Morgunblaðið - 05.12.2019, Síða 20

Morgunblaðið - 05.12.2019, Síða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2019 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Viðskiptavinir nokkurra verslana á höfuðborgarsvæðinu munu eiga kost á því að kaupa íslenskt wasabi úr Fellabæ núna fyrir jólin. Fram- leiðslan er dýr og 50 gramma pakkn- ing, sem dugar í gott matarboð, verður seld á um eða yfir tvö þúsund krónur út úr búð. Um helmingur framleiðslunnar á Héraði er fluttur út til hágæðaveitingastaða erlendis. Ragnar Atli Tómasson og Johan Sindri Hansen eiga fyrirtækið Jurt ásamt fjárfestum og fyrsta fram- leiðslan undir heitinu Nordic Wasabi kom á markað fyrir tveimur árum. Ragnar Atli segir að um hágæða- framleiðslu sé að ræða og það sé talsverður áfangi að byrja að kynna vöruna fyrir neytendum í verslunum hér á landi. Fyrsta kastið verður Wasabi á boðstólum í Hagkaup í Garðabæ, fiskbúðinni Hafinu í Kópavogi og Spönginni og stærri Krónuverslunum. Auk þess að nota wasabi í sushi segir Ragnar Atli að það njóti sín vel með hangikjöti, og þá sé sérstaklega gott að blanda því við sýrðan rjóma, reyktri bleikju og jafnvel öðrum fiski og steikum. Hann hvetur fólk til að prófa sig áfram með að nota was- abi við matargerð. Frá upphafi hefur Jurt selt fram- leiðslu sína til nokkurra veitinga- staða í Reykjavík og einnig flutt vör- una út til Evrópulanda, einkum Norðurlanda. Aðeins tvö fyrirtæki í Evrópu, Jurt og fyrirtæki á Eng- landi, framleiða ekta wasabi eins og Japanir eru þekktir fyrir. Ragnar Atli segir að í Evrópu sé yfirleitt notuð blanda af piparrót, sinnepi og matarlit í sushi og kallað wasabi þó svo að um eftirlíkingu sé að ræða. Framleiðslugeta fyrirtækisins er nú nokkur tonn á ári og hefur aukist jafnt og þétt frá upphafi. Það tekur um eitt ár að rækta wasabi- plöntuna, sem þarf alltaf að vera fersk og segir Ragnar Atli að því þurfi að skipuleggja uppskeru og sölumál fram í tímann. Öll plantan er borðuð Ræktunin fer fram í hátækni- gróðurhúsi í Fellabæ, alls á um tvö þúsund fermetrum. Gott vatn, raf- magn og jarðhiti eru lykillinn að há- gæðaafurðum og segir Ragnar Atli að áhersla sé lögð á endurnýjanlega orkugjafa og umhverfisþætti. Hús- næði í Fellabæ er ekki fullnýtt þann- ig að fyrirtækið hefur möguleika á að auka framleiðsluna þar eftir því sem eftirspurn eykst. Ragnar og Sindri sjá um allan rekstur ásamt tveimur starfsmönnun í ræktun og sölu í Fellabæ og Reykjavík. Wasabi-jurtin er japönsk að upp- runa og er stilkur hennar maukaður við matargerð. Stundum er gestum veitingahúsa boðið að fylgjast með þegar það er gert. Eftir að stilkurinn er rifinn endist bragðið í skamman tíma en byrjar síðan að dofna. Því er mikilvægt að bjóða vöruna alltaf ferska. Öll plantan er æt og blómstrar yf- ir vetrartímann. Blöðin og blómin eru sérstaklega vinsæl hjá kokkum hér heima og í Evrópu í salöt og diskaskreytingar en þau gefa milt wasabibragð. Ljósmynd/Jurt Í Fellabæ Ræktun á wasabi fer fram á um tvö þúsund fermetrum og eru stækkunarmöguleikar í gróðurhúsinu. Íslenskt wasabi gott með hangikjötinu  Á boðstólum í verslunum  Kostar sitt í framleiðslu Matargerð Jurtin þykir ómissandi í sushi, en hægt er að nota ferskt was- abi með alls konar mat, t.d. með steik. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Þegar karlar fara í golf er líklegra að þeir leiki 18 holur, sem tekur gjarnan á fimmta klukkutíma. Kon- ur spila hins vegar oftar golf en karlarnir, en fara þá oftar aðeins níu holur. Nær helmingur kvenna eða 49% spilar golf þrisvar í viku eða oft- ar, sambærilegt hlutfall meðal karla er 41%. Þeir sem eru undir meðal- tekjum eru iðnari við golfið en þeir sem eru yfir þeim. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum úr könnun Gall- up sem birt var á golfþingi GSÍ í nóv- ember. Um var að ræða netkönnun og var úrtakið unnið úr félagaskrá GSÍ. Leitað var til 5.746 kylfinga og svöruðu 1.899 þeirra eða 33%. Kraftur í 18-24 ára kylfingum Að meðaltali leika kylfingar golf 2,4 sinnum í viku á þeim árstíma sem mögulegt er að spila golf, karlar 2,3 sinnum og konur 2,5 sinnum. Mest er iðkunin í aldurshópnum 18-24 ára en kylfingar á því aldursbili fara í golf 3,8 sinnum í viku og 44% þeirra spila fimm sinnum í viku eða oftar. Minnst er virknin í hópnum 35-44 ára en fólk á þeim aldri leikur golf 1,8 sinn- um í viku. 47% kylfinga 65 ára og eldri spila golf oftar en þrisvar í viku. 32% kylfinga á Vestfjörðum fara í golf fimm sinnum í viku eða oftar og 28% golfara á Austurlandi. Ef litið er nánar á dreifingu eftir landshlut- um kemur í ljós að víða á lands- byggðinni fer fólk oftar níu holur en á suðvesturhorninu. Þannig fara 86% fólks á Austurlandi oftar níu holur. Ef litið er til aldurs þá fer tæpur fjórðungur þeirra sem eru 18- 24 ára og 45-54 ára nær alltaf 18 hol- ur, en þeir sem eru 25-34 ára fara nær alltaf eða mun oftar níu holur. 75% þeirra sem svöruðu segjast vera sátt við að greiða fast árgjald eins og nú er algengast. 21% vildi að árgjaldið væri lægra, en þá væri einnig borgað fyrir hvern leikinn hring. Meirihluti svarenda sagðist vera tilbúinn að mæla með sínum golfklúbbi við aðra kylfinga. Mest ánægja var með viðmót starfsfólks, en minnst með æfingaaðstöðu innan- húss og verðlagningu árgjalda. Þegar spurt var hversu miklu máli það skipti að hafa fjölbreyttari leiðir í holufjölda, þ.e. að geta spilað annað en níu eða 18 holur, skiptust svarendur í tvo jafna hópa. 32% sögðu ýmist að það skipti miklu eða litlu máli. Konur fara oft- ar í golf, karlar spila fleiri holur  Tekjulágir duglegri en tekjuháir 15% 23% Konur spila oftar Karlar leika meira Hlutfall þeirra sem spila golf þrisvar í viku eða oftar Hlutfall þeirra sem leika nær alltaf níu holur 41% 49% Karlar Konur Karlar Konur Ómissandi á veisluborðið Söluaðilar: 10-11, Hagkaup, Iceland búðir, Samkaup Kjörbúðir, Samkaup Krambúðir,Melabúðin, Nettó verslanir út um land allt. Reyktur og grann lax Beiðni um opinbera úttekt Undirritaður sendi öllum alþingismönnum bréf síðastliðið vor þar sem m.a. var vakin athygli á vinnubrögðum starfshóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stefnumótun í fiskeldi. Starfshópurinn skilaði skýrslu 23. ágúst 2017. Af gögnum málsins má dæma að svo virðist sem ferlið hafi verið með eftirfarandi hætti: • Ákveðnir aðilar sóttu um fjölda eldissvæða til að koma sér í lykilstöðu. • Útbúnar voru viðskiptaáætlanir, eldissvæðin eru verðmæti og erlendir aðilar fengnir að borðinu. • Fulltrúar atvinnugreinarinnar með um 70% eldissvæða, tveir stjórnarformenn stærstu laxeldisfyrirtækjanna voru skipaðir í stefnumótunarhópinn. • Gefin var út stefnumótunarskýrsla með hagstæðum tillögum fyrir þá sem hlut áttu að máli. • Breytingar á lögum um fiskeldi nr. 71/2008 sem samþykkt voru á Alþingi Íslendinga í vor byggist að mestu á áðurnefndri skýrslu starfshópsins. • Ákveðin fyrirtæki fengu verulegan fjárhagslegan ávinning þegar lögin voru samþykkt. Farið var formlega fram á það við stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í vor að framkvæmd verði opinber rannsókn. Það virðist sem nefndin ætli ekki að svara þeim erindum sem beint hefur verið til hennar og það eitt út af fyrir sig, þ.e. að svara ekki erindum, er ámælisvert og hvorki í samræmi við ákvæði stjórnsýslulaga né vandaða stjórnsýsluhætti. Mér finnst þetta ekki í lagi - Hvað finnst þér? Valdimar Ingi Gunnarsson, Sjávarútvegsþjónustan ehf. valdimar@sjavarutvegur.is Gögn á slóðinni: https://lagareldi.is/fljotandi-ad-feigdarosi/

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.