Fréttablaðið - 19.02.2020, Blaðsíða 21
Daníel segir umfangsmikla reynslu og sérfræðiþekk-ingu fyrirtækisins gera því
kleift að þjónusta allar gerðir fyrir-
tækja. „Við erum algjörlega óháð
hvers kyns vél- og hugbúnaði sem
fólk vill vinna með. Það skiptir
engu máli hvaðan búnaðurinn
er, við teljum okkur geta þjónu-
stað allt og alla, hvort sem það eru
einyrkjar, stór fyrirtæki, stofnanir
eða bæjarfélög.
Leiðandi á sínu sviði
Þekking og reynsla fyrirtækisins
sé afar dýrmæt. „Við höfum verið
leiðandi í þjónustu á afgreiðslu-
kerfum og kassa- eða smásölu-
þjónustu á Íslandi árum saman og
þjónustum mörg af stærstu fyrir-
tækjum landsins í þessum bransa,“
skýrir Daníel frá.
„Ég er búinn að vera í tölvu-
bransanum síðan 2004 og hjá
Þekkingu síðan 2007. Við erum
með starfsfólk sem er búið að vera
með frá stofnun Þekkingar þannig
að það eru yfir tuttugu ár þar. Við
erum mörg búin að vera að vinna
í yfir tíu ár og erum við því mjög
samheldinn hópur, það er nú bara
þannig.“
Starfsstöðvarnar eru tvær
talsins, þrátt fyrir að þjónustan
nái um allt land. „Við erum með
tvær starfsstöðvar, á Akureyri og í
Kópavogi, og starfa um 70 manns
hjá fyrirtækinu. Skiptingin hefur
aðeins breyst með árunum, það
eru nú orðnir töluvert f leiri sem
starfa í Kópavogi en á Akureyri en
við þjónustum allt landið og erum
til dæmis að reka verslunarkerfið
fyrir Samkaup sem er með sextíu
verslanir hringinn í kringum
landið.“
Þá hefur starfsemin og þjón-
ustan aðlagað sig jafnt og þétt
að breytilegu tækniumhverfi og
ólíkum þörfum viðskiptavina.
„Við þjónustum kassakerfin og alla
hluta tengda þeim, eins og hand-
tölvur, verðskanna, spjaldtölvur
og stimpilklukkur og allt sem því
fylgir.“
Daníel segir miklar tæknifram-
farir undanfarna áratugi hafa haft
mikil áhrif á starfsemi fyrirtækis-
ins sem sé nú öll orðin stafræn.
Hann minnist þess þegar síðasta
sjóðsvélin var tekinn úr notkun
árið 2017. „Hún fór nú bara og fékk
endurnýjun lífdaga í einhverju
allt öðru. Það var svona ákveðið
augnablik hjá okkur,“ segir Daníel
og hlær.
Víðtæk þjónusta
Þekking leggur ríka áherslu á
vandaða þjónustu, allan sólar-
hringinn, allt árið um kring. „Við
erum með þjónustuver sem er opið
frá klukkan 8 á morgnana til 19 á
kvöldin og þá tekur við bakvakt
sem er bara restin af sólarhringn-
um. Þannig að við erum alltaf í
rauninni á bakvakt. Svo erum við
með útkallsvaktir í kringum stór-
hátíðir eða stóra viðburði þar sem
starfsfólk er á vöktum, þannig að
það er alltaf einhver til taks, eins
og fyrir jól og hátíðir og annað þá
erum við alltaf með fólk klárt fyrir
viðskiptakerfin,“ útskýrir Daníel.
„Síðan erum við með mikla fjar-
þjónustu. Við þjónustum hvaðan
sem er og hvert sem er og erum til
dæmis með starfsmann sem býr á
Tenerife sem er að vinna hjá okkur
og annan sem býr í Danmörku.
Það er næstum allt hægt að gera í
fjarþjónustunni.“
Einnig er boðið upp á kennslu
og þjálfun þar sem viðskiptavinir
njóta góðs af sérfræðiþekkingu
starfsfólksins. „Við erum með
menntaða kennara í Microsoft,
í Office 365 og öðru Microsoft-
tengdu og erum í raun með ráðgjöf
í öllu sem viðkemur Microsoft og
jafnvel út fyrir.“
Þá er líka lögð áhersla á að fylgj-
ast vel með því sem er að gerast á
sviði afgreiðslukerfa og smásölu á
heimsvísu. „Ég er einmitt á leiðinni
á sýningu sem heitir Euroshop
sem er ein stærsta smásölusýning
í heiminum. Við reynum að fara
alltaf tvisvar á ári, bæði til Banda-
ríkjanna á NFR og á þessa Euro-
shop sýningu til að sækja okkur
aukna þekkingu, nýjungar og
annað tengt afgreiðslukerfum.“
Þjónustum allar gerðir fyrirtækja
Þekking hf. hefur um áratuga skeið veitt fyrirtækjum alhliða ráðgjöf og þjónustu við rekstur
tölvukerfa. Daníel Rodriguez hópstjóri segir fyrirtækið þjóna fyrirtækjum um land allt.
Við þjónustum
afgreiðslukerfin og
alla hluta tengda þeim,
eins og verðskanna,
handtölvur, spjald-
tölvur, stimpilklukkur
og allt sem því fylgir.
KYNNINGARBLAÐ 3 M I ÐV I KU DAG U R 1 9 . F E B R ÚA R 2 0 2 0 KASSAKERFI OG SJÓÐSVÉLAR