Morgunblaðið - 05.12.2019, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.12.2019, Blaðsíða 28
28 FRÉTTIRTækni MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2019 VILTU TAKAVIÐ GREIÐSLUMÁNETINU? KORTA býður uppá fjölbreytta þjónustu sem hentar bæði minni og stærri fyrirtækjum. Kannaðu málið. Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík, 558 8000 / korta@korta.is / korta.is BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Sjö ár eru liðin frá því bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing hleypti af stokkunum verkefni undir yfirskriftinni ecoDemonstrator (ecoD). Felst það í að fyrirtækið tek- ur þotu úr smiðju sinni undir rann- sóknastarf sem ætlað er að auka hag- kvæmni í flugrekstri og draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af völdum þess. Allt frá upphafi hefur verkefnið verið rekið í samstarfi við fjölda fyr- irtækja og frumkvöðla sem vinna að þróun tæknibúnaðar sem nýst gæti til að ná fyrrgreindum markmiðum. Þannig telja stjórnendur Boeing að með því að leiða saman ólíka hags- munaaðila og hugvit víðs vegar að, megi finna lausnir á flóknum áskor- unum, sem ekki væru líkur til að fyrirtækið gæti eitt og sér, þrátt fyr- ir mikil umsvif og mannauð, leyst jafn vel af hendi. Fimm þotur fram að þessu Fyrsta árið var verkefnið unnið í samstarfi við American Airlines sem lagði til Boeing 737-800-vél. Það ár var vélin nýtt til prófana á 14 tækni- nýjungum sem taldar voru geta lagt lóð á vogarskálar verkefnisins. Þar var m.a. notast við eldsneyti sem blandað var sjálfbæru flugvélaelds- neyti (e. sustainable aviation fuel). Tveimur árum síðar tók fyrirtækið 787 Dreamliner undir verkefnið og voru þá 35 tækninýjungar prófaðar og var þar meðal annars horft til tækni sem dregur úr hljóðmengun frá vélunum. Ári síðar var notast við Boeing 757-vél sem komin var til ára sinna. Með útgerðinni það árið voru 20 tækninýjungar prófaðar. Að próf- ununum loknum var vélin rifin og 90% þess sem þar féll til var endur- unnið. Árið 2016 efndi Boeing til sam- starfs við brasilíska flugvélaframleið- andann Embraer og voru þá sex verkefni prófuð á E170-vél. Tveimur árum síðar keypti Boeing fyrirtækið. Í fyrra notaðist Boeing við 777- breiðþotu frá FedEx Express sem sömuleiðis var samstarfsaðili að verkefninu. Þar voru 37 mismunandi tækninýjungar prófaðar og var það í fyrsta sinn sem farþegavél var flogið á 100% blöndu af sjálfbæru þotuelds- neyti. Ný þota en gömul þó Nú hefur Boeing ýtt nýrri rann- sóknarþotu úr vör. Þar er reyndar á ferðinni gömul 777-breiðþota sem áð- ur var í þjónustu kínversks flug- félags. Vélinni var í liðinni viku flogið frá Seattle í Bandaríkjunum til Frankfurt í Þýskalandi og fékk blaðamaður Morgunblaðsins tæki- færi til að kynna sér þotuna og þær prófanir sem hún mun stunda á ýms- um tækninýjungum á komandi mán- uðum. Tæknin skilar sér alla leið Í samtali við Doug Christensen, einn af forsvarsmönnum verkefn- isins, kom fram að af þeim 112 tækni- lausnum sem prófaðar hafa verið hefur Boeing ákveðið að taka 41 í notkun. 50 verkefni eru enn til skoð- unar en fallið hefur verið frá frekari rannsóknum á 21 verkefni. Segir hann að í því felist mjög jákvæð tíð- indi hversu mörg tilraunaverkefni hafi sannað sig. Það gefi vonandi fyr- irheit um framhaldið. Byltingarkenndar lausnir Meðal þess sem verið er að prófa í ecoD að þessu sinni er ný tegund hvirfla (e. vortex generators). Þeir hafa þá eiginleika að í flugtaki og lendingu er loftinu sem leikur um vænginn að ofanverðu beint í gegn- um þá. Við það rofnar loftflæðið við vænginn aftar en ella hefði verið. Með því eykst lyftigeta vængsins til muna. Sá ókostur fylgir hvirflunum að þeir auka loftmótstöðu á meðan vélin heldur fullri flughæð. Af þessum sök- um hefur Boeing nú til prófunar hvirfla sem eru gæddir þeim eig- inleikum að þeir leggjast niður og að vængnum þegar komið er upp í hita- stig háloftanna (mínus 50-70 gráður á celsíus). Málmblandan sem þeir eru gerðir úr breytir um lögun (e. shape me- mory) þegar komið er í mikinn kulda með fyrrgreindum afleiðingum. Telja sérfræðingar Boeing að þessir byltingarkenndu hvirflar muni draga úr eldsneytisnotkun og að sennilega muni þessi tækni nýtast á flestum ef ekki öllum tegundum flug- véla sem á annað borð notast við hvirfla. Minnka afföll í fraktflutningum Viðkvæm vara af ýmsu tagi er gjarnan flutt með flugvélum. Á það ekki síst við um matvöru sem hefur stuttan endingartíma. Þar á meðal má nefna ávexti og grænmeti og ferskan fisk en hvort tveggja er flutt í miklum mæli með flugi til og frá Ís- landi. Lengi hefur sá Akkilesarhæll fylgt þessari flutningsleið að hitabreyt- ingar hafa kostað talsverð afföll af því sem flutt er. Nefna sérfræðingar Boeing að slík afföll nemi í sumum tilvikum allt að 30% af heildar- umfangi flutninganna. Því er til mikils að vinna ef hægt er að þróa búnað sem tryggir jafnt og rétt hitastig vörunnar, alveg frá því að hún er afhent á flugvelli, henni komið um borð og þar til hún kemst í hendur viðtakenda að flugi loknu. Meðal þeirra tækninýjunga sem til prófunar eru í EcoD-vélinni að þessu sinni eru flutningsgámar (sem oftast er notast við í stærri þotum á borð við 777- og 767-þotur á borð við þær sem Icelandair er með í þjónustu sinni). Fjölmargar aðrar tækninýjungar eru til prófunar að þessu sinni. Nokkrum þeirra eru gerð frekari skil í grein á mbl.is. Vilja draga verulega úr losun  Boeing leitar leiða til þess að draga úr umhverfisáhrifum af völdum farþegaflugs  Fimmta rann- sóknarvélin komin í loftið  Af gerðinni Boeing 777  Prófa 50 tækninýjungar sem talið er að geti nýst Boeing 777-breiðþotan er engin smásmíði. Vélin var áður í þjónustu kínversks flugfélags en hefur nú verið breytt til þess að þjóna ecoDemonstrator-verkefninu. Innanrýmið vitnar þar helst um. Morgunblaðið/Stefán E. Stefánsson 777 Vélin er hlaðin búnaði. Meðal þess sem nú er prófað eru geislar sem afla upplýsinga og gera Boeing betur kleift að hámarka orkunýtingu og draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum. Verkefnið í hnotskurn Frá árinu 2012 hefur ecoDemonstrator tekið 112 tækninýjungar til prófunar í fimm flugvélum. Ríflega þriðjungur þeirra nýjunga sem prófaðar hafa verið um borð í ecoDemon- strator eru nú skilgreindar tilbúnar til notkunar. Í ecoDemonstrator 2019 verða 50 tækninýjungar prófaðar á Boeing 777 breiðþotu. Meðal þeirra eru… 18 snjalllausnir sem ætlað er að auka skilvirkni og þægindi farþega. 13 nýjar tæknilausnir fyrir flugstjórn og flugstjórnarbúnað sem auka öryggi og afköst. 7 nýjar tæknilausnir er varða efnisnotkun um borð í vélum sem ætlað er að gera flugvélar léttari og umhverfis- lega betri. 4 tækninýjungar sem ætlað er að bæta loftflæði og stjórnbúnað flugvéla og draga með því úr orkunotkun. Boeing í leit að lausnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.