Fréttablaðið - 19.02.2020, Blaðsíða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —4 2 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R M I Ð V I K U D A G U R 1 9 . F E B R Ú A R 2 0 2 0
best núna!
Mmm ...
mangó
Krónan
mælir með!
ORKUMÁL Landsvirkjun telur sig
vera með traustar ábyrgðir gagnvart
Rio Tinto sem skoðar nú mögulega
lokun á álverinu í Straumsvík. Komi
upp ágreiningur um atriði raforku-
samningsins sé skýrt kveðið á um
hvernig leysa eigi úr honum. Þetta
segir Hörður Arnarson, forstjóri
Landsvirkjunar.
„Varðandi raforkuverðið teljum
við að samningurinn sé sanngjarn
fyrir bæði fyrirtækin. Vissulega er
hann ekki ódýr, en hann er sann-
gjarn,“ segir Hörður.
Sérfræðingar í orkumálum telja
að í samningi Landsvirkjunar og
Rio Tinto, sem gildir til 2036, sé
kveðið á um móðurfélagsábyrg.
Móðurfélag álversins þurf i að
ábyrgjast lágmarkskaup á raforku,
um 80 prósent, út samningstímann.
„Við teljum traustar ábyrgðir
fyrir skuldbindingum beggja aðila
í samningnum. Það hefur enginn
ágreiningur verið um það,“ segir
Hörður. Þá hefur komið fram að í
samningnum sé endurskoðunar-
ákvæði sem hægt er að virkja árið
2024. Aðspurður segir Hörður að
ákvæðið eigi að tryggja að samn-
ingurinn sé sanngjarn fyrir bæði
fyrirtækin.
Álverið í Straumsvík greiddi arð
upp á 130 milljónir dala til móður-
félagsins 2017. Í svari frá álverinu
kemur fram að arðgreiðslan hafi
verið sú eina sem fyrirtækið hefur
greitt frá 2004. Ástæðan var að fyrir
lá kauptilboð frá Norsk Hydro um
að kaupa álverið þar sem fyrirtæki
séu jafnan ekki seld með lausafé.
Einar Þorsteinsson, forstjóri
Elkem á Íslandi, segir að hækkun
raforkuverðs sem fylgdi nýjum
samningi til 2029 hafi komið niður
á samkeppnisstöðu fyrirtækisins.
„Það sem hrjáir okkur mest er
spurningin um hvað tekur við eftir
2029. Ef það stefnir í enn hærra raf-
orkuverð þá lítur þetta afskaplega
illa út og við þurfum svar við þeirri
spurningu mjög f ljótt vegna þess
að við höfum stöðvað fjárfestingu í
uppbyggingu. Þegar við fjárfestum
í uppbyggingu þurfum við að horfa
meira en níu ár fram í tímann,“ segir
Einar. – þfh / sjá Markaðinn
Telur sig með traustar ábyrgðir
Forstjóri Landsvirkjunar segir samninginn við Rio Tinto innihalda skýr ákvæði um hvernig skuli leysa
úr ágreiningi um samningsatriði. Forstjóri Elkem segir óvissu um orkuverð koma niður á fjárfestingu.
VIÐSKIPTI Tryggingar sem íslenskar
ferðaskrifstofur þurfa að útvega
hafa hækkað verulega eftir gildis-
töku nýlegra laga og eru dæmi um
að fyrirtæki hafi þurft að útvega
margfalda fjárhæð miðað við það
sem áður var. Í heildina hafa trygg-
ingarnar hækkað um þrjá milljarða.
„Eigendur smærri ferðaskrif-
stofa þurfa að leggja allar persónu-
legar eigur undir til að geta staðið í
þessum rekstri,“ segir viðmælandi
Markaðarins. Stjórnendur í ferða-
þjónustunni segja fyrirkomulagið
skekkja stöðuna gagnvart erlendum
keppinautum og ýta undir að fyrir-
tæki flytji starfsemi sína til útlanda.
Þeir kalla eftir samstarfi ríkis og
ferðaþjónustunnar um stofnun
sérstaks tryggingarsjóðs til að leysa
vandann. – þfh / sjá Markaðinn
Tryggingarnar
snarhækkuðu
Lögreglan veitti konu á stolnum bíl eftirför í gær eftir að sonur eiganda bílsins tilkynnti um stuldinn. Konan ók frá Sundahöfn og hófst eftirförin við Kirkjusand og lauk á byggingarsvæði á
Lækjargötu þar sem konan var gripin og hún handtekin. Samkvæmt sjónarvotti voru bílarnir á miklum hraða og mildi að enginn skyldi slasast við atganginn. FRÉTTABLAÐIÐ / SIGTRYGGUR ARI
130
milljónum dala nam arð-
greiðsla álversins í Straums-
vík til móðurfélagsins Rio
Tinto árið 2017.