Fréttablaðið - 19.02.2020, Blaðsíða 26
Domino’s Pizza Group, sem samþykkti í liðinni viku að selja minnihlutaeigendum
Domino’s í Noregi, þar á meðal
Birgi Þór Bieltvedt fjárfesti, allan
71 prósents hlut sinn í norska félag-
inu, hyggst samhliða sölunni greiða
Birgi samanlagt 875 þúsund evrur,
jafnvirði liðlega 120 milljóna króna,
vegna uppgjörs á ráðgjafarsamn-
ingum sem breska félagið gerði við
fjárfestinn á árunum 2016 og 2017.
Þetta kemur fram í tilkynningu
sem Domino’s Pizza Group sendi
kauphöllinni í Lundúnum í síðustu
viku í tilefni af fyrirhugaðri sölu
félagsins á rekstri Domino’s í Noregi.
Umrædd sala, auk uppgjörsins á ráð-
gjafarsamningunum við Birgi, er háð
samþykki hluthafa breska félagsins.
Domino’s Pizza Group mun ann-
ars vegar greiða Birgi 500 þúsund
evrur til þess að gera upp skuld-
bindingar félagsins samkvæmt
samkomulagi sem fólst í því að hann
veitti félaginu ráðgjöf um rekstur
og uppbyggingu Domino’s í Nor-
egi og Svíþjóð til loka maímánaðar
árið 2022. Samkomulagið gerði ráð
fyrir að Birgir fengi greiddar um 250
þúsund evrur á ári til loka samnings-
tíma.
Hins vegar greiðir breski pitsuris-
inn Birgi 375 þúsund evrur til upp-
gjörs á samningi sem fólst í því að
hann ynni í samstarfi við félagið að
því að tryggja sérleyfi fyrir rekstri
Domino’s í Finnlandi og Eystra-
saltsríkjunum. Samkvæmt þeim
samningi gat Birgir fengið greidda
allt að eina milljón evra sem hlutafé
í dótturfélögum Domino’s Pizza
Group í áðurnefndum ríkjum, ef
orðið hefði af stofnun slíkra félaga.
Í tilkynningu Domino’s Pizza
Group er þó tekið fram að hann
muni áfram veita Pizza-Pizza,
sem á og rekur Domino’s á Íslandi,
almenna ráðgjöf samkvæmt ráð-
gjafarsamningi frá því í lok árs 2017.
Breska félagið hefur sem kunnugt er
tilkynnt um áform sín um að selja
allt hlutafé sitt í umræddu félagi.
Á þeim tíma sem breska félag-
ið samdi við Birgi um ráðgjafar-
störf sögðu forsvarsmenn félagsins
mikilvægt að hann kæmi áfram að
uppbyggingu þess á mörkuðum á
Norðurlöndunum í ljósi reynslu
hans og tengsla við sérleyfishafann
á heimsvísu.
Birgir hefur lengi tengst Domino’s
og rekið pitsustaði víða undir þeirra
merkjum, meðal annars á Íslandi, í
Danmörku, Þýskalandi og Noregi.
– kij
Það getur stundum
verið erfitt að
sannfæra viðskiptavini um
að fara djarfari leiðir þegar
kreppir að en ávinningurinn
skilar sér margfalt til baka.
Sigríður Theódóra Péturs-dóttir var nýverið ráðin aðstoðarframkvæmda-stjóri Brandenburg en hún hefur starfað sem við-skiptastjóri á auglýsinga-
stofunni undanfarin sex ár. Hún
segir styrk stofunnar felast í áherslu
á árangursdrifnar hugmyndir. Erfitt
geti verið að sannfæra viðskiptavini
um að fara djarfari leiðir en ávinn-
ingurinn skili sér margfalt til baka.
Hver eru þín helstu áhugamál?
Mér finnst mjög gaman að dansa
og fer reglulega í danstíma í Hreyf-
ingu. Annars er nýja uppáhaldið
mitt dansnámskeið í Kramhúsinu
þar sem maður lærir alls konar
mjaðmahreyfingar. Einnig er langur
göngutúr þar sem maður hreinsar
hugann og nýtur umhverfisins mín
hugleiðsla.
Hvernig er morgunrútínan þín?
Morgunninn byrjar yfirleitt á
baráttu við snús-takkann í of lang-
an tíma og hvort ég eigi að drífa mig
í ræktina fyrir vinnu. Ég tapa yfir-
leitt þeirri baráttu og sef lengur.
Mér finnst mjög gott að vera aðeins
í rólegheitum á morgnana að taka
mig til áður en áreiti dagsins byrjar.
Geng síðan í vinnuna, hlusta á góða
tónlist og undirbý mig fyrir verkefni
dagsins.
Hvaða bók hefur haft mest áhrif
á þig?
Það er af mörgu að taka en amma
mín og nafna skrifaði sögu Kven-
réttindafélags Íslands frá 1907-1992,
Veröld sem ég vil, og mótaði sú saga
og vinna ömmu í kringum hana mig
mikið. Hún gaf mér það veganesti
að ég gæti allt sem ég vildi.
Ég var mikið hjá henni í æsku og
tengdi því vel við efni sögunnar. Ég
lærði um kvennabaráttuna og þær
stórkostlegu konur sem vörðuðu
veginn fyrir okkur í dag. Vissulega
er ýmislegt óunnið í jafnréttisbar-
áttunni en þarna var grunnurinn
lagður.
Hver hafa verið mest krefjandi
verkefnin á undanförnum miss-
erum?
Eins og alltaf þá eru verkefnin
Eigum ekki að hræðast breytingar
Sigríður tók nýverið við starfi aðstoðarframkvæmdastjóra Brandenburg en hún hefur starfað hjá auglýsingastofunni í um sex ár. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Nám
n BA-próf í ís lensku og MA-
gráða í markaðsfræði og
alþjóðaviðskipt um frá Há skóla
Íslands.
n Sér hæft meist ara próf í mark-
aðslegri stjórn un og sam skipt-
um frá Tou lou se Bus iness
School.
Störf
n Samskiptateymi Airbus A350
árið 2013.
n Brandenburg auglýsingastofa
frá árinu 2014.
Svipmynd
Sigríður Theódóra Pétursdóttir
á auglýsingastofu fjölbreytt og
krefjandi. Okkar hlutverk er að
finna leiðir með viðskiptavinum
til að reyna að ná sem mestu út úr
þeim fjármunum sem varið er til
markaðsmála. Það er alltaf tækifæri
til að ná árangri og þegar hægist á
markaðnum verður að skoða vel
áherslur í markaðsmálum og beina
kröftunum að því sem skilar mest-
um ávinningi.
Hvað Brandenburg varðar þá
höfum við verið valin auglýs-
ingastofa ársins síðustu þrjú ár
af íslensku markaðsfólki, sem er
mjög ánægjulegt. En maður má
ekki verða værukær, við þurfum að
halda stöðugt áfram að sanna okkur
og sýna að við séum stofa í fremstu
röð. Það er því mikil áskorun að við-
halda velgengni okkar og að vera
leiðandi á auglýsingamarkaði.
Stofan hefur einnig vaxið hratt
síðustu ár. Við erum bara átta ára
og á þeim tíma höfum við farið úr
fjórum starfsmönnum í um þrjá-
tíu. En við höfum náð að viðhalda
góðum starfsanda, enda með ein-
staklega hæfileikaríkt starfsfólk
sem gefur allt sitt í verkefnin og
hefur metnað til að láta fyrirtækið
blómstra og vera áfram bestu aug-
lýsingastofu Íslands.
Hvað mun felast í nýja starfinu?
Ég kem nánar inn í rekstur,
stjórnun og stefnumótun Branden-
burgar ásamt því að halda áfram
þeirri uppbyggingu sem hefur verið
síðustu ár.
Er rekstrarumhverfið að taka
breytingum? Ef svo er, hverjar eru
helstu áskoranirnar?
Það eru alltaf einhverjar breyt-
ingar, en við eigum ekki að hræðast
þær heldur líta á þær sem tækifæri
því í raun þrífumst við á breyting-
um og nýjungum á markaði.
Núna eru helstu áskoranir okkar
að nýta fjármagn viðskiptavina
sem best. Þá verður verðmæti
góðra hugmynda enn meira, þar
sem þú vilt ná sem mestri athygli
fyrir minni pening. Styrkur okkar
hjá Brandenburg hefur verið áhersla
á árangursdrifnar hugmyndir.
Það getur stundum verið erfitt að
sannfæra viðskiptavini um að fara
djarfari leiðir þegar kreppir að, en
ávinningurinn skilar sér margfalt
til baka.
Hvaða tækifæri felast í þessum
breytingum?
Þegar það kemur hik á markaðinn
eiga fyrirtæki það til að minnka fé
til markaðsmála. Tækifærin eru
fólgin í því að sýna fyrirtækjum
virðisaukann í því að vinna með
okkur, því við búum yfir þekkingu
og þjónustu sem ekki er innanhúss.
Það var einmitt ein af ástæðum þess
að við fjárfestum í snjallbirtinga-
fyrirtækinu Datera, sem sérhæfir
sig í gagnadrifnum og sjálfvirkum
auglýsingaherferðum á netinu. Þar
eru áhugaverðir hlutir að gerast og
mikil tækifæri.
Birgir hefur keypt ásamt fjárfestum reksturinn í Noregi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Birgir fær 120 milljónir vegna uppgjörs á ráðgjafarsamningum
1 9 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R8 MARKAÐURINN