Morgunblaðið - 25.11.2019, Side 22

Morgunblaðið - 25.11.2019, Side 22
22 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2019 50 ára Sirrý ólst upp á Sauðárkróki en býr á Akureyri. Hún er skóla- meistari Verkmennta- skólans á Akureyri. Maki: Atli Örn Snorra- son, f. 1968, rafvirki. Börn: Snorri Björn Atlason,. f. 1993, Þórhildur Amalía Atla- dóttir, f. 2002, og Arnþór Atli Atlason, f. 2004. Foreldrar: Jón Dalmann Pétursson, f. 1942, fv. bílstjóri, bús. á Sauðárkróki, og María Símonardóttir, f. 1944, fv. verka- kona, bús. á Akranesi. Sigríður Huld Jónsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Hlutirnir eru í góðu lagi þótt þeir séu ekki alfullkomnir. Þú ert að ná áttum hvað varðar þig sjálfa/n. 20. apríl - 20. maí  Naut Ef einhver vill létta undir með þér skaltu þiggja það með þökkum. Einhver rennir til þín hýru auga, horfðu á móti. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Gleymdu því sem ekki gekk upp hjá þér á síðasta ári. Horfðu bara fram á veginn. Í lok árs færðu frábærar fréttir. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það er hægt að gera sér daga- mun án þess að setja sig í miklar skuldir. Eitthvað skemmtilegt er fram undan í vinahópnum. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú verður að geta staðið við þau loforð sem þú gefur. Haldir þú áfram að bauka ein/n er hætta á að lítið verði úr hlutunum. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Auðvitað áttu að gleðjast yfir þeim jákvæðu undirtektum sem ráða- gerðir þínar fá. Það þarf sterk bein til að þola góða daga. 23. sept. - 22. okt.  Vog Láttu ekki liðna tíð standa í vegi fyr- ir framtíð þinni. Gefðu þér tóm til þess að svipta þreytunni burt. Líttu í eigin barm eftir rifrildi. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú stendur frammi fyrir ákaflega erfiðri ákvörðun, en staðfesta þín gerir allt auðveldara. Það er einhver spenna í ástarsambandinu. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það er ekki rétta leiðin til þess að koma skoðunum sínum á fram- færi að stilla öðrum upp við vegg og pré- dika. Loksins nærðu endum saman næstu mánaðamót. 22. des. - 19. janúar Steingeit Stundum er allt í lagi að fara eftir fyrstu tilfinningu þótt yfirleitt sé skynsamlegt að tékka hana af til öryggis. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú þarft að gæta þín ef þú vilt ekki að aðrir komist að leyndarmáli þínu of snemma. Kauptu þér eitthvað fal- legt í dag. 19. feb. - 20. mars Fiskar Láttu græðgina ekki ná tökum á þér því oft leiðir hún menn í glötun. Haltu þínu striki og láttu neikvæðar raddir ekki hafa áhrif á þig. hafi og þar til hún tók við starfi sem skólastjóri Snælandsskóla. Í ferða- málafélaginu sá hún m.a. um ýmsa viðburði fyrir ferðafólk sem heim- sótti staðinn, fór í gönguferðir, hélt sögustundir o.fl. Hanna var í sýslu- nefnd V-Skaftfellinga og í ritsjórn klaustri um skeið og hún barðist fyr- ir uppbyggingu hjúkrunarheimilis fyrir aldraða á Kirkjubæjarklaustri og var fyrsti formður þeirrar stjórn- ar. Hanna var einn af stofnendum Ferðamálafélags Kirkjubæjar- hrepps og sat í stjórn þess frá upp- H anna Sigríður Hjart- ardóttir fæddist 25. nóvember 1949 á Herjólfsstöðum í Álftaveri, V- Skaft. og ólst þar upp við almenn sveita- störf þar til hún fór í Kvennaskólann í Reykjavík og síðan Kennaraskól- ann. Hanna var skólastjóri Barna- skóla Álftavershrepps 1968-1969 las um leið utanskóla námsefni 1. og 2. árgangs í Kennaraskóla Íslands. Hún var í 3. og 4. bekk KÍ frá 1969- 1971 þar sem hún lauk kennaraprófi, BEd. Hún lauk meistaraprófi í stjórnun menntastofnana frá menntavísindasviði HÍ árið 2002. Hanna var kennari í Kirkjubæjar- skóla 1971-1984, aðstoðarskólastjóri þar 1984-1990 og skólastjóri 1990- 2000. Hún var skólastjóri Snælands- skóla í Kópavogi 2000-2011 þegar hún fór á eftirlaun. Eftir að hún fór á eftirlaun fór hún að starfa við ytra mat á grunnskólum fyrir hönd menntamálaráðuneytis og Sam- bands íslenska sveitarfélaga í hálfu starfi, fyrst á vegum Námsmats- stofnunar og frá 2015 hjá Mennta- málastofnun. Á árunum í Kirkjubæjarskóla vann Hanna að félagsmálum kenn- ara og stjórnenda og var m.a. for- maður Skólastjórafélags Suðurlands og í stjórn Skólastjórafélags Íslands. Hún var formaður Skólastjórafélags Íslands 2000-2006 og fyrsta konan sem gegndi því starfi. Árið 1996 lauk Hanna námi sem leiðsögumaður á Suðurlandi og sinnti slíkum störfum af og til þegar hún bjó á Kirkju- bæjarklaustri. Hanna var kosin oddviti/sveitar- stjóri Kirkjubæjarhrepps 1982, þá fyrsta konan sem gegndi því starfi og jafnframt yngsti oddviti landsins á þeim tíma. Hún gegndi því emb- ætti til ársins 1990. Á þeim árum var hún mjög virk í starfi sveitarfélaga á Suðurlandi, m.a. sat hún í stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Hún ásamt fleirum stofnaði upplýs- ingamiðstöð fyrir ferðafólk á Kirkju- bæjarklaustri 1982, þá fyrstu á land- inu. Hanna vann mörg sumur í upplýsingamiðstöðinni. Hanna var framkvæmdastjóri Heilsugæslunnar á Kirkjubæjar- Dynskóga, héraðsrits sem V-Skaft- fellingar og Rangæingar hafa gefið út um árabil. Hún var einnig frétta- ritari Morgunblaðsins á Kirkju- bæjarklaustri í nokkuð mörg ár. Hún var virkur þátttakandi í Kvenfélagi Kirkjubæjarhrepps og í kirkjukór Prestsbakkakirkju. Hún ásamt Eddu Erlendsdóttur var upp- hafsmaður að árlegum kammertón- leikum á Kirkjubæjarklaustri. „Tón- list hefur loðað við fjölskylduna í yfir eina öld. Afi var kirkjuorgelleikari, amma var harmonikkuleikari, pabbi var harmonikkuleikari og synirnir allir þrír hafa verið meira og minna í tónlist síðan á barnsaldri. Áhugamál númer eitt er fjöl- skyldan og þá ekki síst barnabörnin, sonarsynirnir átta. Allt sem snýr að menntamálum er mér einnig hug- leikið og ég hef mikinn metnað fyrir íslensku skólastarfi, ekki síst því sem snýr að grunnskólum landsins. Ég stunda golf, hef gaman af að ferðast bæði innan lands og utan.“ Ýmiss konar hannyrðir, matargerð og meðal annars bakstur eru líka meðal áhugamála Hönnu. „Mér Hanna S. Hjartardóttir, sérfræðingur og fyrrverandi skólastjóri – 70 ára Jólin 2017 Hanna í jólabingói með öllum sonarsonunum. Starfað við menntamál í hálfa öld Hjónin Hanna og Vigfús á Tenerife fyrir hálfum mánuði. 30 ára Eygló Dís er Vestmanneyingur en býr í Digranesi í Kópavogi. Hún var leiðbeinandi á leik- skólanum Lundi í Kópavogi en er í fæð- ingarorlofi. Maki: Guðmundur Jóhannsson, f. 1973, flugvirki. Börn: Jóhann Dagur Guðmundsson, f. 2017, og Hrafntinna Guðmundsdóttir, f. 2019. Móðir: Ásta Jóhannsdóttir, f. 1956, vinnur á N1 í Vestmannaeyjum. Eygló Dís Ástudóttir Til hamingju með daginn Kópavogur Hrafntinna Guðmunds- dóttir fæddist 3. júlí 2019 kl. 23.35 á Landspítalanum í Reykjavík. Hún vó 3.706 g og var 52 cm löng. Foreldrar hennar eru Eygló Dís Ástudóttir og Guðmundur Jóhannsson. Nýr borgari STOFNAÐ 1956 Glæsileg íslensk hönnun og smíði á skrifstofuna Bæjarlind 8–10 201 Kópavogur Sími 510 7300 www.ag.is ag@ag.is Fyrir Á. Guðmundsson starfa íslenskir, vel menntaðir arkitektar sem hafa þróað húsgögn og hönnunargripi sem skapa notalegt andrúmsloft. Hver hlutur ber einkenni klassískrar hönnunar en er einnig fallegur smíðisgripur sem er þægilegt að nota og sómir sér vel á skrifstofunni. ICQC 2020-2022

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.