Fréttablaðið - 19.02.2020, Blaðsíða 8
Frá degi til dags
Halldór
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRAR: Davíð Stefánsson david@frettabladid.is, Jón Þórisson jon@frettabladid.is,
MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is
LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Hröð þróun
fjölmiðla-
markaðarins
sýnir að þörf
er á samstöðu
Evrópuþjóða
til að verja
menningar-
arfinn.
Konur og
stúlkur sem
eru framar-
lega í barátt-
unni fyrir
sjálfbærum
heimi verða
oft fyrir
kynferðis-
legri og
kynbundinni
áreitni.
Davíð
Stefánsson
david@frettabladid.is
Faxafeni 11 • Sími 534 0534
Aldrei meira úrval af
öskudagsbúningum
Finndu okkur á
Nú þegar fimm ár eru liðin frá því að ríki heims komu sér saman um sautján heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun
hefur komið í ljós að markmiðið um kynjajafnrétti er
það markmið sem lengst er í land með. Ekkert land í
heiminum hefur náð að afnema að fullu mismunun
og ofbeldi sem konur og stúlkur verða fyrir vegna
kyns síns. Jafnréttisþing 2020, sem fram fer í Hörpu á
morgun, er helgað heimsmarkmiðunum og jafnrétti í
breyttum heimi. Kröftugir fyrirlesarar og listafólk hefur
verið kallað til leiks til að taka þátt í þessari umræðu.
Sérstaklega verður litið til samspils umhverfismála
og jafnréttismála en það verður sífellt ljósara að lofts-
lagsváin er kynjuð, þar sem afleiðingarnar koma í meiri
mæli niður á konum sem eru jafnframt ólíklegri til að
hafa áhrif á ákvarðanatöku. Kannski kemur það því
ekki á óvart að almennt eru karlar líklegri en konur til
að afneita loftslagsvandanum og setja sig upp á móti
aðgerðum til að sporna gegn hlýnun jarðar. Konur og
stúlkur sem eru framarlega í baráttunni fyrir sjálf-
bærum heimi verða oft fyrir kynferðislegri og kyn-
bundinni áreitni.
Á jafnréttisþingi verður fjallað sérstaklega um átaka-
orðræðu í loftslagsmálum, þar á meðal út frá sjónarhóli
fötlunar. Þá verður fjallað um framtíðaráskoranir í
tengslum við tæknibreytingar, loftslagsbreytingar og
nýja atvinnu- og lifnaðarhætti og velt upp hvaða áhrif
þessir þættir kunna að hafa á stöðu kynjanna í íslensku
samfélagi. Loks er hluti dagskrárinnar skipulagður í
samvinnu við Stúdentaráð Háskóla Íslands og verður
þar meðal annars fjallað um hugmyndafræði grænkera
og karlmennsku.
Þótt Ísland standi framarlega í jafnréttismálum er
enn langt í land. Ég á mér von um að Ísland verði meðal
fyrstu ríkja heims til að ná heimsmarkmiðinu um jafn-
rétti kynjanna. Vert er að skoða gaumgæfilega hvernig
jafnrétti lítur út í breyttum heimi þar sem sjálfbær
þróun er ekki lengur aðeins falleg hugmyndafræði,
heldur eini valkosturinn sem við höfum.
Ég hvet fólk til að fjölmenna á Jafnréttisþing í Hörpu
á morgun!
Jafnrétti í breyttum heimi
Katrín
Jakobsdóttir
forsætisráðherra
Gríðarleg umbylting á sér stað í tækni og áhorfi á myndmiðla. Línulegt áhorf tilheyrir gærdeginum og horft er á efni í ólínulegri dagskrá, á myndstreymi eða annarri miðlun. Notendur horfa á þeim stað og tíma sem þeir sjálfir kjósa.
Þótt þessar breytingar standi þeim yngri nær, hefur
fjölmiðlanotkun breyst hjá öllum aldurshópum. Æ
meir sækir fólk fréttir og upplýsingar til mynddeili-
þjónusta á borð við YouTube og samfélagsmiðla eins
og Facebook eða Instagram. Efni er miðlað beint í
snjalltæki í stað myndlyklakerfa sjónvarpsstöðva, í
beinu viðskiptasambandi við alþjóðlega notendur.
Bandarískar streymisveitur, Netflix og Amazon,
eru aðgengilegar hér og von er á stærsta fjölmiðla-
fyrirtæki heims, Disney+, á árinu. Fleiri eru væntan-
legar, f lestar frá Bandaríkjunum sem gnæfa yfir hina
á hinum alþjóðlega streymismarkaði. Framboðið sem
er mikið nú þegar mun margfaldast.
Í vikunni fjallaði Fréttablaðið um þessar breytingar
á fjölmiðlamarkaði. Sagt var frá fyrirhugaðri löggjöf
hér sem leggur kvaðir á streymisveitur, íslenskar sem
erlendar, þegar reglur Evrópusambandsins um hljóð-
og myndmiðla verða að lögum. Það mun gilda um
Netflix, YouTube og aðra sem miðla myndefni.
Með því að skilgreina slíka miðla sem fjölmiðla
er leitast við að koma á meira jafnræði óháð miðlun
efnis. Reynt er að sporna við dreifingu á hatursfullu
of beldi á öldum ljósvakans. Sett verður inn heimild
til að stöðva miðlun eða grípa til viðeigandi aðgerða,
sé efnið talið brjóta gróflega gegn lögum.
En mikilvægasta breytingin er krafa um að 30 pró-
sent af framboði myndefnis eftir pöntun skuli vera
evrópsk, sýnileg og fjölbreytt. Ekki verður dregin
fjöður yfir að með þessu er verið að bregðast við
mikilli markaðshlutdeild bandarískra streymisveitna
á evrópskum markaði.
Einhver kann að spyrja um forsjárhyggju. Hvað
kemur mönnum við á hvað er horft? Evrópsk sjónar-
mið eru þau að æskilegt sé að tryggja Evrópubúum
aðgang að fjölbreyttu efni sem spegli menningu og
sögu þeirra í sífellt opnara og alþjóðlegra samkeppn-
isumhverfi.
Sama gildir hér. Það eru okkar hagsmunir að halda
menningu, tungu og sögu okkar á lofti. Það er í senn
undirstaða mannlífs hér og hreyfiafl til góðra hluta.
Örríkið Ísland getur ekki eitt og sér spornað við
þessari alþjóðaþróun. Okkar hagsmunum er best
borgið í samstarfi Evrópuþjóða. Norrænu ríkin telja
sig ein og sér of smá til að etja kappi við stærri ríki eða
alþjóðleg risafyrirtæki. Jafnvel Angela Merkel Þýska-
landskanslari lýsti nýlega smæð Þýskalands í hinni
alþjóðlegu samkeppni stórvelda og stórfyrirtækja.
Saman mynda Evrópuríkin afar öflugan markað
450 milljóna neytenda. Í því liggur mikið afl og sterk
samningsstaða gagnvart alþjóðlegum risum tækni
og fjölmiðlunar. Einungis með virku samstarfi þar
mynda þjóðirnar það afl sem þarf til að styðja menn-
ingarhagsmuni sína. Hröð þróun fjölmiðlamarkaðar-
ins sýnir að þörf er á samstöðu Evrópuþjóða til að
verja menningararfinn.
Streymið
100 ára meinsemd
Kerfiselítunni virðist sérlega
ljúft að bjóða heim umdeildum
fulltrúum gömlu herraþjóðar-
innar er fagna skal merkingar-
þrungnum stóráföngum í ferða-
sögu Íslendinga frá helsi til
frelsis. Alþingi reið á vaðið með
því að fá Piu Kjærsgaard, forseta
danska þingsins, til að tóna
niður hátíðleika 100 ára full-
veldisafmælisins og Hæstiréttur
heggur nú í sama knérunn
með Mads Bryde Andersen en
Danirnir tveir eiga sameiginlegt
að vera eðlislægt að stuða fólk
almennt og særa sómakennd
þess í leiðinni.
Einbeittur velsæmisbrotavilji
Risið hefur verið hærra á
dómsvaldinu á Íslandi en nú
er handhægt þykir að grípa til
hliðstæðna í „réttarríkjum“ á
borð við Pólland og Tyrkland.
Vandséð, að það sé til þess fallið
að efla traust almennings að hið
fordæmisgefandi efsta dómstig,
sem stóð vörð um kvótakerfið og
ábyrgðarmenn Geirfinnsmálsins
í áratugi, fagni aldarafmæli með
því að fá annálaðan danskan
andstæðing mannréttinda til
þess að ávarpa æðstu fulltrúa
íslenskrar valdastéttar í einka-
samkvæmi og tala niður skjólið í
Strassborg þangað sem íslenskir
blaðamenn og aðrir þolendur
dyntótts dómskerfisins hafa
helst getað sótt réttarbót.
toti@frettabladid.is
adalheidur@frettabladid.is
1 9 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R8 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN