Fréttablaðið - 19.02.2020, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 19.02.2020, Blaðsíða 22
Regla ehf. var stofnað 12. des­ember 2008 og var markmið félagsins að bjóða upp á viðskiptakerfi með mikla sjálf­ virkni til að auðvelda rekstur og minnka vinnu hjá fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum. Það má segja að það hafi tekist afar vel því kerfið er nú í notkun hjá þúsundum ánægðra notenda. „Regla er hugbúnaður í áskrift á netinu, eða í skýinu og því engin þörf á hýsingu eða rekstri á tölvu­ þjónum. Þetta leiðir til þess að reksturinn verður hagkvæmari, einfaldari og öruggari,“ segir Sveinn Baldursson, þróunarstjóri afgreiðslukerfisins. Kerfin sem Regla býður upp á eru íslensk hönnun og hafa ýmsir sérfræðingar komið að þróun þeirra, meðal annars viðskipta­ fræðingar, bókarar, endurskoð­ endur, tölvunarfræðingar og löggiltir bókarar. „Regla býður upp á öf lugt kassa­ kerfi sem í rauntíma uppfærir bæði bókhald og vörukerfi, það getur hins vegar vel keyrt án net­ tengingar ef tenging við veraldar­ vefinn dettur út tímabundið og hefur það oft komið sér vel fyrir okkar fjölmörgu viðskiptavini. Viðmót kerfisins er skýrt og not­ endavænt, starfsmenn eiga auð­ velt með að læra á það og í því er bein tenging við tímaskráningu,“ segir Sveinn. Að sögn Sveins er hægt að mót­ taka allar tegundir af greiðslum í afgreiðslukerfi Reglu, svo sem eins og reiðufé, kortagreiðslur, erlenda mynt, reikningsviðskipti, netgíró, gjafabréf og inneignar­ nótur. „Fyrir veitingastaði er þægilegt borðakerfi og eldhús­ prentun og í kerfinu er einfalt að skipta greiðslum. Fyrir verslanir er af kastamikið talningarkerfi, strikamerkjaprent un og öf lugar tengingar við vefverslanir.“ Nýjasta viðbótin við afgreiðslu­ kerfi Reglu er eldhússtjórnunar­ kerfi (KDS) en með því er hægt að stýra pöntunum frá viðskipta­ vinum á réttan stað í eldhúsinu og með réttum tímasetningum. Forréttapöntun birtist á snerti­ skjá hjá starfsmönnum í eldhúsi sem sjá um forrétti og þjónn í sal sér á sínu afgreiðslutæki þegar rétturinn er tilbúinn, á réttum tíma birtist svo pöntun á aðalrétt á réttum stað í eldhúsi og þjónn­ inn hefur alltaf yfirsýn á sínu tæki hvar pöntunin er stödd á hverjum tíma. Sveinn segir að kerfið hafi reynst mjög vel. „Þjónustan við viðskiptavini er betri og fyrir­ sjáanlegri og færra starfsfólk þarf, bæði í eldhúsi og í sal.“ Regla býður upp á öflugt kassakerfi sem í rauntíma uppfærir bæði bókhald og vörukerfi. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Öflugt kassakerfi Regla býður upp á fjölbreytt viðskiptakerfi í vefáskrift. Kerfin eru íslensk hönnun, þróuð af fjölda sérfræðinga. Fyrir veitingastaði er þægilegt borða- kerfi og eldhúsprentun og í kerfinu er einfalt að skipta greiðslum. Sveinn Baldursson Leiðandi í afgreiðslu- kerfum og tengingu við vefverslanir regla.is | 520 1200 Kassa- og posarúllur Eigum allar stærðir og gerðir. Prentun endist í 7 ár, 10 ár og 25 ár (mismunandi eftir tegundum) Gylfaflöt 4, 112 Reykjavík | S. 565 2217 4 KYNNINGARBLAÐ KASSAKERFI OG SJÓÐSVÉLAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.