Fréttablaðið - 19.02.2020, Blaðsíða 22
Regla ehf. var stofnað 12. desember 2008 og var markmið félagsins að bjóða upp á
viðskiptakerfi með mikla sjálf
virkni til að auðvelda rekstur og
minnka vinnu hjá fyrirtækjum af
öllum stærðum og gerðum. Það
má segja að það hafi tekist afar
vel því kerfið er nú í notkun hjá
þúsundum ánægðra notenda.
„Regla er hugbúnaður í áskrift á
netinu, eða í skýinu og því engin
þörf á hýsingu eða rekstri á tölvu
þjónum. Þetta leiðir til þess að
reksturinn verður hagkvæmari,
einfaldari og öruggari,“ segir
Sveinn Baldursson, þróunarstjóri
afgreiðslukerfisins.
Kerfin sem Regla býður upp á
eru íslensk hönnun og hafa ýmsir
sérfræðingar komið að þróun
þeirra, meðal annars viðskipta
fræðingar, bókarar, endurskoð
endur, tölvunarfræðingar og
löggiltir bókarar.
„Regla býður upp á öf lugt kassa
kerfi sem í rauntíma uppfærir
bæði bókhald og vörukerfi, það
getur hins vegar vel keyrt án net
tengingar ef tenging við veraldar
vefinn dettur út tímabundið og
hefur það oft komið sér vel fyrir
okkar fjölmörgu viðskiptavini.
Viðmót kerfisins er skýrt og not
endavænt, starfsmenn eiga auð
velt með að læra á það og í því er
bein tenging við tímaskráningu,“
segir Sveinn.
Að sögn Sveins er hægt að mót
taka allar tegundir af greiðslum
í afgreiðslukerfi Reglu, svo sem
eins og reiðufé, kortagreiðslur,
erlenda mynt, reikningsviðskipti,
netgíró, gjafabréf og inneignar
nótur. „Fyrir veitingastaði er
þægilegt borðakerfi og eldhús
prentun og í kerfinu er einfalt að
skipta greiðslum. Fyrir verslanir
er af kastamikið talningarkerfi,
strikamerkjaprent un og öf lugar
tengingar við vefverslanir.“
Nýjasta viðbótin við afgreiðslu
kerfi Reglu er eldhússtjórnunar
kerfi (KDS) en með því er hægt
að stýra pöntunum frá viðskipta
vinum á réttan stað í eldhúsinu
og með réttum tímasetningum.
Forréttapöntun birtist á snerti
skjá hjá starfsmönnum í eldhúsi
sem sjá um forrétti og þjónn í sal
sér á sínu afgreiðslutæki þegar
rétturinn er tilbúinn, á réttum
tíma birtist svo pöntun á aðalrétt
á réttum stað í eldhúsi og þjónn
inn hefur alltaf yfirsýn á sínu tæki
hvar pöntunin er stödd á hverjum
tíma. Sveinn segir að kerfið hafi
reynst mjög vel. „Þjónustan við
viðskiptavini er betri og fyrir
sjáanlegri og færra starfsfólk þarf,
bæði í eldhúsi og í sal.“
Regla býður upp á öflugt kassakerfi sem í rauntíma uppfærir bæði bókhald og vörukerfi. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Öflugt kassakerfi
Regla býður upp á fjölbreytt viðskiptakerfi í vefáskrift.
Kerfin eru íslensk hönnun, þróuð af fjölda sérfræðinga.
Fyrir veitingastaði
er þægilegt borða-
kerfi og eldhúsprentun
og í kerfinu er einfalt að
skipta greiðslum.
Sveinn Baldursson
Leiðandi
í afgreiðslu-
kerfum og
tengingu við
vefverslanir
regla.is | 520 1200
Kassa- og
posarúllur
Eigum allar stærðir og gerðir.
Prentun endist í 7 ár, 10 ár og 25 ár
(mismunandi eftir tegundum)
Gylfaflöt 4, 112 Reykjavík | S. 565 2217
4 KYNNINGARBLAÐ KASSAKERFI OG SJÓÐSVÉLAR