Morgunblaðið - 05.12.2019, Page 18
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Staða efnahagsmála hefur breyst
mikið á síðustu tólf mánuðum. At-
vinnuleysi hefur aukist mikið og halli
verður á rekstri ríkissjóðs.
Fall flugfélagsins WOW air er ein
helsta orsökin. Sumarið 2018 var erf-
ið staða félagsins orðin ljós. Eigandi
félagsins, Skúli Mogensen, efndi til
skuldabréfaútboðs og leitaði eftir
samstarfi við Icelandair. Úr því varð
ekki. Undir lok
síðasta árs virtist
hins vegar kom-
inn skriður á við-
ræður WOW air
við Indigo Partn-
ers en um leið var
ráðist í sársauka-
fulla aðlögun. Þot-
um WOW air var
fækkað úr 20 í 11
og á fjórða hundr-
að manns misstu vinnuna vegna nið-
urskurðar sem greint var frá 13. des-
ember í fyrra. Voru aðgerðirnar
sagðar hluti af skilyrðum Indigo
Partners.
Það slitnaði hins vegar upp úr við-
ræðunum og fimmtudaginn 28. mars
hætti WOW air starfsemi.
Spáin reynst rétt
Hálfum mánuði fyrir gjaldþrotið
fól Skúli Mogensen Reykjavík
Economics að meta efnahagsleg
áhrif af falli flugfélagsins.
Magnús Árni Skúlason, hagfræð-
ingur og framkvæmdastjóri Reykja-
vík Economics, segir álitsgerðina
hafa verið rétta í meginatriðum en
Kári S. Friðriksson hagfræðingur
var meðhöfundur álitsgerðarinnar.
Reykjavík Economics áætlaði að
verg landsframleiðsla gæti dregist
saman um 0,9-2,7% í ár. Samkvæmt
nýrri þjóðhagsspá Hagstofunnar
stefnir í 1,9% minni hagvöxt í ár en
útlit var í febrúar síðastliðnum.
Þá töldu sérfræðingar Reykjavík
Economics „afar ólíklegt […] að
önnur flugfélög geti aukið, svo
nokkru nemi, við framboð sitt í sum-
ar með svo skömmum fyrirvara“.
Horft var til kyrrsetningar Boeing
Max-þotna sem kom hart niður á
Icelandair.
Magnús Árni segir aðspurður að
Icelandair hafi náð góðum árangri í
að fjölga farþegum. Jafnframt dvelji
ferðamenn nú lengur á Íslandi í ferð-
um sínum en áður. Á hinn bóginn er
niðurstaðan sú að í stað 2,5 milljóna
erlendra ferðamanna stefnir í 2
milljónir ferðamanna í ár.
Nýju hótelin voru byggð til að
mæta fyrirhugaðari fjölgun.
Jafnframt spáðu skýrsluhöfundar
því að gengi krónunnar myndi gefa
eftir með falli WOW air. „Ef til
brottfalls WOW air kæmi eru allar
líkur á að krónan myndi veikjast.
Slík veiking kæmi fram í hækkun
innflutningsverðs og aukinni verð-
bólgu með tilheyrandi áhrifum á
verðtryggð lán heimila og fyrir-
tækja,“ skrifuðu skýrsluhöfundar.
Raunin er hins vegar að gengi
krónu var á þriðjudaginn skráð 2%
sterkara en daginn sem WOW féll.
Vextir hafa lækkað og verðtryggð
lán aldrei verið hagstæðari.
Sú spá Reykjavík Economics að
veikara gengi gæti komið ferðaþjón-
ustunni og öðrum útflutningsgrein-
um til góða hefur því ekki ræst. Að
sögn Magnúsar er helsta ástæða
þess að gengið gaf ekki eftir sterk
erlend staða þjóðarbúsins en hrein
staða við útlönd nam 24,5% af VLF í
lok þriðja ársfjórðungs, skv. tölum
Seðlabanka Íslands. Áframhaldandi
jákvæður viðskiptajöfnuður og
traust erlendra aðila á íslenska hag-
kerfinu, sbr. nýlegt lánshæfismat
Standard & Poors, styðji við gengið.
Yrði högg fyrir hótelin
Þá höfðu skýrsluhöfundar uppi
varnaðarorð varðandi hótelgeirann.
„Ef dregur snögglega úr sæta-
framboði til landsins er ljóst að það
myndi kreppa að í hótelrekstri.
Verið er að reisa fjölda hótela á
höfuðborgarsvæðinu og er áætlað að
um 1.300 hótelherbergi séu í bygg-
ingu,“ skrifuðu þeir og bentu á
möguleg áhrif á verslunarrekstur,
bílaleigur og tengdar atvinnugrein-
ar. Eins og fram kom í Morgun-
blaðinu 19. nóvember hefur framboð
á gistingu verið umfram eftirspurn
og það leitt til verðlækkana. Tvö stór
hótel koma á markað í Reykjavík á
næsta ári, á Héðinsreit og við Hörpu,
og mun samkeppnin því að óbreyttu
harðna enn frekar.
Þá hefur rekstri verslana í mið-
borginni verið hætt og bílaleigur
sameinast eða farið í þrot vegna
minnkandi eftirspurnar. Eftirspurn-
in reyndist undir væntingum.
Birtist þetta ef til vill skýrast í því
að störfum í ferðaþjónustu hefur
fækkað um rúmlega 2.500 í ár.
Sú fækkun er í takt við miðspá
Reykjavík Economics.
Fyrirtækið fjallaði jafnframt um
möguleg áhrif á markað með at-
vinnuhúsnæði. Áföll á þeim markaði
gætu haft áhrif á fjármálastöðug-
leika og efnahag bankakerfisins.
Má segja að áhrifin af falli WOW
air hafi mögulega birst með skýrari
hætti á markaði með íbúðarhúsnæði
í miðborginni. Seðlabankinn vísaði í
haustbyrjun til fjölda óseldra, nýrra
íbúða í miðborginni þegar gerð var
grein fyrir enn einni vaxtalækkun.
En eins og Magnús Árni hefur
bent á hafði fall WOW air mikil áhrif
á Airbnb-markaðinn á svæðinu.
Áhrifin af falli WOW í takt við spá
Spá Reykjavík Economics um samdrátt í landsframleiðslu vegna falls flugfélagsins hefur gengið eftir
Sama gildir um vinnumarkaðinn Hins vegar hefur gengið ekki gefið eftir með falli flugfélagsins
Morgunblaðið/Hari
Kólnun Þota WOW air, TF SKY, á Keflavíkurflugvelli. Fall félagsins leiddi til kólnunar í hagkerfinu.
Áhrifi n af falli WOW air
Spá Reykjavík Economics og staðan nú
*Launþegum í einkennandi greinum ferðaþjónustu fækkaði úr 31.380 í 28.840, eða um 2.540, skv.
Hagstofunni. **Breyting á gengisvísitölu frá 28.3.2019 til 3.12.2019. Krónan styrktist um 2%.
Magnús Árni
Skúlason
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2019
Samkvæmt tölum Vinnumálastofn-
unar mældist 3,4% atvinnuleysi á
Suðurnesjum í október í fyrra. Var
það mesta atvinnuleysið á landinu.
Alls voru 4.235 einstaklingar á
atvinnuleysisskrá í mánuðinum.
Samkvæmt októberskýrslu
Vinnumálastofnunar í ár voru þá
7.039 einstaklingar án vinnu.
Atvinnuleysi var mest á Suður-
nesjum í október eða 7,3% og jókst
um 1 prósentustig milli mánaða.
Staðan í landshlutanum sem
þjónustar Keflavíkurflugvöll hefur
því versnað mikið á einu ári.
Meðal annars hefur fyrirtækið
Airport Associates þurft að rifa
seglin en það þjónustar flugfélög.
Skýrsluhöfundar RE rifjuðu upp
að AA sagði upp 237 af 500 starfs-
mönnum í nóvember 2018 vegna
óvissu um rekstur WOW air. Það
endurréð svo 156 í janúar sl. en
fækkaði svo fólki við fall WOW.
Aðflutningurinn jókst
Eins og fram kom í Morgun-
blaðinu 5. nóvember hafði gjald-
þrot WOW air minni áhrif á bú-
ferlaflutninga en jafnvel var talið.
„Flugfélagið WOW air hætti
starfsemi 28. mars sl., eða í lok
fyrsta ársfjórðungs. Aðflutningur
erlendra ríkisborgara dróst svo
saman á öðrum fjórðungi sem benti
til viðsnúnings í þessu efni. Aðflutn-
ingurinn jókst hins vegar um 50% á
þriðja fjórðungi, fór úr 2.070 í 3.050
erlenda ríkisborgara. Virðist niður-
sveiflan því ekki ætla að hafa
merkjanleg áhrif á áhuga erlendra
ríkisborgara á að flytja til lands-
ins,“ sagði í frétt blaðsins.
Um 7.500 erlendir ríkisborgarar
fluttu til landsins fyrstu 9 mánuði
ársins og voru aðfluttir 4.200 fleiri
en brottfluttir á tímabilinu.
Morgunblaðið/Eggert
Við Leifsstöð Starfsmaður Airport
Associates afgreiðir flugfarangur.
Áhrifin á aðflutning
minni en talið var
Fjölgun innflytjenda eftir fall WOW
Opið virka daga kl. 11-18, laugardaga kl. 12-16Listhúsinu við Engjateig, 105 Reykjavík, sími 551 2050
LISTHÚSINU
Fallegar aðventuskreytingar
og hurðakransar