Fréttablaðið - 19.02.2020, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 19.02.2020, Blaðsíða 4
Þannig að með dálitlum hugar- reikningi verður Britta Nielsen látin laus eftir fjögur ár og tvo mánuði. Trine Maria Ilsøe Það þarf vilja til þess að finna nýja nálgun og nýjar leiðir á þessum tímapunkti og ég vonast til þess að þær leiðir finnist í góðu samtali milli samninganefndanna. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri ára FJÁRMÁL Landsbankinn gerir ekki ráð fyrir að leigja eða selja með hagnaði þau 40 prósent af væntan­ legum höfuðstöðvum sem bankinn hyggst ekki sjálfur nýta fyrir starf­ semi sína. „Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort sá hluti hússins sem bank­ inn mun ekki nýta verði seldur eða leigður en bankinn reiknar með að sala/leiga standi undir stofnkostn­ aði við þann hluta hússins,“ segir í svari sem fjármálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi við fyrirspurn Birgis Þórarinssonar, þingmanns Miðflokksins. Svarið fékk ráðherra frá Landsbankanum með milli­ göngu Bankasýslu ríkisins sem fer með hlut ríkisins í bankanum. Birgir spurði meðal annars um áætlaðan byggingarkostnað nýrra höfuðstöðva Landsbankans sem nú rísa við Austurhöfn. Í svarinu kemur fram að kostnaðaráætlunin hafi hækkað úr níu milljörðum króna í maí 2017 í 11,8 milljarða eða um samtals 2,8 milljarða króna. Nemur sú hækkun 31 prósenti. Alls verður byggingin 16.500 fermetra og ætlar bankinn að nota tíu þús­ und fermetra af því. Kostnaður við þann hluta hús­ næðisins sem bankinn hyggst nýta er sagður verða um 7,5 milljarðar króna. Bankinn munu flytja starf­ semi úr tólf húsum í miðbænum ásamt stærstum hluta Borgartúns 33 undir eitt þak í nýju húsi. „Því fylgir mikið hagræði og er gert ráð fyrir að árlegur sparnaður bankans af þeim sökum nemi um 500 milljónum króna, einkum vegna lækkunar á húsaleigu og kostnaði við rekstur og viðhald hús­ næðis,“ segir í svarinu. Þingmaðurinn spyr meðal ann­ ars um það hvort núverandi höfuð­ stöðvar Landsbankans í Austur­ stræti verði seldar eða yfirteknar af ríkissjóði. Er því til svarað að gera megi ráð fyrir að húsnæði bankans verði komi í verð með einum eða öðrum hætti og það nýtt til að fjár­ magna starfsemina. Ekkert hafi þó enn verið ákveðið. „Höfuðstöðvar Landsbankans samanstanda af þrettán húsum í Kvosinni og eru einungis fjögur þeirra í eigu bankans. Af þeim er Austurstræti 11 langstærst,“ segir í svarinu. Fasteignamat Austurstræt­ is 11 hafi í fyrra verið 1.913 milljónir króna,“ er vitnað í svari ráðherra til svars frá Bankasýslunni. Landsbankinn segir fyrir sitt leyti að engar ákvarðanir haf i verið teknar um framtíðarnýtingu Austurstrætis 11. „Húsið hefur menningarlegt og sögulegt gildi og bankinn mun gefa sér tíma til að finna leiðir til að húsið fái nýtt hlutverk og geti notið sín til fram­ tíðar,“ segir í svari Landsbankans sem ráðherra byggir svör sín á. gar@frettabladid.is Spara 500 milljónir á ári með tólf milljarða höfuðstöðvum Landsbankinn áætlar að selja eða leigja 40 prósent nýrra höfuðstöðva í Austurhöfn fyrir stofnkostnaði. Heildarkostnaður við bygginguna er nú áætlaður 11,8 milljarðar króna. Bankinn hyggst spara hálfan milljarð árlega með byggingunni að því er kemur fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn á Alþingi. Landsbankinn keypti lóðina árið 2014 fyrir 957 milljónir króna en segir virðið í dag vera óvíst. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Húsið hefur menn- ingarlegt og sögu- legt gildi og bankinn mun gefa sér tíma til að finna leiðir til að húsið fái nýtt hlutverk og geti notið sín til framtíðar. Úr svari við fyrirspurn um húsnæðismál Landsbankans KJARAMÁL Samninganefnd Eflingar lagði fram útfærðar tillögur að lausn kjaradeilu sinnar við Reykjavíkur­ borg á fundi hjá ríkissáttasemjara í gær. Var þetta fyrsti sáttafundur aðila í ellefu daga en boðað hefur verið til annars fundar í dag. Í tilkynningu frá Eflingu kemur fram að trúnaður ríki um innihald tilboðsins. Þar segir einnig að samn­ inganefndin hafi ásamt starfsfólki félagsins fundað stíft með trúnaðar­ mönnum undanfarna daga. Þar hafi umræddar tillögur verið útfærðar. Staða viðræðnanna var rædd á fundi borgarstjórnar í gær en ótíma­ bundið verkfall rúmlega 1.800 félagsmanna Eflingar hefur víðtæk áhrif á þjónustu borgarinnar. Þar fór Dagur B. Eggertsson borgarstjóri yfir það að mjög hafi dregist að ljúka samningum á opinbera markaðnum. Það skýrist meðal annars af því hversu langan tíma hafi tekið að útfæra styttingu vinnuvikunnar hjá vaktavinnu­ fólki. Kolbrún Baldursdóttir, borgar­ fulltrúi Flokks fólksins, sagðist styðja kröfur Ef lingar heilshugar. „Borgarstjóri getur á einu auga­ bragði ákveðið að leysa þessa kjara­ deilu. Hann neitar að gera það þrátt fyrir vandræðaástand í borginni,“ segir í bókun Flokks fólksins. „Við skulum spyrja að leiks­ lokum varðandi þá samninga sem nú standa yfir en þetta er vandleyst. Það þarf vilja til þess að finna nýja nálgun og nýjar leiðir á þessum tímapunkti og ég vonast til þess að þær leiðir finnist í góðu samtali milli samninganefndanna,“ sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri við lok umræðnanna. – sar Ræða nýtt tilboð Eflingar á fundi hjá ríkissáttasemjara í dag Frá fundi Eflingar og borgarinnar í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK LÖGREGLA Banda rískur karl á fer­ tugs aldri hefur setið í gæslu varð­ haldi hjá lög reglunni á Suður­ nesjum síðan í byrjun mánaðar. Sam kvæmt frétt RÚV er hann grun­ aður um að hafa nýtt sér samfélags­ miðla til að tæla og brjóta á drengj­ um í mörgum löndum, þar á meðal á Ís landi. Sumir drengjanna séu á fermingaraldri. Maðurinn er sagður hafa ferðast í nokkurn tíma um Norður­Amer­ íku og Evrópu. Lögreglan á Suður­ nesjum er sögð rannsaka málið og vinna í nánu sam starfi við er lend lög reglu yfir völd. – atv Grunaður um kynferðisbrot DANMÖRK Hin danska Britta Niel­ sen var í gær dæmd í undirrétti í Kaupmannahöfn til sex og hálfs árs fangelsisvistar fyrir að hafa dregið sér samtals 117 milljónir danskar krónur í starfi sínu hjá félagsmála­ yfirvöldum. Danir virðast margir telja dóm­ inn yfir Nielsen of vægan, ekki síst í ljósi þess að brot hennar náðu yfir aldarfjórðung, eða frá árinu 1993 til 2018, og að upphæðin er gríðarleg, eða jafnvirði um 2.170 milljóna íslenskra króna. Fréttavefur Danmarks Radio bauð í kjölfar dómsins í gær les­ endum að senda spurningar um málið til Trine Maria Ilsøe, sem skrifar fréttir af dómsmálum. Sam­ kvæmt dóminum á að gera 113 milljón danskar krónur upptækar hjá Nielsen. Einn lesandinn spyr hvort það endurspegli að enn sé svo mikið af þýfinu í fórum Nielsen en frétta­ maðurinn segir svo ekki vera. „Eins og staðan er nú er upphæðin sem ríkið hefur fengið til baka miklu lægri,“ svarar Ilsøe. Annar spyr hversu lengi megi búast við að Nielsen sitji í fangelsi. Hún er í dag 65 ára og ætlar sjálf ekki að áfrýja dóminum en ákæru­ valdið hefur enn tvær vikur til að áfrýja fyrir sitt leyti. Ilsøe segir að venjulega sé fólk látið laust eftir að hafa afplánað tvo þriðju af dóm­ inum. „Þannig að með dálitlum hugarreikningi verður Britta Niel­ sen látin laus eftir fjögur ár og tvo mánuði,“ útskýrir fréttaritari DR í dómsmálum. – gar Danir undrast dóm yfir svikakvendi Kia Reumert saksóknari ræðir við fréttamenn við dómshúsið. MYND/EPA Blátindur sökk í óveðrinu á dög- unum. MYND/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON VESTMANNAEYJAR Bæjarráð Vest­ manna sem vill að bæjarstjórinn fái fund með fulltrúum Landsnets og HS Veitna, með atvinnulífinu og bæjarstjórn, til að upplýsa um og bæta stöðu varaafls í Eyjum. Tilefnið er óveðrið aðfaranótt 14. febrúar og bilanir sem leiddu til þess að keyra þurfti rafmagn á varaafli. Raforkunotkun heimila sé 5­6 MW yfir vetrartímann. „Þegar full vinnsla er í fiskvinnslustöðv­ unum og verið er að frysta til dæmis loðnuafurðir er notkunin um 13 MW. Þar sem aðeins rúm 4 MW eru til staðar sem varaafl í Eyjum, gefur augaleið að alvarlegt ástand getur myndast ef alvarleg bilun verður í f lutningskerfi Landsnets.“ – gar Vantar varaafl 1 9 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.