Morgunblaðið - 25.11.2019, Síða 23
DÆGRADVÖL 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2019
Heill frumskógur af gæludýrum...
Í fiskana mig langar svo
að setja í búrið stóra
mamma segir þú færð tvo
en pabbi segir fjóra.
Kauptúni 3 | Garðabæ | Sími: 564 3364 | fisko.is
Opið laugardag 10-18 sunnudag 12-18
L i f and i v e r s l un
kíktu í heimsókn
Hundar Kettir Fiskar Fuglar Nagdýr
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„KORT HVERS VILTU – BARÐA
HÓLMFJÖRÐ, JÓNU JÓNSDÓTTUR EÐA
SÉRA HELGA GUÐMANNSSONAR?”
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að vera ómögulegur
án hennar.
ÞAÐ ER EITT VANDAMÁL
VIÐ ÞAÐ AÐ FARA NIÐUR
ÚR TRÉ
ÞYNGDAR-
LÖGMÁLIÐ
ÞÚ ÁTT VIÐ
ALVARLEGAN
HEILSUBREST AÐ
STRÍÐA!
ERU EINHVER
RÁÐ VIÐ
HONUM?
HÆTTU AÐ BORÐA FEITAN
MAT OG HÆTTU ÖLLU
BJÓRSULLI!
HA HA HA HA! ÉG SKIL!
HLÁTUR ER BESTA MEÐALIÐ!
„STJÓRNIN SAGÐIST MYNDU SENDA
ALGERAN ÞRÆLAPÍSKARA EF VIÐ NÆÐUM
EKKI SÖLUMARKMIÐUNUM ENN EINU SINNI.”
finnst einnig notalegt að eiga stundir
í sumarbústaðnum sem við hjónin
eigum í Úthlíð í Biskupstungum.“
Fjölskylda
Eiginmaður Hönnu er Vigfús
Ólafsson, f. 25.12. 1946, fyrrverandi
bankastarfsmaður. Þau eru búsett í
Kópavogi.
Foreldrar Vigfúsar voru hjónin
Fanney Guðsteinsdóttir, f. 31.1.
1913, d. 8.1. 1972, húsfreyja áÞverá á
Síðu, og Ólafur Vigfússon, f. 5.2.
1917, d. 2.2. 1996, bóndi.
Börn Hönnu og Vigfúsar eru: 1)
Hjörtur Freyr, f. 31.8. 1971, mark-
aðsstjóri, sambýliskona hans er
María Rúnarsdóttir, f. 22.8. 1978,
fjárfestir. Synir hans með fyrrver-
andi eiginkonu, Jónínu Birnu
Björnsdóttur, f. 20.10. 1971, við-
skiptafræðingi, eru Sigurður Tómas,
Hjörtur Björn og Hannes Ágúst; 2)
Ólafur Fannar, f. 7.5. 1975, yfir-
klippari á markaðsdeild Stöðvar 2,
sambýliskona hans er Kristrún
Jónsdóttir, f. 18.2. 1973, kennari.
Þeirra synir eru Vigfús Máni og
Sindri Jón; 3) Vignir Snær, f. 7.7.
1979, tónlistarmaður, kona hans er
Þorbjörg Sæmundsdóttir, f. 2.5.
1979, rekstrarstjóri. Synir þeirra
eru Hrafnkell Daði, Arnaldur Logi
og Egill Hrafn.
Systkini Hönnu eru Hannes
Hjartarson, f. 6.2. 1953, læknir,
búsettur í Kópavogi, og Elín Hjart-
ardóttir, f. 17.2. 1948, ljósmóðir og
hjúkrunarfræðingur, búsett í
Reykjavík.
Foreldrar Hönnu voru hjónin
Vigdís Magnúsdóttir, f. 16.1. 1920, d.
17.9. 2012, húsfreyja á Herjólfsstöð-
um og Hjörtur Hannesson, f. 14.3.
1921, d. 29.7. 2006, bóndi og land-
póstur.
Hanna Sigríður
Hjartardóttir
Hjörtur Bjarnason
bóndi á Herjólfsstöðum
Elín Jónsdóttir
ljósmóðir og húsfreyja á
Herjólfsstöðum
Hannes Hjartarson
bóndi á Herjólfsstöðum
Hjörtur Sigurður Hannesson
bóndi og landpóstur á
Herjólfsstöðum
Signý Þorkelsdóttir
húsfreyja á Herjólfsstöðum
Þorkell Árnason
bóndi í Skálmarbæjarhraunum
og víðar
Signý Bárðardóttir
húsfreyja í Skálmarbæjarhraunum
í Álftaveri og víðar
Tómas Tómasson
bóndi í Hrútafelli
Katrín Jónsdóttir
húsfreyja í Hrútafelli undir Eyjafjöllum
Magnús Tómasson
bóndi í Steinum
Elín Bárðardóttir
húsfreyja og ljósmóðir í Steinum undir Eyjafjöllum
Bárður Pálsson
bóndi á Raufarfelli
Ólöf Ólafsdóttir
húsfreyja á Raufarfelli undir Eyjafjöllum
Úr frændgarði Hönnu S. Hjartardóttur
Vigdís Marta Magnúsdóttir
húsfreyja á Herjólfsstöðum í Álftaveri
Ásta Binnu Dolla segir svo frásjálfri sér á Leir að hún hafi
stúderað bragfræði af kappi hér áð-
ur fyrr og sé skúffuskáld. Fyrir
áhugasama bætir hún við:
„Klambra er blendingur úr
glömbru og flumbru. Þá er bæði
glambrað og flumbrað í sömu vís-
unni:
Það var flumbra í bréfinu falin,
og mér fannst hún ekki svo galin
að ég lét hana fara
og lét hana vera
eins og laglega lausmálsþulu.
Þarna er ekki lengur flumbrað í
skammlínu heldur glambrað og ein-
ungis flumbrað í lokin sem sé
klambrað. – Innan þessara marka
má svo auðvitað hafa ýmis tilbrigði.
Það má t.d. flumbra í 2. línu og al-
ríma síðan á móti í lokalínu. Það
yrði þá flumbra þótt skammlínur
hefðu alrím, en klambra ef glamrað
væri í skammlínum.“
Bjarni Sigtryggsson birtir á
Boðnarmiði úrklippu þar sem segir
að undirliggjandi arðsemi bank-
anna sé langt undir því sem eðlilegt
geti talist.
Bankarnir okkar bera á fati
í besta falli krónu með gati.
En allt er það háð
ef að er gáð
undirliggjandi arðsemismati.
Guðmundur Þorsteinsson segir
að komið sé fram á Alþingi frum-
varp um breytingar á löggjöf um
fíkniefni og fái misjafnar viðtökur:
Margt er nú reifað og rætt
og rifist og jagast og þrætt
hvort fólk’ upp til hópa
sé heimilt að dópa
en Alþingi afglapavætt.
Guðmundur Arnfinnsson yrkir
og kallar „Kattaþvott“:
Þvottavélar þarf nú góðar,
það er augljóst, nema hvað,
Katrínar svo kattasóðar
komist strax í ærlegt bað.
Pétur Stefánsson yrkir:
Þó mig kvelji stundum stress,
stríð og allur fjárinn,
brölti ég lífið býsna hress
og brosi gegnum tárin.
Arnþór Helgason dregur upp
þessa náttúrumynd:
Sólin lágt á lofti er,
leiðir ylinn inn um gluggann.
Bráðum hún að hátta fer
og hamast við að lengja skuggann.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Glambrað, flumbrað og
síðan klambrað