Fréttablaðið - 19.02.2020, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 19.02.2020, Blaðsíða 25
Við fáum skýr svör frá okkar félags- mönnum um að raforkuverð sé ekki samkeppnishæft og að betri kjör bjóðist annars staðar. Sigríður Mogensen, sviðssjóri hugverkasviðs hjá SI Heimsmeðaltal 0 10.000 20.000 30.000 40.000 50.000 60.000 Ko st na ðu r Samanlögð álframleiðsla í tonnum ✿ Orkukostnaður álvera eftir landsvæðum miðað við framleiðslu n Önnur lönd n Kanada n Ísland n Noregur n Evrópa Heimild: CRU Group 0 10.000 20.000 30.000 40.000 50.000 60.000 Re ks tr ar ko st na ðu r Samanlögð álframleiðsla í tonnum ✿ Rekstrarkostnaður álvera eftir landsvæðum miðað við framleiðslu n Önnur lönd n Kanada n Ísland n Noregur n Evrópa Heimild: CRU Group Færsla Íslands Klippt hefur verið neðan af gröfunum til að sýna mismuninn betur. Fjórtán milljarða króna arðgreiðsla vegna viðræðna við Norsk Hydro Álverið í Straumsvík greiddi arð upp á 130 milljónir dala til móðurfélagsins árið 2017 en upphæðin jafngildir um 13,9 milljörðum króna miðað við meðalgengi ársins. Í svari frá Rio Tinto á Íslandi kemur fram að arðgreiðslan hafi verið sú eina sem fyrirtækið hefur greitt frá árinu 2004. „Þetta var fjármagn sem var til í fyrirtæki frá því áður en taprekstur jókst vegna hás raforkukostnaðar og krefjandi markaðsað- stæðna. Arðgreiðslan fór fram vegna þess að fyrir lá bindandi kauptilboð frá Hydro um að kaupa ISAL en fyrirtæki eru jafnan ekki seld með lausafé,“ segir Bjarni Már Gylfason, upp- lýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi. Hydro gerði skuldbindandi tilboð um kaup á öllu útgefnu hlutafé í álverinu í febrúar 2018 og í kjölfarið sagði Ole Sæter, yfirmaður álvera Hydro, þegar hann var spurður af blaða- mönnum, að samningurinn við Landsvirkjun væri samkeppnishæfur. Norski álframleiðandinn Norsk Hydro hætti sem kunnugt er við kaupin á álverinu í Straumsvík haustið 2018 en félagið sagði við það tilefni að tekið hefði lengi tíma en búist var við að fá samþykki framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins fyrir kaupunum. Eftir að Norsk Hydro hætti við kaupin var ál- verið aftur sett í söluferli og greindu erlendir miðlar frá því að Glencore, einn af stærstu eigendum Norðuráls, og hið þýska Trimet Aluminium, hefðu áhuga á að kaupa álverið. Rannveig sagði nýlega í samtali við mbl.is að því söluferli væri lokið: „Nú er ekki verið að vinna í sölumálum, heldur verið að ræða við aðila hérlendis um hvort eigi að halda þessum rekstri áfram.“ Fjallað var um mögulega sölu á álverinu í Straumsvík á Aluminium Insider síðasta sumar sem taldi álverið vera heppilega fjárfestingu. „Þrátt fyrir að ISAL greiði hæsta raforkuverð- ið á meðal íslenskra álvera er það enn með því lægsta sem finnst í Evrópu. Ísland framleiðir alla sína raforku með vatnsafli og jarðvarma sem er í samræmi við stefnu Rio Tinto um „grænt ál“. En að því gefnu að raforkuverðið sé mun hærra í Straumsvík en hjá álverum Rio Tinto í Kanada, þá er er ákvörðunin um að losa sig við álverið í samræmi við stefnu Rio um að draga úr kostnaði og hámarka arðsemi,“ skrifaði greinandi Aluminium Insider. Álverið í Straumsvík er annar stærsti viðskiptavinur Landsvirkjunar á eftir Fjarðaáli á Reyðarfirði. Tæplega fjórðungur af raforkusölu orkufyrirtækisins fer til álvers Rio Tinto. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI árinu 1979 sem var á hagstæðum samningi hjá Landsvirkjun fram til ársins 2019. Elkem ákvað að nýta heimild í samningnum um að framlengja raforkuviðskiptin um tíu ár eða fram til ársins 2029. Þar með var virkjað ákvæði um að sér- stakur gerðardómur skyldi ákveða hvaða verð yrði á raforkunni það tíu ára tímabil. Niðurstaða gerðardóms fól í sér umtalsverða hækkun á raf- orkukostnaðinum. „Ef við skoðum þættina sem hafa áhrif á afkomu okkar má segja að sá þáttur sem vegur þyngst sé mark- aðsverð á afurðum. Það sveif lar afkomunni upp og niður. En ef við skoðum samkeppnishæfni verk- smiðju okkar á Íslandi – Elkem er með 27 verksmiðjur á heimsvísu – þá samanstendur hún af þremur meginþáttum og hefur gert það frá upphafi,“ segir Einar. „Þar má fyrst nefna f lutnings- kostnað. Við flytjum öll hráefni inn og allar afurðir út. Þetta hefur veikt samkeppnistöðu okkar gagnvart keppinautum í Evrópu,“ segir Einar. Annar þáttur sem vegur þungt er innlendur kostnaður og launa- kostnaður. Öll þjónusta sem Elkem kaupir innanlands er beintengd við launaþróun og þessi kostnaður er mjög óhagstæður að sögn Einars. Verksmiðja Elkem á Íslandi er sú dýrasta innan samstæðunnar hvað laun varðar. „Þriðji þátturinn er raforkan en hún er ástæðan fyrir því að verk- smiðjan er yfirleitt á Íslandi. Raf- orkuverðið var hagstætt og gerði það að verkum að verksmiðja á Íslandi var samkeppnishæf. Eftir niðurstöðu gerðardóms má segja að þessi samkeppnisþáttur sé að miklu leyti horfinn,“ segir Einar. „Ef við skoðum meðalaf komu síðustu ára – á bilinu tíu til þrettán ár – þá má segja að raforkuhækk- unin hafi að stórum hluta étið upp allan hagnaðinn. Þetta þýðir að við höfum verið og erum að leita leiða til að hagræða og fækka fólki.“ Vandinn er tvíþættur að sögn Einars. Annars vegar er fyrirtækið að glíma við skammtímaáhrif af hærra raforkuverði og hins vegar vakna spurningar um hvað taki við þegar samningurinn rennur út árið 2029. „Það sem hrjáir okkur mest er spurningin um hvað tekur við eftir 2029. Ef það stefnir í enn hærra raf- orkuverð þá lítur þetta afskaplega illa út og við þurfum svar við þeirri spurningu mjög f ljótt vegna þess að við höfum stöðvað fjárfestingu í uppbyggingu. Þegar við fjárfestum í uppbygg- ingu þurfum við að horfa meira en níu ár fram í tímann. Við höfum þurft að setja ýmis góð mál á ís, til dæmis verkefni sem snúa að endur- nýtingu á orku og varma, á meðan óvissan er eins og hún er í dag,“ segir Einar. „Afurðaverðið mun sveiflast upp og niður en samkeppnishæfnin hefur versnað svo mikið að við þurf- um að reka verksmiðjuna betur en aðrir innan Elkem og líklega betur en flestir okkar keppinautar til þess að það sé arðbært að vera hérna. En arðsemin til lengri tíma litið er ekki mjög spennandi og það er ólíklegt að við myndum byggja verksmiðju á Íslandi í dag.“ hvernig eigi að leysa úr því.“ Raforkuverð ISAL fyrir hverja megavattstund er um 38 dalir að sögn viðmælenda Markaðarins sem þekkja vel til. Í verðinu er raforku- flutningur innifalinn sem er talinn nema um sex dölum. Til saman- burðar má ætla að raforkuverð til Fjarðaáls sé vel undir þrjátíu dölum og að kjör Norðuráls hafi verið svip- uð þar til í fyrra þegar endurnýj- aður samningur við Landsvirkjun tók gildi. Þá er Rio Tinto sagt borga 26 dali með f lutningi fyrir hverja megavattstund í Kanada. Álverið í Straumsvík er annar stærsti viðskiptavinur Landsvirkj- unar á eftir Fjarðaáli á Reyðarfirði en samkvæmt ársskýrslu orkufyrir- tækisins fyrir árið 2018 eru um 23 prósent af raforkusölu þess til álvers Rio Tinto. Markaðurinn óskaði eftir viðtali við Rannveigu Rist um samkeppnis- hæfni Rio Tinto á Íslandi en fyrir- tækið varð ekki við beiðninni. Þá vildu forsvarsmenn Norðuráls ekki tjá sig um stöðu mála. Tor Arne Berg, forstjóri Fjarðaáls, segist ekki geta tjáð sig um raforku- samning álfyrirtækisins við Lands- virkjun enda sé hann trúnaðarmál. „Það er þó alveg ljóst að álverið var reist hér á landi vegna þess að hér var í boði langtímasamningur á stöðugri orku,“ segir hann. „Helsta ógnin sem steðjar að áliðnaði um þessar mundir er offramleiðsla í Kína sem kemur til vegna óeðilegra niðurgreiðslna frá ríkinu. Þetta hefur orðið til þess að álverð hefur fallið á alþjóðlegum markaði sem þrengir mjög að sam- keppnisstöðu í þessari grein,“ bætir forstjórinn við. Óvissa um framtíð Elkem Elkem hefur starfrækt járnblendi- verksmiðju á Grundartanga frá Þá nefnir Einar að Landsvirkjun hafi ekki verið sátt við niðurstöðu gerðardóms og talið að raforku- verðið ætti að vera hærra. Því sé líklegt að Landsvirkjun muni fara fram á hærra verð en rekstur Elkem getur staðið undir þegar núgildandi samningur rennur út. Gott verð á heimsmælikvarða Landsvirkjun stóð fyrir fundi í byrjun árs þar sem Martin Jack- son, álsérfræðingur hjá greiningar- fyrirtækinu CRU, fjallaði um stöðu íslenskra álvera í alþjóðlegu sam- hengi. „Íslenski áliðnaðurinn er í góðri stöðu í dag. Sjálf bærni er lykilatriði í áliðnaðinum í dag, og með vaxandi regluverki og hærri kolefnisskött- um verður hún sífellt mikilvægari,“ sagði Jackson, spurður um stöðu áliðnaðarins hér á landi. „Það jákvæða við íslenska áliðn- aðinn, þar sem álverin eru hag- kvæm og knúin af vatnsaf lsorku, er að hann stendur vel hvað varðar kostnað vegna þess að kolefnislos- un mun á endanum leiða til hærri kostnaðar hjá álverum. Ef þú ert að losa lítið í dag þá verður kostnaður- inn hlutfallslega minni þegar fram í sækir.“ Spurður nánar út í hvort íslensk álver væru samkeppnishæf í dag hvað kostnað varðar svaraði Jack- son játandi og nefndi að þau væru á meðal þeirra álvera sem væru með hvað lægstan orkukostnað á heimsvísu. Einungis álver í Kanada byggju við hagstæðari orkukjör. Aftur á móti versnaði samkeppnis- staðan þegar annar rekstrarkostn- aður væri tekinn með í reikning- inn. Virði afurða er lykilþáttur Í erindi Jacksons kom fram að ein af ástæðunum fyrir því að Ísland er orðið eftirbátur Noregs í álfram- leiðslu væri sú að norsk álver fram- leiði virðismeiri afurðir. Álhleifar eru einfaldasta afurðin en með sérhæfðari framleiðslu er hægt að fimmfalda arðsemi framleiðslunn- ar. Aftur á móti er ekki auðvelt að sækja inn á þennan markað enda er fjármagnsfrekt að sérhæfa fram- leiðsluna. Rannveig sagði í samtali við mbl. is í síðustu viku að álið sem búið er til í verksmiðjunni væri í hæsta gæðaf lokki og framleiddar væru f lóknar og dýrar vörur sem fáir aðrir aðilar gætu framleitt. „Við höfum mikla sérhæfingu sem byggir á mikilli þekkingu, og við erum búin að komast eins langt og hægt er með þetta. Við erum allt- af með þetta tap, og meginástæða fyrir því er að við erum að borga miklu hærra verð fyrir raforkuna en aðrir í iðnaðinum, bæði þegar litið er hér innanlands eða skoðaður er samanburður við útlönd. Þannig að við erum með mjög óhagstætt raforkuverð og eigum ekki annars kost,“ sagði Rannveig. Einar hjá Elkem segir að á síðast- liðnum tíu árum hafi fyrirtækið fjárfest í búnaði til að framleiða virðismeira kísiljárn og sú fjárfest- ing hafi heppnast vel. „Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að við erum ekki búin að gefast upp þrátt fyrir að grunnforsendur hafi breyst,“ segir Einar. Staða gagnavera versnað Landsvirkjun hefur bent á að nýj- ustu gögn Eurostat frá árinu 2018 sýni að raforkukostnaður smærri stórnotenda, sem nota 10-20 MW, sé samkeppnishæfur miðað við önnur Norðurlönd. Þau gögn sýni að raforkuverð og f lutningsverð hafi verið lægst á Íslandi. Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hugverkasviðs hjá Samtökum iðn- aðarins, segir að fjarað hafi undan samkeppnishæfni gagnavera – sem teljast til minni stórnotenda – frá árinu 2018. „Ísland er að tapa samkeppnis- forskoti sínu í þessum iðnaði og það er tvennt sem skiptir mestu máli í þeim efnum: Annars vegar raforkuverðið og hins vegar gagna- tengingar. Við fáum skýr svör frá okkar félagsmönnum um að raforkuverð sé ekki samkeppnishæft og að betri kjör bjóðist annars staðar. Þetta birtist meðal annars í þeirri ákvörð- un Advania Data Centers að byggja frekar nýtt gagnaver í Svíþjóð en hér á landi,“ segir Sigríður. „Raforkuverð hjá framleiðand- anum er eitt en síðan eru það f lutnings- og dreifikostnaður sem leggjast ofan á verðið. Þegar fyrir- tæki tekur ákvörðun um uppbygg- ingu á gagnaveri er horft til heildar- verðsins auk annarra þátta.“ Sigríður segir að horfa þurfi til virðiskeðjunnar í heild sinni. Umræðan eigi ekki að snúast um einstakt fyrirtæki og arðsemi þess heldur um arðsemi þjóðarbúsins. Þá skipti máli að byggja upp öflugan og samkeppnishæfan iðnað. „Gagnaversiðnaðurinn er sá iðnaður sem er að vaxa hvað hrað- ast á heimsvísu. Það er vaxandi eftirspurn eftir vinnslu og hýsingu gagna, og hún mun fyrirsjáanlega aukast mjög mikið. Gagnavers- iðnaðurinn byggðist upp tiltölulega hratt hér á landi en það eru blikur á lofti varðandi framhaldið. Spurningin er hvort Ísland ætli að vera þátttakandi í þessari þróun á heimsvísu. Þá skiptir máli að við höldum rétt á spilunum svo við missum ekki alveg úr höndunum það samkeppnisforskot sem við höfðum á sínum tíma,“ segir Sig- ríður. MARKAÐURINN 7M I Ð V I K U D A G U R 1 9 . F E B R Ú A R 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.