Fréttablaðið - 19.02.2020, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 19.02.2020, Blaðsíða 38
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson, hlynur@frettabladid.is , Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Örn Geirsson orn.geirsson@ frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is. FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@ frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Guðrún Inga Grétarsdóttir gudruninga@frettabladid.is ÞETTA ER ALVEG ÁHUGAVERT PLAKAT OG ASTRÓPÍA ORÐIN ÁKVEÐIN KÖLT BÍÓMYND ÞANNIG AÐ ÉG ÁKVAÐ AÐ LÁTA Á ÞETTA REYNA Á BRASK OG BRALL. Manni líður alltaf aðeins bet u r ef maður getur prúttað verðið örl ít ið upp,“ s e g i r k v i k- myndaáhugamaðurinn Stefán Atli Rúnarsson sem var fljótur að koma upprunalegu Astrópíu-veggspjaldi í verð á Brask og brall á Facebook um helgina með þessum orðum: „Langar þig að eignast part af íslenskri kvikmyndasögu. Þetta glæsilega veggspjald er í frábæru standi og fylgir rammi með. Einn- ig fylgir með skemmtileg saga um hvernig ég eignaðist plakatið!“ Verðmiðinn sem Stefán Atli setti á myndina, rammann og uppruna- söguna hljóðaði upp á 25.000 krón- ur og eftir nokkurt glens og grín á sölusíðunni stóð hann uppi 17.000 krónum ríkari og vel sáttur þar sem minnstu munaði að hann léti Ragn- hildi Steinunni og stóðið úr nörda- búðinni Astrópíu fara milliliða- og skilagjaldslaust lóðbeint í Sorpu. „Ég og vinur minn vorum alltaf eitthvað að leika okkur við að gera stuttmyndir og eitthvað þannig þegar við vorum í 6. og 7. bekk eða eitthvað svoleiðis. Júlíus Kemp, leik- stjóri og kvikmyndaframleiðandi, er frændi vinar míns og við fengum mikinn innblástur frá honum á þessum tíma,“ segir Stefán Atli um sögu plakatsins sem hann lét fylgja því og rammanum sem bónus við söluna. Bíóhöll minnnganna Astrópía var frumsýnd í ágúst 2007 en myndin hverfðist um gelluna Hildi sem varð óvænt drottning nördanna í Nexus-ígildinu Astró- píu þar sem ekki minni spámenn en Pétur Jóhann og Sveppi voru fremstir meðal jafningja. Ottó Geir Borg og Jóhann Ævar Grímsson skrifuðu handritið, Gunnar B. Guðmundsson leik- stýrði en Ingvar Þórðarson og Júlíus Kemp voru meðal framleiðenda og sem slíkur fól Júlíus bíóguttunum það mikilvæga hlutverk að hanga í miðasölunni og hafa auga með gestum og gæta þess að þeir keyptu ekki ódýrari miða á útlenskar bíó- myndir til þess að svindla sér síðan inn á Astrópíu. „Við vorum þarna í smá eftirliti og fengum einhvern aukapening fyrir Astrópía hristir af sér geymslurykið Stefán Atli Rúnarsson var grunnskólagutti með bíódellu þegar hann eignaðist Astrópíu-plakat sem skartaði Ragnhildi Steinunni. Þrettán árum síðar er veggspjaldið safngripur sem slapp naumlega fram hjá gámi Sorpu. Stefán Atli skilur sáttur við Astrópíuna sem gaf mun meira en tvær Bingó- kúlur í aðra hönd þegar upp var staðið. Hildur og lúðaherinn voru vel varin í rammanum góða og eru eins og ný. að standa þennan vörð. Við vorum svo í Bíóhöllinni í Álfabakka þegar myndin var að hætta í sýningu og þegar ég sá að það var verið að taka þetta plakat niður datt mér í hug að það gæti orðið góður minja- gripur um um þennan tíma og þessa reynslu.“ Úr öndvegi á haugana Stefán Atli rammaði síðan plakatið inn og þannig fékk það að njóta sín í herberginu hans yfir skrif borðinu í nokkur ár en endaði síðan, eins og gengur, ofan í geymslu hjá móður hans þegar hann flutti að heiman. „Ég var svo að hjálpa mömmu að f lytja núna og rakst á plakatið í rammanum og ætlaði nú fyrst bara að henda því í Sorpu,“ segir Stefán sem staldraði þó aðeins við og ákvað að kanna möguleikann á því að gefa Astrópíu framhaldslíf og jafnvel hafa eitthvað upp úr því í leiðinni. „Þetta er alveg áhugavert plakat og Astrópía orðin ákveðin költ bíó- mynd þannig að ég ákvað að láta á þetta reyna á Brask og brall og fékk litla bróður minn í lið með mér gegn því að hann fengi prósentur af sölunni.“ Auglýsingin á Facebook vakti strax mikla athygli og umræður sem stjarna myndarinnar, Ragn- hildur Steinunn, blandaði sér í auk þess sem hnippt var í einn hand- ritshöfundanna, Ottó Geir Borg, og hann spurður hvort þetta væri ekki akkúrat það sem hann vantaði í stofuna. Einhver gagntilboð slæddust einnig með glensinu og nostalgí- unni, meðal annars eitt upp á 15.000 krónur og svo þetta sem auðvelt var að hafna: „Býð þér tvær Bingókúlur fyrir plakatið og þú mátt halda rammanum. Endilega láttu heyra í þér ef þetta vekur áhuga.“ Stefán Atli viðurkennir fúslega að vonir hans hafi glæðst til muna eftir að Ragnhildur Steinunn blandaði sér í málið. „Ég hefði vel getað hugsað mér að gefa henni það en svo datt mér líka alveg í hug að áhugi hennar á því gæti orðið til þess að auðvelda söluna og svo fékk ég bara þetta til- boð,“ segir Stefán Atli sem treystir sér til þess að varðveita bíóbernsku- minningarnar sjálfur eftir að nörda- valkyrjan Hildur er horfin á vit nýrra ævintýra. toti@frettabladid.is Astrópía Astrópía fjallar um dekruðu partí­ píuna Hildi sem neyðist til þess að standa á eigin fótum eftir að kærasta hennar er stungið í stein­ inn. Hún fær vinnu í nördabúðinni Astrópíu þar sem hún kynnist svo náið alls konar furðufuglum, hasarblöðum og hlutverkja­ leikjum þannig að mörkin milli raunveruleika og ævintýra verða stöðugt óljósari og ofurhetja vaknar til lífsins. Hetjan blandar sér í braskið Ragnhildur Steinunn: Bara 25þúsund kall? Þetta á auðvitað heima inni í stofu. Stefán Atli: 25.000 kr. eða hæsta boð. Ragnhildur Steinunn: Stefán Atli. Þú hlýtur að komast upp í hundrað þúsund kallinn ef ramminn fylgir með. Stefán Atli: En ef þetta væri áritað frá Ragnhildi Steinunni myndi þetta auðveldlega fara upp í 200.000 og við gætum splittað ágóðanum. Ragnhildur Steinunn: Stefán Atli 210.000 kr. ef við náum fréttaskoti í DV út á þetta í leiðinni. Stefán Atli: Það myndi hjálpa til við söluna. Tryggðu þér áskrift Í KVÖLD KL. 19:05 1 9 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R18 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.