Morgunblaðið - 14.11.2019, Side 67
ÍÞRÓTTIR 67
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2019
Það verður auðvelt að sam-
gleðjast Finnum tryggi þeir sér
sæti á EM á morgun. Þar með
yrði karlalandslið þjóðarinnar í
fótbolta með á stórmóti í fyrsta
sinn næsta sumar. Þeim dugar
að vinna lærisveina Helga Kol-
viðssonar í Liechtenstein í Hels-
inki og finnska þjóðin hleður svo
væntanlega í góða sigurhátíð í
kjölfarið, ef til vill með landsliðs-
mönnunum sjálfum á miðbæjar-
torgi líkt og haustkvöld eitt í
Reykjavík 2015.
Ég mun samgleðjast Finnum
ef til vill meira en ella vegna þess
með hve „ljótum“ hætti við unn-
um þá á Laugardalsvelli í undan-
keppni HM. Ég hef engan séð
eins illan og lýsanda finnska
sjónvarpsins, sessunaut minn á
leiknum, sem reif af sér heyrn-
artólin eftir leik og reifst og
skammaðist, uppfullur af rétt-
látri reiði. Ísland skoraði nefni-
lega tvö mörk á lokamínútunum,
í 3:2-sigri, og sigurmarkið átti
klárlega ekki að standa.
Hvort Finnar náðu að nýta
sér þessa reiði veit ég ekki en
þeir náðu sér alla vega á strik í
lok undankeppninnar og árangur
þeirra ætti ekki að koma Íslend-
ingum á óvart. Finnar unnu 1:0-
sigur á Íslandi ytra og virtust
nánast hafa gert út um HM-
drauminn okkar, en svo gerðist
Pyry Soiri einhver kærasti Ís-
landsvinur allra tíma þegar hann
jafnaði metin á 90. mínútu í leik
gegn Króatíu skömmu síðar.
Maður mun samgleðjast þeim
dásamlega manni mest allra.
Það að nú komist 24 þjóðir í
lokakeppni EM hverju sinni, eða
44% af þeim 55 þjóðum sem eru
aðilar að UEFA, eykur auðvitað
líkurnar á að nýjar þjóðir bætist
á lista þeirra sem keppt hafa á
EM. Gallinn er sá að það verður
einhvern veginn minna merkilegt
að komast á mótið. Nýja Þjóða-
deildarumspilið býður líka upp á
að „minnstu“ fótboltaþjóðirnar
komist á EM. Til að mynda er
ljóst að Georgía, Hvíta-Rússland,
Kósóvó eða Norður-Makedónía
verður líkt og Finnland nýliði á
EM, í gegnum D-deildarumspilið.
BAKVÖRÐUR
Sindri Sverrisson
sindris@mbl.is
KÖRFUBOLTI
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Fróðlegt verður að sjá kvennalands-
liðið í körfuknattleik í Laugardals-
höllinni í kvöld. Langt er orðið síðan
liðið lék mótsleik og nú hefst ný
undankeppni. Auk þess hafa þjálf-
araskipti orðið en Benedikt Guð-
mundsson tók við liðinu í vor. Bene-
dikt er þrautreyndur félagsliða-
þjálfari og hefur
unnið titla bæði í
karla- og kvenna-
flokki. Hann er
hins vegar að
stíga sín fyrstu
skref sem þjálfari
A-landsliðs.
Leikurinn í
kvöld er gegn
Búlgaríu en Ís-
land og Búlgaría
eru fyrir fram
talin veikari liðin í riðlinum en
Grikkland og Slóvenía þykja öflugri.
Benedikt sagði í Morgunblaðinu á
þriðjudaginn að hann liti svo á að
sigurlíkurnar gegn Búlgörum væru
50/50. Ísland gæti því átt gott tæki-
færi til að byrja keppnina vel. Í síð-
ustu undankeppni töpuðu Ísland og
Búlgaría öllum sínum leikjum sem
bendir enn frekar til þess að liðin
séu svipuð að styrkleika.
Leikirnir í sumar lofuðu góðu
Landsliðið hefur haft nokkra daga
til að undirbúa sig fyrir leikinn og
ljóst að engin kraftaverk eru unnin á
svo skömmum tíma. Ekki hefur liðið
heldur fengið vináttuleiki eftir að
körfuboltatímabilið hófst. Liðið býr
hins vegar að því að hafa fengið
nokkrar vikur til að vinna saman í
kringum Smáþjóðaleikana snemma í
sumar.
Úrslitin þar lofa nokkuð góðu með
þeim fyrirvara að í slíku móti er um-
hverfið og spennustigið annað en í
undankeppni stórmóts. Á móti Kýp-
ur, Lúxemborg, Mónakó og Möltu
unnust sigrar með átján til þrjátíu
og tveggja stiga mun. Ísland tapaði
þar á móti Svartfjallalandi með átta
stiga mun eftir jafnan leik en Svart-
fjallaland hefur verið í lokeppni EM
en þangað hefur kvennalið Íslands
aldrei náð. Þótt leikurinn gegn
Svartfjallalandi hafi tapast þá voru
þar jákvæð teikn á lofti frekar en
hitt. Fara þarf liðlega ár aftur í tím-
ann til að finna síðast leik í und-
ankeppni stórmóts. Ísland lék þá
gegn Bosníu og Slóvakíu í Laug-
ardalshöll. Tapaði Ísland með þrjá-
tíu stiga mun fyrir Slóvakíu og með
tíu stiga mun fyrir Bosníu.
Mikið mæðir á Helenu og Hildi
Morgunblaðið spurði Hildi Sig-
urðardóttur, leikjahæstu landsliðs-
konu Íslands frá upphafi, út í verk-
efnið sem framundan er. „Búlgaría
er fyrir neðan okkur á styrkleika-
listanum en ég veit ekki hversu mik-
ið er að marka það. Ætli þessi lið séu
ekki álíka sterk. Íslensku landsliðs-
konurnar ættu að fara inn í þennan
leik til að vinna og gera það,“ sagði
Hildur í gær. Helena Sverrisdóttir
er vitaskuld í lykilhlutverki í lands-
liðinu eins og undanfarinn áratug
eða svo. Hennar kynslóð er að
mestu leyti horfin á braut úr lands-
liðinu þótt Helena sé bara nýorðin
31 árs. Gunnhildur Gunnarsdóttir er
næst henni í aldri í hópnum nú en
hún er 29 ára. Íslenska liðið er því
fremur ungt þótt nokkrir leikmenn
hafi öðlast umtalsverða reynslu.
Helena og Hildur Björg Kjartans-
dóttir náðu mjög vel saman í síðustu
undankeppni og Hildur Sig. segir að
þær þurfi að eiga góðan leik til að
Ísland geti unnið. „Auðvitað þarf
Helena að eiga góðan dag en það á
við um fleiri leikmennn í kringum
hana. Hildur Björg ætti að vera lyk-
illeikmaður við hlið Helenu og mikið
mun mæða á þeim. Gaman er að
fylgjast með Hildi því hún er alltaf
að vaxa og er að verða ein af þeim
bestu í deildinni,“ benti Hildur á en
segir kynslóðaskiptin geta haft
áhrif.
Ber virðingu fyrir Benedikt
„Áhugavert verður að sjá leik-
menn eins og Söru Rún Hinriks-
dóttur og Lovísu Henningsdóttur
sem ekki hafa getað verið með
landsliðinu vegna náms í Bandaríkj-
unum. Við eigum eftir að sjá hvernig
þær koma inn í liðið. Að einhverju
leyti er þetta nýr hópur og und-
irbúningurinn stuttur fyrir þennan
leik. Vonandi hefur tíminn verið
nýttur vel en ég held að þetta sé
mesta áhyggjuefnið,“ sagði Hildur
sem lék um tíma undir stjórn Bene-
diks hjá KR.
„Ég ber alltaf virðingu fyrir
Benna og hef ekki heyrt neitt annað
en gott um starf hans hjá landslið-
inu. Ég held að hann standi sig vel
og hann er örugglega flottur í þessu
starfi,“ sagði Hildur Sigurðardóttir.
Fyrsti mótsleikur lands-
liðsins eftir þjálfaraskipti
Ísland mætir Búlgaríu í undankeppni EM kvenna í körfuknattleik í kvöld
Morgunblaðið/Hari
Landsliðsæfing Benedikt Guðmundsson, Hallveig Jónsdóttir og Helena Sverrisdóttir á æfingu í vikunni.
Hildur
Sigurðardóttir
EM 2020
Sindri Sverrisson
sindris@mbl.is
Ljóst er að í það minnsta tvær breyt-
ingar verða á byrjunarliði Íslands frá
því í leiknum við heimsmeistara
Frakka í síðasta mánuði, þegar það
mætir Tyrklandi í Istanbúl í dag.
Leikið verður á „háværasta fótbolta-
leikvangi heims“, Türk Telekom-
leikvanginum, og hefst leikurinn kl.
17 að íslenskum tíma. Jafntefli dygði
Tyrkjum til að komast á EM, svo
nýtt hávaðamet gæti hæglega verið
sett, en sigur Íslands héldi lífi í von-
um liðsins.
Lykilmennirnir Aron Einar Gunn-
arsson og Jóhann Berg Guðmunds-
son eru meiddir, sem og Rúnar Már
Sigurjónsson, Albert Guðmundsson
og Rúnar Alex Rúnarsson, auk þess
sem Emil Hallfreðsson var ekki val-
inn. Þá er Viðar Örn Kjartansson
veikur og missir af leiknum í dag en
gæti mætt Moldóvu á sunnudag.
Emil er sá eini þeirra sem tók þátt í
síðasta landsleik, 2:0-sigrinum gegn
Andorra, en þá höfðu Jóhann og
Rúnar meiðst nokkrum dögum áður í
1:0-tapinu gegn Frökkum.
Ætla má að aftasta lína íslenska
liðsins verði sú sama og gegn Frökk-
um; Hannes Þór Halldórsson í mark-
inu en Guðlaugur Victor Pálsson,
Kári Árnason, Ragnar Sigurðsson og
Ari Freyr Skúlason í vörninni. Helst
gæti farið svo að Ari yrði færður
fram á kantinn og Hörður Björgvin
Magnússon, sem missti af síðustu
landsleikjum vegna meiðsla, fengi
stöðu vinstri bakvarðar.
Birkir Bjarnason og Gylfi Þór Sig-
urðsson verða örugglega á miðjunni
og spurning hvort Erik Hamrén láti
duga að vera með tvo miðjumenn.
Guðlaugur Victor gæti leikið sem
varnarsinnaður miðjumaður og
Hjörtur Hermannsson tekið stöðu
hægri bakvarðar að nýju.
Arnór Ingvi Traustason spilar
væntanlega á öðrum kantinum og
annaðhvort Ari, Arnór Sigurðsson
eða jafnvel Jón Daði Böðvarsson á
hinum kantinum. Kolbeinn Sigþórs-
son verður eflaust í fremstu víglínu,
hugsanlega með Alfreð Finnbogason
eða Jón Daða sér við hlið. Mikael
Anderson, Aron Elís Þrándarson,
Samúel Kári Friðjónsson, Ingvar
Jónsson og Hólmar Örn Eyjólfsson
eiga allir möguleika á að spila sinn
fyrsta leik í undankeppni stórmóts.
Þetta er þriðja undankeppnin í
röð þar sem Ísland og Tyrkland
mætast og hefur Íslandi gengið vel í
leikjunum hingað til. Eini sigur
Tyrkja, í fimm leikjum, kom vegna
sigurmarks úr aukaspyrnu á 90.
mínútu í Konya 2015, í 1:0-sigri í leik
sem skipti litlu máli fyrir Ísland en
tryggði Tyrkjum sæti á EM. Hina
fjóra leikina hefur Ísland unnið, síð-
ast 2:1 með tveimur mörkum frá
Ragnari Sigurðssyni.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Sigur síðast Kolbeinn Sigþórsson og Gylfi Þór Sigurðsson glaðbeittir eftir
2:1-sigurinn á Tyrkjum í júní. Ísland vann 3:0-útisigur á Tyrkjum 2017.
Hverjir spila í heimsmetslátum?
Ísland þarf sigur gegn Tyrkjum í dag
16-liða úrslitum
Coca Cola-
bikarkeppni
kvenna í hand-
knattleik lauk í
gær þegar tvö
úrvalsdeildarlið
mættust á Ásvöll-
um. Haukar
höfðu betur gegn
ÍBV 29:25 og þær
hafnfirsku eru
þá komnar í 8-liða úrslit keppn-
innar. Áður höfðu Fram, KA/Þór,
HK, Fjölnir, ÍR og FH tryggt sér
sæti í 8-liða úrslitum og núverandi
bikarmeistarar Vals verða einnig í
pottinum þegar dregið verður.
Birta Lind Jóhannsdóttir var
markahæst hjá Haukum en hún
skoraði 10 mörk. Guðrún Erla
Bjarnadóttir skoraði 9 og þær voru
því með 19 af 29 mörkum liðsins að
þessu sinni.
Ásta Björt Júlíusdóttir skoraði 10
mörk fyrir ÍBV og Sunna Jóns-
dóttir kom næst með 6 mörk. Að
loknum fyrri hálfleik var ÍBV yfir
13:10 en Eyjaliðið gaf eftir þegar
leið á leikinn.
Haukar slógu
ÍBV út úr
bikarnum
Birta Lind
Jóhannsdóttir