Morgunblaðið - 14.11.2019, Side 53
MINNINGAR 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2019
✝ Sveinn Þorláks-son fæddist á
Laugabakka 15.
febrúar 1933 en ólst
upp á Sandhóli í Ölf-
usi. Hann lést á
Hjúkrunarheimilinu
Grund í Reykjavík 6.
nóvember 2019. For-
eldrar hans voru þau
Ragnheiður Runólfs-
dóttir, f. 23. desem-
ber 1900, d. 20. febr-
úar 1984, og Þorlákur Sveinsson,
f. 2. október 1899, d. 13. júní
1983. Systkini Sveins eru Rósa, f.
8. júní 1931, Eyrún Rannveig, f.
20. desember 1934, d. 23. júní
2018, og Páll Auðar, f. 19. júlí
1936, d. 10. september
2018.
Sveinn eignaðist
með Gyðu Thor-
steinsson Þorlák R., f.
2. júlí 1981. Fyrir átti
Gyða Guðjón Örn Ing-
ólfsson, f. 17. febrúar
1966, Sigurveigu
Höllu Ingólfsdóttur, f.
25. nóvember 1969, og
Unni Ingólfsdóttur, f.
28. júní 1972.
Sveinn stofnaði Suðurverk með
Dofra Eysteinssyni og er það
starfrækt enn í dag.
Útför Sveins fer fram frá Bú-
staðakirkju í dag, 14. nóvember
2019, kl. 13.
Elsku pabbi. 2. júlí 1981 kom ég
í heiminn. Þú varst heldur betur
undirbúinn fyrir að taka á móti
mér og taka þessa stöðu og
ábyrgð. Þú settir mig í algjöran
forgang. Þegar ég var bara barn á
Kornvöllum og var hjá þér veit ég
að þú tókst ekki vinnu eða verk því
þú varst með mig. „Drengurinn er
hjá mér,“ heyrði ég oft í síma. Og á
meðan last þú fyrir mig Kára litla
og Lappa, sem voru þó nokkrar
bækur. Þær fannst mér skemmti-
legar. Við sátum við eldhúsborðið
undir rauða lampanum og ég
hlustaði af athygli. Einnig tefldum
við og þú varst mjög stríðinn þeg-
ar þú sagðir skák og mát.
Með tímanum hættirðu að tefla
við mig því þá hafði þetta snúist
við. Þú varst aldrei langt undan
hvert sem ég fór; á fótboltamót úti
á landi eða skákmót. Alltaf varstu
þar. Og það var gott að hafa þig
nálægt. Á föstudögum komstu oft
og sóttir mig á leikskólann á Sel-
tjarnarnesi, oft á stórum trukki og
þá vorum við á leiðinni á Hvolsvöll.
Oft var stoppað í Hagkaup og einn
karl keyptur; He-man eða sá sem
var vinsæll á þeim tíma. Það var
skemmtilegt.
Þú varst ákveðinn og formfast-
ur, ekkert rugl, og ég gat alltaf
treyst á það sem þú sagðir. Það
var gert. Það var oft gaman þegar
ég var að greiða mér og greiddi
allt aftur og sagði: „Sjáðu, núna er
ég eins og afi.“ Þú lagðir mikið
upp úr snyrtimennsku og klæðn-
aði, að passa að greiða fyrir aftan
líka og klæða mig vel á veturna.
Þú hugsaðir fram í tímann, t.d.
hvar við byggjum svo það væri
stutt fyrir mig að fara í skóla. Þú
sást það út þegar þú fluttir svo til
Reykjavíkur. Það er eitt sem mig
skorti ekki, það var þitt óendan-
lega traust. Það var alltaf til mjólk
í ísskápnum. Núna á 38. aldursári
er ég búinn að tileinka mér þetta.
Það mun ekki klikka. Við vorum
svo miklir vinir þótt við værum
stundum ekki alveg sammála um
hlutina, en það var fljótt að gleym-
ast. Það sem stendur upp úr hjá
mér í minni minningu á fullorðins-
árum eru bíltúrarnir okkar, oft
bara um Suðurlandið.
Elsku pabbi, þú vissir að þú ert
að verða afi 17. febrúar og
ákváðum við Valdís að eignast
einn lítinn Svein Þorláksson strax
og við vissum kynið. Vonandi
gengur mér eins vel og þér að
koma honum til manns og fékk ég
góða kennslu og ætla að nota
reynslubankann þinn. Ég er þér
ævinlega þakklátur. Mig langar í
lokin að þakka fólkinu mínu hjá
Sandholt, Þorra sérstaklega, fyrir
100% skilning og að hjálpa mér
undir lokin.
Þorlákur Ragnar Sveinsson.
Sveinn hefur verið stór hluti af
lífi mínu frá því ég man eftir mér.
Á fyrstu sambandsárum hans og
mömmu trúði ég því af öllu hjarta
að hann kæmi til okkar til að hitta
mig og engan annan. Kom það
mér því mjög á óvart þegar þau
mamma áttu allt í einu von á Þor-
láki bróður mínum og ég áttaði
mig á að ástæða fyrir veru hans á
heimilinu var ekki bara ég. Ég fæ
seint þakkað fyrir hve vel hann
reyndist mér og var alltaf til stað-
ar fyrir mig og mína, og börnin
mín áttu í honum frábæran afa.
Kornvellir og Bjarmaland voru
alltaf heim fyrir mér og vissi ég að
hjá honum átti ég alltaf vísan stað.
Ég var eflaust ekki auðveldasti
unglingur Íslandssögunnar, en
aldrei fann ég hjá honum annað en
stuðning og þolinmæði og ófáa
kílómetrana lagði hann að baki í
skutl á þeim árum, því alltaf gat ég
reitt mig á hann. Fáir jafn sjóveik-
ir og hann myndu leggja á sig að
keyra norður og taka ferju til
Grímseyjar til þess að sjá okkur
og færa börnunum ber og rjóma.
Elsku Svenni. Við kveðjum þig í
dag en í hjarta okkar minnumst
við þín með óendanlegu þakklæti;
minnumst hlátursins þíns, bakar-
ísferðanna ykkar Gyðu, allra öku-
ferðanna og svo margs annars.
Megir þú vera ljósinu falinn.
Ég þakka allt frá okkar fyrstu kynnum,
það yrði margt, ef telja skyldi það.
Í lífsins bók það lifir samt í minnum,
er letrað skýrt á eitthvert hennar blað.
Ég fann í þínu heita stóra hjarta,
þá helgu tryggð og vináttunnar ljós,
er gerir jafnvel dimma daga bjarta,
úr dufti lætur spretta lífsins rós.
(Margrét Jónsdóttir)
Unnur Ingólfsdóttir
og fjölskylda.
Í dag kveðjum við Svenna eins
og hann var oftast kallaður. Ég
kynntist Svenna þegar hann hóf
sambúð með móður minni Gyðu
og fljótlega eignuðumst við systk-
inin lítinn bróður sem var skírður
Þorlákur Ragnar.
Svenni var okkur systkinum
alltaf mjög góður og var óþreyt-
andi að sækja og skutla okkur á
æfingar á Hvolsvelli. Svenni var
maður rólegur að eðlisfari en stutt
í húmorinn og hláturinn. Á Korn-
völlum var gott að búa og á ég góð-
ar minningar þaðan. Svenni var
mjög duglegur til vinnu og var
vinnudagur hans oft mjög langur.
Svenni útvegaði mér vinnu, fyrst í
brúarsmíði og svo hjá fyrirtækinu
sínu, Suðurverki, uppi á fjöllum í
Kvíslaveitum, það voru góðir
tímar. Svenni var mjög barngóður
og litli augasteinninn hans, hann
Þorlákur Ragnar, var alltaf með
honum í öllu sem hann tók sér fyr-
ir hendur. Seinna þegar ég fór að
eiga börn tók Svenni þeim eins og
sínum afabörnum; afi Svenni, eins
og þau öll kölluðu hann. Svenni
tók alltaf þátt í lífi okkar systkina,
mætti í jólaboð, fermingar og á
tímamót í okkar lífi. Svenni var afa
Halli og ömmu Sísí mjög góður og
voru þau miklir vinir og er ég viss
um að þau taka vel á móti honum.
Svenni var framsóknarmaður í
húð og hár og áttum við oft
skemmtilegar samræður um póli-
tík og yfirleitt ekki sammála þar.
Sveinn Þorláksson var góður
maður og elsku litli bróðir minn á
um sárt að binda í dag.
Ég vil þakka Svenna fyrir sam-
fylgdina.
Trúðu á tvennt í heimi
tign sem æðsta ber.
Guð í alheims geimi
Guð í sjálfum þér.
(Steingrímur Thorsteinsson)
Guðjón Örn Ingólfsson
og fjölskylda.
Í dag er borinn til grafar kær
vinur okkar og samferðamaður til
margra áratuga, Sveinn Þorláks-
son. Við bræður kynntumst Sveini
ungir, þegar hann réð sig til vinnu
hjá Vegagerð ríkisins austur í
Rangárvallasýslu, en þar var faðir
okkar, Eysteinn Einarsson, verk-
stjóri Vegagerðarinnar. Þetta var
árið 1954 en þá vorum við bræður
fimm, sjö og níu ára gamlir. Hjá
Vegagerðinni starfaði Sveinn til
fjölda ára, fyrst um sinn á jarðýtu
en síðar varð hann flokksstjóri og
vann á vörubíl sem hann hafði
keypt sér.
Á þessum árum var Sveinn
heimilismaður á heimili okkar og
foreldra okkar, Jensínu og Ey-
steins á Brú við Markarfljót, aust-
ur undir Eyjafjöllum. Sveinn var
með afbrigðum hjálpsamur og
tryggur og trúr því sem hann tók
sér fyrir hendur. Hann varð for-
eldrum okkar fljótt afar kær og
pabbi nefndi hann sjaldan á nafn
öðruvísi en að segja „Sveinn
minn“. Þeir voru ófáir hestarnir
sem hann járnaði með pabba og
merkilegt þótti okkur að fylgjast
með hvað hann var óragur við að
járna hin böldnustu hross. Við
bræður nutum gjafmildi hans og
gæsku, meðal annars í myndar-
legum jólagjöfum. Á unglingsár-
um unnum við með honum í vega-
vinnunni hjá pabba.
Sveinn var dagfarsprúður mað-
ur og léttur í lund, það var létt yfir
öllu þar sem hann var.
Árið 1967 keypti einn okkar
bræðranna jarðýtu með Sveini.
Þetta var upphafið að löngu og
farsælu samstarfi sem varð að
fyrirtækinu Suðurverki ehf.
Smám saman fjölgaði tækjum og
verkefnum og fyrirtækið stækk-
aði og dafnaði. Unnið var að ým-
iskonar verkefnum, einkum virkj-
anagerð. Árið 1985 dró Sveinn sig
út úr rekstri Suðurverks.
Sveinn var sannkallaður gæða-
drengur. Stálheiðarlegur,
skemmtilegur og vinmargur. Við
minnumst hans með hlýju og virð-
ingu og þökkum honum vináttuna
og samfylgdina í lífinu og minn-
umst allra þeirra góðu stunda sem
við áttum með honum. Við erum
sömuleiðis þakklátir honum fyrir
þá umhyggju sem hann sýndi for-
eldrum okkar alla tíð.
Við vottum Þorláki, syni
Sveins, og fjölskyldu hans okkar
dýpstu samúð. Megi minningin
um góðan dreng lifa.
Jens, Dofri og Gísli
Eysteinssynir.
Góðvinur minn til margra ára
Sveinn Þorláksson, ættaður frá
Sandhóli í Ölfusi, er fallinn frá.
Fráfall hans kom mér kannski
ekki á óvart því ég var búinn að
fylgjast með veikindum hans.
Ég var ekki hár í loftinu er ég
kynntist Sveini fyrst, þegar hann
kom austur að Brú undir Eyja-
fjöllum til Eysteins Einarssonar
vegavinnuverkstjóra með jarðýtu,
International TD 14 frá Árnes-
sýslu, sem hann svo keypti síðar.
Fyrsta verkefni hans með jarðýt-
una var að ýta upp varnargörðum
við Markarfljót. Þessi jarðýta var
með þeim stærstu á þessum tíma.
Fyrstu árin hélt hann að mestu til
hjá Eysteini og Jensínu á Brú. Ég
var tíður gestur á Brú þar sem ég
átti heima í nágrenninu og við
Gísli vorum nánast jafngamlir og
vorum góðir leikfélagar og þar
byrjuðu fyrstu kynni mín af
Sveini. Hann gerðist svo flokks-
stjóri hjá Vegagerðinni og starfaði
við það í mörg ár og gerði út vöru-
bíl lengst af, einnig stofnaði hann
ásamt Dofra Eysteinssyni verk-
takafyrirtækið Suðurverk. Sveinn
flutti á Hvolsvöll og byggði meðal
annars eitt fyrsta iðnaðarhúsið
sem byggt var á Hvolsvelli, sem
nú hýsir starfsemi Frumherja.
Þegar byrjað var að byggja Sig-
ölduvirkjun var mikil eftirspurn
eftir vörubílum á virkjunarsvæðið
og var ég einn af þeim sem keyptu
vörubíl í þetta verkefni. Um frí-
helgar þurfti oft að dytta að ein-
hverju og þá var yfirleitt leitað til
Sveins um að fá pláss á verkstæð-
inu hjá honum. Alltaf var það sjálf-
sagt ef það var pláss, en með einu
skilyrði: Þú verður bara að taka til
eftir þig og hló sínum stríðnis-
hlátri.
Seinna flutti hann til Reykja-
víkur og bjó þar til dauðadags.
Ég lenti í alvarlegu slysi árið
2006 og í framhaldi af því dvaldi ég
á hjúkrunarheimilinu Kirkjuhvoli
á Hvolsvelli. Komu þeir Sveinn og
Gísli Eysteinsson sem þá bjó einn-
ig í Reykjavík iðulega austur til
mín í heimsókn og yfirleitt var far-
ið í bíltúr. Var farið vítt og breitt
um sveitina svo sem undir Eyja-
fjöll, í Landeyjar og Landeyja-
höfn, Fljótshlíð, Rangárvelli og
Þykkvabæ og víðar. Þetta voru
skemmtilegar ferðir og þar sem
við höfðum allir unnið mikið á
þessu svæði voru rifjuð upp mörg
skemmtileg atvik frá fyrri tímum.
Að gamni okkar kölluðu við þenn-
an félagsskap Litla ferðaklúbbinn.
Eftir að heilsu Sveins fór að
hraka fækkaði bíltúrum en heim-
sóknum fækkaði ekki og voru þeir
félagar duglegir að koma til mín í
spjall. Í vetur sem leið er ég var á
lungnadeild Landspítalans í Foss-
vogi og Sveinn á dvalarheimilinu
Grund, fékk ég skilaboð frá Sveini
í gegnum Þorlák son hans að hann
langaði að koma og heimsækja
mig og hvaða tími hentaði mér
best. Við Þorlákur ræddum þetta
og komum okkur saman um besta
tíma sem hentaði báðum. Þegar
kom að því að Þorlákur kom með
pabba sinn upp á Landspítala og
stoppaði á bílastæðinu varð
Sveinn svo óöruggur að hann
treysti sér ekki út úr bílnum.
Þetta var eitt af þeim sjúkdóms-
einkennum hans sem hann að lok-
um varð að láta í minnipokann fyr-
ir. Þótti mér afskaplega vænt um
að hann hefði reynt að koma.
Ég vil þakka Sveini samfylgd-
ina og votta Þorláki og fjölskyldu
innilega samúð.
Tryggvi Ingólfsson.
Kynni mín af Sveini hófust þeg-
ar ég var 18 ára og hóf samband
við uppeldisdóttur hans, hana
Unni mína. Ætíð fór vel á með
okkur og höfðum við gaman af að
spjalla hvort sem við hittumst eða
heyrðumst í síma. Hjá báðum átti
vinnan hug okkar og náðum við
þar vel saman. Hann hafði óbil-
andi áhuga á öllu sem viðkom fjöl-
skyldu okkar Unnar og ekki síst
börnunum okkar. Ég kveð með
þakklæti fyrir góðan vinskap alla
tíð. Megi Guð geyma góðan mann.
Þinn vinur,
Svafar Gylfason.
Sveinn Þorláksson
Útfararþjónusta
& lögfræðiþjónusta
Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram-
kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin.
Við þjónum með virðingu og umhyggju að
leiðarljósi og af faglegum metnaði.
Helga Guðmundsdóttir,
umsjón útfara
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna
Okkar hjartkæra,
KRISTÍN HELGADÓTTIR,
Sólvöllum,
Eyrarbakka,
lést 3. nóvember.
Útförin fer fram frá Selfosskirkju
föstudaginn 15. nóvember klukkan 14.
Anna Þóra Einarsdóttir Halldór Ingi Guðmundsson
Hildur Einarsdóttir Guðmundur Arnoldsson
Garðar Einarsson Sigríður Dýrfinna Jónsdóttir
Gunnar Einarsson Hulda Gunnlaugsdóttir
Helga Einarsdóttir Sigge Lindkvist
og fjölskyldur
Innilegar þakkir fyrir hlýhug og samúð
vegna andláts og útfarar sambýliskonu
minnar, móður okkar, tengdamóður og
ömmu,
ÁSTU SVANDÍSAR SIGURÐARDÓTTUR,
Úthlíð, Skaftártungu.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Klausturhóla fyrir góða
umönnun og hlýju.
Valur Oddsteinsson
Herdís Erna Gústafsdóttir Haukur Sigurjónsson
Trausti Fannar Valsson Guðrún Inga Sívertsen
Elín Heiða Valsdóttir Guðmundur Ingi Arnarsson
Oddný Steina Valsdóttir Ágúst Jensson
Sigurður Árni Valsson Stefanía Hjaltested
og barnabörn
Innilegar þakkir til ykkar allra sem sýnduð
okkur fjölskyldunni samúð, hlýju, stuðning
og vinarhug við andlát og útför okkar
ástkæru eiginkonu, móður, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
NÖNNU GUÐRÚNAR ZOËGA
djákna.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Droplaugarstaða sem sinnti henni
af alúð og umhyggju.
Kærleikskveðja,
Lárus J. Atlason og fjölskylda
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
VILHELMÍNA SOFÍA SVEINSDÓTTIR,
Þangbakka 10,
lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli
miðvikudaginn 6. nóvember. Útförin fer
fram frá Breiðholtskirkju mánudaginn 18. nóvember klukkan 13.
Sveinn Jónas Þorsteinsson Brynhildur Agnarsdóttir
Ásgeir Þorsteinsson Magnea Rannveig Hansdóttir
Ragnheiður G. Þorsteinsd. Gunnar Ólafur Einarsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
RAGNA H. HJARTAR,
lést á líknardeild Landspítalans
mánudaginn 11. nóvember.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju
föstudaginn 22. nóvember klukkan 15.
Blóm og kransar afþökkuð en þeim sem vildu minnast hennar
er bent á líknarfélög.
Hjörtur J. Hjartar Jakobína Sigtryggsdóttir
Friðrik J. Hjartar Anna Nilsdóttir
Rúnar J. Hjartar Áslaug Arndal
barnabörn og langömmubörn