Morgunblaðið - 25.11.2019, Síða 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2019
I
6. júlí 1917 réðist U-52, með Julius
Schopka innanborðs, að norska far-
þegaskipinu Flóru við eyjuna Únst,
eina Hjaltlandseyja. Flóra var að
koma frá Íslandi og margir Íslend-
ingar voru um borð. Skipið sökk á
skammri stundu en áhöfn og farþega
komst í björgunarbáta. Kafbáturinn
kom svo úr kafi og skipstjóri hans
spurði skipbrotsmenn um ferðir
þeirra.
„Kafbátsforinginn kallaði síðan til
Eilertsens stýrimanns að bátsverjar
myndu áreiðan-
lega ekki eiga erf-
itt með að komast
til lands í þessu
prýðilega veðri.
En þá heyrðist
allt í einu ótrúlegt
hljóð. Það hljóm-
aði eins og frýs-
andi hross, og
þegar jafnt sjólið-
ar af kafbátnum og skipbrotsmenn-
irnir í björgunarbátnum litu upp
furðu lostnir sáu þeir að þetta var
einmitt frýsandi hross. Upp úr hafinu
reis til hálfs grár hestur og frýsaði
hátt. Hann var að koma syndandi frá
þeim stað þar sem Flóra hafði sokkið.
Og rétt á eftir honum annar hestur
sem einnig synti knálega.
Schopka og aðrir kafbátsmenn
vissu varla hvaðan á þá stóð veðrið.
Skipverjar af Flóru vissu hins vegar
um leið hvaða hross þetta voru.
Fimm íslenskir hestar höfðu verið í
lest Flóru og með einhverjum óskilj-
anlegum hætti hafði tveim hestum af
fimm tekist að brjótast upp úr lest-
inni eftir að tundurskeytið braut allt
og bramlaði og þeir höfðu náð upp á
dekk og út í sjó. Schopka var úr land-
búnaðarhéraði í skugga fjalla og
þekkti vel til dýra. Grái hesturinn var
minni en þeir hestar sem hann átti að
venjast í sinni heimabyggð en það fór
ekki milli mála að þetta var glæsileg
og kröftug skepna og virtist biðja um
að vera tekinn um borð í kafbátinn.
Það kom auðvitað ekki til mála. Hest-
arnir myndu drukkna um leið og kaf-
báturinn færi í kaf. Kafteinninn í
turninum var orðinn óþolinmóður að
komast á brott. Ekki hvarflaði að
Þjóðverjunum á þilfari kafbátsins að
hestarnir gætu haldið sér lengi á
sundi, þeirra hlyti að bíða erfiður
dauðdagi, kraftarnir myndu smám
saman þverra og seinast mundu þeir
gefast upp, sprungnir á sundinu.
Réttast væri að skjóta þá til að koma í
veg fyrir þjáningar þeirra. En það
var ekki tími til þess, nú var rekið á
eftir úr turninum, hypjið ykkur niður,
piltar, við förum að kafa. Svo þýsku
sjóliðarnir neyddu sig til að líta af
hestunum og koma sér niður í kafbát-
inn og skella á eftir sér hlerum og ríg-
festa þá fyrir köfunina. Schopka hef-
ur varla ímyndað sér að hann ætti
eftir að sjá síðar á ævinni margan fal-
legan íslenskan hest. En nú þurfti
hann að standa sína plikt því flauta
kvað við í kafbátnum til merkis um að
opna skyldi hliðartankana fyrir sjó og
báturinn byrjaði að síga undir yfir-
borðið.
Og þannig urðu fyrstu kynni Juli-
usar Schopka frá Efri-Slesíu við Ís-
lendinga.
Skipbrotsmenn í björgunarbát-
unum þremur hrósuðu happi þegar
kafbáturinn hvarf á braut svo snögg-
lega. Það var þá ekki satt að þýsku
skipstjórarnir myrtu skipbrotsmenn
að gamni sínu. Ekki þessi skipstjóri
að minnsta kosti. Nú var að komast
til lands, helst áður en færi að
skyggja of mikið, svo árar voru aftur
settar út og hugað að seglabúnaði,
þótt vind hreyfði lítið og áttin væri
ekki sem hagstæðust. Þá veittu menn
athygli hrossunum tveimur í sjónum.
Þau höfðu ekki gefist upp þótt vonir
brystu að komast um borð í kafbát-
inn. Nú litu hestarnir vonaraugum á
skipbrotsmenn í björgunarbátunum
þrem, þótt þeir mættu sjá í hófa sér
að um borð í þessa báta kæmust þeir
seint. Enda gat mannskapurinn ekk-
ert fyrir þá gert. Böðvar Krist-
jánsson menntaskólakennari harm-
aði rétt eins og Schopka hafði gert að
geta ekki skotið þá til að binda enda á
yfirvofandi þjáningar þeirra, en eng-
in byssa var um borð í bátunum. Svo
hestarnir syntu áfram, sá grái og
sterkari á undan, hinn jafnan með
höfuðið á lend hans og fylgdi bók-
staflega í kjölfarið. Bátsverjar fylgd-
ust með þeim í að minnsta kosti hálf-
tíma og allan tímann héldu þeir
stefnu á klettana á eyjunni Únst sem
hestarnir sáu greinilega þótt úr heil-
miklum fjarska væri og þeir sjálfir
lægju lágt í sjónum. Stundum virtust
þeir hvíla sig, lögðust þá á hliðina
með fæturna beina frá sér og höfuðin
sveigð upp á við. Svo réttu þeir sig við
báðir í einu og héldu sundinu áfram.“
II
20. apríl 1917 sökkti U-52 breska
flutningaskipinu Caithness út af
Biscaya-flóa. Báturinn kom úr og í
ljós kom að tveir menn höfðu komist í
björgunarbát en margir svömluðu í
sjónum.
„Alls virtust vera um 20 manns á
lífi í sjónum. Walther skipstjóri U-52
skipaði mönnum sínum að renna var-
lega upp að björgunarbátnum þar
sem mennirnir tveir sátu. Það var
eitthvað skrýtið við þetta allt saman
og brátt rann upp fyrir Þjóðverj-
unum hvað það var. Mennirnir tveir
voru greinilega breskir, hvítir á hör-
und og klæddir þeim hitabeltisklæðn-
aði úr ljósu kakí sem var orðinn eins
og táknmynd fyrir evrópska nýlendu-
menn. En sá sem hékk í skutnum var
brúnn á hörund, bersýnilega ind-
verskrar ættar.
„Hann kvaddi okkur þögulli kveðju
Austurlandabúa, og mændi á okkur
dökkbrúnum vonaraugum og mátti
lesa í þeim svo innilega og hógværa
hjálparbeiðni að hver maður, sem sá
það, hlaut að vikna við,“ skrifaði
Schopka.
Raunar voru allir skipbrotsmenn-
irnir dökkir á hörund, nema menn-
irnir tveir sem nú köstuðu mæðinni í
björgunarbátnum. Þetta voru Ind-
verjar sem nú börðust fyrir lífi sínu í
köldu Atlantshafinu, flestir klæðlitlir
og jafnvel hálfnaktir. Þeir hrópuðu í
örvæntingu til Schopka og annarra
sjóliða á dekki kafbátsins. Það þurfti
engan túlk til að skilja hróp þeirra.
Flestallir þeirra sem þarna hrópuðu á
hjálp eða létu sér nægja hina „þöglu
kveðju Austurlandamanna“ myndu
óhjákvæmilega drukkna ef þeir væru
skildir eftir. Walther stóð til boða að
taka alla skipbrotsmennina um borð í
kafbátinn en var það raunhæft?
„Hann var ákaflega brjóstgóður og
viðkvæmur maður,“ skrifaði
Schopka, „þótt hann væri þur á
manninn við undirmenn sína, og hon-
um hraus hugur við að skilja þessa
vesalinga þarna eftir og ofurselja þá
dauðanum“.
En að bjarga þeim var nánast
ómögulegt og mjög hættulegt. Og
fleira kom til að mati Walthers:
„Svo varð mér hugsað til þýska
fólksins heima, soltið og vannært stóð
það í endalausum biðröðum til að
reyna að krækja í þó ekki væri nema
hálft kíló af næpum, og ég komst að
þeirri niðurstöðu að ég yrði að hugsa
fyrst og fremst um öryggi kafbátsins
og áhafnar hans.“
Walther skiptist á nokkrum orðum
um þetta við Ciliax yfirforingja U-52,
svo gaf skipstjórinn þá einu skipun
sem sem honum fannst hann geta
gefið:
„Báðar vélar fulla ferð áfram.““
III
Árið 1923 var Schopka fluttur til
Íslands og orðinn frammámaður í fé-
lagi Þjóðverja á Íslandi. Þá tóku þeir
m.a. á móti þýska beitiskipinu Berlin
sem kom í kurteisisheimsókn. Fyrsti
stýrimaður þess var Wilhelm Can-
aris, frægur maður sem seinna varð
yfirmaður leyniþjónustu Hitlers en
snerist gegn nasisma. Þeim Schopka
varð vel til vina. En fleiri voru um
borð í Berlín:
„Mestallan þann tíma sem Berlin
lá við stjóra á ytri höfninni var skipið
til sýnis almenningi og léttabátar
beitiskipsins fluttu fólk út að því og til
baka. Félagið Germania og forkólfar
þess, þar á meðal og ekki síst
Schopka, höfðu margt að sýsla í sam-
bandi við komu skipsins. Á mánu-
dagskvöldin var efnt til fótboltaleiks
en það var alsiða um þær mundir að
reykvísk lið lékju æfingaleiki við
áhafnir herskipa sem höfðu viðdvöl í
bænum. Leikurinn fór fram á
Íþróttavellinum á Melunum en þar
fóru allir fótboltaleikir fram um þær
mundir. Völlurinn var eilítið norðar
en hinn svokallaði Melavöllur sem
tekinn var í notkun 1926. KR átti
þetta sumar í harðri keppni við Ís-
landsmeistara Fram um meistaratit-
ilinn en endaði í öðru sæti.
Morgunblaðið kynnti leikinn
svona:
„Er sagt svo, að á skipinu sje all-
mikið samæfður flokkur og hafa þeir
skipverjarnir áður leikið bæði í Hol-
landi, Svíþjóð og Noregi og haft sig-
ur, að sögn […] Ef svo er, að hjer sje
um góðan og vel æfðan flokk að ræða,
verður vafalaust gaman að horfa á
leikinn og mannmargt á vellinum, því
K.R. þekkja Reykvíkingar að snörp-
um leik og drengilegum, þegar vel
liggur á þeim, og er því væntanlegt,
að þeir liggi ekki á liði sínu nú.“
Ekki er til nein skýrsla um þennan
leik og því vitum við ekki hverjir
spiluðu fyrir áhöfn Berlin. Hins vegar
telja næsta víst að 19 ára gamall ka-
dett að nafni Reinhard Heydrich hafi
verið í liðinu, og sömuleiðis meðal
þeirra sem fóru seinna um kvöldið á
ball á Hótel Íslandi. Sá piltur hafði
verið hvattur til að stunda íþróttir allt
frá blautu barnsbeini og þótt hann
þætti „með sínum langa grannvaxna
líkama ekki neitt glæsilegur að vall-
arsýn“ svolítið ólánlegur á velli
reyndist hann hafa bæði hæfileika og
mikinn metnað í mörgum íþrótta-
greinum. Í einni heimild er sér-
staklega tekið fram að Heydrich
þessi hafi lagt stund á fótbolta en
einnig sund, hlaup, siglingar, út-
reiðar, frjálsar íþróttir og skylmingar
þar sem hann náði lengst. Þótt Heyd-
rich hafi ekki verið sérlega vinsæll
meðal skipsfélaga sinn á Berlin er lít-
ill vafi á því að þeir hafa viljað nota
metnað hans hans í þessum leik, ekki
síst af því hann naut greinilegrar hylli
Canaris yfirstýrimanns sem allir hin-
ir óbreyttu sjóliðar báru gríðarlega
virðingu fyrir. Og það er líka auðvelt
að sjá fyrir sér að þegar Schopka
kom – vafalaust oftar en einu sinni
þessa daga – út í skipið þá hafi Can-
aris kynnt hann fyrir hinum unga ka-
dett og skjólstæðingi sínum.
Sá átti nú eftir að eiga söguna
ófagra.“
Heydrich var seinna rekinn úr flot-
anum en gerðist þá einn af helstu
mönnum SS-sveitanna, yfirmaður
leynilögreglunnar Gestapo og „arki-
tekt“ helfararinnar gegn gyðingum.
Úr undirdjúpunum til Íslands
Í bókinni Úr undirdjúpunum til Íslands rekur Ill-
ugi Jökulsson sögu Juliusar Schopka sem fluttist
til Íslands 24 ára gamall eftir að hafa verið í þýska
flotanum í nýliðinni heimsstyrjöld, í áhöfn kafbáts
sem fór um hafdjúpin og gerði árásir á tugi skipa.
Úr myndasafni Schopka-fjölskyldunnar
Hernaður Sjóliðinn Julius Schopka.
Héraðsskjalasafnið Sogni og F.
Skipbrot Flóra sekkur. Myndin er tekin úr einum björgunarbátanna sem komust burt frá skipinu áður en það sökk.
V
E
R
T
Heilsutvenna uppfyllir daglega vítamín- og
steinefnaþörf Íslendinga í tveimur perlum.
- því að sumt virkar betur saman
Stundum
þarf tvo til