Morgunblaðið - 05.12.2019, Síða 34
FRÉTTASKÝRING
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Það vakti mikla athygli í síðustu viku
þegar Bjarni Benediktsson fjár-
málaráðherra yfirgaf þingsal Alþing-
is í fússi. En hvers vegna reiddist
Bjarni? Margir hafa velt þessu fyrir
sér enda ekki daglegt brauð að ráð-
herra bregðist við umræðum í
þinginu með þessum hætti.
Hér verður þeirri spurningu svar-
að með því að birta búta úr ræðum
dagsins. Þessir bútar varpa einnig
ljósi á það á hvaða plan umræðan á
„hinu háa Alþingi“ getur farið.
Þetta hófst allt saman þegar
Oddný G. Harðardóttir, Samfylk-
ingu, tók til máls um fundarstjórn
forseta og sagði m.a.: „Herra forseti.
Mér finnst það mjög alvarlegt mál og
ástæða til að taka upp á fundi þing-
flokksformanna og í forsætisnefnd að
hæstv. fjármála- og efnahagsráð-
herra skuli ítrekað taka fram að hann
ætli ekki að fara eftir lögum um opin-
ber fjármál. Það er algerlega fyrirséð
að héraðssaksóknari og skattrann-
sóknarstjóri þurfa á auknum fjár-
munum að halda til að sinna því stóra
máli sem Samherjamálið er, sem
teygir sig til í það minnsta þriggja
landa, til bankastarfsemi, til skatta-
skjóla, til flókinna millifærslna.“
Bjarni svaraði: „Virðulegi forseti.
Ég ætla að stíga hér upp og bera af
mér sakir um að vera að brjóta lög við
framkvæmd fjárlaga í landinu. Það
væri nær að hæstv. forseti vítti þing-
menn sem bera það upp á aðra þing-
menn hér í þingsal að vera að brjóta
lög. Fyrir því er enginn fótur, ekki
nokkur einasti fótur. Það er auðvitað
ekkert annað en pólitísk tækifær-
ismennska sem birtist okkur hér í
þingsal þegar menn fara fram með
þeim hætti að segja ríkisstjórnina,
fjármálaráðherrann, ætla að fjár-
svelta stofnanir þegar við höfum
margítrekað sagt að við höfum tekið
erindin til alvarlegrar athugunar, við
höfum tryggt fjármögnun fyrir skatt-
rannsóknarstjóra og ríkisskattstjóra
nákvæmlega í samræmi við það sem
um var beðið og að beiðni héraðs-
saksóknara sé í eðlilegum farvegi.“
Fær svona rauðar eplakinnar
Logi Einarsson, Samfylkingu,
lagði orð í belg: „Herra forseti. Það
er alltaf sérstaklega gaman þegar
hæstv. fjármálaráðherra verður rök-
þrota. Fyrst fær hann svona rauðar
eplakinnar, svo verður hann reiður
og byrstir sig og byrjar svo í þriðja
lagi að varpa skömmum á Samfylk-
inguna og það vantaði bara í ræðuna
að við vildum alltaf hækka skatta, en
hann kemur kannski með hana á eft-
ir. Hæstv. fjármálaráðherra hefur
ítrekað hér í umræðu um fjárlög tal-
að um að fjárveitingavaldið sé í hönd-
um þingsins og það þýði ekkert að
vera að varpa ábyrgðinni á hann. En
í þessu máli kýs hann að taka völdin
og deila út peningum eins og honum
þóknast.“ Bjarna Benediktssyni var
ekki skemmt: „Virðulegi forseti.
Þetta er meiri þvælan sem kemur
fram í umræðunni. Ég kalla eftir því
að forseti fari að taka einhverja
stjórn á þessum fundi þar sem menn
komast upp með að saka ráðherra
um lögbrot, þar sem menn biðja um
orðið um fundarstjórn forseta en fara
um víðan völl. Stofnanir undir fjár-
málaráðuneytinu hafa óskað eftir
viðbótarfjármagni út af álagi sem
kemur fram á árinu 2019. 30.000
skjöl eru komin í fangið á þessum
stofnunum. Við höfum sagt að við
getum mætt því með varasjóðum
málaflokka, vegna ársins 2020 eigum
við uppsafnaðar heimildir sem geta
færst á milli ára, ráðherrar geta fært
fjármuni milli málaflokka, ef menn
hafa lesið lögin.“
Næst var það það Björn Leví
Gunnarsson Pírati sem sem varpaði
sprengju: „Virðulegi forseti. Áðan
var talað um að það ætti að ávíta
þingmenn fyrir það að saka fjármála-
ráðherra um brot á lögum um opin-
ber fjármál þannig að ég geri það
bara hér með aftur og athuga hvort
forseti segir eitthvað við því. Það er
alveg skýrt í lögum um opinber fjár-
mál varðandi 2019 að ef verið er að
tala um að það eigi að vera uppsafn-
aðar heimildir (Fjmrh.: Fundar-
stjórn!) einhvers staðar á reikn-
ingum (Gripið fram í.)
ríkisstjórnarinnar og að það eigi að
nota varasjóði á sama tíma – það
passar ekki saman.“
Þar sem þingforsetinn Guðjón
Brjánsson, Samfylkingu, greip ekki
inn í var fjármálaráðherra nóg boðið
og gekk úr þingsal, reiður mjög.
Sagði ráðherra vanstilltan
Helga Vala Helgadóttir, Samfylk-
ingu, tók næst til máls og er ræða
hennar þannig uppskrifuð af ræðu-
riturum Alþingis: „Herra forseti. Ég
vil byrja á því að þakka hæstv. for-
seta kærlega fyrir hans góðu fundar-
stjórn hér í dag. Mér þykir miður að
hæstv. fjármálaráðherra skuli ráðast
með þessum hætti á forseta alls Al-
þingis. Mér þykir óskaplega miður að
sjá hvað hæstv. fjármálaráðherra
virðist vera vanstilltur í þessari um-
ræðu, ræðst á forseta þingsins og
rýkur á dyr. Mér finnst þetta eigin-
lega ekki boðlegt fyrir þessa um-
ræðu. Við erum hér að ræða um
nauðsynlegar fjárveitingar til að
rannsaka [kliður í þingsal] eitt
stærsta spillingarmál (Gripið fram í:
Fundarstjórn forseta.) sem hér – við
erum að ræða það að hæstv. ráðherra
ætlar að taka einhverja peninga úr
einhverjum varasjóð (Gripið fram í.)
og við erum – fyrirgefðu, (Gripið
fram í: Ekki umræða um varasjóð.)
get ég … (Gripið fram í: Stöðva þessa
umræðu, þetta er algjört rugl.)
(LRM: Til skammar hreinlega.)
(Gripið fram í: Til skammar.) (For-
seti (GBr): Forseti biður þingmenn
að gæta hófs í orðum og vera mál-
efnaleg undir þessum dagskrárlið,
um fundarstjórn forseta.)
Ástæðan fyrir reiði fjármálaráð-
herra var sem sagt sú að þingforset-
inn skyldi ekki grípa í taumana þegar
hann var sakaður um lögbrot.
Ekki borinn sökum persónulega
Í Morgunblaðinu daginn eftir gaf
Guðjón þá skýringu að þarna hefði
fjármálaráðherra ekki verið borinn
sökum persónulega heldur hefðu
fyrst og fremst verið gerðar at-
hugasemdir við embættisfærslur
hans. Ásakanirnar hefðu ekki beinst
að æru ráðherrans. Þetta er athygl-
isverð skýring, allavega með tilliti til
orða Björns Levís hér að framan.
Guðjón Brjánsson er 1. varaforseti
Alþingis. Þingforsetinn Steingrímur
J. Sigfússon var staddur á Kýpur,
þar sem hann sótti fund forseta þjóð-
þinga evrópskra smáríkja.
Að loknum umræðunum var farið
að ræða jöfnun dreifikostnaðar á raf-
orku. Framsögumaðurinn, Halla
Signý Kristjánsóttir (F) hóf mál sitt
á þessum orðum: „Virðulegi forseti.
Það er gott að hefja umræður um
raforku í svona rafmögnuðu and-
rúmslofti og ég vona að það skili sér.“
Hvers vegna rauk Bjarni á dyr?
Því var haldið fram í umræðum á Alþingi að fjármálaráðherra færi ekki að lögum Ráðherra
sagði að það væri nær að þingforseti vítti þingmenn fyrir ummælin Þingforseti greip ekki inn í
Skjáskot/althingi.is
Búinn að fá nóg Fjármálaráðherra rauk á dyr undir ræðu Björns Levís Gunnarssonar. Áður hafði hann beint orðum að þingforseta um að taka í taumana.
34 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2019
LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800
SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646