eitt árið þegar þú baðst um grilluð bjúgu. Við fjöl- skyldan viljum meina að hafir ver- ið fyrsti maðurinn á landinu sem borðaði grilluð bjúgu. Þessu hafðir þú mikið gaman af. Þú varst ekki bara stoð og stytta fjölskyld- unnar heldur líka vinna þinna. Þær eru óteljandi helgarnar sem fóru í að hjálpa ættingjum, vinum og kunningjum með alls konar verkefni og vandamál. Duglegur er orð sem nær varla að lýsa þér nógu vel. Best leið þér þegar þú hafðir eitt- hvað að gera, aldrei neitt hangs, fulla ferð áfram og drífa verkefnin af. Það var gott að koma til þín að spjalla. Alltaf gátum við fundið út eða leyst vandamál og verkefnin saman, oftast varst það samt þú sem lást andvaka og hugsaðir upp leiðir til að leysa erfiðustu mál- in. Svona varstu, alltaf með hugann við það sem þú varst að gera og vildir gera það vel. „Slepptu því frekar að gera þetta Baddi minn ef þú ætlar ekki að gera þetta almenni- lega,“ fékk ég að heyra. Nokk- uð sem ég hef alltaf haft á bak við eyrað síðan. Þú varst ekk- ert að vandræðast mikið yfir smáatriðum. Aðalatriði var að byrja og leysa svo verkefnin eitt af öðru, þannig klárast verkefnið. Það var gaman að vera í kringum þig og ekki síst í vinnunni. Alltaf stutt í stríðni og grín og gerðir óspart grín að sjálfum þér og öðrum. Alltaf var hugurinn samt við verk- efnið. Ef vel gekk færðist þú allur í aukana til að gera enn betur og meira. Það kom fyrir að ég og þeir sem voru að vinna með þér fengjum hrós, hóflega mikið samt. „Þetta er flott hjá þér, þú færð þrjá!“ Hærra varð ekki komist á Magnúsar-skal- anum. Við vinnufélagarnir hlógum oft að þessu og öðru gríni sem fylgdi þér alla tíð. Ómetanlegar minningar um minn besta vin, lærimeistara og pabba. Takk pabbi fyrir allt! Þú færð fjóra. Guðbjartur Magnússon. Elsku besti pabbi minn, stoð mín og stytta með risastóra hjartað þitt. Það er ógjörningur að sætta sig við það að þú sért farinn frá okkur öllum án nokk- urs fyrirvara og að lífið geti verið svo ósanngjarnt að það hrifsi frá manni þá sem maður elskar mest. Það er erfitt að ímynda sér lífið án þín, minnar helstu stoð- ar, sem nú hefur verið kippt undan mér. Þú ert og hefur alltaf verið mín helsta fyrir- mynd í svo mörgu. Sterkari, traustari og lausnamiðaðri mann hef ég ekki hitt. Aldrei léstu neitt stoppa þig og hélst ótrauður áfram þar til þú varðst sáttur. „Jæja, drífum þetta af!“ sagðir þú og gekkst í öll verk. Fyrir mér virtust engin verk- efni of stór eða flókin fyrir þig. Fyrir mér gastu allt! Það eru svo sannarlega ekki allir svo heppnir að eiga slíka fyrir- mynd. Þess vegna, elsku pabbi minn, mun ég með tíð og tíma rétta úr mér og standa keik, fyrir þig. Það er vont að hugsa til þess að ekki verði fleiri símtöl til þín frá mér, ráðþrota dóttur, varð- andi bílamál, framkvæmdir og önnur lífsnauðsynleg praktísk atriði sem þú hafðir alltaf svör við. Oftast hnussaðir þú yfir fá- fræði minni en alltaf fylgdi hlátur á eftir. Ég á sko eftir sakna hnussins en mest mun ég sakna hlátursins og allra góðu ráðanna. Þú varst ekki aðeins úrræða- góður maður. Þú varst ein- hvern veginn góður í öllu, nema kannski að elda. Þú varst heimsins besti pabbi, góður tengdapabbi, afi, vinur og eiginmaður, en mér fannst alltaf svo fallegt að sjá hvað þú elskaðir mömmu mikið. Þú vildir allt fyrir alla gera, sérstaklega fyrir þá sem þér þótti vænt um. Alltaf reiðubú- inn í alls konar stúss. Ó, pabbi, ég held að þú gætir aldrei ímyndað þér hversu sárt ég mun sakna þín. Þú varst svo stórkostlegur maður og skilur eftir djúpt sár í hjarta mínu og eflaust allra sem þig þekktu. Það mun taka langan tíma að gróa og skilja eftir stórt ör. Ég mun sakna þín að eilífu! Takk fyrir allt sem þú gafst mér pabbi! Ég trúi því að þú sért á góð- um stað og að við hittumst þar síðar. Þín skotta, Hulda. Kæra Guðrún. Takk fyrir allt sem þú varst. Takk fyrir að þú varst þú. Þú varst ein af stór- kostlegustu manneskjum sem ég hef kynnst. Þú varst óhrædd og tókst á við áskoranir af hugrekki. Takk fyrir öll innilegu samtölin sem við áttum, kvöldin sem ég sótti þig eftir vinnu og keyrði þig heim. Ég gat alltaf talað við þig um allt og við deildum svo mörgu – tárum, reiði, faðmlögum, hlátri og gleði. Þú hlakkaðir til að verða búin með skólann, við töldum nið- ur dagana, svo þú gætir komið að vinna í fullu starfi á Klæbuveien. Þú sagðir að vinnan væri áhuga- málið þitt, en að það væri ekki gott að hafa vinnu sem áhugamál. Ég sagði að þú mættir ekki taka of mikla vinnu að þér, þó svo að Guðrún María Gunnarsdóttir ✝ Guðrún MaríaGunnarsdóttir fæddist 17. maí 1992. Hún lést 29. október 2019. Útförin fór fram 13. nóvember 2019. þú elskaðir vinnu- staðinn þinn. Mér leið eins og ég bæri smá ábyrgð á þér þar sem ég var starfsstuðningurinn þinn þegar þú byrj- aðir fyrst á Klæbu- veien. Reyndi að passa að þér liði vel í vinnunni og að þú hefðir það gott í skólanum, ég reyndi að hjálpa þér með námið eins og ég gat. Góða skapið þitt, hlátur- inn og húmorinn var smitandi. Þú elskaðir að fíflast. Ég gat aldrei verið í vondu skapi þegar ég var nálægt þér. Ég heyri ennþá rödd- ina þína og hláturinn. Þú varst hávær og talaðir hratt. Þér lá alltaf eitthvað á hjarta og það stóð ekki á svörum. Þú hlakkaðir alltaf mikið til þegar þú varst að fara til Íslands og þegar þú varst að fá systursyni þína í heimsókn. Talaðir alltaf hlýlega um fjöl- skyldu þína og að þau skiptu þig svo miklu máli. Kæra Guðrún, ég mun alltaf hafa þig í hjarta mínu. Monica Vangstad, Noregi. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.