Morgunblaðið - 05.12.2019, Page 44

Morgunblaðið - 05.12.2019, Page 44
44 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ýmsir ágætirmenn ogkonur hafa gegnt embætti menntamálaráð- herra hér á landi. Einn þeirra, Björn Bjarnason, birti grein sl. föstudag og sagði þar m.a.: Í ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á árum áður var orðið smánarmúr oft notað þegar rætt var um Berlínar- múrinn. Hann táknaði smán kommúnista sem urðu að reisa múr þvert í gegnum Berlín til að halda fólki nauðugu undir einræðis- og fátæktarstjórn sinni. Fyrir tæpri viku birtist hér í blaðinu grein um stöðu mála í Þýskalandi þegar 30 ár eru lið- in frá því að Berlínarmúrinn féll. Í henni kemur hvorki fyrir orðið sósíalismi né orðið kommúnismi. Væri skrifað um stöðu mála í Þýskalandi og síð- ari heimsstyrjöldina án þess að minnast á nazista þætti það sögufölsun. Dettur einhverjum í hug að skrifa sögu kalda stríðsins án þess að tala um kommúnisma og stjórnkerfi hans? Í Krakkafréttum ríkis- útvarpsins 11. nóvember 2019 sagði: „Höfuðborginni í Berlín var líka skipt í tvennt og árið 1961 var reistur múr til að að- greina borgarhlutana. Það var líka gert til að koma í veg fyrir að fólk flyttist á milli, aðallega frá austri til vesturs.“ Þarna er látið eins og um skipulags- ákvörðun hafi verið að ræða. Þetta voru átök milli tveggja stjórnkerfa, keppni tveggja hugmyndakerfa um hvernig fólk fengi best notið sín.“ Í fyrri tveimur efnisþátt- unum virðist Björn kjósa að vísa saman ritstjórnargreinum fyrri tíðar annars vegar og að- sendri grein á ábyrgð höfundar hins vegar þar sem tökin eru önnur og hafa það til marks um breytta ritstjórnarstefnu! Ekki verður fljótt séð hver til- gangurinn er með því. En í síð- asta efnisþætinum hnýtur Björn, svo sem vonlegt er, um tiltekna útleggingu í svo- nefndum „Krakkafréttum“ Ríkisútvarpsins, sem nýlega er raunar búið að úrskurða að sé ekki opinber stofnun. Ráð- herrann fyrrverandi hnaut um þá mynd sem Ríkisútvarpið dró upp af Berlínarmúrnum fyrir börnin. „Það var líka gert til að koma í veg fyrir að fólk flyttist á milli, aðallega frá austri til vesturs.“ Það er fráleitt að gefa í skyn að múrinn sá hafi verið byggð- ur sem umferðarlegt stjórn- tæki og reyna svo að bjarga sér út úr ógöngunum með ábend- ingu um að meiri áhersla hafi verið lögð á að tempra umferð til vesturs. Það var skotið á fjölda manna sem reyndu flótta í frelsið þrátt fyrir háan múr og féllu marg- ir og enn fleiri særðust. Margir voru dregnir særðir til baka og aðrir náðust og sættu fangelsunum með með- fylgjandi trakteringum, og fjölskyldur þeirra sættu of- sóknum. Ekki þarf að nefna allan fjöldann sem var sem fangelsaður austan múrs og gat sig hvergi hreyft, þótt frelsið kallaði. Ísgerður Gunnarsdóttir Krakkafrétta- maður sendi grein í blaðið í tilefni af athugasemd Björns undir yfirskriftinni: „Vanda- samt að skrifa einfaldar Krakkafréttir.“ Það er vafalaust rétt hjá henni. Það er vandasamt að skrifa allar fréttir á þeim nauma tíma sem hver þeirra lifir og gæta þess að allt sé svo satt og rétt sem verða má og að alls ekki sé tekinn stór sveigur fram hjá hvoru tveggja. Á fréttastofu „RÚV“ er það þó oft gert eins og allir vita sem með þeim fréttum fylgjast. En það dregur væntanlega úr skaðanum að neytendur þeirra frétta eru oftast fullþroska fólk sem verður með tímanum varara um sig gagnvart slíkum fréttum. Í vísum Stefáns er ort um strákinn Ara sem er forvitinn um allt það sem birtist honum sem nýtt. Hann spyr sína nán- ustu af hverju eldurinn sé heitur og hvers vegna afi sé svona feitur, hvar sólin sé um nætur og hvers vegna sykur- inn sé sætur og vill fá svar við því hvers vegna hanarnir eigi ekki egg. Og hann fær misgóð svör, því að spurningum Ara er erfitt að svara í mörgum til- vikum. Ari litli áttar sig á því, en gerir eftir stundarumhugs- un eina kröfu: „Þið eigið að segja mér satt.“ Það segir hann fyrir hönd barnaskarans á öllum tímum. Það var ágætt hjá Ísgerði Gunnarsdóttur að skrifa grein og útlista vanda þess sem segir krökkum fréttir. En það vant- aði á að hún bæðist afsökunar á þeirri „lausn“ sem fannst út úr þeim vanda í fréttum um Berl- ínarmúrinn ógurlega. Sé eina leið „RÚV“ til að segja börnum óþægilegar fréttir sú að segja þeim ósatt, er ekkert annað úr- ræði til en að hætta að þykjast vera að segja þeim fréttir. Það er ekki flóknara en það. Með aldalöngu bili á milli sín vildu tveir Arar að það yrði jafnan haft sem sannara reyndist. Þótt fréttastofa „RÚV“ telji sér ekki skylt að segja satt nema óviljandi, gildir sú regla varla um blessuð börnin} Lögmál Ara I. og Ara II. S jávarútvegurinn stendur mér nærri. Ég er fædd og uppalin í sjávar- útvegsbænum Ólafsfirði, komin af fólki sem lifði af sjósókn og því sem hafið gaf. Ég þekki lífið í sjávar- plássunum – það er að segja lífið eins og það var. Mannlífið í þessum byggðum hefur breyst mikið síðustu áratugum. Fólki hefur fækkað, atvinnulífið er orðið fábreytnara, hafnirnar eru bara svipur hjá sjón. Æskubærinn minn Ólafs- fjörður er gott dæmi um það. Fólki er meinað að bjarga sér með nýtingu þeirrar auðlindar sem varð til þess að byggðirnar byggðust upp og blómstruðu. Alþýðan í sjávarbyggðum allt í kringum landið hefur fært gríðarlegar fórnir á altari þeirrar hugmyndafræði sem núverandi fiskveiðistjórn- unarkerfi byggir á; tekjuhrun, færri atvinnutækifæri, eignatap. Svona blóðtaka og margt fleira svo þeir sem á hverjum tíma taka þátt í kvótahringekjunni gætu „hag- rætt.“ Orðið ofsaríkir með einkarétti sínum á að nýta sameiginlega auðlind þjóðarinnar. Þessir aðilar deila og drottna. Þeir hika ekki við að spila með fjöregg fólks og skilja eftir sviðna jörð, nú síðast Grímsey. Samherjaveldið hefur stundað meint arðrán á fátækri Afríkuþjóð. Mér verður ómótt. Fyrir fáum áratugum var Ísland þróunarland sem barðist fyrir sjálfstæði og yfir- ráðum á eigin auðlindum. Hvernig ætli okkur myndi líða ef hingað hefðu svo eftir 200 sjómílna sigurinn 1975, kom- ið erlendir aðilar og ryksugað upp allan arð af okkar dýr- mætustu auðlindum meðan við sjálf, íbúar landsins, lifðum við örbirgð í hreysum? Kári Stefánsson bendir í grein sinni „Landráð?“ á maðk í mysunni varðandi verðmyndun á afla. Svo les ég að útgerðarrisinn Brim hyggist leita leiða til að hleypa útlendum fjárfest- ingum að fyrirtækinu og skrá það í norsku Kauphöllina. Forstjóri Brims talar eins og þetta sé einkamál fyrirtækisins en varði ekki þjóðina. Mælirinn er fullur. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins og forveri minn á þingi, var góður þingmaður sem barðist af heilindum fyrir hag byggðanna. Hann mælti 2008 fyrir áhugaverðu frumvarpi. Það hefði heimilað fólki með tilskilin réttindi að stunda hand- færaveiðar með ákveðnum skilyrðum 1. apríl til 1. október ár hvert og kæmu þær veiðar ekki til kvóta. Það er mikil synd að þetta var ekki samþykkt. Svona aðgerðir eru skref í rétta átt við að vinda ofan af kvótakerfinu. Vitan- lega þarf þó að gera miklu meira í breytingum á tilhögun fiskveiða hér við land. Auðlindaákvæði í stjórnarskrána og tryggingu fyrir því að þjóðin fái fullt gjald fyrir nýt- ingu fiskmiðanna. Herða verður á því að reglur um eign- arhald séu virtar og skoða öll krosseignatengsl. Við í Flokki fólksins skerum upp herör gegn kvótakerf- inu. Stokkum spilin upp á nýtt og færum fólkinu í byggð- unum nýtingarréttinn á ný. Við viljum kvótann heim. Inga Sæland Pistill Vindum ofan af kvótakerfinu Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Barnabótakerfið hér á landier á margan hátt verulegafrábrugðið barnabótakerf-um annars staðar á Norð- urlöndum. Þetta er meginniðurstaða skýrslu sem Kolbeinn Stefánsson fé- lagsfræðingur vann fyrir BSRB og kynnt var í gær. Íslenska barnabóta- kerfið er óvenjulágtekjumiðað skv. úttekt Kolbeins og örlæti þess sagt vera einkum bundið við mjög tekju- lágar fjölskyldur með ung börn. Tekjulægstu fjölskyldurnar fá góðan stuðning í samanburði við það sem gerist annars staðar á Norður- löndum en það á þó eingöngu við um fjölskyldur með börn sem eru 6 ára eða yngri. Þegar börnin hafa náð sjö ára aldri kemur íslenska kerfið verr út í samanburðinum. Fyrir vísitölu- fjölskyldu með tvær fyrirvinnur ná- lægt meðaltekjum eru bæturnar síð- an litlar eða engar en fjölskyldur í þeirri stöðu annars staðar á Norður- löndum fá umtalsverðar barnabæt- ur. „Lágtekjumiðun íslenska barnabótakerfisins veldur því að kerfið er annars eðlis en barnabóta- kerfi hinna Norðurlandanna. Ísland er að vísu ekki eitt um að vera með tekjutengdar barnabætur því bæt- urnar eru tekjutengdar í Danmörku, en þar liggja skerðingarmörkin mun hærra og skerðingarhlutföllin eru lægri og fyrir vikið svipar danska barnabótakerfinu nokkuð til kerf- anna í Finnlandi, Noregi og Svíþjóð sem eru ekki tekjutengd nema að því leyti að Danmörk veitir minni stuðn- ing við hátekjufjölskyldur en við lág- og millitekjufjölskyldur á meðan Ís- land veitir lítinn sem engan stuðning við millitekjufjölskyldur og byrjar að skerða bæturnar rétt við lægstu laun á almennum vinnumarkaði,“ segir í skýrslunni. Í umfjöllun BSRB um niður- stöðurnar segir að samanburðurinn við önnur norræn lönd sé sláandi. Barnabætur á Íslandi og í Danmörku skerðist eftir tekjum foreldra, en skerðingarmörkin séu mjög ólík. Þannig skerðast barnabætur á Ís- landi nærri lágmarkslaunum en í Danmörku ekki fyrr en eftir að með- allaunum er náð. Í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi fá allir foreldrar sömu bætur óháð tekjum. Af þessum sökum verða bóta- fjárhæðirnar mjög misháar eftir fjöl- skyldugerð og tekjum. Sýnd eru dæmi (sjá meðfylgjandi kort) þar sem fram kemur að fjölskyldur á Ís- landi með tvær fyrirvinnur sem eru með meðaltekjur og eiga tvö börn sex ára eða yngri fá litlar sem engar barnabætur. Sambærilegar fjöl- skyldur í öðrum norrænum löndum fá frá 27.300 upp í 43.700 krónur á mánuði. Launalægstu íslensku fjöl- skyldurnar fá hins vegar meiri stuðning á meðan börnin eru undir sjö ára aldri. Fjölskyldur á Íslandi með tvær fyrirvinnur og helminginn af meðallaunum með tvö börn sex ára eða yngri fá um 46.200 krónur á mánuði. ,,Fjölskyldur í sömu stöðu á hinum Norðurlöndunum fá á bilinu 27.300 til 46.200 krónur á mánuði. Ef börnin eru eldri en sex ára fá ís- lensku foreldrarnir aðeins um 24.000 krónur á mánuði en foreldrar á hin- um Norðurlöndunum 27.300 til 43.700 krónur á mánuði.“ Í skýrslunni er farið ítarlega í saumana á þeim viðmiðum og reglum sem gilda hér á landi og í norræna samanburðinum. Íslenska kerfið er sagt óþarflega flókið og erfitt að greina heildstæða hugsun á bak við það. Upphæðir hámarksbóta séu t.d. hærri fyrir einstæða foreldra en for- eldra í hjúskap en skerðingarmörk barnabóta eru hins vegar helmingi lægri. Þá eru barnabætur með fyrsta barni lægri en með hverju barni eftir það en skerðingarhlutföll hækka hinsvegar með fjölda barna. Virðist gengið út frá að börn umfram fyrsta barnið séu ódýrari í rekstri fyrir ein- stæða foreldra en foreldara í hjú- skap. Hámarksupphæðir og skerðing- armörk barnabóta hafa hækkað á undanförnum árum. Það vantar þó upp á að hámarksupphæðir nái raun- virði hámarksupphæða barnabóta á árunum fyrir 2007 að því er lesa má úr skýrslunni. Aftur á móti hafa skerðingarhlutföll barnabóta einnig hækkað og árið 2019 var þrepaskipt tekjutenging barnabóta innleidd. Lögfesting breytinga á barna- bótakerfinu sem lofað var í tengslum við lífsjarasamningana felur í sér hækkun skerðingarmarka og aukast framlög til barnabóta um 1 milljarð kr. eins og fram hefur komið. Í skýrslunni segir að fyrirhuguð hækkun skerðingarmarka bótanna skili mjög hóflegum hækkunum barnabóta og geri lítið sem ekkert fyrir allra tekjulægstu fjölskyldurn- ar. Skerðingar bótanna byrja að bíta snemma 50 40 30 20 10 0 Barnabætur á Norðurlöndunum Par með meðallaun og tvö börn undir 7 ára Pör með 50 prósent af meðaltekjum og tvö börn 50 40 30 20 10 0 Ísland Danmörk Finnland Noregur Svíþjóð 459 32.556 36.375 24.004 46.20746.221 27.317 36.967 43.704 32.556 27.317 36.967 Ísland Danmörk Finnland Noregur Svíþjóð Börnin eru bæði 6 ára og yngri Börnin eru bæði 7 ára og eldri Heimild: BSRB

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.