Morgunblaðið - 05.12.2019, Side 30

Morgunblaðið - 05.12.2019, Side 30
30 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2019 Nýútkomin bók „Hann hefur engu gleymt ... nema textunum!“ inni- heldur fjölmargar gamansögur af íslenskum tónlistarmönnum. Höf- undur bókarinnar er Guðjón Ingi Eiríksson og Bókaútgáfan Hólar gefur út. Útgáfan hefur á undan- förnum árum gefið út fjölda bóka sem innihalda gamansögur úr ýms- um áttum, eins og af sjómönnum, íþróttafréttamönnum, prestum og stjórnmálamönnum, auk sagna úr einstaka héruðum. Hér á eftir verður gripið niður í bókina og byrjað á sögu þar sem Björgvin Halldórsson kemur til skjalanna. *** Hinn kunni hljómborðsleikari Hjörtur Howser stjórnaði á sínum tíma útvarps- þætti á Bylgj- unni og þurfti þá að ná sam- bandi við Bubba Morthens. Hann fann hins vegar hvergi símanúmer Bubba og kom því að máli við Björgvin Hall- dórsson, sem var þarna nær- staddur, og spurði: „Veist þú nokkuð símanúmerið hjá Bubba? Hann er nefnilega ekki skráður í símaskrána?“ „Símaskrána!“ svaraði Björgvin, steinhissa á vankunnáttu Hjartar. „Stjörnurnar eru ekki skráðar í símaskrána. Bara undirleikararnir.“ *** Einu sinni sem oftar voru Ljótu hálfvitarnir með tónleika í Ólafsvík. Þeir fengu gistiaðstöðu í skólabygg- ingu og eftir nokkrar vel heppnaðar tilraunir í efnafræðistofunni var lagst til hvílu. Samkvæmt venju var Guð- mundur Svafarsson fyrstur á fætur og vaknaði þyrstur. Þegar þorst- anum hafði verið hæfilega sinnt sótti á hann hungur. Hann ákvað því að gera vel við sig, láta ekki flot- brauðið duga, og rölti sér yfir á hótel í morgunmat. Þar hrúgaði hann á diskinn alls kyns brauðmeti og áleggi og bætti svo við diski af súr- mjólk sem stóð í stórri skál á borð- inu. Hann fann þó fljótlega að súr- mjólkin var skemmd. Hún var bæði þykk og límkennd og sérdeilis bragðvond. Kurteisi er Guðmundi hins vegar í blóð borin, svo að hann reyndi eftir fremsta megni að þræla í sig fleiri skeiðum af ónýtu súrmjólkinni, en allt kom fyrir ekki. Þetta væri ekki mönnum bjóðandi. Af gæsku sinni og kurteisi ákvað Guðmundur að vara starfsfólkið við og benda því á þetta, svo það gæti fjarlægt hina ónýtu vöru og aðrir þyrftu ekki að lenda í hinu sama. Þjónninn horfði íbygginn á Guð- mund og hlaðborðið til skiptis og spurði varfærnislega: „Bíddu ... hvar tókstu þessa súr- mjólk?“ „Nú, bara þarna í skálinni,“ svaraði Gummi. Þjónninn brosti kurteislega. Sagði svo: „Einmitt, já. En ... þetta er vöffludeig!“ *** Carl Billich var ekki eingöngu píanóleikari eins og þeir gerast best- ir, heldur var nákvæmni hans við- brugðið og talsvert af öðrum skóla en menn áttu að venjast hér á norðurhjara veraldar. Einhverju sinni þurfti Svavar Gests á píanista að halda til að leika inn á hljómplötu með naumum fyrir- vara. Hann hringdi í Billich, sagði hon- um erindið og spurði því næst: „Geturðu komið klukkan sex?“ Píanistinn svaraði: „Ég get komið fjórar mínútur í sex, ef þér viljið.“ *** Eftir að Pétur Kristjánsson var hættur eiginlegu hljómsveitastússi tróð hann stundum upp með hinum og þessum hljómsveitum, sér og öðr- um til óblandinnar ánægju. Ein af þeim var Sálin hans Jóns míns og þegar kom að því að kynna gamla brýnið á svið gerði Stefán Hilmars- son, aðalsöngvari hennar, það iðu- lega með þessum orðum: „Góðir gestir, næstur stígur á svið Pétur Kristjánsson. Hann hefur engu gleymt – nema textunum.“ *** Haustið 1986, aðeins stuttu eftir að Greifarnir spruttu fram á sjónar- sviðið, tók hljómsveitin þátt í Músík- tilraununum og bar þar sigur úr býtum. Þetta var á 200 ára afmæli Reykjavíkurborgar og af því tilefni var efnt til tónleika í Laugardalshöll þar sem fram komu Madness, Simply Red, Fine Young Cannibals, Lloyd Cole and the Commotion og fleiri frægar. Greifarnir hituðu upp fyrir þessar hljómsveitir og klæddust við það mjög frumlegum búningum, sem voru á „heimsmælikvarða og rúm- lega það“ að þeirra eigin sögn og vöktu mikla og verðskuldaða athygli hinna erlendu gesta. Eftir tónleikana var haldið heljar- innar partý á Hótel Borg. Þangað mættu meðal annars allar hljóm- sveitirnar, sem fram höfðu komið og vitaskuld þá líka Greifarnir. Þar tókst einni bakraddasöngkonunni í Fine Young Cannibals að narra jakkann af Vidda en varð þá í kjöl- farið fyrir þeirri óskemmtilegu lífs- reynslu að vera lamin illþyrmilega í bakið af Jóni Inga bassaleikara. Hún sneri sér við, bæði sár og undrandi. Um leið og Jón Ingi sá hver hafði orðið fyrir barðinu á honum sagði hann afsakandi: „Sorrí! Æ þot jú vos von of ðe greifs.“ *** Óskar Álftagerðisbróðir Péturs- son syngur mikið við jarðarfarir enda kallaður „Hell singer“. Að- spurður hvort að mikið væri fram undan hjá honum í þeim efnum svar- aði hann: „Já, það er reytingur. Ég var uppi á elliheimili um daginn að kanna lagerstöðuna og hún lofar góðu.“ *** Hljómsveitin Högni frá Vopnafirði var afar vinsæl á sveitaböllunum á Austurlandi á árunum í kringum 1980. Þar lamdi húðirnar Jón Sig- urjónsson, sem síðar varð kunnur knattspyrnudómari, og fór létt með. Eitt sinn fengu hljómsveitar- meðlimirnir sér að snæða í söluskál- anum á Egilsstöðum. Fram undan var ball í Valaskjálf um kvöldið og í seddunni sem fylgdi því að hafa gert hamborgaranum og frönsku kartöfl- unum góð skil langaði Jón, sem var trommari sveitarinnar, afskaplega mikið í vindil. Hann var aldrei mikill reykinga- maður, en átti þó sína uppáhaldsteg- und í þessum flokki tóbaks og gekk nú að afgreiðsluborðinu og spurði: „Áttu nokkuð Bjarna frá Vogi?“ Það sást greinilega á svip af- greiðslustúlkunnar að hún vissi ekk- ert hvað Jón átti við. Hún skimaði samt eitthvað í kringum sig, svona til að leita af sér allan grun um eitthvað sem hún vissi engin deili á, og svar- aði honum síðan neitandi. Þá kom upp smástríðnispúki í trommaranum sem óðara spurði: „En Guðrúnu frá Lundi?“ *** Herbert Guðmundsson hljóðritaði stórsmellinn „Can’t Walk Away“ í Englandi. Fékk að nota þar ódýra næturtíma. Um takkana hélt Íslend- ingur. Í sama hljóðveri tóku The Rolling Stones upp plötu á sama tíma en bara á daginn. Upptökustjóri Hebba laumaðist til að spila fyrir hann einhverjar upp- tökur Stónsara. Þar heyrði Hebbi trommuleik sem smellpassaði við lagið. Íslendingarnir bundust nú fóst- bræðralagi um að stelast til að nota trommuleikinn í laginu og halda því vitaskuld leyndu. Sem varð niður- staðan. Trommuleikurinn í „Cańt Walk Away“ er spilaður af stónsar- anum Charlie Watts – án þess að hann hafi hugmynd um það! *** Á pönkárunum spiluðu Fræbbbl- arnir í félagsheimili í Bústaðahverfi. Jón Gnarr var þangað mættur og kynnti sig fyrir þeim. Sagðist spila á bassa í pönksveitinni Nefrennsli. Strákarnir spjölluðu saman. Stein- þór heitinn bassaleikari Fræbb- blanna spurði á hvernig bassagítar hann spilaði. Jón svaraði: „Fner.“ Steinþór hváði. Jón ítrekaði að bassagítarinn héti Fner. Þetta vakti kátínu. Í næstu skipti sem hann varð á vegi Fræbbblanna var hann ætíð spurður að því hvernig Fnerinn væri að standa sig. Að því kom að Fræbbblarnir upp- lýstu Jón um að nafn bassagítarsins væri Höfner, sem er eitt þekktasta bassagítarmerki í heimi. Jón komst þá að því að merkið á bassagítarnum hans hefði brotnað hjá fyrri eiganda og stafirnir Hö horfið úr því. *** Árni Johnsen var fyrir margt löngu í viðtali við Frey Eyjólfsson á Rás 2 og var meðal annars að sýna honum og tala um glænýjan kassa- gítar sem hann var búinn að kaupa sér. Kvað Árni gripinn hafa kostað þrjú hundruð þúsund krónur. Þá missti Freyr út úr sér: „Það er ekkert annað! Bara hundraðþúsundkall á grip!“ „Æ þot jú vos von of ðe greifs“  Bókaútgáfan Hólar hefur gefið út bókina Hann hefur engu gleymt.... nema textunum!  Gaman- sögur úr tónlistarbransanum  Greifarnir, Fræbbblarnir og Björgvin Halldórsson koma m.a. við sögu Greifarnir Hljómsveitin knáa, sem rekur rætur sínar til Húsavíkur, kemur við sögu í gamansagnabókinni. „Geturðu komið klukkan sex?“ Píanistinn svaraði: „Ég get komið fjórar mín- útur í sex, ef þér viljið.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.