Morgunblaðið - 05.12.2019, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 05.12.2019, Qupperneq 34
FRÉTTASKÝRING Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Það vakti mikla athygli í síðustu viku þegar Bjarni Benediktsson fjár- málaráðherra yfirgaf þingsal Alþing- is í fússi. En hvers vegna reiddist Bjarni? Margir hafa velt þessu fyrir sér enda ekki daglegt brauð að ráð- herra bregðist við umræðum í þinginu með þessum hætti. Hér verður þeirri spurningu svar- að með því að birta búta úr ræðum dagsins. Þessir bútar varpa einnig ljósi á það á hvaða plan umræðan á „hinu háa Alþingi“ getur farið. Þetta hófst allt saman þegar Oddný G. Harðardóttir, Samfylk- ingu, tók til máls um fundarstjórn forseta og sagði m.a.: „Herra forseti. Mér finnst það mjög alvarlegt mál og ástæða til að taka upp á fundi þing- flokksformanna og í forsætisnefnd að hæstv. fjármála- og efnahagsráð- herra skuli ítrekað taka fram að hann ætli ekki að fara eftir lögum um opin- ber fjármál. Það er algerlega fyrirséð að héraðssaksóknari og skattrann- sóknarstjóri þurfa á auknum fjár- munum að halda til að sinna því stóra máli sem Samherjamálið er, sem teygir sig til í það minnsta þriggja landa, til bankastarfsemi, til skatta- skjóla, til flókinna millifærslna.“ Bjarni svaraði: „Virðulegi forseti. Ég ætla að stíga hér upp og bera af mér sakir um að vera að brjóta lög við framkvæmd fjárlaga í landinu. Það væri nær að hæstv. forseti vítti þing- menn sem bera það upp á aðra þing- menn hér í þingsal að vera að brjóta lög. Fyrir því er enginn fótur, ekki nokkur einasti fótur. Það er auðvitað ekkert annað en pólitísk tækifær- ismennska sem birtist okkur hér í þingsal þegar menn fara fram með þeim hætti að segja ríkisstjórnina, fjármálaráðherrann, ætla að fjár- svelta stofnanir þegar við höfum margítrekað sagt að við höfum tekið erindin til alvarlegrar athugunar, við höfum tryggt fjármögnun fyrir skatt- rannsóknarstjóra og ríkisskattstjóra nákvæmlega í samræmi við það sem um var beðið og að beiðni héraðs- saksóknara sé í eðlilegum farvegi.“ Fær svona rauðar eplakinnar Logi Einarsson, Samfylkingu, lagði orð í belg: „Herra forseti. Það er alltaf sérstaklega gaman þegar hæstv. fjármálaráðherra verður rök- þrota. Fyrst fær hann svona rauðar eplakinnar, svo verður hann reiður og byrstir sig og byrjar svo í þriðja lagi að varpa skömmum á Samfylk- inguna og það vantaði bara í ræðuna að við vildum alltaf hækka skatta, en hann kemur kannski með hana á eft- ir. Hæstv. fjármálaráðherra hefur ítrekað hér í umræðu um fjárlög tal- að um að fjárveitingavaldið sé í hönd- um þingsins og það þýði ekkert að vera að varpa ábyrgðinni á hann. En í þessu máli kýs hann að taka völdin og deila út peningum eins og honum þóknast.“ Bjarna Benediktssyni var ekki skemmt: „Virðulegi forseti. Þetta er meiri þvælan sem kemur fram í umræðunni. Ég kalla eftir því að forseti fari að taka einhverja stjórn á þessum fundi þar sem menn komast upp með að saka ráðherra um lögbrot, þar sem menn biðja um orðið um fundarstjórn forseta en fara um víðan völl. Stofnanir undir fjár- málaráðuneytinu hafa óskað eftir viðbótarfjármagni út af álagi sem kemur fram á árinu 2019. 30.000 skjöl eru komin í fangið á þessum stofnunum. Við höfum sagt að við getum mætt því með varasjóðum málaflokka, vegna ársins 2020 eigum við uppsafnaðar heimildir sem geta færst á milli ára, ráðherrar geta fært fjármuni milli málaflokka, ef menn hafa lesið lögin.“ Næst var það það Björn Leví Gunnarsson Pírati sem sem varpaði sprengju: „Virðulegi forseti. Áðan var talað um að það ætti að ávíta þingmenn fyrir það að saka fjármála- ráðherra um brot á lögum um opin- ber fjármál þannig að ég geri það bara hér með aftur og athuga hvort forseti segir eitthvað við því. Það er alveg skýrt í lögum um opinber fjár- mál varðandi 2019 að ef verið er að tala um að það eigi að vera uppsafn- aðar heimildir (Fjmrh.: Fundar- stjórn!) einhvers staðar á reikn- ingum (Gripið fram í.) ríkisstjórnarinnar og að það eigi að nota varasjóði á sama tíma – það passar ekki saman.“ Þar sem þingforsetinn Guðjón Brjánsson, Samfylkingu, greip ekki inn í var fjármálaráðherra nóg boðið og gekk úr þingsal, reiður mjög. Sagði ráðherra vanstilltan Helga Vala Helgadóttir, Samfylk- ingu, tók næst til máls og er ræða hennar þannig uppskrifuð af ræðu- riturum Alþingis: „Herra forseti. Ég vil byrja á því að þakka hæstv. for- seta kærlega fyrir hans góðu fundar- stjórn hér í dag. Mér þykir miður að hæstv. fjármálaráðherra skuli ráðast með þessum hætti á forseta alls Al- þingis. Mér þykir óskaplega miður að sjá hvað hæstv. fjármálaráðherra virðist vera vanstilltur í þessari um- ræðu, ræðst á forseta þingsins og rýkur á dyr. Mér finnst þetta eigin- lega ekki boðlegt fyrir þessa um- ræðu. Við erum hér að ræða um nauðsynlegar fjárveitingar til að rannsaka [kliður í þingsal] eitt stærsta spillingarmál (Gripið fram í: Fundarstjórn forseta.) sem hér – við erum að ræða það að hæstv. ráðherra ætlar að taka einhverja peninga úr einhverjum varasjóð (Gripið fram í.) og við erum – fyrirgefðu, (Gripið fram í: Ekki umræða um varasjóð.) get ég … (Gripið fram í: Stöðva þessa umræðu, þetta er algjört rugl.) (LRM: Til skammar hreinlega.) (Gripið fram í: Til skammar.) (For- seti (GBr): Forseti biður þingmenn að gæta hófs í orðum og vera mál- efnaleg undir þessum dagskrárlið, um fundarstjórn forseta.) Ástæðan fyrir reiði fjármálaráð- herra var sem sagt sú að þingforset- inn skyldi ekki grípa í taumana þegar hann var sakaður um lögbrot. Ekki borinn sökum persónulega Í Morgunblaðinu daginn eftir gaf Guðjón þá skýringu að þarna hefði fjármálaráðherra ekki verið borinn sökum persónulega heldur hefðu fyrst og fremst verið gerðar at- hugasemdir við embættisfærslur hans. Ásakanirnar hefðu ekki beinst að æru ráðherrans. Þetta er athygl- isverð skýring, allavega með tilliti til orða Björns Levís hér að framan. Guðjón Brjánsson er 1. varaforseti Alþingis. Þingforsetinn Steingrímur J. Sigfússon var staddur á Kýpur, þar sem hann sótti fund forseta þjóð- þinga evrópskra smáríkja. Að loknum umræðunum var farið að ræða jöfnun dreifikostnaðar á raf- orku. Framsögumaðurinn, Halla Signý Kristjánsóttir (F) hóf mál sitt á þessum orðum: „Virðulegi forseti. Það er gott að hefja umræður um raforku í svona rafmögnuðu and- rúmslofti og ég vona að það skili sér.“ Hvers vegna rauk Bjarni á dyr?  Því var haldið fram í umræðum á Alþingi að fjármálaráðherra færi ekki að lögum  Ráðherra sagði að það væri nær að þingforseti vítti þingmenn fyrir ummælin  Þingforseti greip ekki inn í Skjáskot/althingi.is Búinn að fá nóg Fjármálaráðherra rauk á dyr undir ræðu Björns Levís Gunnarssonar. Áður hafði hann beint orðum að þingforseta um að taka í taumana. 34 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2019 LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.