Morgunblaðið - 05.12.2019, Qupperneq 41
FRÉTTIR 41Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2019
LA MOLLLA
Skartgripalína frá ítalska arkitektinum Tiziana Redavid
Mörkin 6 - 108 Rvk.
s: 781-5100
Opið: Mán-fös: 11-18
lau: 11-15
- Fallegu gjafabréfin okkar eru einnig tilvalin í jólapakkann! -
Ágúst Ásgeirsson
agas@mbl.is
Mikilfengleg ylböð sem á sínum
tíma voru hönnuð til að vera gim-
steinn Pompei voru opnuð gestum í
fyrsta sinn í síðustu viku. Þau eyði-
lögðust er borgin ítalska hvarf und-
ir ösku er eldfjallið Vesúvíus gaus
árið 79 eftir Krists burð.
Rústir hennar hafa verið grafnar
upp á undanförnum áratugum en
það var svo fyrst í byrjun vikunnar
sem gestir áttu þess kost á að
skoða böðin tilkomumiklu. Gerð
þeirra var ekki að fullu lokið þegar
hamfaragosið mikla reið yfir og
færði Pompei á kaf í ösku og eim-
yrju og uppgröftur baðanna hefur
verið tímafrekt vandaverk.
Marmarasúlur og flísar liggja
þar sem þær lágu er gjóskubergið
frá Vesúvíusi færði borgina
skammt frá Napoli í kaf. Fornleifa-
fræðingarnir fundu einnig fórn-
arlömb hamfaranna, beinagrind
barns sem leitað hafði árangurs-
laust í skjól.
Ylböð Nerós keisara í Rómaborg
veittu arkitektum baðanna í Pom-
pei innblástur. Nema hvað sal-
arkynni þar skyldu verða stærri og
bjartari, með laugum gerðum úr
marmara, sagði Massimo Osanna,
framkvæmdastjóri fornleifasvæð-
isins í Pompei, við frönsku frétta-
stofuna AFP.
Miðborgarböðin eru á svæði sem
endurreist hefur verið undir svo-
nefndu Stór-Pompei-verkefni sem
hrundið var úr vör árið 2012 eftir
hrun tvö þúsund ára gamallar
„Hallar skylmingaþrælanna“. Sætti
það hneykslan um heim allan og
þótti svívirða. Tilgangur verkefn-
isins frá 2012 var að bjarga svæð-
inu sögufræga.
Alberga Martellone, fornleifa-
fræðingur sem fór fyrir hópi mann-
fræðinga, jarðfræðinga og eldfjalla-
fræðinga við uppgröft baðanna,
sagði að það hefði verið tilfinn-
ingarík vinna að grafa upp bein
barnsins fyrrnefnda. Hafði það ver-
ið á bilinu 8-10 ára er það hvarf
undir gjóskubergið 79 eftir Krist.
„Hann eða hún leitaði skjóls en
gekk í opinn dauðann,“ sagði Mar-
tellone.
Lífsrof
Uppgröfturinn var „einnig til-
finningum þrunginn frá bygging-
arfræðilegu sjónarhorni séð þar
sem óvenjulegt er að finna svo
stóra byggingu með svo rúmgóðum
salarkynnum í svo þéttbyggðri
borg. Það stafa frá henni áhrif stór-
fengleika,“ bætti Martello við.
Byggingarsvæðið með litlu beina-
grindinni sagði hún á marga vegu
vera „tákn um röskun lífs“.
Upphafleg almenningsböð borg-
arinnar voru minni, myrkari og oft-
ast yfirfull af baðgestum. Nýju böð-
in sem í byggingu voru voru mun
íburðarmeiri fyrir alla þá sem
höfðu efni á að sækja þau. Það áttu
flestir borgaranna en þrælum var
úthýst úr þeim.
Margur tilkomumikill fornleifa-
fundur hefur átt sér stað við upp-
gröft í Pompei síðustu misserin.
Þar á meðal áletrun sem fannst í
fyrra og staðfestir að Pompei hafi
orðið jarðeldinum að bráð 17. októ-
ber árið 79, en ekki 24. ágúst eins
og áður var talið.
Í nýliðnum október fundu forn-
leifafræðingarnir við uppgröftinn
fjörlega fresku af vopnum búnum
skylmingaþræl sem stendur sig-
urreifur yfir blæðandi andstæðingi.
Freskan var máluð á vegg kráar
sem var hluti af vistarverum bar-
dagaþrælanna og gleðikvenna.
Ásamt böðunum geta gestir í
Pompei frá því sl. mánudag einnig
skoðað lítið hús sem skartar líflegri
fresku af rómverska guðinum Júpí-
ter í svansgervi vera að barna hina
goðsagnakenndu grísku drottningu
Ledu.
Handan steingötunnar Via del
Vesuvio hefur hið sláandi hús ást-
arguðanna verið opnað að nýju eftir
endurgerð mósaíkgólfa þess.
Mesta áskorunin
Um aldir hefur fólk í fjársjóðsleit
farið ránshendi um Pompei. Hefur
það aðallega verið á höttunum eftir
verðmætu skarti og listaverkum.
Enn eru stór svæði borgarinnar
undir gjósku sem fornleifafræð-
ingar eiga eftir að grafa í við rann-
sóknir sínar. Sérhver fundur auð-
veldar sagnfræðingum skilning,
segir Massimo Osanna. Ekki bara á
daglegu lífi í fornborginni heldur og
hvað gerðist átakamiklu klukku-
stundirnar í lok borgarlífsins er
eldur og aska fylltu himininn og
spúðu eimyrju yfir Pompei.
Stór-Pompei-verkefninu, sem
Evrópusambandið (ESB) fjármagn-
aði að hluta, lýkur formlega um
komandi áramót. Verkinu er þó
ekki lokið og hefur ítalska rík-
isstjórnin eyrnamerkt því 32 millj-
ónir evra til viðbótar til að halda
uppgreftri áfram.
„Ofsaveður af völdum loftslags-
breytinga eru okkar helstu áskor-
anir,“ sagði Osanna. Í nýrri bók,
„Pompei – endurheimt tímans“, lýs-
ir hann kapphlaupinu við að vernda
hið berskjaldaða svæði sem er á
heimsminjaskrá UNESCO. „Að
staðaldri eru 50 manns við rann-
sóknir og vernd hér, sérfræðingar í
minjavernd, fornleifafræðingar,
arkitektar, verkfræðingar. Þeir
rýna í svæðið og grafa og skerast í
leikinn ef þörf krefur. Sá hópur
stækkar í 70 manns á næsta ári,“
bætti Osanna við.
Túristar leggja margir leið sína
til borgarrústanna á Suður-Ítalíu. Í
ár voru þeir rétt tæpar fjórar millj-
ónir við síðustu mánaðamót. Aðeins
stóra hringleikahúsið Colosseum í
Róm, sem fullgert var árið eftir að
Vesúvíus gaus, státar af fleiri gest-
um.
Böðin glæstu leyndu harmleik
Nýfundin veggmynd Leda og svanurinn í faðmlögum. Freskan kom í ljós við uppgröft í Pompei í
nóvember fyrir ári en almenningur getur nú skoðað hana eins og fleiri muni og byggingar.
Hreinsað hof Hús ástarguðanna í Pompei hefur verið opnað fyrir gestum eftir hreinsun og við-
gerð mósaíklagðra gólfa þess. Fornleifafræðingar eiga enn eftir að rannsaka þar stór svæði.
AFP
Helgidómur Gestur skoðar helgidóm Apollós í Pompei í síðustu viku. Nýir fornleifafundir á svæðinu sýna fram á, að
eldgosið í eldfjallinu Vesúvíusi, sem eyddi borginni, varð 17. október árið 79 fyrir Krist en ekki 24. ágúst.