Fréttablaðið - 19.02.2020, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 19.02.2020, Blaðsíða 9
Nýting umhver f isvænnar orku skapar Íslandi afger-andi sérstöðu meðal þjóða heims. Sem lítið hagkerfi á Ísland einnig allt undir í utanríkisvið- skiptum. Ísland er eitt örfárra landa í heiminum sem getur markaðssett sig sem land hreinnar, endurnýjan- legrar orku. Raforkan sem hér er framleidd er 99,9% endurnýjanleg orka og er öll orkan nýtt til verð- mætasköpunar innanlands. Þessi staða gerir það að verkum að Ísland hefur gríðarlegt náttúrulegt sam- keppnisforskot í harðri alþjóðlegri samkeppni þegar umhverfis- og loftslagsmál eru í brennidepli og ríki heims keppast við að standa við alþjóðlegar skuldbindingar í þeim efnum. Sala upprunaábyrgða raforku grefur undan þessari sérstöðu. Með sölu upprunaábyrgða inn á evr- ópskan markað er íslenskum orku- fyrirtækjum skylt, við upplýsinga- gjöf um raforkusölu sína, að skipta upplýsingum um endurnýjanlegan uppruna út fyrir upplýsingar sem endurspegla samsetningu orkugjafa í Evrópu. Hvað þýðir þetta? Jú, þetta hefur það í för með sér að með sölu ábyrgðanna breytist uppgefin orku- samsetning í opinberum tölum hér á landi og samkvæmt þeim upplýs- ingum mætti ætla að á Íslandi væri uppruni raforku 55% jarðefnaelds- neyti, 34% kjarnorka og einungis 11% endurnýjanleg orka. Þetta er alls ekki raunin, heldur af leiðing þess að íslensk orkufyrirtæki selja upprunaábyrgðir úr landi. Þetta getur valdið ruglingi í upplýsinga- gjöf og skilaboðum út á markaði. Það eitt og sér skaðar hagsmuni Íslands. Þetta gerir útf lutnings- fyrirtækjum erfiðara fyrir í mark- aðssetningu á vörum og þjónustu. Þetta skaðar ímynd Íslands sem land hreinnar orku. Ísland er lokað raforkukerfi. Engin orka er f lutt úr landi með beinum hætti heldur er hún nýtt til verðmætasköpunar hér. Íslensk orkufyrirtæki eru að flytja úr landi skírteini sem staðfesta að endur- nýjanleg orka hafi verið framleidd. Þetta kerfi var sett á laggirnar í Evrópu til að skapa hvata og ýta undir orkuskipti. Hér á Íslandi er engin þörf á slíku. Með því að selja upprunaábyrgðir til erlendra aðila sköðum við hins vegar okkar eigin hagsmuni því það hefur áhrif á uppgefna orkusamsetningu hér á landi. Tapið af þessu er vafa- lítið mun meira en tekjur af sölu ábyrgðanna nema. Hér er verið að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Íslensk stjórnvöld hafa um langt skeið markaðssett Ísland sem land hreinna orkugjafa, og gera enn, þrátt fyrir að sala íslenskra orku- fyrirtækja á upprunaábyrgðum úr landi kunni að standa í vegi fyrir slíkum fullyrðingum. Í besta falli rýrir hún trúverðugleika þeirra. Fyrirtæki alls staðar um heim horfa í auknum mæli til umhverf- isáhrifa af sinni starfsemi og eru síauknar kröfur gerðar til þess að fyrirtæki starfi í sátt og samlyndi við umhverfi og samfélag. Með sér- stöðu Íslands að leiðarljósi eigum við að sækja fram í utanríkisvið- skiptum. Ísland hefur hag af því að það liggi skýrt fyrir í allri upp- lýsingagjöf að hér er öll atvinnu- starfsemi knúin áfram af hreinum orkugjöfum. Það er hagur þjóðar- innar og við eigum að geta gert þær kröfur til íslenskra orkufyrirtækja, sem eru að mestu í eigu hins opin- bera, að þau hafi víða hagsmuni að leiðarljósi í sínum störfum. Jákvæð ímynd Íslands á þessu sviði gagnast ekki eingöngu orkufyrirtækjum og orkusæknum iðnaði heldur getur hún nýst í allri markaðssetningu á íslenskum vörum og þjónustu á erlendri grundu. Það má ekki vera vafi á því að íslensk fyrirtæki geti nýtt sér þetta samkeppnisforskot á alþjóðlegum mörkuðum. Við eigum ekki að selja það frá okkur. Forsætisráðherra orðaði þetta vel þegar hún varpaði fram þessari spurningu í ræðu á Viðskiptaþingi 2018: „Hver vill ekki selja fisk frá kolefnishlutlausu landi?“ Þetta eru hagsmunirnir sem eru undir. Sala upprunaábyrgða úr landi skaðar ímynd Íslands Sigríður Mogensen sviðsstjóri hugverka- sviðs Samtaka iðnaðarins Að undanförnu hefur umræð-an um hinsegin fólk verið áberandi, í kjölfar sjónvarps- þáttanna Svona fólk og nú síðast um Trans börn. Þessir þættir sýna að þótt við höfum tekið mörg og merk framfaraskref þá er markinu ekki náð. Markmiðið hlýtur að vera að veruleiki hinsegin fólks sé sam- bærilegur veruleika annarra í okkar mjög svo gagnkynhneigða heimi. En því fer nú því miður fjarri. Lífs- sögur barna og ungmenna tala sínu máli. Þær snerta okkur og vekja upp samkennd og stuðning. Það er gott að búa í samfélagi sem bregst þann- ig við, þar sem víðsýni og jafnrétti ræður för. En þeirri afstöðu verður að fylgja eftir með athöfnum. Mikilvægi og máttur fræðslunnar Hinsegin veruleiki er annar veru- leiki. Þeir sem ekki tilheyra honum fá seint skilið hann til fulls. Við vitum hins vegar að fræðsla bætir lýðheilsu og skiptir þannig óendanlega miklu máli. Hún breytir viðhorfum, heldur þeim vakandi og hefur áhrif á hegðun einstaklinga, sem saman mynda samfélagið og þoka málum áfram til rétts vegar. Þar nægja ekki orðin tóm, þar þarf aðgerðir. Við verðum að huga betur að lýð- heilsu hinsegin fólks. Ég hef sagt það áður og segi það enn og læt ekki deigan síga fyrr en við sameinumst um að tryggja hinsegin fólki jafn góðan aðbúnað og öðrum, sem byggja samfélag okkar. Viljinn skiptir máli en breyting- arnar felast í framkvæmdinni Í annað sinn legg ég fram tillögu sem lýtur að líðan hinsegin fólks. Fyrri tillaga mín fjallaði um nauð- syn þess að bjóða upp á fræðslu um hinsegin málefni. Fræðslu sem byðist öllu starfsfólki Garðabæjar svo samfélagið allt fengi tækifæri til þess að umvefja hinsegin veruleika með ákveðna þekkingu að vopni. Nú fylgi ég þeirri tillögu eftir með því að hvetja til þess í bæjarráði að fyrri tillaga verði tekin alla leið og þær aðgerðir sem farið hefur verið í í kjölfar fyrri tillögu verði rýndar og endurmetnar, með það að leiðarljósi að gera betur. Lýðheilsa allra er dýrmæt Við verðum einfaldlega að gera betur ef við meinum eitthvað með því þegar við segjumst ætla að vera til staðar og styðjandi fyrir hin- segin einstaklinga, börn og ung- menni sem standa í þeim sporum að endurskilgreina sig og takast á við samfélagið sem býður þeim upp á takmarkaðar upplýsingar, skilning eða getu til að mæta þeim eins og þau eru. Þess vegna legg ég fram tillöguna því ég trúi því að eftir því sem við ræðum málin betur og greinum stöðuna hverju sinni þá þokumst við nær því að tryggja lýðheilsu hin- segin fólks af alvöru. Lýðheilsa hinsegin fólks Sara Dögg Svanhildardóttir oddviti Garða- bæjarlistans í Garðabæ Aukahlutapakkinn er: Hiti í framrúðu og rúðusprautum, hiti í stýri og stýri klætt mjúku leðri, rafdrifin upphituð leður framsæti með stillingu á 10 vegu, hiti í aftursætum, 380W Meridian hljóðkerfi, sjálfvirk háljósaaðstoð, svartur útlitspakki, tvöfalt krómað púst, skyggðar rúður að aftan, lykillaus opnun, rafknúinn afturhleri, hiti í aftursætum. 800.000 kr. aukahlutapakki fylgir Jaguar E-Pace S D150 B ún að ur b íls á m yn d e r fr áb ru g ð in n au g lý st u ve rð i VERÐ: 7.990.000 KR. Jaguar E-Pace S D150, fjórhjóladrifinn, sjálfskiptur.E N N E M M / S ÍA / N M 9 8 1 1 1 J a g u a r E - P a c e 5 x 2 0 f e b VERIÐ VELKOMIN Í REYNSLUAKSTUR JAGUAR HESTHÁLSI 6-8, 110 REYKJAVÍK SÍMI: 525 6500 FJÓRHJÓLADRIFINN E-PACE JAGUAR E-PACE S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 9M I Ð V I K U D A G U R 1 9 . F E B R Ú A R 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.