Morgunblaðið - 05.12.2019, Page 16
VIÐTAL
Guðrún Hálfdánardóttir
guna@mbl.is
Jón Atli Benediktsson, rektor Há-
skóla Íslands, segir að vanda verði til
verka ef stýra þarf aðgengi að skól-
anum og þá myndi samræmt stúd-
entspróf vera betri kostur en svokall-
að A-inntökupróf sem notað hefur
verið á undanförnum árum.
Háskóli Íslands hefur á undan-
förnum árum náð góðum árangri
samkvæmt alþjóðlegum mælikvörð-
um og sækir fram bæði á sviði rann-
sókna og kennslu. Tryggja þarf að
fjármögnun Háskóla Íslands sé í takt
við það sem gerist í nágrannalöndum
okkar eigi hann að standa undir þeim
kröfum sem gerðar eru til hans sem
alþjóðlegs rannsóknarháskóla, segir
Jón Atli.
Um mitt næsta ár rennur út skip-
unartími hans í embætti rektors og
hefur Jón Atli ákveðið að gefa kost á
sér í embættið áfram. Hann segir
ástæðuna bæði vera þá að vel hafi
gengið og að mörg verkefni séu í
gangi sem hann hefur áhuga á að
sinna áfram. Ekki spilli fyrir að skól-
inn sé á góðri siglingu og starfið
skemmtilegt.
Jón Atli Benediktsson er prófessor
í rafmagns- og tölvuverkfræðideild
og hefur starfað við Háskóla Íslands
frá árinu 1991. Hann tók við embætti
rektors Háskóla Íslands 1. júlí 2015.
Vantar 12 milljarða
Að sögn Jóns Atla er gott samstarf
milli Háskóla Íslands og stjórnvalda.
„Ríkisstjórnin stefnir að fjármögnun
háskólastigsins sem er í samræmi við
meðaltal OECD-ríkjanna og svo síð-
ar meðaltal Norðurlandanna. Þegar
hafi verið stigin mikilvæg skref. Auk-
ið fjármagn inn í háskólakerfið und-
anfarin ár var gríðarlega mikilvægt
því háskólastigið var hreinlega í
krísu eftir efnahagshrunið. En nú er
brýnt að taka frekari skref til að upp-
fylla ákvæði í sáttmála ríkisstjórn-
arinnar, það er að árið 2025 verði
framlög á hvern nemanda sambæri-
leg við meðaltal Norðurlanda.“
Jón Atli bendir á að það sé nokkuð
flókið verkefni því útfærslurnar eru
ólíkar eftir löndum. „En okkar út-
reikningar benda til þess að það
skorti um 12 milljarða kr. ef miðað er
við óbreyttan nemendafjölda til að ná
þessu markmiði.“ Hann bætir við að
miðað sé við að HÍ leggi sjálfur til
einn þriðja af fjármögnun skólans í
sjálfsaflafé, svo ríkisframlagið sé um
8 milljarðar.
Þótt útreikningarnir séu flóknir
bendir Jón Atli á að það sé þó óum-
deilt að Ísland sé eftirbátur hinna
Norðurlandanna þegar kemur að
fjárfestingu í háskólastiginu. Sam-
keppnishæfni Íslands er undir og
fyrir Háskóla Íslands er algjörlega
nauðsynlegt að við förum þangað.
Gagnrýnisraddir hafa heyrst þar
sem þetta er útgjaldamarkmið en
Jón Atli segir: „Við getum ekki
þróast áfram á meðan við erum hálf-
drættingar eða jafnvel annað verra
miðað háskóla sem eru sambærilegir
okkar annars staðar á Norð-
urlöndum, svo sem Háskólinn í Berg-
en.“
Tveir af þekktustu matslistunum
yfir bestu háskóla heims, Times Hig-
her Education World University
Rankings og Shanghaí-listinn svo-
kallaði, hafa í haust staðfest alþjóð-
legan styrk HÍ og stöðu hans sem
rannsóknarháskóla. Háskóli Íslands
hefur aldrei verið á fleiri listum Tim-
es Higher Education yfir fremstu
skóla heims á afmörkuðum fræða-
sviðum, eða átta talsins. Háskóli Ís-
lands er eini skólinn hér á landi sem
kemst bæði Times Higher- og
Shanghai-listana, samkvæmt upplýs-
ingum á vef Háskóla Íslands.
„Stóru fréttirnar hér eru að öll
fræðasvið eru að mælast hátt á þess-
um listum. Það er mjög mikilvægt
fyrir íslenskt samfélag að hér sé svo
stór og breiður háskóli með svo öfl-
ugan hóp vísindamanna í fjölmörgum
fræðigreinum, ekki síst nú þegar sí-
fellt meiri áhersla er lögð á þver-
fræðilegar rannsóknir. Við hjá Há-
skóla Íslands verðum að halda áfram
að ná árangri fyrir íslenskt sam-
félag,“ segir Jón Atli og hann segir
að leitað sé til skólans víða að auk
þess sem margir óski eftir samstarfi
við skólann.
Orðið brýnt að gera betur
Undanfarin ár hefur nemendum
við Háskóla Íslands fjölgað jafnt og
þétt, en stytting stúdentsprófsins
hefur þýtt að stórir árgangar hafa
verið að koma inn í skólann. Á sama
tíma hefur nemendum í meistara-
námi fjölgað gríðarlega í sumum
greinum enda ekki lengur boðið upp
á embættispróf í ákveðnum greinum
heldur BA/BS og síðan meistaranám,
alls fimm ár.
„Það er orðið tímabært að við hlú-
um betur að meistaranáminu við Há-
skóla Íslands. Munur á doktors- og
meistaranámi felst einkum í því að
doktorsnámið er einstaklingsmiðað.
Það þarf að taka fleiri námskeið á
meistarastigi en einnig þar þarf tölu-
verða sérhæfingu. Þetta þýðir að við
þurfum bæði að fjölga námskeiðum
og vera í alþjóðlegu samstarfi.“
Hann segir að þröngur kostur Há-
skóla Íslands hafi komið í veg fyrir
að hægt hafi verið að þróa meist-
arastigið nægilega og nú sé það orð-
ið brýnt.
„Ég hef sagt að það sé mjög æski-
legt að fólk fari til útlanda í nám þar
sem það skilar aukinni fjölbreytni en
við verðum að vera með þann val-
kost að fólk geti menntað sig hér á
landi. Auk þess erum við að fá hing-
að fólk í nám erlendis frá í gegnum
alþjóðlegt samstarf sem við erum í.
Meistarnámið er afar mikilvægt
námsstig hjá okkur og það þarf að
efla,“ segir Jón Atli.
Eitt af því sem mjög er rætt er
stytting framhaldsskólans í þrjú ár
sem tók gildi við flesta framhalds-
skóla haustið 2015. Stytting náms-
tíma til stúdentsprófs með því að
stytta framhaldsskólann um eitt ár,
er einhver mesta breyting sem gerð
hefur verið á íslenska framhalds-
skólakerfinu.
Í nýrri skýrslu Samtaka atvinnu-
lífsins er lagt til að skólaárum
grunnskólans verði fækkað í níu með
lengingu skólaársins. Það muni bæta
námsrárangur, minnka umönn-
unarbil, draga úr kennaraskorti,
hækka ævitekjur, vega á móti nei-
kvæðum afleiðingum öldrunar þjóð-
arinnar, auka hagvöxt og stuðla að
betri nýtingu fjár í kerfinu.
Á sama tíma sýnir PISA-
könnunin að árangur íslenskra ung-
menna fer síst batnandi í alþjóð-
legum samanburði.
„Auðvitað er þetta áhyggjuefni.
Þjóðir keppast við að fjárfesta í
menntun til að stuðla að framþróun
og tryggja lífsgæði. Við viljum að
sjálfsögðu vera þjóð sem gerir slíkt
hið sama og vísbendingar um að við
þurfum að gera betur ber að taka
mjög alvarlega. Sem betur fer höf-
um við margt með okkur. Háskólar
og stjórnvöld eru sem dæmi sam-
stillt í átaki sínu til að auka aðstókn í
kennaranám, en vel menntaðir
kennarar eru algjör lykill í því að
tryggja gæði kennslu á öllum skóla-
stigum. Einnig held ég að sóknar-
færi felist í því smæðinni, við höfum
mörg tækifæri til að vinna vel saman
á milli skólastiga og við þurfum að
nýta þau tækifæri vel.“
Þurfum að hlúa betur að menntun
Ef Háskóli Íslands á að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til alþjóðlegra rannsóknarháskóla þarf
hann aukið fé Er í dag hálfdrættingur á við sambærilega skóla annars staðar á Norðurlöndum
Ljósmynd Háskóli Íslands/Kristinn Ingvarsson
Háskóli Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, ætlar að gefa kost á sér í embættið áfram þegar skipunartími hans rennur út á næsta ári
Mikilvægi menntunar
» Þjóðir keppast við að fjár-
festa í menntun til að stuðla að
framþróun og tryggja lífsgæði.
Við viljum að sjálfsögðu vera
þjóð sem gerir slíkt hið sama
og vísbendingar um að við
þurfum að gera betur ber að
taka mjög alvarlega.
» Samstillt átak hefur skilað
aukinni sókn í kennaranám en
vel menntaðir kennarar eru al-
gjör lykill í því að tryggja gæði
kennslu á öllum skólastigum.
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2019
Hægt er að lesa lengri útgáfu af
viðtalinu við Jón Atla á mbl.is.
Allar starfsstöðvar ríkisskattstjóraverða
lokaðar föstudaginn6.desembervegna
starfsmannafundar.
StarfsstöðináEgilsstöðumverðureinnig
lokuð fimmtudaginn5.desember.
Viðskiptavinumer bent á að
gagnlegar upplýsingar er að finna á rsk.is
Til viðskiptavina
ríkisskattstjóra