Morgunblaðið - 05.12.2019, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 05.12.2019, Qupperneq 42
42 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2019 Krókháls 1 • 110 Reykjavík • S. 567 8888 • www.pmt.is Allt til merkinga & pökkunar TALNINGARVOGIR Allar gerðir voga á heimasíðu pmt.is • MIÐAVOGIR • RANNSÓKNARVOGIR • SMÁVOGIR OFL. Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Leiðtogafundi Atlantshafsbanda- lagsins í Lundúnaborg lauk í gær, en efnt var til fundarins í tilefni af 70 ára afmæli varnarbandalagsins. Fundinum hefur verið lýst sem stormasömum, þar sem ósætti á milli einstakra þjóðarleiðtoga setti mark sitt á undirbúning fundarins sem og fundinn sjálfan. Það var til að mynda óvíst í gær, hvort leiðtogarnir myndu sam- þykkja sameiginlega yfirlýsingu fundarins, en Recep Tayyip Erdog- an, forseti Tyrklands, hafði hótað því að beita neitunarvaldi sínu á áætlanir um að styrkja varnir bandalagsins í Póllandi og Eystra- saltsríkjunum nema bandalagsþjóð- irnar samþykktu að útnefna samtök Kúrda í Sýrlandi, YPG, sem hryðju- verkasamtök. Emmanuel Macron Frakklands- forseti var hins vegar ekki sammála því, og benti á að Kúrdar hefðu ver- ið meðal lykilbandamanna vest- rænna ríkja í baráttunni gegn Ríki íslams í Sýrlandi. Ummæli Macrons fyrir fundinn um að Atlantshafs- bandalagið væri „heiladautt“, meðal annars vegna aðgerða Tyrkja í Sýr- landi, höfðu áður leitt til þess að Er- dogan móðgaðist og var greinilega grunnt á því góða á milli forsetanna. Erdogan lét sér þó segjast á end- anum eftir að Donald Trump Banda- ríkjaforseti ræddi við hann einslega. Fundur forsetanna var ekki á dag- skránni, en talsmaður Hvíta hússins sagði að forsetarnir hefðu rætt mik- ilvægi þess að Tyrkir stæðu við skuldbindingar sínar gagnvart bandalaginu auk möguleikans á að auka tvíhliða viðskipti ríkjanna tveggja. Baktalið tekið óvart upp Þá vakti athygli í gærmorgun þegar kanadíski ríkisfjölmiðillinn CBC birti myndband af kvöldverð- arboði Elísabetar drottningar í Buckingham-höll, en þar heyrðist Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, gagnrýna Trump við Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, Mark Rutte, forsætisráðherra Hol- lands, og Macron Frakklandsfor- seta. Hafði Trudeau á orði að Trump tæki sér sinn tíma í að ræða við fjöl- miðla, sem setti síðan alla aðra dag- skrá úr skorðum. Trump brást við myndbandinu með því að kalla Trudeau „undir- förulan“. Sagði Trump rót baktals- ins líklega mega rekja til þess að hann hefði gagnrýnt Trudeau og Kanadamenn fyrir að eyða ekki nægu fé til varnarmála. Ný áskorun frá Kínverjum Trump var engu að síður ánægður með lyktir fundarins, þar sem hann náði að fá hinar bandalagsþjóðirnar til að samþykkja aukin útgjöld til bandalagsins, auk þess sem hann sannfærði Erdogan um að skrifa upp á sameiginlegu yfirlýsinguna. Þar var meðal annars í fyrsta sinn viðurkennt að aukin umsvif Kín- verja fælu í sér bæði ný tækifæri og nýjar áskoranir gagnvart bandalag- inu, og var samþykkt gerð skýrslu um það hvernig bandalagið ætti að nálgast Kínverja. Jens Stoltenberg, framkvæmda- stjóri Atlantshafsbandalagsins, lagði áherslu á það að ætlunin væri ekki sú að búa til nýjan andstæðing úr Kínverjum. Í yfirlýsingunni var hins vegar einnig vikið að nauðsyn þess að byggja upp traust samskipta- kerfi, einkum og sér í lagi innviði 5G-fjarskiptatækninnar. Nokkuð hefur verið deilt um hvernig best sé að byggja hana upp að undanförnu, þar sem Bandaríkjastjórn hefur var- að við því að kínverski fjarskiptaris- inn Huawei fái tækifæri til þess að taka þátt í þeirri uppbyggingu. Væri hættan sú að mati Bandaríkjanna að fyrirtækið, sem hefur sterk tengsl við kínversk stjórnvöld, gæti nýtt sér aðganginn til þess að komast yf- ir viðkvæm og mikilvæg samskipti. Möguleiki á bættu sambandi Þá var sérstaklega vikið í yfirlýs- ingunni að möguleikanum á „upp- byggilegum samskiptum við Rúss- land“ þegar hegðun Rússa gerði slíkt mögulegt, en Vladimír Pútín Rússlandsforseti lýsti því yfir í fyrradag að Rússar væru reiðubúnir til að vinna með bandalaginu gegn sameiginlegum öryggisógnum. Yfirlýsing bandalagsins ítrekaði þó einnig hættuna sem fælist í meðaldrægum eldflaugum Rússa eftir að INF-afvopnunarsamkomu- lagið féll úr gildi. Þá var samþykkt að biðja hóp sér- fræðinga undir forystu Stoltenbergs um að fara yfir hvernig hægt væri að styrkja pólitíska ákvarðanatöku og einingu bandalagsins, en Þjóð- verjar höfðu lagt það til eftir um- mæli Macrons um „heiladauða“ bandalagsins. Samþykkt að styrkja varnirnar  Ósætti milli einstakra þjóðarleiðtoga setti svip sinn á afmælisfund Atlantshafsbandalagsins  Trump sannfærði Erdogan um að skrifa undir  Vikið að Kínverjum í fyrsta sinn á vettvangi bandalagsins 29 aðildarríki 1949 Atlantshafsbandalagið Heimild: NATO 1952 Belgía Kanada Danmörk Frakkland Ísland Ítalía Lúxemborg Holland Noregur Portúgal Bretland Bandar. Grikkland Tyrkland Vestur-Þýskaland 1955 Spánn 1982 1999 2004 2009 2017 SvartfjallalandAlbanía Króatía Búlgaría Eistland Lettland Litháen Rúmenía Slóvakía Slóvenía Tékkland Ungverjaland Pólland Þýskaland sameinast 1990 AFP Fulltrúi Íslands Jens Stoltenberg og Boris Johnson heilsa hér Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra með virktum við upphaf fundarins í gær. Þjóðverjar ráku í gær tvo rússneska sendiráðsstarfsmenn úr landi eftir að saksóknarar sögðu að rússnesk stjórnvöld væru mögulega á bak við morð á téténskum uppreisnarleið- toga í ágúst síðastliðnum. Utanrík- isráðuneyti Rússlands hafnaði ásök- ununum þegar í stað og hét því að svarað yrði í sömu mynt. Zelimkhan Khangoshvili, fertugur Georgíumaður, var skotinn tvisvar í höfuðið af stuttu færi 23. ágúst síð- astliðinn í Kleiner Tiergarten-garð- inum. Rússneskur maður var hand- tekinn vegna morðsins skömmu síðar, en hann var sagður hafa sést hjólandi á vettvangi. Vitni sáu mann- inn einnig henda hjólinu og poka, sem reyndist innihalda skamm- byssu, í nærliggjandi á. Angela Merkel Þýskalandskansl- ari sagði í gær að Þjóðverjar hefðu ákveðið að vísa mönnunum tveimur úr landi vegna þess að rússnesk stjórnvöld hefðu ekki aðstoðað við morðrannsóknina á neinn hátt. Sagði Merkel að hún sæi ekki fyrir sér að ákvörðunin myndi hafa neinar afleiðingar á fyrirhugaðan fund um Úkraínudeiluna í París í næstu viku, en Vladimír Pútín Rússlandsforseti hyggst sækja hann. Í yfirlýsingu þýska saksóknara- embættisins sagði að næg sönnunar- gögn væru fyrir hendi í málinu til þess að draga þá ályktun að morðið hefði verið framið að undirlagi ann- aðhvort rússneska sambandsríkisins eða núverandi stjórnvalda í Téténíu, en Ramzan Kadyrov, leiðtogi þess, er sagður náinn bandamaður Pútíns. Khangoshvili barðist gegn Rúss- um í seinna Téténíustríðinu frá 1999- 2002 og skipulagði sjálfboðaliðssveit þegar Rússar réðust inn í Georgíu 2008. Hann sótti um hæli í Þýska- landi eftir að tvívegis var reynt að myrða hann í heimalandinu. Sendiráðsmenn reknir úr landi  Rússar hafna ásökunum um morð AFP Sendiráðið Þjóðverjar ráku tvo sendiráðsstarfsmenn Rússa heim.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.