Morgunblaðið - 05.12.2019, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 05.12.2019, Blaðsíða 45
45 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2019 Kærleikur Snjó kyngdi niður á Klambratúni í gær, á meðan kærleikskúla þessa árs var afhent á Kjarvalsstöðum, á vegum Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. RAX Fyrir áhugafólk um ríkissjóð er alltaf áhugavert að fylgjast með afgreiðslu fjár- laga. Að þessu sinni var þó fremur dauft yf- ir allri umræðunni og hið sama má segja um tvö mikilvæg tekju- og skattafrumvörp ríkis- stjórnarinnar. Allt sigldi þetta fremur ró- lega og átakalítið í gegnum þingið. Ég er ekki viss um að slíkt sé gott – ekki fyrir ríkisstjórn eða stjórn- arandstöðuna og alls ekki fyrir skattgreiðendur, sem njóta yfirleitt ekki mikils skjóls í aðdraganda jóla. Fyrir þann sem hér skrifar var á margan hátt erfitt að afgreiða fjár- lög með þeim hætti sem gert var. Þótt staðan í efnahagsmálum sé góð – öfundsverð í augum flestra ann- arra þjóða – verður ekki um það deilt að útgjöld hafa aukist gríð- arlega á síðustu árum. Aukningin á sér í mörgu eðlilegar skýringar en augljóst er að það hefur slaknað á kröfum sem gera verður um hag- kvæma ráðstöfun sameiginlegra fjármuna. Varla er hægt að komast að annarri niðurstöðu en að vandi ríkissjóðs liggi ekki í skorti á fjár- magni heldur í því með hvaða hætti fjármunirnir eru nýttir. Gríðarleg aukning útgjalda Meirihluti fjárlaganefndar dregur fram í nefndaráliti að frá 2017 til komandi árs hafi útgjöld ríkissjóðs hækkað um 158 millj- arða sem er 18,9% að raungildi. Mesta aukn- ingin hefur verið til vel- ferðarmála; heilbrigð- iskerfisins, tryggingakerfisins og fjölskyldumála. Þá er mikil og skynsamleg aukning í fjárfest- ingum, ekki síst í vega- málum. Samkvæmt fjár- lögum sem samþykkt voru áður en nóvember var úti munu ríkisútgjöld nema að meðaltali rúmlega 19 milljörðum króna í hverri einustu viku komandi árs – alls rétt tæpum eitt þúsund milljörðum í heild. Eins og svo oft áður voru ekki allir sáttir við að útgjöld ykjust ekki enn meira. Samfylkingin var á kunnug- legum slóðum við afgreiðslu fjárlaga: Útgjöld skal auka. Fulltrúi flokksins í fjárlaganefnd lagði til 18,5 milljarða aukningu og undirstrikaði þar með góðmennsku sína. Flokkur fólksins bauð enn betur. Auka skyldi útgjöld um 39 milljarða frá frumvarpi – sem er fimm milljörðum hærri fjárhæð en framlög til allra framhaldsskóla landsins. Yfirboð af þessu tagi eru fylgi- fiskar fjárlagagerðar og að líkindum ekki til annars en „heimabrúks“. Jafnvel fjölmiðlar eru hættir að veita þeim mikla eftirtekt. Skattalækkun – en samt En þrátt fyrir mikla aukningu út- gjalda er hægt að gleðjast yfir því að tekist hefur að tryggja verulega skattalækkun til einstaklinga. Í nefndaráliti meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar vegna breytinga á lögum um tekjuskatt kemur fram að á næsta ári lækki tekjuskattur ein- staklinga um 5,5 milljarða og 21 milljarð árið 2021. Gangi áformin eftir er ljóst að uppsöfnuð lækkun tekjuskatts einstaklinga er um 31,6 milljarðar króna á kjörtímabili rík- isstjórnarinnar. Hitt skal játað að nokkur skuggi fellur á þessa verulegu skattalækk- un. Skattþrepum verður fjölgað að nýju í þrjú. Þetta þýðir að verið er að flækja skattkerfið að nýju, þvert á það sem ég hef barist fyrir. Mark- mið breytinganna er að tryggja að tekjulægstu hóparnir njóti hlutfalls- lega meiri ávinnings af skattalækk- uninni en aðrir hópar. Þessu mark- miði hefði hins vegar verið hægt að ná með því að innleiða flatan tekju- skatt með stiglækkandi persónu- afslætti eftir því sem tekjur hækka. (Ég gerði grein fyrir nýju tekju- skattskerfi m.a. á síðum Morg- unblaðsins 24. janúar 2018). Flatur tekjuskattur með stig- lækkandi persónuafslætti þjónar betur markmiði sínu en margþrepa skattkerfi sem tekur við á nýju ári. Það er einfaldara og staða láglauna- stétta og millitekjuhópa er sterkari. Ýtt er undir fólk í stað þess að berja það niður með háum jaðarsköttum með tilheyrandi tekjutengingum og hærra skattþrepi. Ekki skiptir minna máli að flatur tekjuskattur, eins og ég hef talað fyrir, er líklegri til að hemja skattaglaða stjórn- málamenn. Það verður pólitískt erf- iðara fyrir þá sem líta á skattgreið- endur sem hlaðborð fyrir ríkissjóð að hækka skattprósentuna sem allir þurfa að greiða en þegar skattpró- sentan er misjöfn eftir tekjum. Ég vona að fórnarkostnaðurinn (flóknara skattkerfi) við að tryggja verulega lækkun tekjuskatts ein- staklinga reynist ekki of mikill þegar upp verður staðið. Afleiðing góðrar stöðu? Tilþrifalítil umræða um fjárlög og umfangsmiklar kerfisbreytingar á tekjuskattskerfinu eru ef til vill af- leiðing af góðri stöðu í efnahags- málum, þrátt fyrir áföll – gjaldþrot WOW og loðnubrest. Við slíkar að- stæður getur lífið í stjórnarandstöðu verið erfitt, jafnvel svo óbærileg að ekki er talin ástæða til að skila inn nefndarálitum um helstu tekju- frumvörp ríkisstjórnarinnar. Eitt helsta markmið hagstjórnar er að búa svo um hnútana að hag- kerfi geti tekist á við það óvænta, ekki síst efnahagslega erfiðleika. Ís- lenska þjóðarbúið hefur siglt í gegn- um alvarleg áföll síðustu mánuði og flest bendir til að þegar á næsta ári taki efnahagslífið við sér. OECD spá- ir 1,6% hagvexti á næsta ári og 2,6% árið 2021. Stjórnvöldum hefur því tekist ágætlega að ná markmiðum hagstjórnar. Þar skiptir samspil peningastjórnar og ríkisfjármála ekki síst máli. Samkvæmt bráðabirgðayfirliti Seðlabankans námu erlendar eignir þjóðarbúsins 3.870 milljörðum í lok september en skuldir 3.156 millj- örðum. Hrein staða við útlönd var því jákvæð um 714 milljarða eða 24,5% af vergri landsframleiðslu. Staðan hefur aldrei verið betri og sýnir þann styrk sem íslenskt sam- félag býr yfir. Verðbólga er lág og vextir hafa ekki verið lægri. Í fyrsta skipti í ára- tugi eru óverðtryggð fasteignalán raunhæfur kostur fyrir launafólk. Lífskjarasamningar almenna vinnu- markaðarins hafa lagt grunn að frekari kjarabótum. Frá 2011 hefur launavísitalan hækkað um 78% en neysluverðsvísitalan aðeins um 28%. Meirihluti fjárlaganefndar fullyrðir að hér sé um einsdæmi að ræða í hagsögu landsins, þ.e. að laun hækki svona mikið umfram verðlag yfir margra ára tímabil. Stjórnarandstaða sem stendur frammi fyrir þessum efnahagslegu staðreyndum er ekki í öfundsverðri stöðu. Hitt er svo annað að þótt stjórnarandstaðan eigi erfitt með að kljást við umfangsmestu mál rík- isstjórnarinnar – fjárlög og tekju- og skattafrumvörp – gerir það starf stjórnarþingmanns ekki léttara. Eftir Óla Björn Kárason »Ég vona að fórnar- kostnaðurinn (flóknara kerfi) við að tryggja verulega lækkun tekjuskatts einstaklinga reynist ekki of mikill þegar upp verður staðið. Óli Björn Kárason Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins. Tilþrifalítil, róleg og þróttlítil umræða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.