Morgunblaðið - 05.12.2019, Qupperneq 39
FRÉTTIR 39Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2019
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Larry Page og Sergey Brin hafa
látið af daglegum störfum á vett-
vangi Alphabet, móðurfélags Go-
ogle. Þeir stofnuðu fyrirtækið í
kringum rannsóknarverkefni fyrir
rúmum tveimur áratugum en það
varð síðar þekkt undir nafni leit-
arvélarinnar Google. Page og Brin
voru á þeim tíma nemendur við
Stanford-háskóla í Bandaríkjunum.
Þrátt fyrir hina breyttu stöðu
munu Page og Brin áfram sitja í
stjórn Alphabet en þeir stýra sam-
eiginlega um 51% atkvæða á hluta-
hafafundum fyrirtækisins. Alpha-
bet er í dag númer 17 á lista yfir
stærstu skráðu fyrirtæki heims
samkvæmt samantekt Forbes.
Markaðsvirði félagsins nemur tæp-
um 900 milljörðum dollara, jafnvirði
tæplega 11 þúsund milljarða króna.
Hinn gríðarlegi vöxtur fyrir-
tækisins á síðustu árum hefur skot-
ið þeim félögum, sem urðu 46 ára
fyrr á þessu ári, upp á lista yfir rík-
ustu menn í heimi. Samkvæmt lista
sem Forbes heldur úti yfir auðug-
asta fólk veraldar verma þeir sæti
10 og 14. Þannig eru auðæfi Page
metin á 50,8 milljarða dollara, jafn-
virði 6.200 milljarða króna og eignir
Brin eru litlu minni eða 49,8 millj-
arðar dollara, jafnvirði tæplega
6.100 milljarða króna.
Þetta er ekki fyrsta skrefið sem
stofnendur Google taka í þeirri við-
leitni að afhenda keflið áfram til
nýrra stjórnenda. Þannig var Sund-
ar Pichai kynntur til sögunnar sem
nýr forstjóri Google árið 2015 þegar
Page lét af því starfi og tók við for-
stjórastöðunni hjá Alphabet, móð-
urfélaginu. Nú hefur Pichai einnig
tekið við stjórnartaumunum í
Alphabet. Í sameiginlegri tilkynn-
ingu frá Page og Brin í tengslum
við vistaskiptin sögðu þeir m.a. að
þeir hefðu „aldrei verið uppteknir
af því að halda í stjórnunarstöður
þegar við teljum að betri leiðir séu
færar til þess að reka fyrirtækið“.
Pichai tók við forstjórastarfinu fyr-
ir ríflega fjórum árum þegar talið
var að fyrirtækið þyrfti á nýrri for-
ystu að halda. Page var sem for-
stjóri lítt upptekinn af daglegum
rekstri fyrirtækisins og fól ábyrgð-
ina á þeim málum í miklum mæli
lægra settum stjórnendum. Hann
lagði í starfi sínu meiri áherslu á
víðtækari stefnumótun fyrir fyrir-
tækið, m.a. fyrirætlanir þess um
landvinninga á sviði sjálfkeyrandi
bifreiða. Þá greinir FT frá því að
Brin hafi á sama tíma varið orku
sinni í verkefni sem ekki tengdust
starfsemi Google með beinum
hætti. Þar er m.a. nefnd þróun
Glass, sem eru snjallgleraugu sem
hægt er að beita í svokölluðum
blandveruleika (e. augmented rea-
lity) en einnig hægt að taka upp
myndbönd með. Sergei Brin er
fæddur í Sovétríkjunum. Hann
fluttist með fjölskyldu sinni til
Bandaríkjanna þegar hann var sex
ára gamall. Hann er bandarískur
ríkisborgari.
Larry Page er fæddur í Michigan
Bandaríkjunum, af bandarísku for-
eldri.
AFP
Nánir samstarfsmenn Larry Page og Sergey Brin hafa lengi starfað sam-
an. Myndin var tekin af þeim 2004 þegar Google var við það að taka flugið.
Stofnendur Google stíga til hliðar
Sergey Brin og Larry Page láta af daglegum störfum 21 ári frá stofnun félagsins
Í hópi ríkustu manna heims Ráða enn lögum og lofum í móðurfélaginu, Alphabet
Úrvalsvísitala
Kauphallarinnar
hækkaði um 7,7%
í nóvember sam-
kvæmt viðskipta-
yfirliti Nasdaq.
Hún hefur hækk-
að um 32% það
sem af er ári og
stendur nú í 1.978
stigum. Í nóv-
ember námu
heildarviðskipti með hlutabréf 64,3
milljörðum króna, sem nemur tæp-
um 3,1 milljarði króna á dag og er
það 12% meira en í sama mánuði í
fyrra og 46% hækkun frá fyrri mán-
uði er viðskipti námu 2,1 milljarði
króna á dag. Viðskipti með hlutabréf
Marels voru mest, 8,6 milljarðar.
Næst komu viðskipti með bréf Fest-
ar og Arion banka, 5,9 milljarðar, en
velta með bréf Símans nam 4,9 millj-
örðum og bréf Haga 4,1 milljarði. Á
aðalmarkaði Kauphallarinnar var Ís-
landsbanki með mestu hlutdeildina,
22,9%, Arion banki með 22,6% og
Kvika banki 14,2%. Heildarmark-
aðsvirði á aðalmarkaði og First
North nam 1.233 milljörðum króna.
Úrvalsvísi-
talan hækk-
aði um 7,7%
64 milljarða velta
Velta jókst um 46%
á milli mánaða.
TM, Síðumúla 24, 108 Reykjavík · 515 2000 · tm.is
Umsókn um að ný hlutabréf verði tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland
Forgangsréttarútboð og almennt útboð á 93.750.000 nýjum hlutum í TM
Heildarfjöldi útgefinna hluta í TM hf. (“TM”) er 678.142.669 og hyggst félagið gefa út 93.750.000 nýja hluti til viðbótar.
Hver hlutur er 1 króna að nafnverði og hafa hlutirnir verið gefnir út í samræmi við íslensk lög. Viðskipti með hina nýju
hluti verða í kerfum Nasdaq Iceland undir auðkenninu TM (ISIN: IS0000000586).
Bæði forgangsréttarútboðið og almenna útboðið lúta reglum laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti varðandi
almenn útboð. Í auglýsingu þessari er hugtakið “útboð” notað sem samheiti um útboðin tvö.
Útboð 9.-12. desember
TM hf. hyggst selja nýja hluti í útboðinu. Markmið útboðsins er fjármögnun á
kaupum TM á öllu hlutafé Lykils fjármögnunar hf.
Stærð útboðsins nemur 93.750.000 hlutum eða sem nemur 13,8% af
útistandandi hlutafé í félaginu. Heildarsöluandvirði útboðsins mun nema 3,0
milljörðum króna, fáist áskrift að öllum þeim hlutum sem boðnir eru til sölu í
útboðinu.
Útboðið nær til nýrra hlutabréfa í félaginu og skiptist í tvennt:
1. Forgangsréttarútboð til hluthafa í TM
2. Almennt útboð til íslenskra fjárfesta
Allir hlutir í útboðinu verða seldir á sama útboðsgengi sem verður 32,0 kr. á
hlut eða sem samsvarar 9,1% afslætti af dagslokaverði hlutabréfa TM á
Aðalmarkaði Nasdaq Iceland hf. þann 3. desember 2019. Forgangsréttar-
hafar að hinum nýju hlutum TM eru þeir aðilar sem skráðir eru hluthafar TM
kl. 17:00 (GMT) þann 12. desember 2019 og þeir aðilar sem fengið hafa
forgangsrétt framseldan til sín og tilkynnt hafa um framsalið fyrir þann tíma
samkvæmt reglum útboðsins.
Seljandi mun fyrst úthluta hinum nýju hlutum til þeirra aðila sem njóta forgangs-
réttar. Verði enn nýjum hlutum í TM óúthlutað eftir úthlutun til forgangsréttar-
hafa, verður þeim úthlutað í almenna útboðinu og mun útgefandi einhliða
ákveða hvernig úthlutun þessara hluta verður háttað.
Gert er ráð fyrir að niðurstöður útboðsins verði birtar opinberlega 13. desember
2019. Eindagi kaupverðs í útboðinu er áætlaður þann 17. desember 2019
og er gert ráð fyrir að hinir nýju hlutir verði teknir til viðskipta og að viðskipti
með þá hefjist þann 18. desember 2019.
Arion banki hefur umsjón með útboðinu og er einnig söluaðili í útboðinu.
Helstu skilmálar útboðsins:
Engin lágmarksfjárhæð er á áskriftum í forgangsréttarútboðinu
Hver áskrift í almenna útboðinu skal vera að lágmarki 100.000 kr.
Tekið verður við áskriftum á vef Arion banka hf. (www.arionbanki.is/
tm-utbod) frá 9. desember 2019 kl. 10:00 (GMT) til 12. desember 2019
kl. 17:00 (GMT)
Fjárfestar hafa heimild til að bæta við áskrift sína eða fella hana niður á
útboðstímabilinu
Aðstoð vegna útboðsins má nálgast hjá verðbréfa- og lífeyrisráðgjöf Arion
banka í síma 444-7000 milli kl. 09.00 og 16.00 dagana 9. desember til
12. desember 2019 og tölvupóstfanginu tm-utbod@arionbanki.is
Minnt er á að fjárfesting í hlutabréfum felur í sér áhættu og að
áskrift í útboðinu er bindandi við lok útboðstímabilsins.
Fjárfestar eru hvattir til að kynna sér vel upplýsingar um TM og skilmála
útboðsins í lýsingu TM og er sérstaklega bent á kafla um áhættuþætti, bæði
er varðar rekstur TM og almenna áhættu sem er samfara því að fjárfesta í
hlutabréfum.
Nánari upplýsingar:
Útgefandi lýsingar er TM hf., kt. 660269-2079, Síðumúla 24, 108 Reykjavík.
Nánari upplýsingar um TM, hlutabréf félagsins og skilmála útboðsins má
finna í lýsingu félagsins sem dagsett er 4. desember 2019 og birt er á
www.tm.is/fjarfestar. Þar má nálgast lýsinguna næstu 12 mánuði.
Reykjavík, 5. desember 2019
Stjórn TM hf.
TM HF. BIRTIR LÝSINGU Í TENGSLUM VIÐ: