Morgunblaðið - 05.12.2019, Síða 22
Ljósmynd/Lovísa Tómas
Í fánalitunum Lovísa hefur verið aðalhönnuður Siggu Kling í þrjú ár og
hannaði meðal annars þennan glæsilega fánakjól og hattinn með.
Morgunblaðið/Eggert
Klæðskerinn Sigga lofar Lovísu Tómas, klæðskerann sinn í hástert, en hún
var að opna klæðskerabúð á Laugavegi ásamt Írisi vinkonu sinni.
SVIÐSLJÓS
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
„Ég elska jólin og allt sem tengist
þeim“ segir spákonan Sigríður
Kling, eða Sigga eins og hún er oft-
ast kölluð. Hún segir að áður fyrr
hafi jólatíðin hennar hafist 24. októ-
ber, og hún hafi byrjað að skreyta
húsið þá og jafnvel boðið til jóla-
veislu, þó að enn væru tveir mánuðir
til jóla. „Ég bauð upp á hangikjöt og
malt og appelsín,“ segir Sigga og
bætir við að heimili hennar hafi verið
mikið skreytt í tilefni jólanna, líkt og
Rammagerðin í Hafnarstræti var í
gamla daga. Hún bætir við að hún
hafi nú aðeins dempað sig niður í
seinni tíð.
„Ég skreytti svona mikið því ég
elska ljósið og elska að hafa ljós í
kringum mig. Ég hef alltaf svo of-
boðslega mikið af ljósum í kringum
mig að ég held að ég borgi hæsta
rafmagnsreikninginn á Álftanesi,
allavegana miðað við höfðatölu á
hús,“ segir Sigga.
„Og ég spila jólalög hvenær sem
ég vil komast í gott skap,“ segir hún,
en jólalög Baggalúts eru nú í uppá-
haldi, sem og gömlu góðu jólalögin
sem hún syngur með barnabörn-
unum sínum. „Þegar maður syngur
og hlusta á eitthvað skemmtilegt
lyftist brúnin, og ég fer jafnvel að
taka til þegar ég heyri jólalag, jafn-
vel þótt það sé um hásumar!“ segir
Sigga og spyr hvort það sé yfirhöfuð
hægt að vera í vondu skapi þegar
hlustað er á jólalög.
Alltaf reiðubúin í afmæli
Það fylgir auðvitað jólunum að
klæða sig upp á, og það getur skipt
máli að eiga réttu fötin. Sigga segir
það ekki vandamál fyrir sig, því hún
sé alltaf tilbúin til að fara í fimm-
tugsafmæli. „Ég er alltaf í spariföt-
unum, því það er minn sparidagur
og spariklukkutími.“
Sigga segir að vinkona sín, Lovísa
Tómas, hafi reynst henni ómetanleg
stoð og stytta. „Hún er 26 ára klæð-
skeri sem var að opna búð á Lauga-
veginum ásamt Írisi vinkonu sinni,
og þegar ég kem þangað til að láta
hana hanna á mig eitthvað skemmti-
legt og skrýtið, get ég líka fengið
förðun og hárgreiðslu,“ segir Sigga
og lætur mjög vel af, en Lovísa hefur
verið aðalhönnuðurinn hennar síð-
ustu þrjú árin og er að sögn Siggu
einstaklega lunkin að búa til hatta.
„Þær gera þetta svolítið öðruvísi,“
segir Sigga um búðina á Laugaveg-
inum. Það sé töfrum líkast að koma
þar við, fá sér piparkökur, láta
hanna kjól og fá förðun og hár á
sama stað. „Þetta konsept er svo
skemmtilegt og ég elska alla sem
gera líf mitt aðeins skemmtilegra, og
þar er hún Lovísa í fyrsta sæti.“
Eigum að taka lífinu með ró
Sigga er líklega þekktust fyrir
spásagnargáfu sína, en hún sér nú
um hina mánaðarlegu stjörnuspá
mbl.is. Jólaspáin er nú komin inn á
vefinn og það er því ekki úr vegi að
spyrja Siggu hvernig jólamánuður-
inn desember líti út í spákortunum.
„Þar sem fullveldisdagur Íslend-
inga er 1. desember, þá kemur út úr
talnaspekinni talan 7, sem er hjá
mörgum talin heilög tala. Það segir
okkur landsmönnum að taka lífinu
bara með ró í þessum mánuði, og
Með hæsta
rafmagns-
reikninginn
Sigga Kling elskar jólin Fær fötin
sín hjá Lovísu Tómas Jólaspáin segir
að við eigum að taka jólunum með ró
Morgunblaðið/Eggert
Tilbúin í jólin Sigríður Kling er mikið jólabarn og því fylgir að fara í réttu jólafötin, líkt og þennan „sveinkukjól“.
njóta mínútunnar sem þú lifir í,“
segir Sigga.
„Allt sem tengist ást, fjölskyldu,
samveru og að gefa tímann sinn er
það sem skiptir máli í þessum mán-
uði,“ segir Sigga og leggur áherslu á
gildi þolinmæðinnar. „Allur hraði og
mikil græðgi getur hreinlega gefið
okkur erfiðleika sem við þurfum alls
ekki á að halda í þessum dásamlega
jólamánuði.“
Hún bætir við að fólk eigi til að
hugsa um of fram í tímann í þessum
mánuði og jafnvel valda sér óþarfa
áhyggjum vegna þess. „Í hverju á ég
að vera og hvert á ég að fara? En
þetta kemur allt ef við sleppum tök-
unum,“ segir Sigga, „og skreytum
24. október“ bætir hún við með bros
á vör.
Þá skipti ekki öllu máli að eyða
sem mest í flottar gjafir. „Þetta
kemur allt, og maður finnur alltaf
hvað á að gefa, jafnvel þótt fjárráðin
séu ekki mikil,“ segir Sigga og bætir
við að dýrmætustu gjafirnar sem
hún hafi fengið frá börnunum sínum
hafi verið handskrifuð bréf sem þau
römmuðu inn og gáfu móður sinni.
„Ég hef átt þessar gjafir alla mína
ævi, því að orð eyðast aldrei, en dýr-
asta dótið, það endar sem drasl,“
segir Sigga, en hún var að opna nýja
vefsíðu, siggakling.is, fyrir þá sem
vilja hafa samband.
22 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2019
m.
POWERSTATE™ mótor.
REDLINK PLUS™ yfirálagsvörn.
REDLITHIUM-ION™ rafhlaða.
Sveigjanlegt rafhlöðukerfi sem virkar
með öllum Milwaukee® M18™ rafhlöðu
M18 FCS66
Alvöru hjólsög
fráMilwaukee
vfs.is
VERKFÆRASALAN • SÍÐUMÚLA 9, REYKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI • DALSBRAUT 1, AKUREYRI • S: 560 8888