Fréttablaðið - 19.02.2020, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 19.02.2020, Blaðsíða 23
Harpa nýtur út- sýnis yfir fagran Fossvoginn og Reykjavík úr stofunni heima. Hún segir gott að búa í Kópa- vogi en þangað flutti hún í byrjun vetrar með kærast- anum sínum, Guðmundi Atla Péturssyni, mandólínleik- ara í Brek, og þremur börnum þeirra. Ég hef ekki séð Drápuhlíðargrjót á heilum vegg í stofu áður en það hafði klárlega áhrif á ákvörðun okkar um að kaupa þessa íbúð. Við vissum það strax og við komum hingað inn að þetta var eitthvað sem passaði okkur einstalega vel. Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg@frettabladid.is Harpa kann hvergi betur við sig heima en í sófa undir Drápuhlíðarveggnum. Kaffivélin er ómissandi til að gera allt heimilislegt. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Harpa Þorvaldsdóttir, tón-listarkona og tónmennta-kennari, er fædd og uppalin á Hvammstanga. Hún bjó líka lengi í Salzburg í Austurríki þar sem hún lauk meistaragráðu í óperusöng. Í kvöld býður hún til tónleika í Kornhlöðunni í tilefni af fyrstu útgáfu hljómsveitar- innar Brek sem Harpa segir alveg geðveikt skemmtilega og spilar akútíska, þjóðlagaskotna tónlist. Heima er best … … vegna þess að þar er fólkið mitt og kaffivélin mín. Hvaða hlutur er ómissandi til að þér líði eins og heima? Kaffivélin er það sem fyrst kemur upp í huga minn; algerlega ómissandi. Ertu húsleg í þér? Móðir mín segir mig mikinn kvenkost. Það var það fyrsta sem hún sagði við kærastann minn þegar þau hittust. Við hvaða aðstæður finnst þér heimilislegasta upplifunin? Þegar allir eru heima í ró og notalegheitum. Hvernig myndirðu lýsa heimili fjölskyldunnar? Andrúmsloftið er afslappað og hlýlegt. Enginn ákveðinn stíll en stofuveggurinn með Drápu- hlíðargrjótinu setur óneitanlega ákveðinn tón. Hvað langar þig í næst til að full- komna heimilið? Er að bíða eftir því að fá til okkar gamla píanóið sem ég lærði á heima á Hvammstanga. Það verður notalegt. Hvaða mat eldarðu oftast og hvaða köku bakarðu oftast? Ég elda nú alls konar en í bakstri er ég að mastera súrdeigs- brauðið. Kakan væri samt senni- lega Pavlova. Hvert er uppáhalds húsverkið? Sennilega að moppa yfir gólfin … þoli ekki musl. Hvaða veganesti fékkstu í búskapinn að heiman? Að halda hlutunum í röð og reglu án þess þó að missa sig. Ég hef aldrei verið talin sérlega skipulögð. Hvað keyptirðu síðast til heim- ilisins? Fallega túlípana. Í hvaða framkvæmdir fóruð þið síðast? Að f lytja inn, mála og pússa gólf. Hvaða staður heima er í mestu dálæti? Eftirlætisstaðurinn er klárlega í sófanum við Drápuhlíðarvegginn með þetta dásamlega útsýni yfir Fossvoginn og Reykjavík. Og auð- vitað góðan kaffibolla með. Hvað vildirðu hafa hér heima frá Hvammstanga? Afslappað andrúmsloftið sem ég ólst upp við. Foreldrar mínir búa þar enn og það er ómetanlegt að geta farið heim, í heimsókn, til að hlaða batteríin. Mér þykir of boðslega vænt um bæinn minn og tala alltaf um að fara heim á Hvammstanga. Annað væri væntanlega sundlaugin sem er ein sú allra besta að mínu mati. Hvað gerist næst? Það er sko nóg að gera. Hljóm- sveitin mín, Brek, verður með tónleika í Kornhlöðunni í kvöld klukkan 20.30 í tilefni af fyrstu útgáfu hennar. Ég hvet alla til að koma og hlýða á nýja íslenska tónlist sem er ólík mörgu öðru í íslenskri tónlist nú. Svo er ég að skipuleggja viðburðinn Syngjum saman í Hannesarholti og er annan hvern sunnudag. Það er dásamleg stund þar sem fólk kemur og syngur saman undir stjórn ólíkra tónlistarmanna. Mikill kvenkostur sagði mamma Í stofunni heima hjá Hörpu Þorvaldsdóttur, tónlistarkonu í hljómsveitinni Brek, er heill veggur hlaðinn dýrindis Drápuhlíðargrjóti. Harpa mun syngja þjóðlagaskotin lög í Kornhlöðunni í kvöld. FÓLK KYNNINGARBLAÐ 3 M I ÐV I KU DAG U R 1 9 . F E B R ÚA R 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.