Morgunblaðið - 05.12.2019, Page 37

Morgunblaðið - 05.12.2019, Page 37
Einstakt Margt af því sem finna má í búðinni fæst hvergi annars staðar á landinu. Þegar Yusuf Koca opnaði matvöruverslunina Istanbul Market í Ármúla grunaði hann að samfélag Tyrkja á Íslandi væri ekki nógu stórt til að geta borið uppi heila verslun. Hann breikkaði því vörumframboðið og bætti við matvælum frá Balkanskaganum, og segir það hafa legið beinast við enda má finna marga sameiginlega þræði í matarmenningu þessara þjóða. Það sem Yusuf hafði ekki reiknað með, var hvað Íslendingar myndu vera duglegir að heimsækja búðina: „Ætli tyrknesk vara myndi ekki í kringum helminginn af vöruúrvalinu, og Íslendingar mynda hér um bil helminginn af við- skiptavinahópnum,“ segir Yusuf sem kom fyrst til Íslands árið 2001. Föðurbróðir hans hafði þá búið á Íslandi um langt skeið og fór svo að Yusuf skaut hér líka rótum. Konan hans, hún Negla, fylgdi Yusuf til landsins og skipta þau með sér verkum í búðinni. Rekstur Istanbul Market hófst árið 2011 og hefur starfsemin gengið prýðilega. Komið er að tímamótum hjá búðinni því fram undan eru flutningar í stærra húsnæði á Grens- ásvegi 10. „Verslunarrýmið stækkar úr u.þ.b. 150 fermetrum upp í liðlega 220 og fyrir vikið munum við geta fjölgað vörutegundum okkar úr 500 eða 600 upp í rúmlega 800,“ segir Yu- suf og hlakkar m.a. til að auka framboðið á baklava-bakkelsi og ostum. „Hver veit nema flutningarnir skapi líka réttar forsendur til að flytja inn og selja kjötvöru,“ segir hann. Þekking og fræðsla Íslensku viðskiptavinirnir virðast einkum á höttunum eftir geitaosti, hunangi, ólífum og kryddum. „Sumir hafa ferðast til Tyrklands og kynnst þar tyrkneskri matargerð, en aðrir hafa rambað á uppskriftir og vantar hráefni sem ekki er hlaupið að því að finna í venju- legri íslenskri matvöruverslun,“ segir Yusuf og hreykir sér góðlátlega af því að leitun sé að búð þar sem finna má annað eins úrval af tei og kryddi í hæsta gæðaflokki – og það á mjög hagstæðu verði. En er ekki hætt við því, ef sérverslun með matvöru gengur svona vel, að stórmark- aðirnir einfaldlega bæti við hjá sér einum hill- urekka af tyrkneskum ostum og öðru hnoss- gæti og sölsi þannig undir sig allan markaðinn? Yusuf segir alls ekki að því hlaupið fyrir aðra að selja þessa vöru svo vel sé. Hann nefnir sem dæmi tahini-mauk, sem gert er úr sesamfræjum og er ómissandi hrá- efni í rétti á borð við hummus, baba ganoush og halva. „Það má finna tahini í öðrum versl- unum, en það sem við seljum er langbest. Fólk sem hefur smakkað okkar vöru og það sem aðrir selja finnur muninn mjög greini- lega og gildir það um allt okkar vöruframboð að það eru gæðin og gott verð sem tryggir að fólk leggur leið sína til okkar aftur og aftur,“ segir hann. „Við þekkjum vörurnar út og inn og getum leiðbeint viðskiptavinum og frætt þá t.d. um geitaostsframboðið og hvernig má matreiða úr ostinum – sem er þjónusta sem fólk fær ekki við ostakælinn í lágvöruverðs- verslun.“ Þá er ekki auðvelt að flytja sérvöruna inn og hluti af starfi Yousefs að greiða úr flókn- um vef framleiðenda og birgja og glíma um leið við alls kyns innflutningshindranir. Þann- ig þætti honum gaman að flyta inn fleiri osta, en umstangið er mikið og tollarnir háir. Þá væri gaman að selja áfenga drykki eins og tyrkneska þjóðardrykkinn raki, en lögin leyfa ekki sölu áfengis í matvöruverslunum auk þess sem opinber gjöld myndu margfalda verðið á flöskunni. „Við erum oft spurð um halal-kjötvöru, en illgerlegt er að flytja inn þannig landbúnaðarvöru. Væri samt gaman að geta boðið upp á þó ekki væri nema halal- kjúkling, og kannski pastirma-álegg úr nauta- kjöti.“ ai@mbl.is Helmingur viðskiptavina Íslendingar Morgunblaðið/Árni Sæberg Framboð Negla og Yusuf undirbúa núna flutninga í stærra húsnæði þar sem bætt verður við vöruúrvalið. Verslunin þjónar breiðum hópi fólks. FRÉTTIR 37Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2019 n getur minnkað gum, hvarmabólgu og ð áhrif á augnþurrk, roða í hvörmum/ og vanstarfsemi í . stu apótekum og Eyesland gleraugnaverslunum Augnhvíla þreytu í au haft jákvæ vogris, rós augnlokum fitukirtlum Augnheilbrigði Fæst í hel Augnhvíla Dekraðu við augun Margnota augnhitapoki Frábær jólajöf

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.