Morgunblaðið - 25.11.2019, Page 16

Morgunblaðið - 25.11.2019, Page 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2019 Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - www.ofnasmidja.is - sími 577 5177 hafðu það notalegt vottun reynsla ára ábyrgð gæði miðstöðvarofnar Að tryggja fólki áhyggjulaust ævikvöld. Þetta eru orð sem við höfum líklega öll oft heyrt þegar talað er um hlutverk lífeyr- issjóða. En hvað þýðir þetta? Í hverju felst það að tryggja fólki áhyggjulaust ævi- kvöld? Það eru líklega mörg svör við þessari spurningu og mismunandi sjónarmið. Hvað sem öðru líður hlýtur fjárhags- legt öryggisnet að minnsta kosti að vera mikilvægur þáttur. Því ef við getum minnkað áhyggjur okkar af fjárhagnum er auðveldara að slaka á og lifa lífinu. Þessi hugsun um fjárhagslegt ör- yggisnet á efri árum var grunnurinn að því að fyrsti lífeyrissjóðurinn var stofnaður fyrir 100 árum. Sjóðurinn var eftirlaunasjóður fyrir embættis- menn og dæmi um slíka, árið 1919, voru prestar, dómarar, sýslumenn, héraðslæknar og prófessorar. Einnig var stofnaður sjóður til þess að sjá um framfærslu ekkna embættismanna ef þeir féllu frá, en árið 1919 voru flestir ef ekki allir embættismenn karlmenn. Þessi fyrsti lífeyrissjóður heitir í dag Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins og fögnum við hundrað ára afmæli hans á fimmtudaginn næstkomandi. Tímarnir hafa breyst mikið á þessum hundrað árum og sjóðurinn líka. Í dag er til dæmis hlutfall sjóðsfélaga þann- ig að um 67% eru konur og 33% eru karlar. Fljótlega eftir stofnun þessa emb- ættismannasjóðs sá fólk sem tilheyrði öðrum starfsstéttum kosti lífeyris- sjóða og óskaði eftir sambærilegum réttindum. Árið 1921 var stofnaður sjóður fyrir barnakennara, árið 1930 var stofnaður lífeyrissjóður starfs- manna Reykjavíkurborgar, 1938 fengu ljósmæður sinn sjóð og í fram- haldinu voru stofnaðir fleiri minni sjóðir. Á fimmta áratug síðustu aldar varð ákveðin bylting í starfsemi LSR þegar allir ríkisstarfsmenn fengu aðgang að sjóðnum. Þá var einnig stofnaður sjóður fyrir hjúkrunar- fræðinga og þessi þróun hélt áfram; má nefna Líf- eyrissjóð verslunarmanna og Lífeyrissjóð verksmiðju- fólks, sem stofnaðir voru árin 1955 og 1959. Mikil vitundarvakning varð upp úr 1960 um þann mikla mismun sem var á kjörum þeirra sem áttu réttindi í lífeyrissjóði og þeirra sem höfðu enga tryggingu á efri árum. Ár- ið 1969, 50 árum eftir stofnun LSR, urðu lífeyrismál að miklu baráttumáli í kjaraviðræðum og samið var um skyldutryggingu í kjarasamningum. Í ár fögnum við því ekki eingöngu 100 ára afmæli fyrsta lífeyrissjóðsins á Ís- landi heldur líka 50 ára afmæli líf- eyrissjóðakerfisins okkar. Lífeyrissjóðirnir hafa þróast mikið í áranna rás og sjóðir dagsins í dag hafa fleira um að hugsa en einungis að safna fjármunum í pott sem fólk fær greitt úr þegar það lætur af störfum. Stór hluti starfseminnar snýst um að ávaxta það fé sem lagt er inn. Við hjá LSR höfum nú á 100 ára afmælinu markað okkur skýra stefnu í sam- félagsábyrgð og notum hana við ákvarðanatöku um fjárfestingar. Við viljum fjárfesta af skynsemi og með umhverfissjónarmið í huga. Fjárfest- ingar eru hreyfiafl og við viljum styðja verkefni sem breyta heiminum til hins betra. Það að heimurinn verði góður staður að búa á er nefnilega ekki síður mikilvægur hluti af áhyggjulausu ævikvöldi en það að eiga tryggan lífeyri. LSR í 100 ár – í hverju felst áhyggju- laust ævikvöld? Eftir Hörpu Jónsdóttur Harpa Jónsdóttir »Ef við getum minnkað áhyggjur okkar af fjárhagnum er auðveldara að slaka á og lifa lífinu. Höfundur er framkvæmdastjóri LSR. Sendiherra Svíþjóð- ar, Håkan Juholt, ritaði grein, Fólk er ekki vandamálið, í blaðið fyrir stuttu. Greinin byrjar á að orðstír Svíþjóðar sé sterkur í heiminum, en sendiherrann segir út- lendinga nú beina spjótum sínum gegn samfélagsmódeli Svía með því sem hann kall- ar niðrandi skrif. Svíar velja sér sitt samfélagsmódel. Þessi skrif ógna kannski sænsku velferðarmódeli sem fyrirmynd annarra ríkja og þar með áhrifum Svíþjóðar. Um meint niðrandi skrif um Sví- þjóð segir: „Þessar greinar eru allar keimlíkar og litaðar af megnri andúð á útlendingum og innihalda hrein ósannindi.“ Síðar, í neikvæðri um- fjöllun um Svíþjóð sé því oft haldið fram að sænska ríkisstjórnin þaggi niður gagnrýnisraddir. Þetta sé að sjálfsögðu alrangt. Svíar séu á meðal fremstu þjóða heims þegar komi að fjölmiðla- og tjáningarfrelsi. Lögum hafi þó verið breytt þannig að þau taki á hatursumræðu sem „eigi að gilda í lýðræðissamfélagi og það kemur augljóslega við kaunin á þeim sem er annt um frelsi sitt til að hata aðra.“ Stigsmunur er á andúð og hatri á öðrum og mörkin óljós og lög sem takmarka tjáningarfrelsi eru mjög vandmeðfarin. Sendiherrann segir í greininni að um 170.000 sýrlenskir flóttamenn hafi fengið hæli í Svíþjóð. Fyrir þessi skrif minnist sendiherrann á megna útlendingaandúð og eftir þau á ofan- greinda umfjöllun um sænsk lög gegn hatursumræðu. Sendiherrann minnist ekki á það að gagnrýna á þessa áhrifamiklu innflytjendastefnu sænskra stjórnvalda – sem er póli- tískt stefnumál – var tabú í sænsku samfélagi árið 2015. Þeir sem voguðu sér gagnrýni áttu á hættu félagslega útskúfun. BBC hefur t.d. fjallað um þetta. (YouTube: Sweden: Truth, lies and manipulated narratives). Út- skúfun hefur gríðarleg áhrif á ein- staklinga og fátt sem þeir óttast meira, enda maðurinn félagsvera. Líkleg röksemda- færsla: Þeir sem eru á móti innflytjendastefn- unni eru á móti innflytj- endum. Samasemmerki er sett á milli umræðu um stefnu og innflytj- endur, einnig framtíð- arinnflytjendur. Að blanda saman fólki og umræðu um stefnu er hér hættulegt. Afleiðingarnar í Svíþjóð hafa verið miklar. Valdakerfi landsins, tveggja blokka kerfið, er hrunið og risið hef- ur upp nýr 20% flokkur, Svíþjóðar demókratar (SD), sem valdaelítan útskúfar. Hann er nú með 25% fylgi í skoðanakönnunum. Ólíkt eldri flokk- um hefur SD harðlega gagnrýnt sænska innflytjendastefnu og verið sakaður um útlendingaandúð. Leið- togi leiðtogi miðhægri flokksins Moderaterna, Ulf Kristersson, baðst nýlega afsökunar á að flokkurinn hafi tekið þátt í að rægja og útloka þær raddir sem þorðu að vekja at- hygli á vandanum og gagnrýndu inn- flytjendastefnuna. Líkja má því sem Svíþjóð gerði við að Ísland tæki á móti 5.200 flótta- mönnum (New York Times sagði það 5.200.000 flóttamenn til BNA). Ís- land gæti gert slíkt í nafni mannúðar og mannréttinda. Hvernig yrðu við- brögðin og umræðan á Íslandi? Opin og heiðarleg umræða fyrir slíka ákvörðun er hin lýðræðislega aðferð. Íslendingar láta vonandi aldrei bjóða sér þá skoðanakúgun sem virðist hafa átt sér stað í Svíþjóð um inn- flytjendastefnu sænskra stjórnvalda. Það hefði alvarlegar afleiðingar fyrir íslenskt samfélag. Umræðan á Íslandi má aldrei að verða þannig að auðvelt og léttvægt sé að væna fólk um útlendingaandúð og lygar setji það opinberlega fram skoðanir sínar. Málefni innflytjenda verða í framtíðinni í umræðunni á Ís- landi móti stjórnvöld stefnu í mála- flokknum. Sú umræða verður að vera opin og heiðarleg. Í umræðunni á Íslandi ætti ætíð að hafa í huga skrif helstu heimspekinga vestrænna gilda um tjáningarfrelsið; John Stu- art Mill, Hönnuh Arendt o.fl. Að geta tjáð sig um tabú er hluti af skoðana- og tjáningarfrelsi hvers einstaklings. John Stuart Mill taldi að við ættum að vera þakklát þeim sem ræðst óspart á ríkjandi skoð- anir. Einnig að tjáningarfrelsi tak- markist af rökum, ekki félagslegum veruleika. Skoðana- og tjáningarfrelsi má aldrei vera vandamálið. Skrif sendi- herrans benda til að umræða um ástandið í Svíþjóð undanfarið sé vandamál. Hún sé, a.m.k. að hluta, niðrandi og neikvæð, lituð megnri út- lendingaandúð, hrein ósannindi og alröng. Staðreyndin er að fá ríki hafa fengið jafn jákvæða umfjöllun og fyr- irmyndarríkið Svíþjóð. Sænsk stjórnvöld geta haldið áfram að taka á móti fjölda flótta- manna. Það er ákvörðun Svía og sænskra stjórnvalda og engra ann- arra. Og af hverju ekki? Það eru mannréttindi. Flóttamannavandi heimsins er mikill. ESB greiðir Tyrklandi milljarða evra til að koma í veg fyrir að sýrlenskir flóttamenn komi til ESB. Mikilvægt er að allir geti frjálst nýtt skoðana- og tjáningarfrelsi sitt. Það eru líka mannréttindi. Einnig þeirra sem fjalla um sænska innflytj- endastefnu og það sem þeir telja af- leiðingar hennar og vandamál. Að væna fólk um útlendingaandúð og lygar er alvarleg ásökun. Sér- staklega er það nýtir sér skoðana- og tjáningarfrelsi sitt í samfélags- umræðu. Skiptir engu hvort henni er beint að skilgreindum eða óskil- greindum hópi. Áhrifin ná langt út fyrir hópinn sem ásökuninni er beint að. Hún nær til allra og skapar ótta sem getur leitt til mikillar skerð- ingar á þeim grundvallarmannrétt- indum sem skoðana- og tjáning- arfrelsi eru. Skoðana- og tjáningarfrelsi má aldrei vera vandamálið Eftir Eyjólf Ármannsson » Íslendingar láta vonandi aldrei bjóða sér þá skoðanakúgun sem virðist hafa átt sér stað í Svíþjóð. Eyjólfur Ármannsson Höfundur er lögfræðingur LL.M. og býr í Osló. eyjolfur@yahoo.com Það er ekki mikið að frétta úr forsætis- ráðuneytinu varðandi snöggar aðgerðir vegna Samherja. Það hefur sýnt sig að ráðuneytið getur verið afar seinvirkt að taka skjótar og þýðingar- miklar ákvarðanir en er aftur á móti snart í snúningum við að moka yfir vandamálin eftir því hver togar í spottana. Sjávarútvegsráðherra virðist hafa tapað allsnarlega tungunni, eyrunum og sjóninni varðandi Sam- herjamálið, þó virðist sem aðeins sé að rofa til þar á bæ hvað Namibíu- spillinguna varðar í ráðuneyti fisk- veiða. Rétt viðbrögð íslenskra stjórn- valda að mínu mati varðandi undir- borðsgreiðslur til namibískra stjórnvalda vegna kvótakaupa Sam- herja hefðu verið að ráðherra fisk- veiða hefði strax sent fámenna nefnd til Namibíu til að komast til botns í málinu í samvinnu við namibísk stjórnvöld, þar eru heima- slóðir þessarar spillingar og þar átti gjörningurinn sér upphaflega stað. Miðað við fréttaflutning af Sam- herjamálinu á Íslandi mætti ætla að þetta afríska kvótabrask væri einungis íslenskt fyrirbæri, eins barna- lega og það lætur í eyrum. En það er ein- mitt svo, ákaflega vill- andi og barnalegur fréttaflutningur. Það þarf að byrja rannsóknina í Namibíu, það er að segja ef stjórnvöld þar í landi verða samvinnufús í máli þessu, sem er langt í frá öruggt þar sem stjórnvöld í Nami- bíu hugsanlega vernda spillinguna af öllum mætti vegna eigin hags- muna. En á það verða íslensk stjórnvöld að láta reyna og bregðast svo við eftir að svar hefur borist frá stjórn- völdum þar í landi. Það er byrjunin. Nammi-bía Eftir Jóhann L. Helgason Jóhann L. Helgason » Það þarf að byrja rannsóknina í Nami- bíu, það er að segja ef stjórnvöld þar í landi verða samvinnufús í máli þessu. Höfundur er húsasmíðameistari.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.